Liverpool – Everton 2-1

Þetta bara verður ekkert mikið sætara en þetta. Hjálpi mér hvað þetta var hressandi 2-1 sigur á Everton. Þeir voru komnir í bílstjórasætið og náðu að klúðra því með stæl og Liverpool sem er að taka eitt versta tímabil sitt í nokkra áratugi er aftur komið í úrslitaleik á Wembley. Er það ekki svolítið Dalglish? Hræðilegt tímabil, bara tveir úrslitaleikir!

Ég var engu að síður ekkert ofsalega hrifin af byrjunarliðinu í dag en það var svona:

Jones

Johnson – Skrtel – Carrgaher – Agger

Henderson – Spearing – Gerrard – Downing

Suarez – Carroll

Bekkur: Gulacsi, Enrique, Maxi, Kuyt, Shelvey, Kelly, Bellamy.

Carragher var í hjarta varnarinnar og Agger í vinstri bakverði og þetta var aldrei sannfærandi í þessum leik, kostaði mark og ég stórefast um að Carragher byrji í bikarúrslitaleiknum í næsta mánuði.

Fyrri hálfleikur var annars alls ekki góður hjá okkar mönnum, holningin á liðinu var alls ekki sannfærandi við náðum aldrei almennilegum takti í leiknum. Bæði lið fengu hálffæri áður en varnarmenn Liverpool ákváðu að gefa Everton forgjöf í leiknum. Howard fékk góðan tíma til að sparka út án pressu frá sóknarmönnum Liverpool og Cahill vann skallabolta sem fór beint á Carragher sem átti einfalt verk fyrir höndum að hreinsa boltan í burtu. Misskilningur milli Agger og Carragher varð hinsvegar til þess að Carra rétt potaði boltanum í Cahill og þaðan datt hann fyrir Jelavic sem reyndar var rangstæður og hann skoraði af öryggi og þakkaði mikið vel fyrir þessa gjöf. Fyrsta skot Everton á markið í leiknum og útlitið var alls ekki gott eftir fyrri hálfleik.

Dalglish gerði engar breytingar á liðinu í hálfleik en engu að síður kom allt annað Liverpool lið í seinni hálfleik og strax á 47.mínútu átti Andy Carroll bara að skora eftir frábæran undirbúning frá Downing. Carroll fékk frían skalla fyrir opnu marki en skallaði framhjá. Mjög lélegt hjá Carroll.
En þrátt fyrir að ímyndin sé oft önnur þá er ágætis vinskapur milli þeirra bláu og rauðu í Liverpool borg og varnarmenn Everton, n.t.t. Distin ákvað að gefa Liverpool líka mark í leiknum, ekki nema sanngjarnt. Distin reyndi sendingu til baka sem Suarez las mjög vel og komst inní og þ.a.l. aleinn í gegn og skoraði mjög vel framhjá Tim Howard í marki Everton. Hroðalega hressandi jöfnunarmark og ég bjóst við lögreglunni heim til mín í tíu mínútur á eftir.

Andy Carroll hélt áfram að stríða varnarmönnum Everton í leiknum og var rétt búinn að skora á 77.mín en skot hans fór framhjá markinu.

Hann lagaði það þó og GOTT BETUR á 87.mínútu þegar hann skallaði aukaspyrnu Craig Bellamy í netið og gerði allt snarvitlaust í rauða hluta Wembley Stadium. Það er ekki hægt að réttlæta verðmiða á nútíma knattspyrnumanni og Andy Carroll er ansi extreme dæmi með sinn verðmiða…en þetta moment fór alveg helvíti nálægt því engu að síður.

Liverpool hélt svo út og var raunar nær því að bæta við þegar Maxi klúðraði fyrir opnu marki en það kom ekki að sök. 2-1 sigur staðreynd og mikið djöfull er það nú hressandi eftir öll vonbrigði þessa árs.

Maður leiksins.
Ef við förum bara yfir liðið í heild þá var ég með hjartað í buxunum í hvert skipti sem Jones var í grend við boltann en hann stóð sig mjög vel í dag. Hann á ekkert í þessu marki og var í raun nálægt því að verja skotið frá Jelavic. Mjög líklega stærsta moment ferilsins hjá honum og hann átti það svo sannarlega skilið eftir hroðalega erfiða tíma undanfarin ár.

Vörnin var ekki sannfærandi í dag, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Agger var augljóslega ekki í sinni réttu stöðu og það var ekki þörf á að troða Carragher í byrjunarliðið. Hans mikilvægi í svona leikjum fer mjög hratt dvínandi og er ekki það mikið að við þurfum að hrista upp í varnarlínunni eins og gert var í dag. Enrique ætti að koma aftur í næsta leik og Agger í sína stöðu. Engu að síður var Everton ekkert að vaða í færum neitt og en ég yrði óskaplega hræddur með þessa uppstillingu gegn  t.d. Chelsea eða Tottenham.

Spearing var svosem ekkert að heilla mig heldur á miðjunni en stóð þó fyrir sínu, Gerrard var mun aftar en í síðasta leik gegn Everton en átti heilt yfir ágætan leik og stjórnaði leiknum í seinni hálfleik þegar Liverpool átti miðjuna. Henderson átti ekki góðan dag á kantinum á meðan Downing var öllu skárri hinumegin. Enn á ný klúðrar Carroll gjöf frá Downing sem hlítur að hugsa honum þegjandi þörfina.

En mínir menn leiksins eru klárlega sóknarmenn Liverpool og þá Suarez sérstaklega. Hann jafnaði metin og var stöðugt að stríða varnarlínu Everton sem þurfti að veita honum mjög mikla athygli allann leikinn. Carroll var einnig mjög öflugur í dag og skoraði auðvitað sigurmarkið. Hann verður að fara nýta færin sín betur en þetta er fín nýbreytni hjá honum að skora svona sigurmörk í lok leikja, getur mjög vel vanist frá honum.

En eins og maður sagði fyrir leik, það skiptir engu helvítis máli hvernig við vinnum þennan leik bara að við vinnum hann. Það hefði kálað móralnum að tapa þessu í dag.

Wembley, we´ll be back.

p.s til hamingju með afmælið Maggi, flott gjöf.

120 Comments

  1. Þá er bara að fá Chel$ki í úrslitin og sýna Torres og co bikarinn eftir þann leik, bara ekki leifa þeim að koma við hann.

  2. Þau eru skrautleg mörkin sem við fáum á okkur, ekki satt? 🙂

    Suarez fékk síðan bróðurlega gjöf til baka, var kominn í erfiða stöðu en kláraði vel og eitthvað var Suarush við þetta mark.

    Skáldlegt réttlæti að Carrol skyldi skora eftir að dómarinn gugnaði á því að reka Seamus Coleman útaf með spjald nr. 2. Hefði verið alveg ferlegt að hleypa Everton í framlengingu með 11 menn eftir þetta.

    Liðið leit fantavel út og Carroll var mjög góður í þessum leik. Vorum mikið með boltann og kannski er það byrjunin á einhverju góðu.

  3. Allt annað að sjá liðið þegar Bellamy og Maxi koma inní leikinn. Downing getur bara verið svekktur með sjálfan sig að vera tekinn útaf. Sá að hann var eitthvað nöldrandi útaf því.

    Frábær úrslit, og AFTUR WEMBLEY ! ! Ég gæti alveg vanist því að sjá liðið spila á WEMBLEY ! !

    Góð afmælisgjöf fyrir Magga, og Sigga H. 🙂 Priceless ! !

    YNWA

  4. Stórkostlegt og Liverpool-hjartað slá ansi hratt!!!!!!!!!!!!

    Allir Púllarar til hamingju!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  5. Sweet Carroll 9
    Oh Oh Oh
    Him and Suarez are so good
    So good So good So good
    Goals all the time
    Oh Oh Oh
    Just like Kenny said they would, would, would

  6. Frábært ! Carroll er loksins að komast á skrið sem er bara æði. Everton drullu lélegir bara fannst mér en ætli það verði ekki skemmtileg ferðalagið aftur til Liverpool fyrir þá bláu : )

  7. Kannski fullmikið sagt að liðið hafi litið fantavel út nema seinni hlutann í síðari hálfleik. Engu að síður var Liverpool betra liðið í dag og allir léku vel að Carragher og Henderson undanskyldum. (Agger reyndar í vandræðum á köflum en hann er nýstiginn upp úr meiðslum og var að spila vinstri bak, og reyndar má spyrja hvaða pæling lá í að spila Henderson á vinstri kanti).

  8. Sælir félagar

    Fullkomlega ásættanlegt og vel það. SSteinn spáði þessum úrslitum í Podcastinu og er hann greinilega spámannlega vaxinn. Frábært!!!!

    Það er nú þannig.

    YNWA

  9. Newcastle menn hoppa hæð sína. Carroll sennilega sá besti sem hefur komið upp úr unglingastarfinu þeirra, fyrst fengu þeir 35 millur fyrir hann og nú var hann að tryggja þeim Evrópusæti á næstu leiktíð.

