Mánudagur eftir stóran áfanga – opinn þráður.

Mánudagurinn 16.apríl og viðburðarík vika að baki.

Fyrir nákvæmlega viku síðan var verið að berja duglega á klúbbnum okkar – hvort sem þar var átt við stjórann eða leikmennina.

Á miðvikudagskvöldinu unnum við deildarsigur, þann fyrsta lengi þrátt fyrir að hvíla töluvert af lykilmönnum auk þess sem framherjinn okkar sem hefur aðeins fengið að heyra af því hvað hann kostaði skoraði sigurmark í uppbótartíma. Að mínu mati varð frammistaða hans þá til þess að þjálfarateymið breytti byrjunarliðinu á Wembley og setti hann inn.

Fimmtudagurinn varð svo sprengjusvæði. Damien Comolli leystur tafarlaust frá störfum og tilkynnt að yfirmaður læknaliðsins myndi hætta í lok leiktímabils. Sögur um að fleiri hefðu verið reknir áttu ekki við rök að styðjastæ en skilaboðin voru augljós.

FSG voru ekki alls kostar sáttir og sýndu í verki fram á það að þeir sem ekki eru í takt við það sem þeir ætla sér og/eða sýna ekki árangur í starfi skulu átta sig á að fljótt verður gripið þar inní – skýrt dæmi um metnað.

Á laugardaginn var tímabilið undir og eftir mikla baráttu vannst þar sigur og þriðja ferðin á Anfield South staðreynd þetta árið. Aftur skorar Carroll sigurmark og skyndilega birtast nú fréttir um það að hann hljóti að verða í næsta landsliðshópi Englands.

Í pistilinn bæti ég tveimur greinum úr norðrinu, veit ég er eins og rispuð plata, en er bjargfast á þeirri skoðun að opinbera siðan okkar sé birtingarform stefnu félagsins og að Liverpool Echo sé besti mælikvarðinn á umræður í borginni og með raunsanna mynd af stöðu félagsins.

Í viðtalinu á opinberu heimasíðunni ræðir Dalglish um gagnrýnina að undanförnu og minnir okkur á að frá upphafi hafi hann rætt um það að félagið þurfi að sameinast og takast á við að byggja sig upp á nýtt. Í lokin gefur hann okkur innsýn á það með að segja við séum farin að standa saman í mótlæti sem hópur, segir t.d.

That is the football club I used to know and it’s the football club I am getting back to knowing now.

Það held ég að gleðji mig meira en margt sem ég hef að undanförnu lesið, um langa hríð verið ömurlegt að fylgjast með alls konar innri átökum og mikið sem ég verð glaður ef að sá samhenti hópur sem fagnaði á Wembley er merki þess sem koma skal.

Svo langar mig líka að vísa í frábæra grein James Pearce í Echoinu sem fjallar um Andy Carroll og hans árangur að undanförnu.

Þessi strákur hefur verið rakkaður niður stanslaust, jafnvel af aðdáendum LFC, nú um langt skeið en síðustu tvær frammistöður benda augljóslega til þess að þar fer metnaðarfullur ungur maður sem ætlar sér langt. Umræða um formleysi og fýlu er að baki og ég held að allir sem horfðu á samvinnu hans og Suarez um helgina séu að átta sig á að þar er að myndast samstarf sjöu og níu sem vert verður að fylgjast með.

Ég hef dáðst að því hvernig hann hefur borið sig í þessari ósanngjörnu orrahríð og vona innilega að nú sé hann að komast á beinu brautina.

En mikið ótrúlega líður mér miklu betur heldur en fyrir viku síðan!!!

Umræðan er opin, feel free to chat!

94 Comments

  1. Já þetta var frábær grein hjá James Pearce “ástarsamband Dalglish við þjóðarleikvanginn heldur áfram” lauslega þýtt.Maður setur markið hjá Carrol í annað samhengi það breytti ótrúlega miklu.Vonandi heldur bikargleðin áfram:)

  2. Sá einhver minningarathöfnina í gær? Komu einhverjir áhugaverðir punktar fram?

  3. Afhverju er mbl endalaust með einhver viðtöl úr Sun? Þegar það er viðtal við Liverpool leikmenn þá er alltaf sagt að það sé úr Sun!

  4. Maður sá glitta í það sem Daglish orðar svo í þessu viðtali; að liðið sé að komast í sameiningu upp úr þessum dýpsta öldudal síðustu 58 ára og það ætti að styrkja samheldnina svo um munar, þetta er að verða lið aftur.

    Það hefur enginn minnst einu orði á næsta leik. Jeg ætla heldur ekki að gera það heldur njóta síðasta leiks aðeins lengur.

  5. Þetta er búin að vera mikil rússíbanareið, mest niður á við undan farið, en ég er búinn að sætta mig við þá staðreynd að það tekur bara tíma að þróa upp lið af sama caliberi og við viljum sjá á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Ef við klárun tíma bilið með tvo bikara er hægt að vera mjög sáttur eftir svona tíma bil sem maður vill ekki ræða um.

    Horfandi á leik Spurs og Chelski í gær gat ég ekki annað en orgað á saklusan flatskjáinn með vel völdum orðum yfir fáránlegri ákvörðun dómara leiksins að láta mark Juan Mata standa gott og gilt. Meistara heppni ala scums? Einhver?
    Þetta helvíts mark drap alla stemmingu yfir leiknum og spurs spiluðu mjög langt undir getu eftir þetta. Það sannfærði mig líka um að það geta fleiri lið misst flugið en Liverpool. Ég ætla ekki að tala um “dettuna” hjá young á móti villa í gær sem færði scum enn eitt vítið…og markið. Við tökum dolluna í vor og hana nú!
    YNWA!

  6. Það er tvennt:
    Annars vegar afsökunarbeiðni Dalglish á því hvernig hann höndlaði Suarez-málið. Það hlýtur að vera hluti af hreinsunareldi eigenda félagsins sem var látinn yfir ganga.. Þeir hafa viljað koma því frá úr sínum bókum, afskrifa málið svo maður vísi í bankamál. Og Dalglish var látinn svara fyrir þá ábyrgð, taka hana á sig; hann skyldi biðjast afsökunar á sínum þætti í málinu.

    Og svo er það Andy Carroll. Ég ætla nú ekki að fara hefja hann upp til skýjanna þótt hann hafi skorað í tveimur leikjum í röð. Ég er nefnilega hættur öllum pollýönnu-leikjum; ég ætla bara að gefa honum þann tíma sem hann þarf til að springa út (sjáið til; Carroll-bólan sprengdi verðið uppá sínum tíma og maður vill ekki vera hluti af því góðæri aftur).
    Hins vegar held ég að Carroll hafi hlotið eldskírnina á réttum tíma. Þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll, upplifði baulið og mótlætið nísta inn að beini og hann sá sjálfan sig í rauða búningum; ég held að á þeim tímapunkti hafi hann orðið Liverpool-maður.
    Og það sást í leiknum gegn Blackburn og það sást í leiknum gegn Everton. Líkamlega formið er líka að koma til; hann sterkari, sneggri og agressívari en hann hefur verið í vetur. Ég held að Dalglish hafi gert kórrétt með því að hvíla hann og láta hann sitja á bekknum; hann var einfaldlega að losa hann við pressu, leyfa honum að slaka á og ná áttum. Carroll er homegrown Geordie boy og mun enda ferilinn sinn þar og þetta hafa verið erfið umskipti fyrir hann. En hann er núna, smám saman að verða Liverpool-maður

  7. Ég var staddur á Kilkennys barnum í Berlín þegar Liverpool vann Carling Cup og vegna þess að leið mín liggur aftur þangað í Maí mun ég horfa á úrslitaleikinn í FA Cup á sama stað. Skemmtilegt 🙂

    En eitt sem að ég hef ætlað að minnast á lengi, varðandi viðmót síðunnar. Ég hef tekið eftir því að nýir póstar birtast ekki hjá mér á forsíðunni um leið og þeir eru settir inn. Ég þarf þá að opna efstu færsluna og ýta á “Next” til að sjá nýjustu. Ég nota Google Chrome og hef svo sem ekki athugað hvort þetta eigi við aðra vafra líka. Ég tek oftast eftir þessu t.d. rétt eftir leik til að lesa skýrsluna, eða rétt fyrir leik til að sjá uppstillinguna.

    Annars bara keep up the good work!

  8. Án þess að ætla að fara að vera eitthvað leiðinlegur og eyðileggja sigurvímu manna þá er margt sem þarf að laga hjá klúbbnum.

    8. sætið í deildinni er t.d. ekki ásættanlegt, ennþá eru margir “farþegar” í leikmannahópnum og við þurfum enn og aftur í sumar að bíða með fingur krossaða að stjórnendur félagsins geri eitthvað af viti í leikmannamálum.

    Þó Comolli sé farinn, lögfræðingur og markmannsþjálfari þá fynnst mér samt þarft að skoða stöðu Kenny Dalglish hjá klúbbnum. Er hann rétti maðurinn til að taka okkur fram á veginn? Stjórna liðinu? Innáskiptingum? Taktík? Leikmannakaupum?

    Við erum að ganga í gegn um eitt skrítnasta tímabil sögunnar sem stuðningsmenn þar sem að framistaða liðsins er búin að vera óásættanleg en að sama skapi komnir með dollu í hús og svo gæti vel farið að þær yrðu tvær áður en tímabilinu líkur.

    Mér fynnst s.s. að menn megi ekki gleyma sér þó að við séum komnir í úrslit FA og höfum unnið Carling. Það þarf helling að gerast hjá klúbbnum enn. En vonandi gerast góðir hlutir ekki hægt, erum heldur betur búnir að býða eftir stóru dollunni lengi….

  9. Ég held að flestir hérna inni geri sér grein fyrir því að við erum árum á eftir toppliðunum en ekki dögum. Það er það sem Kenny og FSG hafa sagt frá byrjun. Mjög bjánalegt að heimta einhvern stórkostlegan árangur á stuttum tíma og eflaust var bikar á þessu tímabili ekki eitthvað sem menn bjuggust endilega við.

    Ég hef verið pirraður eins og aðrir á leikmannafloppum, taktík bulli og skorti á breytingum eftir að flautað er til leiks. En aftur á móti hefur verið unaður að fylgjast með breytingu á eignarhaldi félagsins, Kenny í viðtölum og þessi “Liverpool Way” sem ég hef heyrt svo mikið um en aldrei upplifað enda bara 26 ára gamall.

    Ég var hræddur við að fá Kenny til baka sem manager einmitt vegna þess að ef illa gengur er erfitt að segja honum upp, tilfinningalega. Ég vill samt sem áður að hann fái meiri tíma og sé engan manager þarna úti sem mig langar frekar að fá… Ekki að svo stöddu allavega.

  10. Það er nú ekkert bjánalegt við það að heimta 4. sætið þegar félagið sjálft er búið að gefa það út að það sé markmiðið þetta tímabilið.

    Ekki satt?

