Opinn þráður – JACKSON MARTINEZ?

Uppfært (KAR): Ókei, við þurfum ekki að horfa á Fóstbræður eftir allt saman því slúðrið segir að Liverpool sé búið að festa kaup á kólumbíska framherjanum Jackson Martinez hjá Jaguarez í Mexíkó. Martinez er 25 ára gamall og kostar 9 milljónir dollara, eða um 5,5 milljón punda. Þetta er allt slúður og óstaðfest en hér má sjá góða samantekt um leikmanninn og hér er svo YouTube af fréttaflutningi af málinu í Mexíkó sem sýnir hann aðeins í aksjón:

http://www.youtube.com/watch?v=xOq0ytf3Ygk

Þetta er slúður og algjörlega óstaðfest, en sumarið er skammt undan og það er gaman að spekúlera. Það er líka gaman að því að fréttamaðurinn sem flytur fréttirnar í vídjóinu hér að ofan skuli heita Javier Hernandez. Skemmtileg tilviljun, það. 🙂

36 Comments

  1. Ekki var þetta nú langt video af manninum og varla hægt að dæma hann af því,en gott að verið er að spá í einhverju öðru en bresku. Og svo ættu sumir hérna að kætast yfir því að Aqulani er á leiðinni heim og kanske væri best að láta hann bara spila fyrir Liverpool næsta tímabil,hann er ekki verri en Adam fjandinn hafi það.

  2. Nei vá Robbie Keane fagn þessi gaur getur ekki klikkað ……. eða hvað?

  3. Alltaf svolítið gaman af því þegar er verið að linka leikmenn við Liverpool. Sérstaklega er eitthvað er varið í þá. Þetta tímabil í deildinni hefur valdið miklum vonbrigðum miðað við hvað margir voru vongóðir eftir að því er virtist góð kaup í vor. En betur má ef duga skal ! Hvað vantar eiginlega í Liverpool liðið til þess að það það virki almennilega ?? Nýja menn ?? betri nýtingu færa ? Nýjan stjóra ? Meira sjálfstraust ? Tvennt af þessu alveg 100%. Betri nýtingu og aukið sjálfstraust að mínu mati. Ekki endilega nýjan mannskap. E.t.v 1-2 stór kalíber, hraða leikmenn og svo nýtt upphaf fyrir þessa nýju menn sem komu síðasta vor. Tímabilið byrjaði finnst mér illa í fyrra og síðan þá náðum við ekki almennilegu starti og þar með hrundi sjálfstraust leikmanna sem voru nýjir og mikið álag á. Ég held að það verði ekki mikið um kaup í sumar en einhverjar breytingar verða en mér finnst grunnurinn vera til staðar og smá uppbót er nóg til að fá gott start næsta tímabil YNWA

  4. Þetta er nú svolítið áhugaverður kappi. Veit svo sem ekkert um hann en var að skoða þetta video http://www.youtube.com/watch?v=1iEuowMdVE8&feature=related og þar sést að hann getur notað bæði hægri og vinstri og hefur góðan stökkkraft líka og er síðan svona þokkalega leikinn. Gæti alveg vel trúað að hann myndi ná að linka vel við Suarez. Hann hefur líka flotta fyrstu snertingu á boltan. (annars er þessi nörda grein sem hann Kristján Atli bendir á alveg stór góð)

    Hann er líka með gott skoring ratio samkvæmt þessum link sem Kristján Atli bendir á eða í kringum 73%. Með 5 mörk í 10 leikjum fyrir Kólimbíu og síðan skoraði hann 65 mörk í 84 leikjum í Kólimbísku deildinni og er núna með 11 mörk í 24 leikjum í Mexíkó (tekið af Wiki)

  5. Ég er ljóshærður, er að taka eftir sama linki í þráðinum, megið endilega binda endi á þjáningar mínar og eyða þessu tilgangslausa innleggi mínu.

  6. @#6
    Skysports eru að ræða um Aquilani:

    http://www1.skysports.com/football/news/11661/7699496/Aquilani-future-uncertain

    Annars er nú ágæt regla að geta heimilda þegar menn ræða um leikmenn – jafnvel þó það sé bara slúður … Ég get til að mynda ekki fyrir mitt litla líf fundið neitt með hefðbundnum hætti um þessi hugsanlegu kaup á þessum Mexíkóa. Ég er samt tæknilega heftur, og veit varla hvernig á að kveikja á Alnetinu, og hvað þá að leita á því …

    Google er ekki vinur minn 🙁

    Homer

  7. Þetta er best: “While Vickery noted concerns about Martínez’ touch, in the current technical context of Kuyt and Carroll, Martínez comes off looking like Messi…”

  8. Persónulega hef ég blendnar tilfinningar til þess að við séum orðaðir við framherja. Auðvitað væri frábært að fá loksins almennilegan markaskorara en ég er hræddur um að annar framherji þýði áframhaldandi 90’s 4-4-2 sem ég held að sé alls ekki okkar besta kerfi. Carroll og Suárez hafa að mínu mati báðir spilað sinn besta fótbolta sem fremsti maður (hjá Úrugvæ og Newcastle) og þeir virka alls ekki vel saman. Annar hvor þeirra frammi og alvöru sóknarmiðjumaður fyrir aftan held ég að sé skynsamasta leið okkar en það hentar líka miðju og vængmönnum okkar töluvert betur.