  10. Í öllum bænum hættum nú að ræða um Carrol sem flopp kaup, þessi strákur er bara 22 ára og á bara eftir að verða betri og betri. Þvílíkt ego-boost fyrir drenginn að vera búinn að skora nú í tveimur leikum í röð…….svo ég tali nú ekki um sigurmark í bikarúrslitaleik á Wembley!!! KD verður áfram með liðið á næsta ári. Við getum alveg hætt öllum vangaveltum um það. Liðið var að spila mjög vel í dag og sköpuðu sér helling af tækifærum. Rosalega er gaman að vera poolari í dag :=) Spennandi tímar framundan. Erum með ungan og sterkan hóp. Þurfum bara að bæta við okkur 2 – 3 toppleikmönnum og gerum atlögum að topp 3 á næsta ári :=)

  11. YYYYYYYYYYYYEEEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSSSSSS

    Sanngjarn sigur og bara fínasta frammistaða hjá okkur. Viljinn til staðar og ekkert hægt að kvarta þó menn geri einstaka mistök!

    Hvers konar stuðningsmenn eru það sem bresta bara í grát og hætta að hvetja þegar þeirra lið lendir undir nokkrum mínútum fyrir leikslok? Við fengum svarið í dag.

    Ef þetta hefði verið öfugt hefðu rauðklæddir öskrað sig hása síðustu 8 mínúturnar en ekki látið sig hverfa með skottið á milli lappanna.

    YNWA!

  12. Shit hvað ég er sáttur núna! Þó Caroll hefði kostað 50m punda who cares, að skora winner á wembley á móti Neverton er priceless.

    Ef það er einhver stjóri sem við viljum ná árangri með Liverpool þá er það KING KENNY, það hlýtur að vera.

    YNWA

  13. Frábært! Punktar:

    Carroll gerði vel að halda haus eftir slæm klúður fyrr í leiknum. Tvö mörk í tveimur leikjum, virkilega flott hjá stráknum og vonandi er hann kominn í gang.

    Innkoma Maxi (hársbreidd frá því að skora þriðja) og Bellamy skipti sköpum og nú bara hlýtur Kenny að spila þeim í leikjunum sem eftir eru. Liðið spilar svo margfalt betur með þá inná en bullið í fyrri hálfleik.

    Suárez besti maður vallarins, Carragher sá versti. Gerði fáránlega mörg mistök í leiknum, dró varnarlínuna aftar og spilaði menn réttstæða. Carra hefur alltaf verið leikmaður sem hefur falið takmarkaða fótboltahæfileika með krafti og styrk. Nú þegar þeir hverfa með aldrinum koma veikleikar hans í ljós. Þessi leikur hefði verið auðveldari ef Enrique hefði byrjað og tveir bestu menn liðsins fengið að spila sínar stöður í vörninni. Mjög skrýtin ákvörðun hjá Kenny að hringla með þetta í svona mikilvægum leik, sérstaklega með óreyndan markmann í búrinu.

    Persónulega vona ég að Chelsea vinni á morgun. Við höfum átt töluvert auðveldara með þá í gegnum tíðina en Tottenham.

    Annars var þetta bara flottur sigur, góð barátta hjá flestum leikmönnum og verðskulduð úrslit. Liverpool Derby’in á þessari leiktíð hafa nú öll endað með sigri rauðklæddra og markatölunni 7-1. Það sýnir kannski hversu fáránlegt það er að bláa liðið skuli vera ofar í töflunni.

  14. Sammála öllu sem hér hefur verið sagt! Ekkert annað en snilld! Ánægður með að komast í úrslit og ánægður með framherjanna! En til þess að vera með leiðindi þá langar mig að benda fleirum á eitt.

    Fótbolti.net skrifaði sérstaklega um grein að þeir hefðu alls ekkert gegn Liverpool. Þeir hafa kannski ekkert gegn þeim en það alveg lýs í gegn að þeir hata það að Carroll hafi skorað sigurmarkið og passa sig að koma því ekki í fyrirsagnir. Gera frekar lítið úr honum á undan:

    13:05 – Myndbönd: Klúðrið hjá Andy Carroll og jöfnunarmark Suarez (Gera lítið úr Carroll)
    13:30 – England: Liverpool komið í úrslit eftir sigur á Everton (Passa sig á því að segja ekki að Carroll hafi skotið Liverpool áfram).

    En annars gífurlega sáttur með seinni hálfleikinn og frábært að komast þriðja skiptið á Wembley á einu seasoni! Magnað!

    Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/index.php#ixzz1s1TXwDrG

  15. Frábært kombakk og brilliant to beat the bitters!

    Fyrri hálfleikur var ströggl. Ágætir kaflar fyrstu 10 mín eftir kick-off og líka eftir markið sem við fengum á okkur en heilt yfir ekki nógu gott. Varnarlínan í ströggli, óskipulag og óbalans á liðinu. Sóknarleikur ómarkviss og okkar bestu menn lítið í boltanum. Kannski ekki sanngjarnt að vera undir en markið var gjöf frá okkur og því á okkar ábyrgð.

    Kenny hefur greinilega staðið fyrir sínu í hálfleik því við sáum mótiveraðra lið sem hafði trú á verkefninu. Carroll hefði átt að setja hann í dauðafærinu í byrjun seinni hálfleik en það hjálpaði okkur hversu aftarlega Everton féllu í vörninni. Fengum sjálfstraust á boltanum og gátum sótt á þá en þeirra lið virkaði hrætt við að tapa en við meira gráðugir í að sigra.

    Suarez vann fyrir sínu marki með dugnaði og puði. Hafði virkað óeinbeittur í fyrri hálfleik og að stofna til illinda í stað þess að spila bara leikinn. Var eldskarpur í þeim seinni og man of the match. Carroll var mikið í færunum og átti flottan seinni hálfleik, en á ESPN var bent á að hann hefði átt fæstar snertingar allra leikmanna vallarins í fyrri hálfleik. Þessi strákur er flott verkfæri ef við kunnum að nota hann rétt! Vonandi verða tvö síðbúin sigurmörk á einni viku til þess að koma honum í gang fyrir alvöru.

    Brad Jones var shaky á köflum en stóð fyrir sínu heilt yfir og frábært fyrir hann að spila þennan sigurleik. Fairytale stuff. Henderson var duglegur en spilaður út úr stöðu á báðum vængjum. Downing líflegur í byrjun seinni og átti þátt í upprisunni. Undarlegt að Stewie hafi verið tekinn af velli en súpers-söbbarnir Bellamy og Maxi skiluðu sínu vel.

    Heilt yfir þá var þetta svart-hvít frammistaða milli hálfleikja eða skulum við segja blá-rauð. Eina sem gildir í bikarleikjum er að vinna þá sama hvernig það er gert. Því á liðið og Kenny hrós skilið fyrir að koma okkur á Wembley í þriðja sinn á tímabilinu. Ég vil frekar mæta Spurs en Chelskí því það er ekki séns að maður vilji sjá Torres komast alla leið í úrslitaleik.

    Til lukku félagar.

    YNWA

  16. 5. maí.

    Ég sé alveg fyrir mér Liverpool – Chelsea. Carroll skorar aftur sigurmarkið og setur smá salt í bikarinn og hellir því yfir Torres.

  17. Slakur fyrrihálfleikur heilt yfir hjá okkar liði en frábær seinni…..Carroll nálægt því að verða skúrkurinn en stendur upp sem hetja…Carrager fannst mér eiga fínan leik fyrir utan markið. Ég held að stjórinn hljóti að hafa stillt þessu liði hárrétt upp fyrst við unnum, eða hvað! Finnst alltaf þessar pælingar um uppstillingar eftir sigurleiki svolítið kjánalegar. Veltum okkur ekki upp úr því hvað við hefðum gert betur (engin okkar er stjóri hjá stórliði að ég held)….fögnum bara sigri YNWA

  18. Carroll með sigurmarkið í 2 leikjum í röð!!! Og seinna markið tryggði okkur farmiða á úrslitaleik FA bikarsins! Ég vil vil biðja þá sem efuðust Carroll að gera hnefa og dúndra honum í smettið á sér! 🙂

    CARROLL!!!!!

    YNWA

  19. Tók enginn eftir því að Suarez gerði gys að fagni Torres….skoðið þetta nánar, alveg endalaust fyndið. Suarez sýndi sitt rétta andlit í þessum leik og vonandi sjáum við bara liðið í þessum gír það sem eftir lifir vors. Liðin fara nú líka að pæla; kannski þurfum við að vakta Andy Carroll betur? Og um hverja losnar þá?