  11. Sammála Kidda nr 9, frábært videó og gaman að sjá svona “on the pitch” sjónarhorn : )
    Stanslaus gæsahúð hjá mér : )

  12. Gaman að sjá Reina hlaupa til Jones og fagna með honum. Priceless ! !

  13. Gargandi snilld þetta video – highlightið að sjá Reina og Jones.

    Raðgæsahúð – dásamlegt, dásamlegt!

  14. Þetta vídeó er snilld og á #9 þökk skilið fyrir það 🙂 er annars sammála um að highlightið er að sjá reina hlaupa til Jones og fagna 🙂 fagmannlega gert hjá honum,

    YNWA!

  15. Af Twitter: “Sir Alex Ferguson on Suarez: “He dives all over the place. He’s a disgrace to Liverpool Football Club” … So, Ashley Young is…..?”

  16. Hvernig er thad med mida a leikinn! Er einhver ad fara? Getur einhver bent mer i retta att – eg by uti i UK. Langar ad fara a leikinn med vini minum sem heldur med chelsea – aetli thad seu hlulaus svaedi a vellinum thar sem vid gaetum badir fagnad (vonandi samt bara eg!)?

  17. Já það er ekki annað að sjá á þessari mynd hjá Kreisto nr. 20 að línuvörðurinn hafi haft rétt fyrir sér.

  18. Sýnist boltinn samt vera í loftinu á þessari mynd en ekki á rassinum á Terry, erfitt að dæma

  19. @ Tómas Örn (#21)

    Sir Paul er reyndar meiri Everton-maður en Púlari, þó hann segist styðja bæði liðin. En mjög snjallt og diplómatískt hjá honum að kasta góðri kveðju á Suarez í heimalandi hans 🙂

    When it comes to derby day though Sir Paul is clear about who he’s cheering on.

    He said: “My dad was born in Everton, so I’m an Evertonian. Yes, I’ll cheer Liverpool on too. People say you can’t support them both but I got a special dispensation from the Pope. But if it comes down to a derby match I would have to support Everton.”

    Lennon hefur verið tengdur við LFC, helst þá útaf því að hann kaus að setja Albert Stubbins á coverið á St. Peppers Lonely Heart Club Band. En líklega hafði hann meiri áhuga á Lúsí litlu skýjademant en fótbolta.

    Ringo segist halda með LFC útaf því að hann er hrifinn af rauða litnum en Harrison orðaði þetta svona: “There are three teams in Liverpool and I prefer the other one”.

  20. Þriðjudagurinn 8 maí að mér sýnist. Liverpool – Chelsea það er að segja.

  21. @ # 20 Kreisto

    Þessi mynd staðfestir a.m.k. að línuvörðurinn gat ekki séð þetta, einfaldlega alltof margir leikmenn sem byrgðu honum sýn. Myndin sýnir líka að boltinn var meira inni heldur en ég hélt en mér finnst samt erfitt að segja til um hvort hann sé allur inni.

    Fyrir utan þetta finnst mér þó stökkið hjá Terry í aðdragandunum vera skýrt brot miðað við hvað endalaust er dæmt á sóknarliðin. Það eitt og sér hefði átt að vera aukaspyrna og því ógilda markið. En kannski mátti hann þetta þar sem hann er bara varnarmaður 🙂

  22. Það er líka eins gott að Kenny kæli ekki Caroll núna og setji hann á bekkinn eins og seinast þegar hann var að komast í gang. Framherjar þurfa að spila og þegar þeir eru heitir þá spila þeir.

  23. Geggjað vídeó hjá Kidda #9

    Sannarlega hápunktur þegar Reina fagnar Jones. En að mínu mati jafnvel enn meiri hápunktur þegar Cahill faðmar landa sinn að sér. Virkilega drengilega gert og sýnir kannski best hversu grunnt rýgur félaganna liggur í raun.

    Þó maður gleymi því stundum þá er til eitthvað mikilvægara en fótbolti!

  24. Mér fannst skemmtilegast að sjá Suarez og Heitinga faðmast, eftir að þeir höfðu sífellt verið að atast í hvort öðrum og áybggilega margt miður fallegt sagt á einhverskonar hrogna-hollensku 😛

  25. Jæja, fyrst þetta er opinn þráður þá vill ég deila með ykkur pælingum mínum með þær breytingar sem ég vill sjá á leikmannahóp LFC fyrir næsta tímabil. Auk þess að ég var að skila af mér ritgerð og langar geðveikt að skrifa meira hehe. Ég held að klúbburinn sé aldrei að fara eyða 100 millz punda í 3-5 leikmenn. En á næsta tímabili bætist við ein keppnin (Euroleague) og það þarf að hafa breiðari hóp en hann er nú. Þótt áhersla verði á deildina þá vill maður sjá metnað til þess að taka alla þá titla sem í boði eru.

    Markmenn: Doni og Jones eru fínir back-up en Reina þarf að sanna sig upp á nýtt fyrir mér. Hann er búinn að vera arfaslakur á þessu tímabili. Markmenn oftast bæta sig með árunum en það virðist öfugt farið með Reina. En við vitum hvað hann getur og hann þarf að sýna það inná vellinum að hann sé fyrsti kostur. Ef Reina verður ennþá í sama formi og hann er búinn að vera þetta season come christmas er kominn tími á að finna annan markmann. Að mínu mati er Lloris hjá Lyon betri markmaður en Reina og hefði ekkert á móti því að fá hann í staðinn.

    Vörn: Það verður að segjast að liðið er nokkuð vel sett varnarlega en alltaf má gera betur. G.J., M.K. og J.F. eru með hægri bakvarðastöðuna covereða. Flanno er efnilegur og verður bara betri vonandi. Kelly er samt miðvörður að upplagi en hefur sinnt hægri bak frekar vel. Það kæmi mér ekkert á óvart ef Carragher leggur skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Carra kallinn er ekkert að fara taka framförum næsta season og best að viðhalda góðum minningum um hann. Hvar er þessi Wilson gaur sem kom frá Rangers? Ég sé því Skrtel, Agger, Coates og Kelly vera miðverði hjá klúbbnum næsta tímabil. Ef Kelly heldur áfram að spila sem hægri bak þá þarf að bæta við miðverði. Lítið hefur sést til Robinson í vinstri bak því hann er endalaust meiddur. Enrique hefur dalað sorglega mikið undanfarið en hann er góður, það fer ekki á milli mála. Hann þarf að komast í sitt gamla form. Johnson hefur sinnt því vel að taka leiki þarna vinstra meginn og það verður að meta Robinson næsta tímabil hvort hann sé klár. Það litla sem maður hefur séð af honum hefur verið jákvætt þannig að ég vona að hann komi upp í aðalliðið og standi sig. Ég sé meira fyrir mér Kelly í miðvarðastöðunni og því væri gott að fá heimsklassamann í hægri bak. Einhverjar hugmyndir? Og jafnvel að fá back-up í vinstri bak ef Robinson heldur áfram að vera meiddur. Aurelio hlýtur að fara í sumar.

    Miðja: Henderson er klárlega miðjumaður, hann er ekki kantari. Hann er mjög efnilegur og ég vill sjá hann spila sem playmaker. Shelvey finnst mér drullusprækur, hann er góður sendingamaður og getur skotið. Hann er líka með auka sprengikraft og er graður í að sanna sig. Vill sjá sem mest af honum það sem eftir er af deildinni í ár. Gerrard, Lucas og Spearing munu að öllum líkindum vera í hóp næsta season. Þann leikmann sem má selja er Adam. Hann er ekki byrjunarliðsmaður og frekar vill ég hafa Henderson, Shelvey og Spearing sem squad-players. Gerrard, Lucas og einhvern annan miðjumann sé ég fyrir mér sem byrjunarliðsmenn. Hvað er að frétta af Sahin hjá R. Madrid? Ég fylgdist með honum hjá Dortmund og veit vel hvað hann getur. Hann hlýtur að vera ósáttur með lítinn spilatíma og sanngjarnt tilboð myndi duga til að fá hann. Lucas sem djúpur, Sahin sem playmaker og Gerrard í free role, öss ekki leiðinleg tilhugsun. Adam kom frekar ódýrt, þar sem hann var að verða samningslaus. Miðið við þennan fáránlega prís á UK leikmönnum þá getur klúbburinn selt Adam á 15m.p. Fínn business það. Ég er samt ekki alveg viss með Spearing. Hann er enginn Lucas og ef liðið ætlar sé í fremstu röð þarf að hafa tvo góða leikmenn í hverri stöðu. Ef Lucas er í banni, verið að hvíla eða meiddur vill ég sjá eitthvað villidýr á miðjunni í stað Spearing. Hef ekkert á móti Spearing, mér finnst hann hafa staðið sig vel en það má gera betur. Með miðjuna er því matið mitt svona; Út með Adam. Bæta við góðum playmaker og varnarmiðjumanni.

    Kantar: Já, það væri fínt að hafa einhverja kantara. Downing er flopp enn sem komið er en ég neita að trúa því að hann verði með svona lélega tölfræði eftir eitt ár. Halda honum. Maxi og Bellamy eru ekki kantarar og eru að komast á aldur. Ef þeir eru game þá verður fínt að nota þá í Euroleague, Leage Cup og almennt sem rotation gaura. Vill halda þeim báðum og í tilviki Maxi vill ég sjá sem mest af honum í þeim leikjum sem eftir eru núna. Selja Kuyt, ekki spurning að mínu mati. Hann er kominn á endastöð hjá þessum klúbbi. Skorar lítið, hægur, getur ekki tekið menn á og tekur vitlausar ákvarðanir trekk í trekk en duglegur er hann. Það þarf heimsklassa kantara og einhversstaðar verður að rýma til. Þetta sumar er síðasti séns að fá einhvern aur fyrir hann og því tilvalið að selja hann. Helst vill ég að keyptir verði tveir heimsklassa kantarar sem koma beint inn í liðið. Svo hlýtur Sterling að koma meira inn í liðið næsta ár en hann er ennþá ungur og ekki hægt að ætlast til of mikils af honum. En klárlega að láta hann spila einhverja leiki í League Cup og Euroleague. Ætli Joe Cole verði ekki látinn fara og hugsanlega Kuyt. Þannig að ég geri kröfu á að fá tvo góða kantara inn í liðið. Draumurinn er Hazard en líkurnar á því ekki miklar. En við skulum sjá til.

    Sókn: Fyrir mánuði síðan var ég ennþá að bíða eftir að einhver segði við mig; “djóóók!!! í sambandi við Carroll. Hann virðist þrátt fyrir allt geta eitthvað í fótbolta og batnandi mönnum er best að lifa. En það þarf klárlega að bæta við í striker-deildinni. Vill helst fá einhvern þrususnöggann. Erum með þennan leikna, erum með tröllið, það vantar þennan byssubrand. Aftur á móti eru Morgan og Ngoo (heitir hann það ekki?) efnilegir í varaliðinu og eru að bíða eftir séns en liðið þarf einhvern með orðspor, það er klárt mál. Mér dettur enginn í hug í svona fljótu bragði en liðið þarf pottþétt að versla einn striker í sumar.

