Já, ég veit að þessi síða fjallar um Liverpool. Og já, ég veit að einhverjir eru pirraðir útaf umfjöllun okkar um Chelsea. En ég bara verð…
James Lawton skrifar [stórkostlegan](http://sport.independent.co.uk/football/comment/article334140.ece) pistil í Independent í dag: [Dear Jose, your desire for reflected glory has lost you a chance to illuminate game](http://sport.independent.co.uk/football/comment/article334140.ece). Þessi pistill segir allt, sem mig langar að segja um Jose Mourinho.
Ólíkt mörgum Liverpool aðdáendum hef ég haft smá veikan blett fyrir Mourinho. Mér fannst hann sniðugur í tilsvörum og hrokinn hans gat virkað skemmtilegur á köflum. En þessi upphafs sjarmi er löngu farinn og Lawton lýsir í pistli sínum svo snilldarlega hvar Mourinho hefur misstigið sig. Allur pistillinn er skyldulesning, en ég ætla að draga út bestu punktana.
>You have blown it, Jose; not in terms of column inches or television exposure or advertising spin-offs or security at the heart of your oil-rouble empire, but in the regard of all those who long for new messiahs of the game, men like Busby and Stein who gloried in their teams and their achievements and didn’t scramble in such unseemly fashion to be at the heart of the reflected glory.
>…
>You have jettisoned style for some chintzy version of celebrity for its own sake. Some woolly-minded observers say that your antics provide a valuable service to the team, that it deflects attention from them, allows them to go about their relentless work. Well, here’s a fact: I never saw a great football man, and this includes Ferguson and Wenger, who willingly tried to grab the attention from their players, not on occasion but as a matter of carefully calculated course.
…
>Presumably you thought you were being smart, even masterful, storming off down the tunnel like that without offering a hand to the vanquished Wenger, and then hurling abuse at the Sky TV people for their “crime” of rerunning shots of Michael Essien’s disgusting tackle on Dietmar Hamann a few weeks ago.
>You said that Barcelona, your next opponents in the Champions’ League, thanked Sky. Wrong, everybody who cares for the morality of football and who isn’t always bowled over by the bite of their analysis of their own flagship product, thanks them. They showed up the bruising cynicism that is growing at the heart of your all-conquering team: the £24m signing whose function is becoming increasingly apparent. Essien has talent, no doubt, but against the frail young things of Arsenal’s midfield his essential role was highlighted with gut-wrenching clarity. He was there to bully, and no doubt he should have been sent off for his fouls on Lauren and Robin van Persie.
og svo endar hann á þessari snilld, þar sem hann ber Chelsea saman við uppáhaldsliðin mín tvö:
>You will probably hate this, but there is a model you shouldn’t ignore, and his name is Rafael Benitez.
>Your scorn for his Liverpool is not so convincing. Admittedly you have a series of victories, but they have outsmarted you in Europe and please, as a matter of urgency, drop the fiction that they didn’t score against you in that European Cup semi-final at Anfield. The goal was awarded, it is on the record, and if it hadn’t been, Liverpool, the whole world could see, were due a penalty and the sending-off of your invaluable goalkeeper Peter Cech.
>That’s the kind of reality you have to absorb if you are going to win the respect which your achievements are due. You may not know it, but Benitez is drawing a lot of neutral admiration. He isn’t backed by seamless millions, he doesn’t sneer at the rest of the football world, he doesn’t tell lies about referees, he just gets on with the job of building a football team.
>There will be quite a bit of unpatriotic support for Barcelona, too, when you collide with them again in the Champions’ League.
>This isn’t pure envy, Jose. It comes from the feeling that you bent the truth terribly when you last met Barcelona, and that victory came through a most cynical foul by Ricardo Carvalho on their goalkeeper. Your silence on that was noted by those who believe in the old truth that these things have a way of levelling out.
>One last point: the Barcelona of Ronaldinho and young Lionel Messi play beautiful football. It has brilliance and charm. It can lay a hand on the hearts of the unattached. It is a sad truth that your current affect is one of repulsion.
Vá! Þessi grein er algjör skyldulesning.
Póstaði þessu einmitt inn á Liverpool.is spjallið í dag. Þetta er bara eins og dregið út úr huga mér. Alveg sammála því að rétt til að byrja með þá fýlaði ég hann, þegar hann kom á Old Trafford á sínum tíma með Porto, en þessi “fýlingur” er löngu búinn að hitta núllpunkt og er kominn langt niður fyrir frostmark. Bara hreinlega fæ útbrot þegar maðurinn byrjar að tjá sig núna. Fussumsvei og fussumsvei, en big BRAVOOO fyrir þessari grein. Ef ég væri betri í ensku og betri penni, þá væri ég pottþéttur á því að ég hefði sjálfur skrifað hana :biggrin:
VÁ! Þessi grein er gjörsamlega frábær. Segir allt sem segja þarf um Mourinho og hvað mér finnst um hann.