  20. Maður var nú ekkert svakalega sáttur við fyrri hálfleikin en sem betur fer þá kom bara allt annað og betra lið til leiks í þeim síðari, fanst Liverpool heilt yfir vera betri aðilinn í leiknum en maður setur spurnigrmerki við Garrager, held að hann sé ekki að fitta inn í þetta lið. Downing fanst mér alls ekki vera lélegur en skiptingin var taktísk og svo kom Bellamy og spáið aðeins í það hann er 32 ára og fanta góður hreinlega elska hvað hann er duglegur og vinnur mikið fyrir liðið. Það er svo mikil gleði hér á heimilinu að það hálfa væri nóg… Nú held ég og vona að Carrol sé komin i gang og ekki veitir af fyrir restina af tímabilinu…. Ég get ekki hugsað það til enda hvað mig langar að mæta Chelsea í úrslitum og lyfta bikarnum fyrir framan Torres hversu ljúft væri það… Ég fæ gæsahúð við til hugsunina…. Og svona í lokin þá bar er þetta besti dagur tímabilsins… og helgin er bara gjörsamlega æðisleg, nú er bara að vona að Man Utd misstígi sig gegn Aston Villa og þá taka Man City titilinn (tóku Norvich 1 – 6). Að vinna tvo titla væri algjörlega magnað og það yrði enn meira magað ef Man Utd næði engum tittli….. Vá það yrði æðislegt….
    Prófið að loka augonum og sjá þetta fyrir ykkur, það toppar þetta ekkert….

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  21. Gríðarlega sáttur með sigurinn, en guð minn almáttugur hvað það tók á aðfylgjast með honum. Drulluslakir í fyrrihálfleik, en svo kom alveg snilldarframmistaða í þeim seinni og menn alveg staðráðnir í því að sigra þennan leik, :o)

  22. Gargandi snilld!
    Eitt með Andy C. sem mig langar að benda á. Til að skora mörk þarf að koma sér í færi eins og allir vita. Carroll kom sér í fullt af færum í þessum leik og endaði á því að skora eitt kvikindi. Það sem menn setja út á hann er að hann sé ekki að nýta færin sín nægilega vel sem er alveg rétt EN hann er að koma sér í færinn, stundum dettur ekkert, stundum eitt eða tvö o.s.frv en það að koma sér í færi sýnir gæði. Hann er 22 ára gamall, á eftir að nýta færin sín betur með meiri reynslu, það er ég alveg viss um. Einnig er hann algert fuxxxxx monster í boxinu, menn eiga einfaldlega ekki séns í hann. Þetta er x-factor sem fá lið hafa og nýtist á báðum endum vallarins. Það sem mér finnst síðan jákvæðast af öllu er að hann hættir ekki, er gagnrýndur út í gegn fyrir allt og ekkkert í fjölmiðlum og eins og í leiknum í dag klúðrar 3 eða 4 sinnum en heldur áfram og mark. Þetta sýnir karakter, sigurvilja og áræðni sem er ekki sjálfgefið.
    Frábært leikur hjá stráknum og vonandi fyrir okkur öll sem höldum með Liverpool er þetta bara byrjuninn.

    Til hamingju með daginn poolarar nær og fjær við vorum að slá fokking everton út úr undanúrslitum bikarins. YEEEEEEEEESSSS!!!!

  23. Ég fór í smá tölfræði athugun og sá að eftir áramót hefur Andy Carroll byrjað inn á í 14 leikjum, skorað 5 mörk og lagt upp allavega 4 önnur. Í þessum 14 leikjum hefur Liverpool sigrað 8, gert 3 jafntefli og tapað 3. Miðað við gengið eftir áramót (S: 10 J: 4 T: 8) er þetta bara helvíti gott!!!

  24. Var ekki John Achterberg rekinn með Comolli, hver var þetta þá sem hljóp inn á völlinn og fagnaði með Brad Jones eftir leikinn í þjálfaratreyju merktri JA?

  25. Hrikalega sætur sigur og ennþá sætir í kjölfar þeirra ummæla sem David Moyes lét falla fyrir leikinn. Það kemur alltaf í bakið á mönnum þegar þeir gera lítið úr andstæðingum sínum. Moyes er algjörlega kominn á sama stall hvað varðar hroka og almenn ömurlegheit og Ferguson.

    Skemmtilegast af öllu er þó að kíkja á heimasíðu Everton á Íslandi.
    http://www.everton.is
    Þeir komu saman til þess að syngja þrjá söngva sem þeir æfðu heima. Þar af voru tveir níðingssöngvar um Carroll og Suarez.!!!
    Sá hlær best…..

  26. góður #39

    Carroll hefur sem betur fer byrjað flesta bikarleiki en í deildinni árið 2012 hefur liðið leikið 7 leiki án Carroll í byrjunarliði og náð 2 jafnteflum, tapað 5.

  27. Til lukku öll með úrslitaleik nr 2 á Wembley þetta árið : )

    Ég gat því miður ekki séð leikinn en fylgdist vel með þróun leiksins via 3G : )

    Ég freistaðist til að skoða Íslenska heimasíðu Neverton að áeggjan Einars #41, og maður lifandi hvílík eyðimörk sú síða er, og löðrandi í Liverpool öfund. Suss.

    En til lukku öll og nú vonar maður bara að Chelsea komist framhjá Tottenham, Torres bara verður að fá að upplifa þá gleði að sjá Gerrard lyfta bikarnum á loft á Wembley : )

  28. Svooo sættt!!

    Mikið var þetta frábær sigur og við getum tekið gleði okkar á ný! Þvílíkt frábær árangur árangur að komast í úrslit í báðum bikarkeppnum ársins, alveg sama hvað aðrir stuðningsmenn rugla og bulla um okkar ástkæra lið. Þetta er flottur árangur og það getur enginn tekið það af okkur!

    Var að drepast úr stressi yfir þessu, úff…

    Svo er það vara FINAL á Wembley á móti einhverjum, andstæðingurinn skiptir ekki máli ef okkar menn spila með hjartanu og eru með hausinn kaldann!

    Carroll notfærði sér sinn mesta styrkleika í dag, loftið og skallann. Suarez einnig með sinn hraða!

    Ég elska Liverpool og mun alltaf styðja þá, alveg sama hvernig gengur. Tek Liverpoolmerkið með mér í gröfina, það er frágengið 🙂

    Station

  29. Það skiptir ekki máli hvað maður er sleginn oft niður heldur hvað maður rís oft upp.

    Það er búið að pönkast alveg ótrúlega á Carroll og Suarez en þeir neita að gefast upp og eru núna að uppskera. Ég er ótrúlega ánægður fyrir þeirra hönd og þá ekki síður félagsins. Það er mikið varið í þessa gaura.

    Ég vona að við mætum Tottenham frekar en Chelsea í úrslitum. Ég vona líka að Carra vermi bekkinn. Jafn mikla virðingu og ég ber fyrir honum, og jafnvel þótt Liverpool hjartað sé ósvikið, var karlinn ekki að gera gott mót í dag frekar en undanfarið.

    Skál!

  30. Nú gæti mig verið að misminna, en hefur það gerst áður að Carroll og Suarez skori báðir í einum og sama leiknum?

  31. Daníel #46

    Þeir skoruðu báðir í 6-1 sigrinum á móti Brighton í þessari sömu keppni.

  32. Ah ok, það hlaut að vera að ég hefði gleymt einhverjum. En mikið er nú gaman að sjá þá tvo á markaskorunarlistanum. Megi það gerast sem oftast.

  33. Þeir skoruðu líka báðir á móti Everton fyrr á þessari leiktíð

  34. Sweet Carroll 9
    Oh Oh Oh
    Him and Suarez are so good
    So good So good So good
    Goals all the time
    Oh Oh Oh
    Just like Kenny said they would, would, would.

    Er ekki fullsnemmt að syngja þetta? Frábær sigur eigi að síður og sigurvilji KK skín úr andliti flestra leikmanna á vellinum. Leiðin getur bara legið upp á við. LFC ætti að gera plan eins og Víkingur, #meistarar2014 #ekkiraunhæftfyrirvíking#enklárlegafyrirLFC!

  35. Þeir skoruðu líka báðir á móti Exeter í fyrsta leik okkar í Carling cup.

  36. #51 þetta var bara lag sem var samið um Carroll eftir að hann kom, ekki vera mood killer

  37. Krakkar….

    Vitiði að ég hreinlega felldi tár þegar sigurinn var í höfn. Ég var að vinna og þar sem ég vinn við afgreiðslu var þetta frekar neyðarlegt en svo heppilega vildi til að viðskiptavinurinn var Poolari líka þannig að við grétum saman yfir dásamlegum sigri okkar manna. Skiptir ekki máli hvernig eða hver skoraði eða hver var góður eða vondur við UNNUM Neverton í undanúrslitum og það skiptir öllu. Ég er að fara á Anfield um næstu helgi og mig hlakkar svo til að ég get ekki beðið.