    Ok, ég held að þetta sé komið. Forwardið þetta svo fyrir mig þýtt á skosku til Dalglish, ekki er það enska sem kallinn talar:-)

  26. .essi mynd af boltanum í leik chelsea og tott er ekki að marga hún er ekki í beinni línu þannig að sjónarhornið er alltaf skakkt og því ekki hægt að dæma um það…

  27. Þetta er auðvitað málið

    http://soccernet.espn.go.com/news/story/_/id/1050117/andy-carroll-tired-of-liverpool-bench?cc=5739

    Þetta er eitthvað sem ég tel að hægt sé að gagnrýna KD fyrir, þ.e. að hafa látið Carrol of mikið á bekknum. Þetta er engin smá fjárfesting, nýorðinn 23 ára og þarf að spila mikið og fá þannig sjálfstraust. Mín skoðun er sú að hann eigi að vera í byrjunarliðinu í a.m.k. 80 – 90% af leikjum okkar og ALLTAF í þeim mikilvægustu, auðvitað þarf eitthvað að hvíla hann eins og aðra leikmenn. Sjálfstraust er algert lykilorð hér. Þessi strákur þarf að upplifa það að hann er einn af okkur allra mikilvægustu leikmönnum OG að hann sé klárlega í framtíðarplönum okkar.

  28. #33

    Okei, granted. Gary Neville er þarna með mjög góð rök. Það sem pirrar mig hins vegar óstjórnlega er tímasetning þessarar umræðu. Jú, hún kemur rétt eftir að allir eru að hlæja að Ashley Young fyrir að dífa. Nú er það þannig að hann er ekki disgrace fyrir sinn klúbb heldur bara að gera það sem allir gera. Og já, hann bendir á vitlausa ákvörðun dómara að spjalda Suarez og fleiri fyrir leikaraskap þegar það var brotið á honum.

    Eitt sem maður tók eftir með Suarez eftir að hann var úthúðaður dífari og svindlari er að hann hætti að láta sig falla eins mikið í teignum. Ég man eftir allaveganna tveimur tilvikum sem ég tók eftir þar sem hann í raun ÁTTI að fara niður en fór ekki.

    Eins og ég segi, ég er sammála honum. Það gera þetta langflestir og leikmenn verða stundum að gera þetta. En núna eigum við allt í einu að líta kalt á málið og tala um hversu mikill partur af leiknum þetta er og bla bla.

    En þegar ákveðnir útlendingar gera þetta, þá er allt í lagi að ná í heygaflana….

  29. Ég ætla að spá því að Roberto Martinez taki við Liverpool í sumar og að félagið fái til sín Neymar á fimm ára samningi. Þið sáuð það fyrst hér.

    En án gríns þá litist mér mjög vel á Roberto Martinez og Kóngurinn fengi annað starf innan félagsins. Ég sá Martinez spila mjög skemmtilegan fótbolta með frekar takmörkuðum leikmönnum í gær og hann er að láta nokkra leikmenn líta mjög vel út. Ég veit að þeir hafa verið úti að aka í vetur en það skrifast á ýmsa mjög lélega leikmenn. Ef hann fær betra lið og úr einhverjum pening að moða gæti ég alveg séð hann fyrir mér sem fínan stjóra fyrir framtíðina (15 ár plús). Það flottasta var að hann stóð á hliðarlínunni allan leikinn og klappaði fyrir leikmönnum þegar þeir gerðu eitthvað og var sífellt að gefa leikmönnum sínum ábendingar.
    Ég gæti alveg trúað því að hann gæti náð því besta úr Carroll, Downing, Henderson og Adam miðað við hvað hann nær að fá út úr Boseasjur, Figueroa, Caldwell og McCarthy.

    YNWA

  30. #31 Tigon.

    Góður póstur hjá þér, en það er eitt sem ég vil fleygja hérna fram – eða eiginlega tvennt. Þú segir:

    “Ég held að klúbburinn sé aldrei að fara eyða 100 millz punda í 3-5 leikmenn.”

    Samt vilt þú fá heimsklassa hægri bakvörð, tvo heimsklassa kantmenn, og svo Nuri Sahin frá Real – sem verður aldrei gefins – og Hugo Lloris – landsliðsmarkmaður Frakklands.

    Þarna tel ég 5 leikmenn sem annað hvort eru í heimsklassa eða býsna nálægt því. Þetta eru um það bil 100 milljónir punda á að giska, en samt tekur þú fram að klúbburinn sé líklega aldrei að fara að eyða slíkum fjárhæðum. Mér fannst þetta athyglisvert 🙂

    Annað – þú segir:

    “Miðið við þennan fáránlega prís á UK leikmönnum þá getur klúbburinn selt Adam á 15m.p.”

    Ekki veit ég hvað Adam hefur gert á þessu tímabili sem réttlætir það, að hann tvöfaldi verðgildi sitt. Liverpool keypti hann á 8 milljónir punda fyrst og fremst vegna þess að Blackpool féll. Já, og hann vildi koma til Daglish … afsakið, vildi koma til Liverpool. En 15 milljónir punda fyrir hann? Lið sem geta eytt 15 milljón pundum í leikmenn eru almennt liðin í betri helming deildarinnar – kannski topp 6. Og ég held að Adam sé búinn að rækilega sanna að hann á aldrei heima í topp6 liði. Þannig 15 milljónir punda fyrir hann er býsna víðs fjarri, að mínu mati … jafnvel þó hann sé “breskur”.

    Ég kveið töluvert fyrir sumrinu fyrir hönd Liverpool, því kaup síðasta árs hafa öll meira og minna ekki gengið upp. En eftir að Comolli var látinn taka poka sinn – ég tel að hann hafi bæði staðið sig illa í leikmannakaupum og borgað allt of hátt verð fyrir miðlungsleikmenn – þá get ég kannski leyft mér að vera pínu bjartsýnn.

    Við erum samt aldrei að sjá Cavani, Hazard eða þessa eftirsóttustu leikmenn Evrópu – og heimsklassaleikmenn – koma til liðsins. Ég held að menn geti alveg gleymt því.

    Daglish, sem ber sameiginlega ábyrgð með Comolli á slöppum kaupum síðasta árs, vill ákveðna tegund af leikmönnum. Slíkir leikmenn eru t.d. Victor Moses hjá Wigan og Allen/Dyer hjá Swansea. Leikmenn í þessum “gæðaflokki”. Og leikmenn í þeim gæðaflokki eru EKKI þeir leikmenn sem koma liðinu upp í 4ja sætið, og enn síður í einhverja toppbaráttu.

    Eða … kannski er ég bara svartsýnn.is 🙂

    Homer

  31. Homer þrátt fyrir að vera svartsýnn ertu líka raunsær og það er ekkert að því. Þetta er voða auðvelt annaðhvort kaupum við góða leikmenn frá meginlandinu og borgum þeim góð laun, eða við höldum sömu stefnu og stefnum á að enda fyrir ofan 10 sæti 2013. Leage Cup og FA cup er enginn sárabót fyrir óafsakanlegt gengi í deildinni. Mun skemmtilegra að komast í Q-Finals í CL en úrslit í FA. Sorry fótboltinn er bara orðinn svona í dag. Innlendar útsláttarkeppnir eru bara orðnar úreltar.

  32. ashley litli hlýtur að vera discrace fyrir man utd football club. Nenni ekki að hlusta á newille systir tala um dýfur. Veit alveg að það er allt auðvitað litað af man utd.

    YNWA

  33. #37 Homer

    Þetta eru vangaveltur hjá mér hvernig bæta skuli hópinn og hverja ætti að losna við. Ég VONA að klúbburinn sýni metnað og reyni að ná í eftirsóttustu bitana. En til þess þarf að eyða talsvert en ég HELD að klúbburinn sé ekki að fara eyða 100 m.p. En til að kaupa í þessar stöður sem ég talaði um þarf að eyða slatta en ég HELD að það verði ekki raunin þetta sumarið. Cavani væri kannski til í að spila með samlöndum sínum, Suarez og Coates. You never know.

    Hérna er samt mjög grófur reikningur. Seljum fyrir 20 m.p. Reyndur hægri bak=10 m.p. 2 miðjumenn= 25 m.p. 2 kantarar=35 m.p. 1 striker 20 m.p. Liðið er ekki að fara kaupa markmann nema eitthvað stórkostlegt gerist og ef Reina er seldur verður þeim peningum eytt í annan á hans calibre. Þetta eru 70 m.p. í eyðslu, það er ca. 2/3 af 100 m.p. Munar slatta um 30 m.p.:-)

    Í sambandi við Adam þá talaði ég um fáránleg verð á UK leikmönnum. Miðað við gangverðið á þessum leikmönnum er það raunhæft að fá u.þ.b. 15 m.p. fyrir Adam. Mér finnst það ekkert fjarri lagi. Að selja hann undir 10 m. p. væri að sama skapi fáránlegt. Finnst þér það ekki?

  34. #41 Tigon:

    Ég er í sjálfu sér ekkert ósammála fyrsta pósti þínum, heldur þvert á móti hafðir þú margt til þíns máls. Það er alveg kýrskýrt í mínum huga að núverandi leikmannahópur er hreint út sagt meðalmennska út í gegn. Okkar “bestu” leikmenn hafa spilað langt undir getu, nýjir leikmenn valdið gífurlegum vonbrigðum og svo mætti halda áfram. Skrtel hefur verið besti leikmaður liðsins á þessu tímabili – og fyrir ári síðan hefði ég hlegið að þeim sem hefði sagt mér að slíkt yrði raunin 🙂

    Hvað útreikninga varðar þá held ég að þú, og bara flestir aðrir, séu ekki alveg með á hreinu hvað “heimsklassaleikmenn” kosta. Ef við tökum bara sem dæmi um sóknarmann – þá er Cavani aldrei að fara á einhverjar 20 milljónir, frekar nær 35-40. Annað dæmi um sóknar/kantmann – Hazard, sem fer á annað eins. Bara svona til að nefna sem dæmi.

    Eins og ég segi, þá er ég sammála þér að liðið þarf á stórum bætingum að halda í sumar ef klúbburinn á að komast nær toppnum á næstu leiktíð. Og þá erum við að tala um svipaðar upphæðir og þú nefndir – 100 milljónir punda – eða jafnvel eitthvað í líkingu við það sem Chelsea og ManCity hafa eytt undanfarin ár.

    En ég stórefast um að stórt nafn eða virkilegur klassaleikmaður eigi eftir að koma til Liverpool í sumar.

    Homer

  35. Tigon #41

    Í hvaða FM leik ert þú ?

    Þér finnst bara raunhæft að selja C.Adam á 15 millur, en kaupa svo tvo heimsklassa miðjumenn á 25 milljónir ??

