Nice með áhuga á Flo-Po?

Æji, þetta er ekkert voðalega bitastætt, en Nice segjast [hafa hafið viðræður við Liverpool um Florent Sinama-Pongolle](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=347285&CPID=8&clid=&lid=2&title=French+interest+for+Florent)

Reyndar segjast þeir að viðræðurnar séu alveg á frumstigi, þannig að það er ekkert sem segir að Liverpool hafi einhvern áhuga á að selja Flo-Po. Að mínu mati væri það glapræði í þessari stöðu því ef að einhver af Crouch, Morientes eða Cisse meiðist þá myndum við ekki hafa neinn á bekknum.

6 Comments

  1. Af hverju að selja Pongolle? Ég fatta það ekki. Hann er ´84 módel og á klárlega framtíðina fyrir sér.

    Að mínu viti er hann ekkert lakari heldur en Cisse í strikernum, og svo betri en Cisse á hægri kantinum.

    Að selja þennan strák væru mikil mistök.

  2. Sammála síðasta ræðumanni – hann hefur sýnt góð tilþrif þessi skipti sem hann hefur fengið tækifæri finnst mér. Grátlegt bara hve óheppinn hann hefur verið með meiðsl og þ.a.l misst af nokkrum gluggum inní byrjunarliðið eða rotation´ið. Ég vil halda honum þó ekki nauðugum…

  3. Já drengir ég er ekki frá því að ég sé sammála ykkur. Flo Po hefur yfirleitt nýtt sín tækifæri vel þegar hann hefur fengið þau og á margan hátt er ég hrifnari af honum heldur en Cisse. Ég myndi vilja sjá hann aðeins lengur hjá klúbbnum.

  4. Ef Mori, Cisse eða Crouch myndi meiðast og Pongolle seldur þá væri Mellor á bekknum. Ótrulegt hvað fólk getur gleymt honum 🙂 hann skoraði nu með varaliðinu í gær.

  5. Pongolle hefur ekki fengið mjög mörg tækifæri í vetur en hann hefur nýtt þau vel! Hann kemur yfirleitt öflugur inn í leiki Liverpool og lætur finna fyrir sér. Það væri tóm þvæla að selja hann!

    Það verður gaman að sjá Mellor koma aftur til leiks. Spurning hvernig meiðslin hafa farið með hann. Mellor er “skorari” fyrst og fremst og stóð sig nokkuð vel í fyrra.

    Það má ekki gleyma því að Pongolle og Mellor sáu um 2/3 hluta markaskorunar í leiknum fræga gegn Olympiacos 🙂

  6. Ég hugsa að þeir séu að pæla í lánssamning þar sem að þeir eru einungis að leita að framherja til að fylla skarð þeirra tveggja sem fara á Afríkumótið.

Ehmmm

Hamann framlengir samninginn