    YNWA

  38. hvernig getiði sagt að Carragher hafi verið slakur í þessum leik, hann og Agger áttu báðir jafn mikla sök á markinu, Agger hikar 2svar að taka boltann sem gerir það að verkum að Carra þarf að teygja sig og reyna hreynsa með vinstri, að auki hefði markið ekki átt að standa sökum rangstöðu. annars var hann mjög solid og var sá maður sem tók flesta bolta sem E reyndu að koma inn í teig. takið aðeins niður Carra haturs gleraugun þetta er orðið svolítið þreytt hjá ykkur!!!!!!!!!

  39. Frábær dagur, Carroll var alltaf ógnandi og lét menn finna vel fyrir sér, hann kom sér oft í færi og td var hann með gott skot í seinni sem fór rétt fram hjá úr erfiðu færi, sigurmarkið hans var mjög vel gert, það eru ekki margir sem geta skorað svona mark!, eins var Suarez stöðugt ógnandi, Bellamy var frábær þessar fáu mínútur sem hann spilaði td er hann oftast með frábærar fyrirgjafir og hornspyrnur, frábær fyrirgjöf hjá honum í sigurmarkinu, Carra er held ég buin á því, nú þurfum við bara að nota hann sem andlegan samherja/leiðtoga, mér fynnst nú ekkert gaman þegar menn hér eru að gera lítið út Torres og óska honum alls ills, við eigum bara að taka dolluna fyrir okkur enn ekki til að gera honum til miska það er aukaatriði,við erum Liverpool og eigum að vera sigurvegarar í einu og öllu.YNWA.

  40. Ég er nú dagfarsprúður maður en er farinn að segja “fuck-off” í öðru hverju orði. Bellamy er hvílíkur köggull. Það er sama hvort hann er í byrjunarliði eða er skipt inn á, hann kemur ávallt á fullu inn í leikinn og gefur 110% af sér. Lætur dómarann ávallt heyra það 🙂 Ekki það að hann hafi endilega verið mikill áhrifavaldur í dag, en þetta baráttuviðhorf er geggjað.

    Þessi leikur var bara snilld. Var úti á landi en keyrði í 45 mínútur í næsta smáþorp í veikri von um að þar væri hægt að finna pöbb og horfa á leikinn. Viti menn. Fann þennan fína pizzastað þar sem voru eintómir “bræður og systur”. Rífandi stemning og allir kampakátir að lokum.

  41. Nú er ég búinn að sjá mörkin í leiknum og það er alveg klárt að mínu mati að Agger á alveg jafnan hlut í þessu marki sem Everton skoraði og Carra.
    Ótrúlega kjánalegt að horfa uppá þetta hik hjá þeim.

    En flott mörk hjá Suarez og Caroll : )
    Sérstaklega vel lesið hjá Suraez í jöfnunarmarkinu, hann var löngu búinn að sjá fyrir þessa sendingu til baka, snillingur strákurinn.
    Og sigurmarkið hjá Carroll eftir frábæra sendingu Bellamy, úff…….hversu mikils virði er það að Carroll og Suarez eru byrjaðir að skora nokkuð reglulega?
    Snilldin ein.

  42. Glæsilegur sigur, og flott leikskýrsla. En segið mér eitt, er búið að hækka lágmarksfjölda á upp-þumlum sem komment þarf til að verða gult, úr 10 í 20? Hversvegna?

  43. Frábær sigur. Ég hefði ekki getað pantað betri úrslit og markaskorara fyrir leik. Sænski þulurinn, sem lýsti leiknum í útsendingunni sem ég horfði á, var að missa sig yfir hvað Carroll var góður og ég held að allir sem horfa ekki á leikinn með einhverjum anti-Carroll gleraugum hafi séð í þessum leik hversu mikið þessi strákur getur boðið uppá.

    Algjörlega frábært að hann hafi tryggt okkur sigur og það er langt síðan ég var svona ofboðslega ánægður með Liverpool mark einsog ég var með að akkúrat Carroll hafi skorað þetta sigurmark.

    Suarez einnig verulega góður.

    Einsog við sögðum í podcastinu þá afsakar ekkert þetta hræðilega gengi í deildinni í vetur, en það er þó frábært að tímabilinu okkar skuli ekki ljúka fyrr en 5.maí. Ef það væri ekki fyrir þennan bikar, þá hefði það nefnilega verið alveg dautt fyrir 2-3 vikum.

    Og eins pirraður og maður hefur verið yfir sumum ákvörðunum Dalglish síðustu mánuði, þá er ómögulegt að gleðjast ekki með honum þegar að Liverpool gengur vel. Það þarf engan snilling til að sjá hversu miklu máli góður árangur Liverpool skiptir hann.

  44. #60 BG, já, við erum að prófa með að hafa þetta 20 þumla. Þumlarnir við hverja færslu eru það margir að okkur fannst 10 þumlar vera farnir að missa marks. Þess vegna ákváðum við að hækka þröskuldinn aðeins. Sjáum hvernig það virkar.

  45. Held að Carragher eigi skilið hrós. Hann gerði jú hræðileg mistök snemma leiks sem kostuðu mark. Hann hengdi ekki haus heldur stóð sig að mér fannst bara mjög vel eftir það. Einnig Brad Jones hlýtur að hafa verið ein taugahrúga fyrir leik en skilaði sínu bara vel. En ég er nú samt eiginlega á því að það þurfi að koma Shelvey inn í liðið, mér finnst hann eiginlega bara eiga það skilið, og það yrði þá á kostnað Henderson. Í það minnsta að leyfa þeim að kljást almennilega um þetta byrjunarliðssæti. Einhvernvegin held ég að hann geti alveg verið þarna hægra megin.
    En eins og margir hafa komið inn á þá gat sigurmarkið ekki komið úr bbetri átt. Myndi að ég held bjarga ótrúlega miklu fyrir Carrol að ljúka tímabilinu með sæmd.

  46. Frábær sigur í dag hjá okkar mönnum. Fyrir mitt leiti þá vel ég Carrol sem mann leiksins. Hann var þvílikt baráttuglaður og duglegur bæði í vörn og sókn, vann nánast alla skallabolta og var stöðugt að koma sér í færi og skoraði sigurmarkið. Suarez var líka frábær í dag. Hann hamaðist í Everton mönnum látlaust og uppskar síðan laun erfiðins með frábæru marki. Nenni ekki að fara tala um að einhver hafi verið slakur eða lélegur. Liðið vann og allir afar hamingjusamir yfir að komast enn og aftur á Wembley á þessari leiktíð. Mér er nokk sama hverjir andstæðingar okkar verða því það er þeirra að hafa áhyggjur af okkur en ekki við af þeim. Mætum þeim af fullum krafti og berum virðingu fyrir þeim og við vinnum þá.

  47. Þvílík gleði og þvílíkur leikur. Þegar leikurinn var búinn þá sýndi ESPN fögnuðinn hjá okkar mönnum þegar AC skoraði í slow motion og ég þurfti á allri minni karlmennsku að halda til að halda tárunum inni því þetta var svo innileg og hrein gleði.
    Ég fer extra glaður í morgundaginn þegar ég fer að ferma stelpuna mína.
    YNWA 🙂

  48. #66 Einmitt. Var að pæla í þessu í dag. Hverjar eru líkurnar á því að leikmaður Liverpool gefi viðtal við skítapésan daginn fyrir Hillsborough.

  49. Frábær sigur og ég var aldrei í efa í seinni hálfleik að við myndum klára þetta.

    Suarez okkar besti maður og vonandi heldur hann uppteknum hætti.

    Carroll flottur að hengja ekki haus eftir klúðrið sitt og var augljóslega staðráðinn í að bæta fyrir það sem hann og gerði.

    Síðan skil ég ekki menn sem geta gagnrýnt Carragher fyrir markið á sama tíma og sleppt Agger. Carra átti vissulega sök á markinu en Agger átti jafnmikið í því. Babu segir í leikskýrslunni að boltinn hafi farið beint á Carra en ef þú horfir á myndband af markinu þá má sjá að Agger byrjar á að sveifla fætinum sem fær Carra til að hika en hættir svo við og því fór sem fór. Hefur eflaust ekki treyst hægri fætinum.

    En það skiptir svosem engu máli úr þessu þar sem við unnum.

  50. Mitt mat á markinu sem við fengum á okkur er að þarna átti Carragher að hreinsa frá en ekki Agger. Agger var að spia vinstri bak, snýr í átt að miðsvæðinu og til þess að hreinsa boltann frá þá hefði hann þurft að nota hægri sem er trúlega ekki uppáhalds hjá honum. Carra snýr beint fram og hafði möguleikann á að hreinsa til hægri eða vinstri. En…….skiptir ekki rass 🙂 við unnum og erum á leið í úrslit. Þann dag verður flaggað.