    Er ekkert skakkt við þessa útreikninga ? Þú ætlar sem sagt að losa þig við miðjumann sem þér finnst við ekki hafa not fyrir, fyrir 15 milljónir, en telur þig geta verslað tvö stykki sem við höfum not fyrir, á samtals 25 milljónir ??

    Annars er maður bara algerlega að verða geðveikur á þessum póstum þar sem allir koma með sínar veruleikafirrtu lausnir á því hvað Liverpool þarf að kaupa í næsta glugga. Yfirleitt er það ekkert svo mikið….”bara”: bakvörður, miðjumenn, kanntmenn og sóknarmaður(menn) ..svo dæmi séu tekin.

    Annars er ég á þeirri skoðun, að við eigum að reyna að breyta liðinu sem minnst næsta sumar. Þeir leimenn sem þurfa að fara, verða að fara, slíkt er óhjákvæmlilegt, en vonandi sem fæstir. Vonandi bætum við svo við okkur 1-2 góðum leikmönnum sem verða viðbót við það sem fyrir er, ekki til að koma svo mikið í staðinn…

    Insjallah…
    Carl Berg

  36. #44 Carl Berg

    Þetta var mjög grófur reikningur. Tók það fram. Og þetta var svar til Homers eftir að hann kom með athugasemdir við fyrri póst minn.

    Og já, mér finnst raunhæft að selja Adam á 15m. Nei, mér finnst ekki raunhæft að kaupa tvo heimsklassa miðjumenn fyrir 25m. Ég vill fá frambærilegan back-up fyrir Lucas. Það getur verið einhver reynslumikill sem kostar ekki mikið vegna aldurs eða hægt að finna hann utan Englands. Það eru til fullt af góðum miðjumönnum í hina stöðuna (playmaker) sem ég talaði um sem ekki kosta yfir 20m. Eða kannski kosta bara akkúrat 20m og hinn miðjumaðurinn 5m. Og voila! Þá passar þessi hávísindalegi reikningur minn.

    Rólegur. Þetta eru bara vangaveltur og ég er ekkert að tala um að kaupa Hazard, Cavani, fá Alonso og Mascherano tilbaka, skipta á Kuyt og Messi o.s.frv.

  37. Mig dreymdi að við hefðum selt Andy Carroll á 30m og ég var alls ekki sáttur með það…

    skrítið

  38. Áður en við förum að stunda þá frábæru dægradvöl að ræða kaup og sölur sumarsins af einhverri alvöru þá eru tvö grunnatriði sem þurfa að vera komin á hreint:

    1) Hver verður ráðinn nýr director of football?
    2) Verður King Kenny áfram?

    Þetta eru lykilatriði í þeirri innkaupastefnu sem verður næsta sumar. Síðustu daga hafa t.d. tveir raunhæfir kostir verið linkaðir við okkur í stöðu DoF: Txiki Begiristain og John Park.

    Sá fyrri var director of sports hjá Barcelona í 7 ár og gerði marga góðu hluti þar þó að mistök hafi líka verið gerð (stundum útaf forsetapólitík eða pöntun þjálfara). Sá síðarnefndi er núverandi football development manager hjá Celtic og gert mjög góða hluti þar sl. 5 ár og einnig hjá Hibs þar á undan.

    Augljóslega er mikill munur því hvar reynsla og þekking þessara manna liggur: Txiki með meginlandsboltann á hreinu og vanur kaupum á stórstjörnum eða háklassa efnivið, en Park með breska boltann og vanari að vinna með minna fjármagn. Ráðning á öðrum hvorum þessara eða einhverjum þeim líkum myndi gefa vísbendingu um hver stefna FSG væri til framtíðar.

    Einnig er ljóst að John Park hjá Celtic eða annar breskur DoF væri ráðning til að styðja við og styrkja stöðu Kenny Dalglish og hans bresku áherslur. Klæðskerasaumað fyrir KKD. Það myndi væntanlega þýða meira af 4-4-2 og menn keyptir sem henta í hefðbundnar stöður í því kerfi með álíka bakgrunn og kaup síðasta sumars.

    En ef maður líkt og Txiki væri ráðinn þá væri líkur á allt annari stefnu sem væri í kór við hugmyndafræði Barcelona og þá væri samhljómur við starf Pep Segura og Rodolfo Borrell. Þó að umræðan um ráðningu Cruyff hafi verið fjarri lagi þá er hann nátengdur Barca líkt og Txiki og ekkert óraunhæft að telja tengsl þarna á milli. Þess háttar ráðning væri slæm tíðindi fyrir KKD því að það liggur í augum upp að með slíka “suðræna” áherslu þá passar hann verr inní það módel.

    Sem leiðir okkur að seinni þættinum sem er staða KKD. Ég tel að ef að leikurinn á Wembley hefði tapast þá hefði hann 100% verið beðinn að hætta, færður til í starfi eða hreinlega rekinn. En með hinum sögulega sigri var þeirri ákvörðun frestað en mín skoðun er sú að jafnvel þó að FA Cup vinnist þá sé Kenny ekki “ósnertanlegur” eins og Maggi orðaði það nýlega. FSG sýndu það með brottrekstri Comolli að þeir eru ófeimnir við að taka af skarið og hjá Red Sox hefur nær “ósnertanlegur” stjóri verið rekinn. Ef þeir sjá tækifæri á til sterkrar ráðningar á DoF og öflugum stjóra á sömu línu þá eru þeir alveg líklegir til að láta vaða.

    Málið er að ef LFC á að vera samkeppnishæft við hin stórliðin og einnig að vera sjálfbært í takt við FFF-reglurnar þá þarf að stækka kökuna áður en við fáum meira kökukrem. Til þess að stækka hana þá þarf helst að komast í CL og þar með fá hærri samning fyrir sponsorship eða sölu nafni nýja leikvangsins o.s.frv.

    Ef KKD er ekki líklegur til að standa sig í deildinni og ná CL þá verður hann látinn fara og það snýst ekkert um hollustu eða Liverpool way. Kenny sjálfur lítur heldur ekki svo á að hann sé stærri en klúbburinn eða ósnertanlegur og sagði þetta beint eftir leikinn gegn Everton:
    “The next time it might be yourself,” he added. “The only surprise is that people are surprised.”

    Í upphafi skal endinn skoða en hvenær er upphafið að endinum? 🙂

    YNWA

  39. Stend algerlega við þá skoðun mína að eftir að Liverpool sló Everton út í undanúrslitum FA cup með sigurmarki frá Carroll sé Dalglish ósnertanlegur hjá eigendunum.

    Það byggi ég á þeirri staðreynd að í Liverpoolborg hefur kóngurinn náð sér í kórónuna á ný og það heyrðist auðvitað greinilega með “Dalglish” chöntunum á Wembley. Það er töluvert annað að reka kóng eða Comolli.

    Henry og Warner vita það að LFC hefur ekki unnið titil neins staðar í sex ár og það gefur auga leið (finnst mér) að þegar einn titill kemur, og góður möguleiki á öðrum væri það svo sultuvitlaust að rugga bát sem er nýsigldur út úr ólgusjó að það er ekki umræðunnar virði í bili. Vel má vera að hún komi upp aftur þegar frá líður og lítið gengur á næsta ári. En núna – nei.

    Svo þetta ágæta “breskt” og “óbreskt”. Hef ekki séð annað en það lið sem er efst í dag sé töluvert breskt. Bara mjög mikið síðast þegar ég gáði. Svo það er alveg hægt að vinna allavega enska titilinn með mikið af Bretum. Þetta snýst um gæði.

    Svo óska ég eftir einhverju sem sýnir fram á það að Borrell og Segura séu ekki í nánu samstarfi við Dalglish. Þeir hafa báðir hrósað samstarfinu við hann, þeir funda reglulega og hann er á nær ölllum leikjum þeirra á Melwood, svo að gott þætti mér að heyra ef að einhvers staðar er fótur fyrir því að með komu Beguristain drægi úr völdum KD en þeirra hinna ykist…

  40. Hlutleysi fjölmiðla.

    Sælir félagar,
    Ég fór núna í gær og downloadaði 10 ára afmælisþátt fótbolta.net, fullur tilhlökkunar að hlusta á í vinnunni. Tveggja tíma þáttur um fótbolta er mér að skapi og finnst mér þeir Elvar og Tómas vera bara mjög skemmtilegir útvarpsmenn, þrátt fyrir að geta einstaka sinnum misst sig í hnyttnum vandræðalegum töffaraskap.
    Fótbolti.net er líka frábær síða. En því miður gafst ég fljótlega upp í þetta skipti.

    Þessi þáttur var með þrjá menn sem allir áttu það sameiginlegt að vera blaðamenn hjá þremur stórum fjölmiðlum á íslandi (Dv, Séð og heyrt og Morgunblaðið). Þeir m.a. kölluðu sig þungaviktamenn í fjölmiðlum og því var nokkur eftirvænting að heyra þeirra skoðun á leiknum sem var í gangi á þessum tíma. Það reyndist reyndar aukaatriði því að þeir gerðu ekkert annað fyrstu 15min+ að rakka Liverpool liðið niður og þá einna helst King kenny (sem þeir reyndar sögðu að ætti ekki lengur að vera kallaður King Kenny heldur bara Kenny)

    Ég get að sjálfsögðu tekið því að þeir séu að drulla yfir liðið og verði þeim bara að góðu en það sem stakk mig einna mest er að þetta eru starfandi blaðamenn á íslandi sem fjalla um knattspyrnu (allavegna tveir af þeim). Tómas er united maður, Benedikt er Newcastle maður og Viðar er Everton maður og er nýkominn til starfar hjá Morgunblaðinu og hann svo sannarlega lét skoðun sína í ljós um Liverpool og King Kenny. Ég fór svo í hádeginu í dag og henti niður nokkrum gullmolum frá þeim félögum:

    Viðar:“ …í guðana bænum er hann sem sagt að fyrra sig allri ábyrgð að hafa keypt alla þessa skelfilegu leikmenn.

    Eru allir þessi leikmenn skelfilegir? Er luis Suarez skelfilegur? Er í alvörunni fólk að segja að allir þessir leikmenn séu skelfilegir leikmenn en ekki bara leikmenn sem eru ekki að sýna sitt rétta andlit? Mun t.d. Carroll aldrei vera góður leikmaður? Really?

    Benedikt og Viðar að rökræða hvort að Downing hafi verið þess virði að veðja á og þá segir nýi blaðamaður morgunblaðsins um Downing: ”..ja hann var nú bara búinn að gefa um fjórar stoðsetningar í tvö ár eða eitthvað “ Sem reyndar Benedikt vildi ekki samþykkja.

    Downing gaf 13 stoðsetningar og skoraði ellefu mörk á tveimur árum fyrir Sunderland.

    Viðar: Aftur um Downing “…hann hefur aldrei verið þessi týpa að gefa svona stoðsetningar “

    Downing gaf 13 stoðsetningar á tveimur árum fyrir Sunderland.