Mér fannst gaman að fá hann í enska boltann í fyrra því ég var orðinn leiður á Ferguson-Wenger deilunum. Ég er orðinn hundleiður á Mourinho núna því ég sá að hann tapar “kúlinu” þegar hann tapar leikjum. Jose Mourinho er mjög tapsár og svoleiðis menn eru hlægilegir, sérstaklega með tilliti til þess hvernig þeir haga sér eftir sigurleiki!
“Your silence on that was noted by those who believe in the old truth that these things have a way of levelling out.”
Þetta er hverju orði sannara. Á endanum vann Chelsea Barca í fyrra með ólöglegu marki og allir hlutlausir áhugamenn um knattspyrnu horfðu á það með óbragð í munni.
Yndisleg grein! James Lawton er blaðamaður ársins í Englandi fyrir mitt leyti, hann ætti að fá verðlaun fyrir svona skrif!
Og já, Rafa rúlar! 🙂
Ég er ekki alveg að skilja hvort allir séu á móti því að Mourinho láti eins og hann láti af því hann sé svona í eðli sínu eða af því hann sé alltaf með einhvern útpældan leik í gangi. T.d. ef maðurinn er sjúklega tapsár þá held ég að hann geti ekkert í því gert. Þekki nokkra sem mega ekki tapa í ólsen fyrir smábarni án þess að láta eins og hálfvitar, en það er bara í eðli þeirra. Ef þetta er allt útpælt hjá honum þá er hann annað hvort hálfviti eða snillingur (þeim gengur alla vega ágætlega ennþá). En ef þetta er bara í eðli mannsins þá er lítið annað að gera en að horfa framhjá því. nema menn ætli að splæsa á hann sálfræðing. eða super nanny, hún er kannski tilvalin
Þessi grein segir þetta allt… og ekki orð um það meir.
Gaman að sjá að þið eruð sammála “Fat Dunc” svona einusinni :biggrin:
Ha, hvernig erum við sammála honum?
Sé ekki hvernig við séum endilega sammála honum. Erum sammála greinarhöfundi sem heitir James Lawton. Sé ekki hvernig Drunk kemur málinu við. James þessi skrifar fyrir Independent.
Fyrsta sem ég sé þegar ég kíki á koptalk í gær, Dunc að mæla með þessari grein og segjast vera svo mikið sammála henni. Svo þegar ég sé Liverpool bloggið uppfært næst eruð þið bara búnir að stela greininni sem hann stal! :rolleyes: :biggrin:
Ég var nú meira að segja lengi að hugsa um hvern þú værir að tala um, alveg þangað til að ég sá Einar afneita því.
Ég er á því að Alonso sé frábær leikmaður, Myndir þú þá segja að Drunk sé sammála mér eins og einu sinni? :laugh:
Það væri meira en lítið skrítið ef við værum ósammála um allt í heiminum. Fer ekki inn á Kraptalk og mun ekki gera, þannig að ég var eingöngu sammála Independent og James þarna. Drunk ræður svo hvort hann er sammála mér eða ekki. :biggrin:
Bíddu, við að “stela” greininni?
Fyrir það fyrsta, þá sá ég greinina á Independent, endar er það ásamt Guardian og Times partur af mínum blaðarúnti. Við hins vegar birtum tilvitnanir í greinina og hvetjum fólk til að lesa sjálfa greinina, sem við vísum á.
Ég fór hins vegar á koptalk og sá hvernig hann gerir það. Hann kóperar greinina alla án þess að vísa í upphaflegu greinina. Það er stuldur, ekki okkar notkun. Ef við fáum fréttir beint af öðrum miðlum, þá bendum við á þá, svo lesendur okkar geti séð upphaflega source-ið, enda við ekki venjulegur fjölmiðill.
samt sem áður algjör snilld
Voðalegt stress er þetta rétt fyrir jólin, maður reynir að vera léttur og skemmtilegur en það kemst ekki betur til skila en þetta. Dunc á koptalk líklega svona alvarlegt umræðuefni 😀
:biggrin:
Sorry, fæ bara hálfgert flogakast þegar þessi maður er nefndur á nafn. Stendur fyrir allt sem Liverpool stendur ekki fyrir. Ekkert illa meint til þín neitt, en maður grínast ekki með svona kalla 😉
Ef einhver vill fá Drunk söguna frá a-ö, þá verður hinn sami að eiga fyrir sér góðan tíma, og notalegan sófa, því ekki ætla ég að telja þetta allt upp hérna hamrandi á lyklaborðið. Ég segi þetta nú ekki oft, og nafngreini einstaklinga sjaldan, en þessi maður er einfaldlega glæpamaður.
Flottar pælingar, maður kíkir hér aftur 1 jan og tékkar á þessu.
SSteinn, nú ertu búinn að gera okkur forvitna :biggrin:
Koptalk var á sínum tíma (líklega 1998-2000) uppáhaldsheimasíðan mín, en ýmislegt rusl sem kom þar varð að lokum þess valdandi að ég hætti að skoða þá síðu.
Gleðileg jól og takk fyrir frábæra síðu.