  51. Sælir félagar

    Vona að Carrol eineltið sé búið hér með. Eins vil ég að menn lesi vandlega það sem Freyr #55 segir um Carra. Þar er ég algjörlega sammála og vona að eineltisgengið fari ekki að snúa sér að þeim heiðursmanni. Það er öllum til skammar sem tala illa um hann. Þá er mér sama hvaða stöðu þeir gegna á þessum síðum.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  52. Ég hefði bara viljað sjá Carra og Agger taka steinn, blað, skæri upp á hvor ætti að hreinsa frá fyrst þeir tóku sér þennan tíma í þetta hvort eð er. Vinsæl leið til að útkljá mál í sportinu í dag 😉

  53. Eitt sem er ansi sérstakt, í öllum bikarleikjunum á tímabilinu hefur Liverpool fengið á sig eitt mark.

    Klárt mál að liðið vinnur úrslitaleikinn 2+:1

  54. All the kings horses and all the kings men, won more cups in one year than Moyes has in ten !!!

    YNWA!

  55. Eigum við virkilega engan leik fram að úrslitaleiknum? Eru helvítis landsliðin að fara taka mennina,má ekki bara fara að hætta með þessi landslið?!

  56. Síðustu 2 mörk Carroll eiga eftir að gera gífurlega mikið fyrir hann. Hann er ekki bara að brjóta ísinn heldur einnig að skora tvö gífurlega mikilvæg mörk. Annars vegar að koma okkur loksins aftur á sigurbraut og svo að halda voninni gangandi að þessu tímabili verði bjargað. Það er RISASTÓRT. Maður var verulega hissa að sjá 3 miðverði í byrjunarliðinu í dag. Hefði í öllu falli reiknað með Enrique þarna. En það skiptir engu núna. Nú er bara að hirða þessa dollu 5.maí.

  57. Carroll að koma loksins í gang og þá fær engin stöðvað okkur og ég hef efast um Carrill en vonandi þarf ég ekki að efast lengur , þetta er allt að smella samann hjá Kenny the King, jess jess.

  58. #74

    Það má allavega fara að hætta með íslenska landsliðið!

    Miklu nær að leggja meiri rækt og peninga í handboltalandsliðin okkar 🙂

    En ég var svo heppinn að sjá leikinn endursýndan á Viasat sport hérna úti. Frábær stemmning á vellinum og maður er alvarlega að skoða ferð til London í maí!
    Mjög skrítið að sjá stuðningsmenn neverton brotna saman eftir annað mark Liverpool og jafnvel margir þeirra yfirgáfu leikvanginn nokkrum mín fyrir leik! Myndi maður þora og tíma því á svona leik!?

    Núna er bara að krossa fingur og vona að manjúr stigi annað feilspor og að við náum að halda leikmönnum okkar heilum fram að úrslitaleik.

    Annars er magnað hvað það er miklu færri komment hérna eftir svona flotta sigurleiki en eftir tapleiki!

  59. Þetta var algjörlega frábær endir á leiknum og hlýtur að vera svakalegt búst fyrir Carroll að skora sigurmarkið í tveimur leikjum í röð.

    Leikurinn sjálfur var eins og lýst er í skýrslunni a tale of two halves. Mér fannst við spila allt of mikinn Houllier/Heskey bolta á köflum, bara dúndrað upp á Carroll. Sem reyndar vann ansi vel og mikið úr því sem kom. En þetta var ekki fallegt spil á köflum.

    Úrslitaleikurinn verður eitthvað rosalegt og hann verður heldurbetur erfiður. Það er sama hvort liðið kemst þangað, við verðum underdogs í leiknum. Nema að nú komi eitthvað gífurlegt rönn í deildinni. Þrjár vikur, þrír leikir framundan sem verða allir notaðir til að skoða hvernig best verður að vinna FA-bikarinn. Menn verða að girða sig í brók og koma sér í liðið í þeim leik, sem þýðir að menn verða að gjöra svo vel að spila vel í þeim leikjum sem eru fram að stórleiknum.

    Bring on Chelsea (frekar)!!

  60. geðveikur leikur… ekki hægt að segja annað og skemmir alls ekki fyrir að hann pabbi minn er neverton maður… mikið hefur verið gaman að horfa á derby leikina með honum í vetur.. hehehehe en ég vill bara minna ykkur sem hafið drullað sem mest yfir carroll að ég sagði alltaf að hann eigi eftir skilað sér og hann á mörg ár eftir í boltanum og vonandi fær hann þann sjéns sem hann á skilið og byrjar alla leikina það sem eftir er.. hann hefur verið þýðingar mikill fyrir okkur í vetur lagði t.d upp sigur markið á móti manchester united á anfild og skoraði sigur markið á móti everton í dag… 😉 og hey #54 sigríður við sjáumst þá á vellinum…;)

  61. Góður sigur, skil samt ekki afhverju Daglish hamast við að setja Henderson alltaf í MR/RW þar sem hann getur ekkert, og guð minn almáttugur hvað það var eins gott að Carroll skoraði þetta mark, maður veltir stundum fyrir sér hvað Downing væri með mörg assists á þessu seasoni ef einhver annar en Carroll væri þarna til að skalla tuðruna 🙂

  62. er það bara ég eða eru fleiri sem voru ekki sáttir með að Carra byrjaði þennann leik? Mér fannst hann alls ekki góður. Það virðist líka vera að í flestum leikjum sem Carra byrjar í miðverði þá fáum við á okkur mark.

    Coates hefði átt að byrja frekar en Carra. Við erum með 4 miðverði (Skrtel, Agger, Carra og Coates). Besta vörnin að mínu mati er Johnson, Skrtel, Agger og Enrique. En þá finnst mér að Coates ætti að vera þriðji miðvörður og Carra fjórði. Coates er ungur, gríðarlegt efni og landliðsmaður Úrúgvæ. Er þetta Dalglish sem hefur of mikið respect til Carra eða Carra að frekjast til að hafa þriðju miðvarðastöðuna af Coates?

    í öllum öðrum liðum væri Coates framar í goggunarröðinni!!!!

  63. #67
    Er ekki mbl bara álíka skítapési?

    Annars frábær sigur og liðið stóð sig heilt yfir virkilega vel.

    Höfum trú á Kenny, hann mun skila sínu.

  64. Svakalegur þroski í skrifum Evertonmanna á heimasíðu félagsins á Íslandi:

    Uppstillingin var nákvæmlega eins og ég átti von á; liðið sem vann Sunderland í bikarnum (ekki varaliðið sem vann Sunderland 4-0 í deildinni). Sem sagt 4-4-1-1: Howard, Baines, Distin, Heitinga, Neville. Miðjan: Gibson og Fellaini. Gueye á vinstri kanti, Osman á hægri. Cahill fyrir aftan Jelavic. Drenthe hvergi sjáanlegur, ekki einu sinni á bekknum en maður átti eftir að sakna hans pínulítið þegar leið á.

    Í svona leikjum, með svona mikið í húfi, er þetta oft spurning um hvort liðið gerir fleiri mistök en í dag reyndist það vera Everton, því miður. Ég hafði áhyggjur af því (sérstaklega með Suarez á vellinum — [ræsis]rottuna sem sífellt leitar að smugu, eins og einn enski spekúlantinn kallaði hann í útsendingunni) að þetta myndi ráðast af einhverjum dómaraskandal en svo fór sem betur fer ekki, þrátt fyrir að Suarez reyndi sitt besta í að fiska Heitinga út af og hékk utan í honum eins og mannapi um tíma. Það var samt hjákátlegt að horfa upp á Liverpool leikmennina tuða yfir hverri _einustu_ ákvörðun dómarans, meira að segja þegar þeir fengu ekki brot út á það að Liverpool leikmaður skyldi þruma boltanum í hausinn á dómaranum á upphafsmínútunum. Shocking, I know! Þetta er algjört samsæri dómara gegn Liverpool, það er eina skýringin! Hvað um það, okkar menn létu sér fátt um finnast á meðan Liverpool menn tuðuðu í dómurunum.

    Liverpool átti fyrsta skot að marki í leiknum en langt yfir. Engin hætta, en líf aðeins að færast í leikinn. Leikmenn staðráðnir að gefa ekki færi á sér og því varfærnin allsráðandi. Agger braut reyndar klaufalega á Jelavic sem gaf flotta aukaspyrnu frá Baines en hún endaði rétt yfir slána, ofan á marknetið; Brad Jones ekki líklegur til að verja það. Martin Skrýtla átti skot á markið utan úr teig, beint á Howard sem átti ekki í neinum erfiðleikum með að verja. Neville sólaði vinstri bakvörðinn (að ég held) og eftir smá þríhyrningsspil var hann kominn upp að marki og sendir á Jelavic sem reyndi hjólhestaspyrnu en tókst ekki.

    Á 24. mínútu skoraði Everton fyrsta markið eftir skelfileg mistök í vörninni hjá Liverpool þar sem varnarmenn þeirra, Carragher og Agger, stóðu eins og aular sem vissu ekki hvor ætti að hreinsa. Annar tók loks af skarið og þrumaði boltanum í Cahill og boltinn barst til Jelavic í dauðafæri sem skoraði auðveldlega framhjá Brad Jones í markinu. Fyrsta skot liðanna sem rataði á markið, ef ég man rétt. Endursýning sýndi reyndar að Jelavic var líklega rangstæður þegar boltinn barst til hans (er virkilega rangstæða ef varnarmaður reynir að hreinsa en þrumar boltanum í andstæðinginn?). Hvað um það. Það munaði litlu og línumanninum örugglega fyrirgefið að meta þetta ekki rétt í hita leiksins. Auðvelt að vera vitur eftir á með hjálp endursýningar.