    Benedikt segir þá:” hann var nú leikmaður ársins hjá Aston Villa í fyrra” og þá svarar Morgunblaðsmaðurinn og dyggur stuðningsmaður Everton:” Ja Hversu erfitt er það?”

    Ekki til í manninum hroki í garð Aston Villa.

    Viðar: Um Carroll “…Hann átti að koma með allar þessar stoðsetningar um Carroll, Undrið.”

    Þarna vill hann kannski meina að stuðningsmenn Liverpool hafi verið að segja að Carroll sé undur, eða kannski að KK hafi verið að kynna hann sem undur eða Carroll sjái sig sem undur….eða kannski var hann bara vera hnyttinn um leikmann Liverpool sem að var að slá Everton út úr bikarnum.

    Tómas: um KK … “ Jú jú hann vissi nátturulega ekki hvern hann væri að kaupa hann er jú ekki búinn að vera þjálfa þarna í mörg herrans ár.
    Þarna er Tómas væntanlega að segja að Kenny sé orðinn það aldraður að hann veit ekki hvern hann er að kaupa. Pæling.

    Tómas:”…Þeir eru búnir að eyða fleiri tuga milljóna í það sem hefur komið í ljós ekki neitt.”
    Tómas: Um Liverpool “Þeir eru náttúrulega búnir að grafa sér mjög djúpa holu með því að kaupa allt þetta drasl.”

    Glæsibær Tómas.

    Viðar: Um Henderson….”Það var ekki eins og hann hafi verið besti leikmaður Sunderland í eh tíma,, Tómas: “Nei hann var búinn að taka tvo spretti og setjann”

    Held reyndar að Henserson hafi verið valið efnilegasti leikmaður seinustu tveggja tímabila hjá Sunderland. Hann var fyrirliði undir 21 hjá Englandi og búinn að spila A landsleik. United var m.a. búinn að spyrjast formlega fyrir um hann en Liverpool komu strax fram með mjög hátt tilboð til þess að ná honum strax. Klárlega samt umdeilanleg upphæð sem hann fór á en það er hinsvegar önnur umræða.

    Benedikt:” Á meðan Liverpool/Everton leikurinn var í gangi “Ég ætla að spá því hér og nú að Luis Suarez verði rekinn útaf með rautt spjald og fari jafnvel í bann eftir hann. Hann er að haga sér eins og smábarn ….Hann er búinn að ráðast á greyið J.Heitinga alveg bara hérna…”

    Varnarmenn Everton gerðu í því allan fyrri hálfleik að blokka hlaupaleið Suarez og reyna sem mest að æsa hann upp. Hann beit einu sinni á agnið og rugby tæklaði “greyið” Heitinga og var það mjög fyndið. Ekkert alvarlegt kom út úr þessari rimmu. Ekkert bann heldur.

    Svo lýsti Tómas því yfir að hann væri alveg stúmp þegar maður fer að ræða þetta Liverpool lið. Hinir tóku undir það. Sjálfur er ég ekki ennþá búinn að fatta hvað þeir voru að fara þar. Strump?

    Þeir töluðu einnig um að Aquamann hafi verið léleg Comolly kaup. Sem hann átti að sjálfsögðu engan þátt í , Aqua kaupinn voru léleg Benitez kaup.

    Ég vil taka það fram að umræða um Liverpool er mér alls ekki heilög og það er gaman að heyra menn ræða enska boltann í þætti eins og þessum, en þegar umræðan er á svona lágu plani þá vill maður benda á það. Eins og ég sagði í byrjun þá finnst mér þetta verða leitt því að ég hlusta reglulega á þennan þátt og finnst þeir standa sig frábærlega í umfjöllun sinni um íslenska boltann.

    Ég get meira segja sagt að ég var sammála sumu af því sem þeir sögðu um Liverpool í þættinum en fjölmiðlamenn sem vilja láta taka sig alvarlega fjalla ekki svona um viðfangsefni sitt. Það er allavegna mín skoðun.
    Koma svo drengir_ Upp með metnaðinn!

  41. Í undanúrslitum Meistaradeildarinnar verða sennilega í byrjunarliðum í kvöld og á morgun fjórir leikmenn sem Rafa Benitez keypti: Torres, Alonso, Arbeloa og Mascherano.

    Það er magnað að það sé til fólk, sem er enn á því að Rafa Benitez hafi ekkert gert af viti.

  42. @ Maggi (#50)

    Bjóst svo sem ekki við öðru en að Maggi stæði við sitt enda ekkert markmið að breyta hans skoðun. Ég er mína, hann með sína. Allt í góðu með það. Allir púlarnir í skóginum eiga að vera vinir 🙂

    En ég trúi ekki að neinn sé ósnertanlegur hjá Liverpool og á í raun ekki að vera það. Hvorki leikmaður né þjálfari. Enginn er stærri en félagið sjálft. Ef þú trúir mér ekki þá segir kóngurinn Kenny það margoft sjálfur. Hann á að vera metinn að verðleikum og gagnrýndur eins og hver annar hjá klúbbnum. Oflof er háð og kóngadýrkun er ekki mér að skapi, en hann á að njóta virðingar og sannmælis.

    Kenny-chant í sigurleik á Everton á Wembley er heldur engin staðreynd eða sönnun um ósnertanleika. Hann átti hrós skilið fyrir að mótivera sína menn til sigurs úr vondri stöðu. Auðvitað er honum fagnað. En hvenær verður hann snertanlegur á ný? Ef bikarinn vinnst ekki? Ef við byrjum illa í deildinni næsta tímabil? Nei, hann gengur hvorki á vatni né er ósnertanlegur. Hann er þjálfari í úrslitabransa og á að vera metinn sem slíkur.

    Kenny klífur ennþá skoðanir púlara nær og fjær álíka mikið og fyrir laugardagsleikinn. Bæði hér á kop.is sem og á spjallborðum RAWK eða This is Anfield. Held að það yrðu ekki það margir “sultuvitlausir” ef skipt yrði um skipstjóra, sérstaklega ef nýr maður í brúnni væri spennandi kostur. Mann langar að sjá Kenny gera vel og að sjá hann sigra er oft enn sætara fyrir vikið, en það er hjartað að tala og minn haus hefur takmarkaða trú á að hann sé réttur maður í djobbið til lengri tíma litið.

    Henry hefur sagt að það væru mikil vonbrigði ef við næðum ekki 4.sæti þetta árið. Hann og Werner voru klárlega glaðir með að vinna Carling Cup og yrðu einnig glaðir með FA Cup en CL-sæti er grunnurinn að þeirra næstu skrefum með klúbbinn. Comolli var að hluta til rekinn vegna slæmra úrslita í deildinni og þar sem Kenny á jafn stóra sök þar þá er hann fjarri því að vera “ósnertanlegur”.

    Áfram Liverpool, með eða án kóngsins 🙂

    YNWA

  43. Þessi bikarleikur var bara stjórnartíð Kenny í hnotskurn: stórfurðulegt liðsval, óskipulögð og ruglingsleg taktík og léleg spilamennska en greinilega mikill baráttuandi (sérstaklega eftir hálfleiksræðuna) og það virðist ganga vel að halda liðsandanum háum þrátt fyrir slæmt gengi (öfugt við t.d. Tottenham). Það er þetta sem er að fleyta liðini áfram í bikurunum en fyrir langtíma velgengni í deildinni þarf meira til.

  44. Beardsley hefur náttúrulega hárrétt fyrir sér hvað þjálfarann varðar. Auðvitað eiga menn að vera dæmdir af verkum sínum, og þjálfarar eftir úrslitunum sem þeir ná.

    Nema, Beardsley hefur ekki rétt fyrir sér þegar kemur að Kenny Daglish. Eða jú, kannski. Hvað veit ég?! Ég horfi á þetta svona:

    Það eru örfáir einstaklingar í sögu Liverpool sem gera það að verkum að þeir eru … ósnertanlegir – for the lack of better word. Þeir eru stærri en klúbburinn, jafnvel þó þeir prédiki að enginn sé stærri en klúbburinn og allt það.

    Shanks er einn af slíkum mönnum. Maðurinn sem gerði Liverpool að stórveldi. Hefði hann ekki komið inn í sögu Liverpool, þá héldum við allir með Chelsea eða Manchester City í dag. Punktur.

    Paisley er annar. Maðurinn sem gerði stórveldið að ódauðlegu stórveldi. Punktur. Einhverjir okkar muna eftir hans tíma og heilluðumst af liðinu. Mörg af bestu liðunum í sögu Liverpool eru frá hans tíma. Ég ætla ekki að rekja það hér en mæli með LFChistory.net fyrir þá sem nenna að grúska í gömlum heimildum 🙂

    Og svo er það Kenny Daglish. Burtséð frá því að hann er núverandi stjóri liðsins, þá er hann óumdeilanlega besti leikmaðurinn í sögu Liverpool. Punktur. Það eitt gefur honum stöðu/status innan klúbbsins sem enginn getur tekið af honum.

    Shanks og Paisley nýtur ekki lengur við. Kenny er því – að mínu mati – eini núlifandi maðurinn í heiminum sem getur réttilega titlað sig Mr. Liverpool. Hann er jafn mikið Hr. Liverpool og Rúni Júl var Herra Rokk! Kenny er Liverpool holdi klæddur.

    Kenny mun aldrei lenda í sömu vandamálum í búningsklefanum og Rafa, sem dæmi. Þeir leikmenn sem geta ekki unnið með Kenny, verður vinsamlegast bent á að láta hurðina ekki skella á afturendann þeirra þegar þeir verða látnir fara frá félaginu. Eða svona ætti það allavega að vera.

    Menn geta alveg látið eins og að Kenny starfi bara á sama grundvelli og aðrir stjórar, sem hafa enga svipaða sögu á bak við sig hjá félaginu sem þeir núna stýra. En að mínu mati er það bara rangt mat. Við gætum allt eins bent á Rauðnef. Gefum okkur að því liði gangi afar illa á næstu leiktíð og verði jafnvel í botnbaráttu allt tímabilið. Ekki nokkur maður með viti myndi halda því fram af einhverri alvöru, að það ætti að reka hann. Af hverju? Af því að Rauðnefið er stærra en sá klúbbur. Hann fer ekki frá félaginu fyrr en hann segir að það sé kominn tími á það.

    Með þessu er ég auðvitað ekki að segja að Kenny sé hafinn yfir gagnrýni, og menn ættu og eigi að ræða stöðu hans af alvöru. En á meðan Kenny er stjóri Liverpool FC, þá starfar hann að mínu mati í ákveðnu tómarúmi, þar sem eðlileg öfl náttúrunnar ná ekki til.

    Að því sögðu þá má alveg taka það fram að ég held að hann sé alveg búinn að missa það, og að Liverpool verði í meðalmennskunni svo lengi sem hann er með liðið. En ég mun samt alltaf halda í vonina … ég er alveg viss um að næsta tímabil verði okkar tímabil ……….