    Gerrard átti skot af löngu færi, en hvergi nálægt markinu. Andy Carroll reyndi skalla eftir fyrirgjöf en hann virðist ekki einu sinni vita í hvaða átt hann eigi að snúa þegar hann skallar, fær boltann í hnakkann og boltinn aftur fyrir. Jelavic átti skot úr aukaspyrnu en framhjá.

    Við bökkuðum heldur mikið við markið, allavega fyrir minn smekk, þegar Liverpool var með boltann en Liverpool átti samt fá svör í fyrri hálfleik og litu ekki út fyrir að vera fara að jafna. 1-0 fyrir Everton í hálfleik enda betri aðilinn.

    Við döluðum nokkuð í seinni hálfleik og litum eiginlega ekki út fyrir að vera að fara að bæta við mörkum. Maður hafði það á tilfinningunni að ef jöfnunarmarkið kæmi gæti orðið erfitt að vinna sig upp úr því.

    Á 57. mínútu sparkar Martin Skrýtla svo aftan í Jelavic í sókn Everton, fellir hann og dettur ofan á. Stígur svo viljandi á magann á Jelavic þegar hann stígur upp. En, eins og Dalglish hefur bent á þá er alltaf ákveðið samsæri í gangi gegn Liverpool og dómarinn dæmdi því að sjálfsögðu ekkert… ööö, bíddu, það er eitthvað sem stemmir ekki þarna.

    Dauðafæri leit dagsins ljós hjá Andy Carroll í upphafi seinni hálfleiks, en hann gerði það sem hann gerir best — hitti ekki markið. Ennþá 1-0 fyrir Everton en þetta hefði átt að vera okkur næg viðvörun.

    Það tók reyndar skelfileg mistök hjá Distin til að Liverpool næði að jafna en þeir höfðu pressað töluvert fram að því, án þess að uppskera neitt. Distin, sem hefur verið sem klettur í vörninni hjá okkur mjög lengi, reyndi sendingu á Howard af hægri kanti en allt of lítill kraftur í sendingunni og Suarez nær boltanum, kemst einn upp að marki á móti Howard og jafnar. Mark á silfurfati, algjörlega óþarfi. Staðan 1-1 á 62. mínútu. Lifnaði allt í einu yfir stuðningsmönnum Liverpool.

    Útlitið nokkuð svart, en svo lengi sem það er jafnt út leikinn þarf maður ekki að óttast með Tim Howard í markinu í vítaspyrnukeppninni. Coleman inn á fyrir Gueye á 68. mínútu. Moyes er með einna bestan árangurinn í deildinni þegar kemur að innáskiptingum en þetta gekk ekki upp í þetta skiptið.

    Annað dauðafæri hjá Andy Carroll í súginn. Ekkert nýtt þar. Jelavic átti skot, en í hliðarnetið.

    Á 87. mínútu braut Coleman óþarflega á Gerrard á vinstri kanti nálægt hornfána og það reyndist afdrífaríkt (önnur stóru mistökin). Aukaspyrna sem Bellamy tekur. Fellaini valdar Andy Carroll en, einhverra hluta vegna er Fellaini út á þekju og stekkur ekki einu sinni upp í boltann. Andy Carroll gerir sitt besta til að hreinsa frá marki (með bakið í markið) en hittir boltann illa sem fer í hnakkann á honum og inn. 1-2 fyrir Liverpool og nánast ekkert eftir af leiknum til að jafna. Það er kannski hægt að nýta Andy Carroll betur á tímabilinu ef samherjar hans átta sig á því að þeir þurfa að sparka boltanum í hnakkann á honum. Fellaini í vörninni minnti á hvernig hann brást við aukaspyrnunni sem Arsenal skoraði úr á dögunum gegn okkar mönnum í 1-0 sigri þeirra. Sárt þegar maðurinn sem líklegastur er á vellinum til að vinna skallaeinvígi (Fellaini), stekkur ekki einu sinni upp. Þriðju stóru mistök okkar.

    Og þannig enduðu leikar.

    Hvorugt liðanna fékk mörg marktækifæri, sem hentaði Liverpool vel því Brad Jones virkaði mjög ótraustur í markinu og greinilegt að varnarmennirnir treystu honum ekki. Við getum þó bara sjálfum okkur um kennt því það voru röð mistaka sem skópu mörk Liverpool, frekar en einhver stórleikur hjá þeim. Þeir eru underdogs í úrslitunum ef þeir spila svona.

    Einkunnir Sky Sports: Howard 5 (segja reyndar að hvorugt markið hafi verið honum að kenna), Baines 5, Heitinga 6, Distin 4, Neville 6, Gueye 5, Fellaini 6, Gibson 5, Osman 7, Cahill 6, Jelavic 7. Varamenn: Coleman 4, Anichebe 5. Liverpool fengu 6 á línuna, fyrir utan Agger og Carragher með 5, Gerrard og Downing með 7 og Suarez með 8.

    Mér fannst Gibson og Howard eiga meira skilið í einkunnagjöfinni, Baines allavega 6 en Osman og Cahill kannski minna en þeir fengu. Á heildina litið minnti þetta helst á Norwich jafnteflisleikinn, sem var mikil vonbrigði innan um fantagóð úrslit en þar glutruðum við niður tveimur mörkum með lélegum varnarleik.

    Við hefðum getað endað arfaslakt tímabil Liverpool snemma með sigri en í staðinn verður fókusinn bara settur á að vera fyrir ofan þá í deildinni. Sé ekki að þeir séu að fara að vinna FA bikarinn gegn sterkari liðum á borð við Tottenham/Chelsea, en það getur náttúrulega allt gerst í boltanum eins og Andy Carroll sýndi með því að skora tvo leiki í röð.

  65. Andy Carroll, mér líkar ágætlega við þennan náunga. Búinn að vera svo mikill underdog og þvílíkt vonlaus í vetur að maður gleðst bara innilega þegar hann gerir vel. Ég held að þetta sé góður fótboltamaður innst inni. 🙂

  66. Já það má nú segja að þessi leikskýrsla á everton.is sé þeim svo sannarlege ekki til framdráttar. Svona skrif hefði ég frekar ímyndað mér að gætu birst í kommentakerfi á dv.is. dónaleg og og ílla skrifað. Og greinilega menn frekar tilbúinir að uppnefna andstæðinginn heldur en að kanski gagnrýna sitt lið sem BTW sýndu ekkert í þessum leik.

    Ég prófaði svo að kíkja inn á þessa síðu og vá hvað þetta er sorglega tómlegt hjá þeim, það eru mesta lagi 3-6 svör við póstum inn á spjallborðinu hjá þeimn o.s.frv. ég hjó svo eftir einum pósti á spjallinu hjá þeim sem var á þá leið að þeir vildu fá að vita hvað vantaði mögulega á þessa síðu þeirra. Bara eitt svar við því: ALVÖRU STUÐNINGSMENN

  67. 89: Er það bara ég eða eru hægri og vinstri bakverðirnir okkar ekkert sérlega góðir vinir?

  68. Heheheh… Þessi ,,leikskýrsla” þeirra neverton manna er full af hroka (veit ekki af hverju) og virðingarleysi gagnvart andstæðingnum en ég fagna samt sem áður öllum svona framlögum hjá öðrum klúbbum.

  69. Rakst á þennan á facebook og langaði að deila honum með ykkur…
    ,, Liverpool spilar sjaldnar heimaleiki en önnur lið, þeir spila svo oft á Wembley” :))

  70. finnst ekkert að þessari leikskýrslu. minnti mig bara á leikskýrsluna sem við höfðum gegn man utd,

  71. Hún er vissulega ekki Everton mönnum til framdráttar en af öllum þá hafa Liverpool menn (taki til sín sem eiga) ekki efni á að setja út á þetta.

    Menn tala um hroka og virðingarleysi í garð mótherja… en sá sem kallar andstæðinginn Neverton (sem er vísun í Everton)?

    Ég sé ég sjaldan eins mikinn hroka og virðingarleysi gagnvart mótherjanum en í þeim skrifum sem fara hérna fram, hvort sem það er í commentakerfinu eða í pistlum á kop.is. Jafnast á við skrif Arsenal manna þegar Arsenal var upp á sitt besta fyrir 10 árum eða svo. Arsenal var first class og allt annað var second class og skyldi meðhöndlað sem slíkt!

    Annars til hamingju með sigurinn í gær, jafn leikur af því sem ég sá og í rauninni komu öll mörkin eftir mistök varnarmanna, þ.e hræðileg/klúðursleg mistök.