    Homer

  45. Ég veit nú ekki hvort maður er svona viðkvæmur eða hvað það er en ég er nú búinn að hlusta á ein 3-4 podcöst eftir leikinn á laugardag og það er alveg magnað hvernig talað er um klúbbinn. Menn keppast við að tala um klúðrir hjá Carroll, varnamistök, lélegan leik hjá Everton og það ótrúlega hafi gerst að Carroll hafi skorað, en þó með hnakkanum, osfr osfr

    Það minnist ekki sála á að liðið hafi spilað nokkuð vel í seinni hálfleik og hafi átt þetta skilið. Gegnum gangandi eru menn bara með almenn leiðindi gagnvart liðinu, kenny, carroll, suarez osfr( Gaurinn sem sér um Football Weekly á Guardian fer fremstur í flokki hér )

    Hvað er málið, hvaða biturð og leiðindi eru þetta, ekki var þetta svona fyrir nokkrum árum ? eða hvað ? Hvað gerðist ?

  46. Skemmtilegur þráður. Auðvitað erum við Poolarar farnir að spá í næstu skref félagsins, klárt mál að þau þurfa að vera stór og fram á við í sumar. Stór hluti af þeim skrefum er að ákveða hver á að halda um stjórnartaumana og hvernig á að styrkja hópinn. Ég er sammála Tígoni í því að halda eigi flestum leikmönnum hópsins vegna aukins álags. Við höfum misst lykilmenn út í vetur og þeir sem hafa tekið við keflinu hafa ekki haldið nógu vel á því. Styrkingar er þörf, a.m.k. þrír sterkir leikmenn sem ættu að koma beint í byrjunarlið. Ég myndi vilja hægri kantmann, miðjumann og senter. Það er óþarfi að hræra í vörninni, hins vegar mættu Coates og Carragher skipta um hlutverk sem þriðji haffsent. Agger og Skrtel eru mjög gott haffsentapar og Enrique og Johnson eru góðir bakverðir, allavega eru það ekki þær stöður sem liggur mikið á að styrkja.

    Varðandi Dalglish þá er algjörlega ómögulegt að vita hvað stjórnarmenn eru að hugsa. Hvort hann verði færður til eða haldi sínu starfi og t.d. Deschamps eða Martinez komi inn, ég verð að segja að ég er líkt og Loftur #36 hrifinn af Martinez, en held að hann sé ekki nógu stórt nafn og ekki með næga reynslu af stórstjörnum til að hann verði ráðinn. En Deschamps var sá sem ég vildi þegar Hodgson var ráðinn og ef ráða á nýjan þjálfara þá er hann efstur á blaði hjá mér.

    Svo er það þetta með leikmannamálin. Líkt og Einar Örn #52 segir þá hugsaði ég það sama yfir Bayern-Real núna í kvöld. Alonso og Arbeloa spila þar. Mascherano hjá Barca, Torres og Meireles hjá Chelsea. Við værum án nokkurs vafa með betra lið með þessa leikmenn innanborðs heldur en við erum núna.

    Það var líka fróðlegt að horfa á Bayern og Real, sérstaklega Bayern, sem spiluðu mjög vel, auðvitað á heimavelli. Þeir voru mjög vel smurðir og hver og einn leikmaður var með sitt hlutverk á hreinu. Góður balans í liðinu, snöggir kantmenn, stórir og sterkir alhliða senterar (Gomez og Muller), öflugir og vel spilandi miðjumenn, varnarmenn og markmaður.

    Við eigum ansi langt í land með að verða svona gott lið og ég myndi segja að í dag séu kannski 3-4 leikmenn í þessum klassa. Reina, Agger, mögulega Johnson, Lucas, Suarez og Gerrard á góðum degi.

    Bætum Arbeloa, Mascherano, Alonso, Torres og Meireles í þennan hóp, þá værum við að berjast í topp 4 og í meistaradeildinni. Án nokkurs vafa.

    En svona er þetta…

  47. eru einhverjir að fara á LIVERPOOL vs wba KING KENNY vs roy um næstu helgi???

  48. Jón# 48 var ég að svara einhverju ?? Ég er að segja
    Að ég hafi allt annað að gera við minn tíma en að eyða
    honum í að hlusta á gary newille. Finnst þér það rosalega
    óþroskað ? Aumingja þú !

  49. Peter Beardsley kemur með ágætis grein í pósti #49 og það er eitthvað sem ég hef mikið verið að spá í undanfarið. Hvernig mun einmitt stjórnkerfið hjá Liverpool breytast eftir brottrekstur Comolli – ef það mun þá á annað borð breytast.

    Þetta gæti verið að breytast eins og greinahöfundurinn segir í þannig stöðu að það verði kominn með CEO í raðir Liverpool og kannski áherslur hvers og eins aðeins minnkaðar eða þá að Comolli gæti verið skipt út fyrir annan DoF, bara gamla góða “like for like” skiptingin.

    Hvernig svo sem uppröðunin breytist (eða ekki) þá er mjög, mjög mikilvægt að Liverpool spili rétt úr spilunum í ráðningunni á næsta DoF. Comolli átti að vera hluti af langtímaplani Liverpool en nú er hann farinn og nú er kannski hættan á að við gætum farið aftur á byrjunarreit hvað þetta varðar. Það þarf að fyrirbyggja að svo gerist ekki.

    Comolli gerði að mínu mati margt fínt fyrir Liverpool, eitthvað sem við höfum hagnast á núna og ég er viss um að við munum njóta góðs af á næstu árum líka. Hann vann í því að fá fullt af efnilegum 14-18 ára strákum inn í unglingastarfið, tókst að næla í nokkra mjög efnilega leikmenn í aðalliðið, nýtti sér sambönd sín í Frakklandi og tókst að losna við Cole og Poulsen af launaskrá (ásamt öðrum mjög launaháum og ‘óþörfum’ leikmönnum). Hann hins vegar fannst mér ekki koma með nógu skýra stefnu í félagið og ofborgaði auðvitað fyrir nokkra leikmenn.

    Að mörgu leyti finnst mér árangur Comolli hjá Liverpool kannski að mörgu leyti mega skrifast á það hve reynslulítill hann var í að vinna svona starf í jafn stóru og hættulegu umhverfi. Hann gegndi þessari stöðu hjá St. Etienne og Spurs (sem á þeim tíma var nú ekki beint eitthvað stórlið) og þessi störf að miklu leyti gjörólík því sem hann þurfti að sinna hjá Liverpool. Hann hafði líklega ekki nógu mikið vit í að höndla viðræður í félagsskiptum sem má kannski líta á að hafi kostað félagið einhverja leikmenn eða mikinn aukapening. Virtist vera fínasti karl, reyndi sitt besta en því miður virðist hans besta bara ekki verið nógu gott.

    Þá kemur að ráðningunni. Werner segir að þeir vilji halda sig við DoF stefnuna og persónulega tel ég þá leið vera réttu leiðina fyrir Liverpool EF réttur maður er í starfinu. Maður veit svo sem ekkert hvað þeir félagar eru að pæla í að gera og hverja þeir vilja helst reyna að fá en nöfn eins og Tixi Begiristain, Louis van Gaal og (þó það sé mjög ólíklegt) Johan Cruyff heilla mig – mikið!

    Þarna værum við að fá inn reynda menn sem hafa allir starfað í félögum og umhverfi þar sem mikið er lagt upp á að ala upp sína eigin leikmenn og á sama tíma að vinna titla. Þeir tikka í mörg box að mínu mati og ættu auðvitað að vera skoðaðir ef þeir hafa áhuga á að starfa fyrir Liverpool.

    Svo poppa upp óvænt og kannski óþekktari nöfn eins og til dæmis þessi John Park sem er yfirnjósnari hjá Celtic. Hann virðist t.d. hafa náð mjög góðum leikmönnum (oft óþekktum á tiltölulega lítinn pening) til Celtic og Hibs en maður spyr sig hvort að þarna gæti ekki bara næsti Comolli verið á ferðinni. Hann hefur augljóslega gott auga fyrir leikmönnum en hefur hann tæknina/snillina í að koma vel út úr viðræðum við önnur lið (ef það á annað borð yrði hans hlutverk)? Hvernig höndlar hann svo að vinna hjá félagi með töluvert stærri væntingar, meira peningaflæði og meiri pressu en Celtic? Gæti hann tekist betur að móta og/eða vinna eftir stefnu Liverpool en Comolli gerði?

    Tixi Begiristain og John Park standa að mínu mati alveg sitthvoru meginn við borðið þegar kemur að því að finna út hvaða leikmenn á að kaupa og hverja ekki. Tixi vill kaupa stórt. Hann vill kaupa leikmennina sem eru toppurinn eða þá þessa rándýru og bráðefnilegu sem eiga eftir að vera toppurinn, hann vill eyða pening og satt að segja þá gerir hann það bara nokkuð mjög vel yfirleitt. Park á annað borð virðist (af því litla sem maður hefur svo sem náð að komast um hann) vera þessi sem finnur hæfileikana í skúmaskotunum sem enginn annar kannski fer að leita. Minni fjárhæðir og minni væntingar kannski á móti meiri fjárhæðum og meiri væntingum.

    Að velja mann eins og Tixi sem hefur gott track record hjá stóru félagi sendir ákveðin skilaboð og sýnir að Liverpool ætlar að vera hávært á leiðinni á toppinn. Maður eins og Park yrði aftur á móti meira svona dæmi um það að Liverpool ætlar að vera “skynsamt” og “snjallt” á leiðinni á toppinn.

    Það er eitt sem hræðir mig samt töluvert varðandi það ef Liverpool myndi ákveða að taka næstu skref með einhverjum eins og Park og stefnan yrði í raun og veru sett á að finna unga leikmenn í ódýrari kantinum eða leita í þessum skúmaskotum. Annað hvort gæti þetta svínvirkað og Liverpool gæti verið að búa til langtíma meistarakandídat eða þá hreinlega að liðið yrði ‘meðal-lið’. Margir dásama Newcastle og kaup þeirra, sem á vissulega að gera enda hafa þeir búið til frábært lið en þeir leikmenn sem þeir hafa keypt eru að mínu mati ekki betri en þeir sem Liverpool hefur keypt (alveg burtséð frá öllum fjárhæðum sem keyptar hafa verið fyrir, þar hefur Newcastle klárlega vinningin). Newcastle hafa svona fyrirfram á að hyggja keypt marga óspennandi (allavega ekki neinar ‘bombur’) og hafa svolítið verslað þar sem önnur lið gera ekki. Þeir hafa verið einstaklega heppnir með þetta en svona aðferð getur farið á allavegu. Hún hentar félagi eins og Newcastle en myndi hún henta Liverpool?

    Það má örugglega sjá margt út úr því hvað Liverpool ætlar sér þegar þeir ráða nýjan DoF og ég hlakka mikið til að sjá hvernig farið verður með þessi mál. Það er mikilvægt að þessi ráðning heppnist vel í þetta skiptið því til langs tíma þá held ég að þetta geti orðið lykillinn að langtíma velgengni félagsins.

  50. Ég var einn af þeim sem sagði að það væri gott að ná í 4 sætið í haust. Viðurkenni það alveg fúslega. Var í raun ekkert mega sáttur með kaup sumarsins en Kenny hafði sýnt mér fram á það að hann væri alveg með þetta svosem. Haustið fór nokkuð vel af stað og svo datt botnin úr þessu hjá karlinum og liðinu þegar líða tók á desembermánuð. Má svosem segja það eins og allir sem fylgjast með vita, um leið og Lucas meiddist og Gerrard kom til baka, þá fór þetta fjandans til. Kannski var væntingastjórnunin svona slæm hjá mér, veit það ekki alveg. Ég var allavega þá farinn að gera mér þær vonir að þetta myndi jafnvel standast, þ.e.a.s. ná 4 sætinu.

    Svo kom Suarez málið …. Carrol skoraði ekki rassgat, nýju leikmennirnir brugðust og allt fór í eitthvað fokk. Vitanlega verður maður pirraður við svona aðstæður.

    En það er búið að bjarga tímabilinu, Wembley again, vonandi tökum við Chelsea. Bara svona til að nudda Torres og Meirels aðeins meira um nasirnar …. en nóg um það.

    Horfum samt aðeins á þetta raunsætt.
    1) Reina … karlinn ekki alveg verið á tánum í vetur. Verður klárlega okkar markamaður áfram og ég er sáttur við það. Er nokkuð viss um að hann á ekki tvö léleg tímabil í röð.

    2) Vörnin, Skrtel og Agger fínir sem miðverðir, smá skrölt á vinstri bakverðinum okkar og Flannó hefur ekki alveg náð að heilla mig. Kelly og Johnson ágætir. LFC er ekki að fá á sig mikið af mörkum og maður getur ekki held ég skælt hérna.

    3) Miðjan. Ó boy, Kenny hefur væntanlega ætlað að vera með Henderson á hægri kant, Downing á vinstri kant, Gerrard og Lucas. Þessi miðja hefur held ég aldrei spilað leik saman í vetur. Það er kominn lok apríl núna sko. Hann hefur reynt ýmislegt en ekki fengið mig til að vera alveg sáttur með þetta. Held hreinlega að Lucas með Adam hafi komið einna best út (og ég hata Adam). Hendó verið spilað út úr stöðu, Downing ekki að koma með þetta og Adam spreyjandi boltanum út um allt og ekki á rétta staði. Ég held að Kenny sé jafn óánægður með þetta og ég, en svona eru meiðslin. Sýnir enn og aftur hvað Lucas er mikilvægur.

    4) Sóknin ….. (Hvaða sókn?). Bellamy, Kuyt, Carrol og Suarez hafa allir spilað undir getu, væntingum og skulda okkur feitt fyrir næsta síson. Ekkert flókið. Geta svosem kennt miðjumönnunum um svona 30% af vandanum því þeir eru bara ekki að koma boltanum á þá og búa til færi, heldur endalaus hálffæri.

    5) Kenny. Dálítill tréhestur og mjög fastur í kerfinu sínu. Breytir sjaldan um taktík í miðjum leik og skiptir allt of oft maður út á móti manni. Eins og í tölvubansanum mínum er sagt: Þarf að fá nýtt firmware, ríbútta hann og sjá hvort þetta vandamál lagast. Ef ekki þarf mögulega að díbögga hann.

    Næsta síson: Ég er ekki að sjá stórtækar breytingar á mannskapnum okkar, því miður. Ég sé ekki að kanarnir séu að koma með fé inn í klúbbinn, þeir vilji frekar nýta það sem til er. Kannski þó létta þeir af okkur Aurelio, Doni og Kuyt. Aðrir eru ekki að fara. Sá eini af þeim sem þá þarf að “rípleisa” er Kuyt og það verður ekki keypt einhver stórstjarna fyrir hann.
    Það má vel ver að þetta sé mjög ranglega metið hjá mér en ég vil ekki taka einhvern FM2013 pakka á þetta og halda að maður geti selt Adam fyrir 15 milljónir punda …. og keypt svo Hazard á 23. ….. Áttum okkur líka á því að við erum ekki að fara í CL næsta vetur sem þýðir sparnaðrsíson.

  51. Góðar umræður hér á ferðinni. Ég var að ganga frá kaupum á ferð á Wembley og er ALVEG hrikalega sáttur við lífið.

    Það er frábært að vera farinn að keppa um bikara aftur eftir nokkur mögur ár í þeim efnum. Ég ólst upp við Dalglish sem leikmann og svo framkvæmdastjóra og hefur hann mótað mig sem Liverpool stuðningsmann. Ég á því erfitt með að taka þátt í þessar umræðu hvort hann eigi að vera eða fara. Mér finnst hann hafa unnið fyrir því að meta það sjálfur.

    Liðinu hefur gengið frábærlega í bikarkeppnunum en deildin hefur verið svolítið “stöngin út” að minu mati. Liðið spilað vel á köflum en ekki náð að klára fullt af leikjum sem það hefði átt að klára auðveldlega. Botnin datt úr þessu við tapið á móti Arsenal, í einum af best spilaða leik liðsins á tímabilinu – tap í leik sem átti að vinnast auðveldlega. Eftir það hefur deildin verið brekka og árangurinn eftir því.

    Treystum King Kenny fyrir verkefninu, klárum tvo bikara á þessu tímabili og vonum að deildin komi í kjölfarið.

    YNWA.

  52. Afhverju endar Carl Berg alltaf póstana sína á múslimskum frasa úr kóraninum? Mér er spurn… Deo Volente hljómar mun betur. Og þýðir það sama.

    Ef þú ert múslimi Carl Berg, þá er þetta ekki meint sem móðgun eða lítillækkun á neinn hátt. Einungis spurning fyrir forvitnissakir.

    Deo Volente
    Goggurinn

  53. #51

    Svo sammála þér. Það er alveg merkilegt hver íslenskir fréttamenn eða lýsendur eru ófaglegir í umfjöllun sinni. Þeir halda virkilega að Carroll eigi að skora þrennu með skalla og að Downing eigi að leggja þessi mörk upp, í hverjum einasta leik.

    Það er alveg rétt að menn hafa ekki verið að standa sig og réttilega hægt að benda á það en að sjá svona umræður, eins og þú setur hér inn, eru hrikalega barnalegar og það af mönnum sem vinna við þetta og vilja væntanlega láta taka sig alvarlega?

    Geta menn ekki tjáð sig nema vera með klúbbagleraunun og notað hvert tækifæri til að hrauna yfir hina og þessa klúbba með barnalegum gildishlöðnum hugtökum?

    Þess vegna er ekki vinnandi vegur að fylgjast með vitrænni umræðu um knattspyrnu yfir höfuð nema koma hingað, eða fara á valda erlenda miðla. Íslenskar íþróttasíður eru því miður oftar enn ekki í spjallborðagæðaflokki.

  54. Þessi síða er algjör snilld og orðin fyrir löngu ótrúlega stór þáttur í því að vera íslenskur Liverpoolstuðningur.

    Sorglegt að Gylfi Þór sé manú-maður (þori ekki að skrifa hina styttinguna) því annars væri geggjað að falast eftir honum enda frábær leikmaður og hefur sýnt það margoft.

    52# Já einmitt, kaup Rafa á sínum tíma voru frábær og maður var oft á tíðum að missa sig úr spenningi enda veit Rafa sínu viti. Ég var svo heppinn að sjá leik með Liverpool á Anfield þar sem Macherano var ótrúlegur! Ég stend við þá kenningu að hans vinna sést ekkert alltof vel í sjónvarpsútsendingum og það var mjög sárt að sjá á eftir honum sem og Alonso.

    Ég er mjög tvístígandi með Dalghlish og næsta tímabil. Held nefnilega að hann þurfi að útvíkka sín sjónarmið varðandi leikmannakaup og leikskipulag.

    Það er orðið mjög þreytt að heyra ár eftir ár að við getum ekki ætlast til þess að Liverpool verði í titilbaráttu á næsta tímabili því liðið þarf meiri aðlögunartíma. Þessi tími hefur staðið núna yfir í mörg ár og ég vil meina að vandamálið liggji fyrst og fremst í hugarfari leikmanna, sem er skrítið.

  55. Ég get nú verið nokkuð sammála því sem menn segja um Dalglish. Auðvitað vill maður sjá þetta legend á Anfield með alvöru lið og að allt gangi smurt. Það er eins og einhver nefndi hér að ofan; Liverpool-hjartað að tala, en því miður segir skynsemin (hausinn) allt annað.

    #52
    Án þess að fara að starta einhverri umræðu aftur um Benitez þá keypti hann vissulega frábæra leikmenn til félagsins sem við sjáum enn í dag eftir.
    En ekki gleyma því að hann var stór ástæða þess að t.d. Masc og Alonso ákváðu að róa á önnur mið. Hann var kominn á endastöð með liðið, það var klárt.

    En ég held að umræðan um verð-uppsprengda enska leikmenn eigi enn við. Vissulega er oftar en ekki viss kjarni í toppliðunum sem er enskur t.d. eins og Terry, Lampard og Cole hjá Chelsea eða Barry, Milner, Hart hjá City eða Giggs, Rooney og Ferdinand hjá United en mér fynnst að Liverpool eigi að treysta meira á að slíkur kjarni komi upp úr unglingastarfi félagsins.

    Nú þarf Liverpool að mínu mati að fara að leita til meginlands Evrópu eftir gæðum og án þess að detta í einhvern FM gír eins og margir tala um þá eru fullt fullt af leikmönnum t.d. á Spáni, Frakklandi og Hollandi tilbúnir að ganga til liðs við félagið í sumar þó við verðum ekki í meistaradeild.

  56. Hvaða hlutverk spilaði Rafa Benitez í því að Mascherano vildi fara?

  57. Menn voru líka að segja hérna að við fengum ekkert fyrir söluna á Mascherano. Hann kom til Liverrpool á 4 ára samning sem kostaði samtals (Laun innifalin nb.) 18.6 m punda. Hann var svo seldur til Barcelona fyrir 22m punda. Segjum að hann hafi haft 60.000 pund á viku í þrjú og hálft ár sem er ca 2.5 m punda þá mætti segja að Liverpool hafi allavega komið út í 5-6m punda gróða.

    Menn keppast hérna að við að gera sem minnst úr því sem Benitez gerði fyrir klúbbinn og ég fyrir mitt leyti er orðinn all þreyttur á því.

  58. #69

    Þegar leikmenn segjast vilja fara af því að þeir vinna ekki titla þá tel ég knattspyrnustjóra félagsins spila stórt hlutverk í því. Sbr. Mascherano.

    Svo var hann seldur á 17,25 milljónir punda.

    Annars var Benitez ekkert slæmur sem slíkur. Hans tími var bara búinn á Anfield. Því miður.