  72. Sælir félagar

    Gott að sjá að allir stuðningsmenn stóra liðsins í Liverpool borg eru sáttir og glaðir með niðurstöðu gærdagsins. Hvað leikskýrslu Everton stuðningsmanna þá sé ég í sjálfu sér ekkert að henni. Þarna skrifar stuðningmaður sem styður sitt lið hvað sem á dynur en er sár og svekktur yfir niðurstöðunni. Þetta svekkelsi tekur hann svo út með því að gera grín að andstæðingnum (könnumst við eitthvað við það) en reynir að gera gott úr sínu. Það má líka benda á að þarna er um að ræða lið sem litlar sem engar væntingar eru til nema að hanga um miðja deild. Þess vegna er lítið að gagnrýna í leik þess og leikmanna liðsins.

    Hvað okkur varðar þá gerum við gríðarlegar kröfur til okkar manna. Þar af leiðir að við gerum meiri athugasemdir við okkar eigin menn en minni við andstæðinginn og það er rétt að við höfum bent á afar sérkennilega dómgæslu oft á tíðum og ef til vill erum við smá vænisjúkir á köflum. En sem sagt Everton mönnum er vorkinn. Þeir eru minni máttar, með lið sem enginn býst við neinu af. Svo fyrir röð tilviljana komast þeir á Suður Anfield og missa sig í vongleði og draumum. Síðan koma okkar menn og jarða þessa drauma þeirra í einu vettfangi og þeim sárnar. Sýnum litla bróður skilning og níðumst ekki á föllnum andstæðingi.

    Hitt er svo annað að mér hefur aldrei verið neitt illa við Everton. Nánast hver einasta fjölskylda í Liverpool er klofin í stuðningi sínum við liðin þar þó fleiri styðji LFC. Þetta þýðir að stuðningmenn liðanna sitja hlið við hlið á leikjum þeirra og það gengur að mestu áfallalaust og fólk gengur af velli missátt en ekki endilega ósátt. Þetta lærði ég fyrir nokkrum árum þegar ég dvaldi í borginni í um mánaðartíma. Samt get ég sagt að ég þoli afar illa að tapa fyrir þeim en mér er ekki illa við liðið. Og alls ekki neitt svipað og Manure og Chel$ie.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  73. Sælir félagar

    Manure – Aston Villa

    Enn einu sinni erum við að sjá þá forgjöf sem Manure hefur á Gamla klósettinu. Þó menn séu rangstæðir og allt hvað er fá andstæðingar Manure og dómaranna dæmt á sig víti ef mögulega er einhver snerting. Ömurlegt fyrir önnur lið að koma á gamla sprungna postulínið vitandi um þessa forgjöf sem heimaliðið hefur. Svo fá gestirnir náttúrulega aldrei dæmda vítaspyrnu á heimaliðið hvað sem á gengur. Þetta er enskum dómurum og reyndar allri dómarastéttinni til skammar því það hafa aldrei verið gerðar athugsemdir við þetta. Það er í besta falli að skúringakonurnar (les. aðstoðardómarar) séu teknir frá leik og leik til að skemmta skrattanum með rauða nefið.

    Það er nú þannig

  74. Ég skammast mín fyrir stuðningsmenn eins og þig Sigkarl, og sérstaklega í dag 15. apríl.

  75. Talandi um stuðningsmenn sem bera ekki virðingu fyrir andstæðingnum og láta hroka stjórna máli sínu…:S

  76. Sælir félagar

    Þakka fyrir hlý orð í minn garð. Það er notalegt á degi eins og þessum 15. apríl.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  77. Merkilegt en ég er að horfa á þennann leik, Chelsea Tottenham og einhvernveginn finnst mér þulirnir ( enskir ) eru bara drullu fúlir yfir að Chelsea sé að rúlla yfir Tottenham.

  78. Það verður áhugavert að mæta Chelsean 2svar sama daginn, á Anfield í deildinni og á Webley í úrslitum bikarsins:)

  79. Viðurstyggilegt að sjá fullorðinn mann eins og þig Sigkarl nota orðið Manu..e veistu hvað það stendur fyrir? Ef ekki kynntu þér það áður en þú notar það. Aftur á móti ef þú veist hvað það þýðir að þá ertu greinilega mjög illa innrætur gamall maður.

    Finnst leiðinlegt að koma með svona athugasemd hingað á þetta fína spjallborð en það bara fer í mínar fínustu að sjá fullorðna og roskna menn, sem eiga vita betur, nota þetta orð. Það að nota níðsorð um fórnarlömb slysa á ekki að þekkjast í fótboltaumræðu.

  80. Halldórsson (104), þú myndir kannski fræða mig (og e.t.v. Sigkarl o.fl.) um merkinguna, ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki söguna á bakvið þetta.

  81. The term “ManUre” originated from chants about Duncan Edwards by West Brom fans following the Munich Air Disaster. “Duncan Edwards is manure, rotting in his grave, Man U are manure, rotting in their grave.”

    Ég veit ekkert hvort að Sigkarl viti merkingu þess orð, vonandi ekki, en allavega núna veit hann það.
    Það er hægt að kalla mitt félagið hvað sem er en notkun á þessu orði á ekki heima í fótboltaumræðu.

  82. Takk fyrir þetta fræðsluinnlegg, þá biðst ég afsökunar hafi ég einhvern tímann notað þetta.

  83. Ég sem hélt að Manure væri bara það að kalla United kúk, svona eins og sumir United menn segja Liverpoo.

    Og ég finn ekkert um hvaðan þetta ManUre + Munich dæmi kemur nema á einhverjum United síðum?

  84. Ok, það má þræta um hversu þroskað það er að kalla Man Utd, Manu*e, en það er samt eitthvað sem hefur tíðkast lengi, bæði hér á þessari síðu og á stuðningsíðum annara liða.
    En að ráðast núna á Sigkarl og pikka hann sérstaklega út vegna þessa finnst mér fáránlegt. Sjálfur hef ég oft notað þetta til að sýna andúð mína á viðkomandi liði.

    Þessi útskýring sem Halldórsson kemur með hér fyrir ofan er mér alveg ný, og ég gef mér að svo eigi við líka um flesta sem hafa notað þetta “viðurnefni”, og ég fullyrði að minnsta kosti fyrir mína parta að þegar ég líki Man Utd við mykju þá er ég á engan hátt að gera grín að hörmulegu flugslysi sem gerðist fyrir 54 árum síðan.
    Slíkt myndi hreinlega aldrei hvarfla að mér.

  85. Ég hef áður heyrt eða lesið um þessa skýringu sem Halldórsson kemur með.

    Annars svona almennt finnst mér hálf hallærislegt og jaðrar við kjánahrolli þegar menn geta ekki kallað félög eða stuðningsmenn annara liða sínum réttu nöfnum eða gælunöfnum. Skiptir engu hvort það er Neverton, Shitty, Chel$ea, Scums, Manure og hvað þetta allt heitir. Annað er vanvirðing og líklega bara vottur af minniháttarkennd…

    En auðvitað eru inn á móti góðir djókar eins og Manstu eftir United og fleirri sem er bara skemmtilegt þegar menn eru að djóka en þetta hittir allt saman marks þegar þetta er notað almennt. En þetta er svo sem bara mín skoðun:)

  86. @Ólinn – Þó þú finnir bara umræðu um þetta á United síðum á þá breytir það ekki uppruna orðsins. Að sjálfsögðu erum við United menn meira uppteknir af þessu, rétt eins og þið eruð meira uppteknir af því að nefna ekki skíta slúðurblað á Englandi á nafn.

    @Hafliði – Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að margir vita ekki uppruna viðurnefnisins en ég veit líka að margir vita það og þeir nota það samt. Allavega núna ættu fleiri að vita upprunann og vonandi munu þeir sömu þá sleppa því að nota þetta viðurnefni, því það er hægt að kalla minn klúbb margt annað. Ég er mjög langt frá því daglegur gestur hérna og var fyrst að sjá þetta orð notað í dag á þessari síðu. Það er nú ekki flóknara en svo.

  87. Já það er oft ansi mikil heift í þessum söngvum sem eru samin í hita leiksins og sjaldan sem við hérna á Íslandi gerum okkur grein fyrir hvaða heift er þarna að baki.Ef þetta er meiningin á bak við manxr þá hættir maður að nota það en ég sé ekkert athugavert að setja dollara merki á chel$ea ef þeir móðgast við það þá er það bara fínt.