  59. #72 og #73
    Ben skv þessari frétt sem þú vísar í er það woy Hodgson sem selur mascherano

  60. Ég meinti ekki að ég væri sammála því að titlaleysið væri fyrst og fremst á herðum Benitez heldur að tími Benitez hafi verið liðinn hjá þáverandi eigendum.

  61. Deja Vu. Mér sýnist Benitez umræðudraugurinn kræla á sér. Best að skella upp sólgleraugunum og horfa í átt til sólar.

  62. Af hverju er enn verið að þrasa um Benitez tveimur árum eftir brotthvarf hans? Hvaða niðurstöðum eru menn að reyna ná með þeim rökræðum?
    Hver og einn má hafa sína skoðun á verkum og stíl Benitez. Hann hafði sína kosti og galla en niðurstaðan er að hans tími sem framkvæmdastjóri er liðinn…..hvað svo sem framtíðin ber í skauti sér.

    Það er tími til kominn að horfa fram á veginn!

  63. Smá pælingar með kantmenn. Liverpool vantar sárlega teknískan kantmann sem getur tekið menn á og komið með þennan x factor sem vantar í sóknina hjá okkur. Setti inn tvö nöfn hérna að neðan sem ég held að gætu verið raunhæft að ná í. Væri svakalegt að landa þeim báðum.

    Willian Borges, hægri kantur. Frábær leikmaður og gæti gert góða hluti. Hef heyrt að hann sé á leiðinni til Chelsea, vona að svo sé ekki.
    http://www.youtube.com/watch?v=-s9sgvpA9Hc

    Iker Muniain, vinstri kantur. 19 ára en nú þegar búinn að sanna sig. Hefur allt sem okkur vantar. Setti vídeó hérna að neðan með samantekt úr leik Athletic Bilbao vs Manchester United. Iker var mjög góður í þeim leik.
    http://www.youtube.com/watch?v=XGylPtA1gGU&feature=related

  64. Sælir krakkar….

    Nú framundan hjá mér eru Kop.is lausir dagar og það verður gífurlega erfitt að lifa þá daga af EN það góða við þetta hlé er að ég verð í Borg Borganna Mekka okkar Poolara Já Liverpool. Er komin með ferðafiðring og búin að pakka niður Liverpooltreyjunni,húfunni,treflunum og fullt af fleiru dóti. Við ætlum að sjá Liverpool taka á móti WBA og vonandi fæ ég jafn skemmtilega leik og síðast þegar ég fór en þá unnum við 5-0 ef það skyldi nú gerast legg ég til að ég verði gerð að lukkudýri Anfield og fái frían ársmiða.

    Vona að þegar ég kem lesi ég fullt að gargandi glöðum innleggjum um sigurinn.

    YNWA

  65. Sælir félagar. Miði á Wembley, hvaða möguleikar eru í stöðunni?
    Ég er með Fan card en mér sýnist að þeir sem eru með 5 FA leiki á kortinu gangi fyrir og LFC fær innan við 30 þús. miða. Er ekki vonlaust að reyna að fá miða gegnum Fan Cardið?
    Ég sem hélt að það myndi kikka inn c”.)
    Hvernig get ég snúið mér til að fá miða?
    Verð á London svæðinu 5. maí og varla hægt að sleppa þessu tækifæri.
    Innstu koppar í búri, eruð þið til í analísu?
    YNWA

  66. Þeir hja gaman.is virðast vera með ferð á leikinn

    kostar 187000þús fyrir utan flug

    Ég held að Þór Bæring sé með þetta, er samt ekki 100%

  67. Mín skoðun er sú að við erum með frábært líð í höndunum.
    Förum yfir stöður
    mark: þar erum við að mínu mati langbesta markmanninn í þessari deild þannig að við þurfum engar áhyggjur að hafa þar.
    Doni og Brad yrðu góð backup
    hægri bakverðir. Treysti Glenn fyrir að vera leiðandi afl er kemur að fyrirgöfum. áttum okkur á því að við fáum ekki mikið betri bakvörð en þetta í þessari deild. Honum til halds og traust yrðu martin og Flanno. mikil efni sem verða lykilmenn í okkar liði í framtíðinni.
    Vinstri bak: þar erum við með að mer finst snjallasta bakvörðinn í deildinni hann enrique. spurning um að versla backuð fyrir hann því jake hefur verið mikið meiddur.
    litlar áhyggjur þarna.
    kanntur hægri: þar erum við með jálkinn kuyt. þurfum kanski að versla þarna inn. jordan hefur verið góður, en ég vill hann frekara inná miðjuna.
    Væru kaup tímabilsins ef Aaron Lennon mætti á svæðið.
    Vinstri kanntur: enga áhyggjur, Steward kemur sterkur inn næsta season og svo skorar maxi alltaf !
    miðjan. klárlega sú sterkasta á englandi en þarf sinn tíma að smella saman. væri flott í 4-3-3 kerfi að sjá lucas djúpann, þar er hann að standa sig vel og sá allra besti í þerri stöðu í þessari deild. fyrir framan hann yrði svo efnilegasti miðjumaður englands henderson og sá besti í captain. Getur enginn stoppað þetta ! eða hvað ?
    Frammi: þurfum ekki að ræða það. besti maður deildarinn suarez verður þar einn í 4-3-3 og andy verður með honum í 4-4-2.
    Stjóri. Kenny, besti stjórinn í deildinni einsog sannast á þeim 2 bikurum sem eru innan seilingar. annar er kominn, hinn kemur.
    Næsta tímabil verður svo sannarlega okkar. sanniði til.
    Nú má rauðnebbi fara að passa sig !

  68. Gaman að sjá áhugvert comment eins og 83. C.a. Helmingurinn kaldhæðni og restin alvara. Bravó!

  69. Nú er ég kominn með Kindle lestölvu og mig langar endilega að lesa einhverjar góðar fótboltaævisögur. Hverju mælið þið með, og hverju ætti maður að sleppa?

    Ég hef lesið ævisöguna hans Gerrard en ekki meira. Veit til þess að Pepe Reina, Kenny Dalglish, Didi Hamann og Fowler eiga ævisögur, en í hverjum er mesta fúttið að ykkar mati?

  70. Hjalti. það er engin kaldhæðni í þessu. myndi ekki nálgast mitt lið á þann máta.

  71. Leikjaprógram Chelsea fram að úrslitaleik:

    21.apríl – Arsenal – Chelsea
    24.apríl – Barcelona – Chelsea
    29.apríl – Chelsea – Q.P.R.
    2.maí – Chelsea – Newcastle

    Þar sem þeir eru að berjast um 4.sæti í deildinni hafa þeir ekki efni á að rótera mikið í liðinu og munu spila sínu besta liði í öllum þessum leikjum, svo ég tali nú ekki um Barcelona leikinn. Með alla þessa gömlu menn sem eru að spila núna hjá þeim að þá mun þetta prógram taka sinn toll og vonandi verða þeir ekki nógu tilbúnir í úrslitaleikinn, svo ofan á þetta fá þeir aðeins 2 daga til að undirbúa sig líkamlega og andlega fyrir úrslitaleikinn á Wembley.

    Leikjaprógram Liverpool fram að úrslitaleiknum er heldur betra.

    22.apríl – Liverpool – W.B.A.
    28.apríl – Norwich – Liverpool
    1.maí – Liverpool – Fulham

    Liverpool er ekki að keppa að neinu í deildinni og geta því róterað ansi mikið fram að úrslitaleik auk þess fáum við 3 daga til að undirbúa okkur líkamlega og andlega fyrir úrslitaleikinn.

    Ég veit að maður er kannski kominn fram úr sjálfum sér í væntingum fyrir úrslitaleikinn en það er vonandi að þessi leikjaprógröm fari vel með Liverpool leikmennina og komi til með að skila okkur því að lyfta bikarnum fyrir framan Torres en ekki öfugt.

  72. Nýkeypti pjakkurinn Dan Smith og meira um hann:

    Smith, a technically gifted and agile midfield player, is yet to make a senior appearance for Crewe, but had been highly-sought after in a recent months.

    A move to Manchester City had been mooted, but Liverpool have stolen a march on their Premier League rivals, and Smith will now join up with Mike Marsh’s U18 side ar Kirkby.

    Jákvætt að hafa stolist inn á undan Man City. Af lýsingum að dæma og einnig vídjó sem er í fréttinni hér að neðan þá virðist þetta nettur og sókndjarfur miðjumaður með góða tækni. Spurning hvort hann sé holuherji eða einnig forward, en sjáum meira af honum síðar. Á myndbandinu þá leggur hann upp færi eftir 2:30 mín og skorar svo laglegt mark tæpri mínútu síðar.

    http://www.nesn.com/2012/04/dan-smith-signs-with-liverpool-fc-16-year-old-rejects-manchester-city-for-reds-video.html

    Góð stefna að kaupa enskan ung-landsliðsmann og vonandi verður hann jafn góð kaup og fyrri leikmenn sem við höfum keypt frá Crewe, Rob Jones og Danny Murphy.

  73. Kallið mig hjátrúarfullan, en það pirrar mig þó nokkuð hvað margir hérna eru vissir um sigur. Þið eruð bara að jinxa þennan blessaða leik, sem mig langar að vinna. Ef við töpum verðið þið allir sekir, og tapið skrifað á ykkur.

  74. http://www.independent.ie/sport/soccer/premier-league/anfield-reform-gathers-pace-with-new-focus-on-cost-cutting-3085717.html

    John W. Henry kominn aftur til Englands og heldur áfram með vorhreingerningarnar þar sem frá var horfið í síðustu viku. Fyrsta fórnarlambið er vikublað LFC en enginn rekinn……ennþá. Fundahöld með Dalglish og McParland akademíustjóra. Kannski eitthvað meira að frétta þegar líður á daginn.

    Hvaða sýrutripp er þetta? Virkar eins og síðbúið aprílgabb en virðist vera satt.

    http://paisleygates.com/?p=8205

  75. #85–Birgir Steinn

    Ég hef bara lesið ævisögu Fowlers og get mælt með henni. Mjög góð bók heilt yfir. Og þú hatar Phil Thompson eftir að hafa lesið hana:-)

  76. #85–Birgir Steinn

    Carragher gaf út fína bók fyrir nokkrum árum. Skemmtileg lesning.

  77. wayne rooney nokkur gaf út ævisögu sína 18 ára, fín lesning um bólukreystingar, tvö punghár og samlíkinguna sína á shrek.

    Annars ætla ég að leyfa mér að vera hæfilega bjartsýnn á sigur í úrslitaleiknum. Sá tjelskí-barca. Það segir allt sem segja þarf, vona innilega að drogba verði í banni þegar kemur að leiknum, bara fótboltans vegna.

    Virðist vera flott kaup á þessum unga miðjumanni. Verður spennandi að fylgjast með honum en maður hefur oft verið spenntur áður yfir ungum leikmönnum en vonum það besta.

Hillsborough: 23 ár

Skórnir hans LeBron