  88. Ætla að fordæma Sigtrygg hér og nú. meira ruglið sem kemur alltaf útúr þér.
    En að leiknum.
    Núna erum við farnir að sýna okkar rétta andlit. Ég hef verið á þeirri skoðun að við séum með besta lið deildarinnar.
    En hvað er að ?
    jú, við erum með breytt lið og menn eru einfaldlega að ná saman. það útskyrir stöðu okkar í deildinni. næsta tímabil ættum við að verða árinu eldir og vera að slást um 1-2 sæti. Ég er sannfærður um það.
    Afhverju ? við erum með 3 efnilegustu leikmenn englands um þessar mundir í jordan, jay og Andy.
    Við erum með besta markmann deildarinnar í reina. skrtel er ekki langt í frá að vera alsterkasti varnarmaðurinn. aukinheldur erum við snillinginn steward með sinn vinstri fót, hann kemur til. Er að venjast. Stevie G vill taka dolluna áður en hann hættir, og hann mun leiða okkur í áttina að því markmiði.
    Svo er rúsinan í pylsuendanu þá erum við með KK sem er búinn að sanna það nuna að vera langbesti stjórinn í þessar deild og mikið ofboðslega er ég feginn að hann sé búinn að slökkva i rauðnef sem ekkert veit!
    Þetta er bara gaman og bjart framundan !

  89. Ég hef aldrei heyrt um að manure hafi verið notað í tengslum við flugslysið í Munich. Ég leyfi mér að draga það í efa að Sigkarl sé með tilvísun þarna í þetta sorglega slys. Ég hef alltaf túlkað þetta sem tilvísun í mykju eða skít sem orðið manure vissulega þýðir. Skelfilegt að heyra að einhverjir hafa notað orðið í þessum tilgangi.

  90. Sælir félagar

    Ég bið afsökunar á fásvisku minni en ég viðurkenni að ég þekkti ekki þessa merkingu orðsins. Það hefði aldrei hvarflað að mér að nota það í þessarri merkingu. Enn og aftur bið ég afsökunar og notaði orðið í allt annari mekingu sem er fremur saklaus en dálítið barnaleg.

    Að þetta hafi verið tekið sem níð af þessu tagi ber algerlega að skria á minn reikning og eins og ég hefi áður sagt þá get ég ekki annað en beðið afsökunar á þessu. Mér er verulega brugðið við þetta og hreint út sagt skammast mín fyrir að hafa gert þetta. Sem sagt ég bið enn og aftur forláts.

    Það er nú þannig.

  91. Þú sýnir mikinn manndóm Sigkarl með því að biðjast afsökunar á þessu, ég kann virkilega vel að meta það. Ég er ánægður að heyra að þú vissir ekki uppruna orðsins. Hafðu það sem allra best og pælum ekki meira í þessu.

  92. Jæja, náði loksins að horfa á leikinn sem var ansi góð afmælisgjöf á degi nr. 41 fyrir mig, var alltaf sannfærður um að ég fengi sigur, en náði því miður ekki beinni útsendingu. Kláraði leikinn í þessum töluðum og fékk alveg gæsahúð og táraðist í lokin þegar söngur söngvanna hljómaði um Wembley og BláNefir grétu.

    Fyrri hálfleikurinn fannst mér þrunginn taugaspennu hjá báðum liðum, enda tímabilið undir. Það er ljóst að enn eitt árið verður Evróputúr Everton um Norðurlönd á undirbúningstímabilinu og eftir ansa dapra deildarkeppni okkar var tímabilið undir hjá KD og félögum.

    Mark Evertonmanna er auðvitað bara slæm mistök félaganna Agger og Carragher. Skil ekki þá sem velja Carra sem þann sem á sökina, þeir hika báðir og það er hann sem reynir svo að taka af skarið, sýnir meiri hug en Agger karlinn. Gillespie lýsti á lfc.tv og hann kom með flott komment þar sem hann sagði að boltinn hafi lent á “öfugri hlið” beggja, talaði um það sem klassískan vanda, Agger með hægri og Carra með vinstri við boltann, báðir bíða eftir hinum og úr verður klúðrið, sem reyndar var svo líka rangstaða. En fyrir utan þetta þá fannst mér einfaldlega bara stressið í aðalhlutverki og í raun lítið hægt að pikka út gott, eða vont.

    Í hálfleik er ljóst að menn hafa náð að stilla taugarnar, útiloka stærð leiksins og benda mönnum á það augljósa að með því að spila bara sinn leik, þannig myndum við vinna. Töluvert verið rætt um veikar útgáfur þjálfarateymisins en það er ljóst að strax frá mínútu 45 og sekúndu 30 væri bara eitt lið á vellinum.

    Við sóttum og ég er ekki sammála því að Distin hafi klárað þetta fyrir okkur. Mistök hans voru bara í framhaldi af töluverðum vanda sem varnarmenn bláu voru komnir í. Suarez kláraði vel og eftir það náttúrulega bara tæmdum við orkuforða mótherjanna og sigurmarkið dásemdin, verst að Maxi setti ekki eitt enn í lokin!

    Mér finnst ástæða til að hrósa fullkomlega öllum þeim sem komu að þessum leik í gær hjá LFC. Ekki nokkur ástæða til að pirra sig á því að Carra og Agger hafi gert þessi mistök því þeir voru bara fínir utan þessa eina atviks, Agger lítið búinn að spila og Carra undir pressu. Að sjálfsögðu átti að velja þá umfram Coates og Enrique í þennan leik og í 90 mínútur fékk Everton alveg eitt heilt færi utan ólöglegs marks, vörnin semsagt flott.

    Miðjan okkar var byggð upp af tveimur frekar passívum og tveimur að sækja, þó svo Gerrard hafi verið kominn aftarlega líka, en það var líka vegna þess að senteraparið okkar var frábært í leiknum, bara algerlega frábært. Ég hefði ekki getað skrifað handritið að lokunum betur sjálfur og er alveg ferlega glaður að Big-AC fékk lagið sitt á Wembley, er enn sannfærðari en áður um að við erum á góðri leið að virkja skrímslið í þessum dreng – vei þeim sem verða fyrir því.

    En glaðastur er ég með Dalglish. Hann hafði kjark í að stilla upp 4-4-2 frá byrjun. Með scouserhjartað í leiknum allar 90 mínúturnar, stillti spennustigið í hálfleik og skiptingarnar hans voru flottar. Ánægðastur er ég með að hann hélt Carroll inná allan leikinn, hlýtur að hafa verið freistandi að skipta honum útaf en þvílík snilld að halda honum inni. Hlandhausabullið allt um þennan strák sem ómótiveraðan og formlausan tréhest var sett á sinn stað á Wembley í gær og það er ekki tilviljun að fyrirsagnirnar í dag fjalla um það að væntanlega verði hann í EM hóp Englendinga í sumar. Ekki það að mér er sama, ímynd hans hefur umbreyst á síðustu viku og á The Park verður sungið lagið hans á næstunni, þannig að þeir sem ætla á W.B.A. leik um næstu helgi ættu að læra það.

    Ég sagði fyrir leik og segi enn að seasonið var undir. Það þarf ekki nokkur að velkjast í vafa að á Wembley í gær var Kóngurinn sá glaðasti. Það var svo ótalmargt sem gekk upp að það þarf enginn, alls enginn, að velkjast í vafa um það að hann verður við stjórnvölinn áfram. Ekki til neins að reyna að hugsa það áfram – enda eru það ekki margir stjórar sem stýra sínum liðum til úrslita í báðum þeim bikarkeppnum sem liðin þeirra spila og viðtölin hans eftir leik sýna okkur hvað hann hefur verið að segja. Félagið er “work in progress” og innan þess eru allir í skýjunum að vera fara enn einu sinni á Wembley, nokkuð sem ekki hafði gerst lengi.

    Í vetur hefur hugtakið “Anfield South” verið endurvakið og það skiptir máli, fyrir Scousearana hefur ekki neitt verið sætara en gærdagurinn og chantin hans Dalglish í gær sögðu allt. Hann er ósnertanlegur aftur.

    Deildin framundan þangað til við hittum Chelsea verður án vafa skrýtin. Spái því að Johnson og Agger fái hvíld um helgina og alveg mögulegt að það verði skrýtnar uppstillingar gegn W.B.A., Norwich og Fulham þangað til við komum aftur á Wembley.

    Ég held að við pössum vel við Chelsea, höfum unnið þá tvisvar í London í vetur og höfum allt annað umhverfi til undirbúa okkur en þeir. En vissulega er það lið ennþá hörkuvel skipað og þetta verður örugglega epic leikur. Hvernig sem fer þá höfum við náð flottum árangri í bikarkeppnunum, en mér finnst það skrifað í skýin að þegar við sláum út tvo okkar mestu fjendur, Everton og MU þá hljótum við að taka ofdekraða óvættinn sem gerir tilkall til að vera fjandi númer þrjú og snýta honum.

    We´ll be coming down the road – again!!!

  93. Haha sigkarl. Aldrei dæmt víti á United á Old Trafford?

    Aðeins WBA hefur fengið fleiri víti dæmt á sig á heimavelli

  94. Valtýr: Tek heilshugar undir með þér og þetta er mjög svo góður punktur. liðið er í smíðum og tekur tíma að funkera …
    Eg held að vel flestir geti kvittað undir þetta.
    eða hvað ?

Liðið gegn Everton á Wembley

Hillsborough: 23 ár