    Ég held að sköpunargáfa á síðasta þriðjungi vallarins sé stærra vandamál en pjúra færanýting, hún er frekar afleiðing slæmra ákvarðana í sóknarleiknum (t.d. að senda frekar út á vængina en að stinga innfyrir, að sækja nánast aldrei hratt fram völlinn eða að skjóta úr lélegum færum) og síðan taugaveiklunar sem fylgir því að vita að þú munir klúðra. Úr verður slæmur vítahringur. Ég held að Suárez sé vel fær um að spila sem fremsti maður ef hann bara fær meiri stuðning frá mönnunum fyrir aftan sig, eins og frá Forlán og félögum í landsliðinu. 8 mörk og 5 stoðsendingar í 26 byrjunarliðsleikjum er bara ekki nóg fyrir leikmann í þessum gæðaflokki (“Floppið” Robbie Keane skoraði 5 og átti 4 stoðsendingar í aðeins 16 byrjunarliðsleikjum á sínum tíma. Það setur þetta tímabil dáldið í samhengi).

    Við þurfum að finna leið til að fá meira út úr honum. Besta leiðin til þess held ég að sé að taka smá af sköpunarbyrðinni af herðum hans. Það að leikmaður sé fær um að spila aftar er ekki endilega til marks um að hann eigi ekki að spila fremstur sbr. van Persie.

    Þetta er samt bara einhver tilfinning sem ég hef, það getur vel verið að nýr framherji sé einmitt það sem við þurfum og þá er þetta bara snilld!

    Eitt annað: Er þetta ekki alveg örugglega síðasta tímabil Jamie Carragher? Ættum við þá ekki að fara huga að því að finna annan miðvörð? 4 er lágmark þegar einn þeirra er Daniel Agger.

  9. Alveg með ólíkindum að Chelsea sé komið í þennann úrslitaleik. En Barca getur sjálfum sér um kennt eftir að hafa klúðrar fleiri færum en Liverpool í þessum tveim leikjum.

  10. Ég held að úrslit kvöldsins komi sér ekkert illa fyrir Liverpool, fókusinn hjá Chelsea hlýtur að vera á úrslitaleiknum í Meistaradeildinni frekar en FA-bikarnum þannig að það gæti hjálpað Liverpool.

  11. Ég legg allavega til að eigendur Liverpool sýni vald sitt í sumar og bjóði upp á almennilegan glugga á leikmannamarkaðinum sem setur okkur aftur í fremstu röð og hristi almennilega upp í þjálfara málum. Ákvörðun Torres með að fara frá okkur til Chelsea lítur vel út fyrir hann núna. Hann fer til liðs sem getur keppt um stóru titlana. Það yrði mjög súrt að sjá hann vinna Meistaradeildina og FA cup bikarinn beint fyrir framan nefið á okkur púlurum.Vona samt innilega að hann fái ekki FA cup bikarinn.

  12. Skil ekki hvað fólk er að hafa áhyggjur af því að Torres vinni eitthvað. Ég óska honum alls hins besta eins og öðrum fyrrverandi púlurum.

  13. Pirrandi að horfa samt á þessi undanúrslit og sjá Torres. Mereles, Arbeloa, Alonso, Mascherano og jafnvel Dudek vera að spila á þessu topp leveli. Sýnir okkur hvað Liverpool FC hefur mínkað í stærð ! Þessir menn vildu allir yfirgefa Liverpool fyrir þessi lið! Og já Benitez sem kunni ekki að kaupa leiknmenn keypti þá flesta !!!!!!!

  14. Form Is Temporary, Class Is Permanent

    Þetta á ágætlega við um Liverpool um þessar mundir.

  15. Er ég sá eini sem kættist aðeins ómeðvitað þegar Torres ,,okkar” drap Barca? 🙂

    Það er vissulega súrt að kappinn skyldi hafa farið en við fengum feitan pening fyrir hann og þannig er það bara. Lífið heldur áfram og enginn leikmaður er stærri en Liverpool. Leikmenn koma og fara en Liverpool höldum við með áfram no matter what.

    Það eru spennandi dagar og vikur framundan og ég lít bjartsýnisaugum á framhaldið. Eigum séns á tveimur bikurum, það er tvöfalt meira en flest önnur lið í deildinni okkar.

    Nú hefur Gylfi einnig verið orðaður við Liverpool, sú hugsun er góð þegar horft er á hvað hann er drullugóður, skapandi og áræðinn leikmaður en ég veit þó ekki fyrst hann á víst að vera stuðningsmaður manjú. Hversu sterkt er það metið þegar leikmenn er keyptir til okkar í dag?

  16. Ég held að það skipti nákvæmlega ekki neinu einasta máli. Ef að ég væri tvítugur fótboltamaður og gæfist tækifæri á að fara og spila fyrir eitthvað topp lið í ensku úrvalsdeildinni þá myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um. Get heldur ekki séð það fyrir mér að þegar verið sé að skoða tiltekna leikmenn þá sé stoppað og sagt en heyrðu..þessi heldur með öðru liði…

  17. Ég er sammála því að við eigum bara að vera ánægð með að Torres gengur vel, hann skilaði sínu fyrir Liverpool en var kominn á endastöð hjá okkur og við fengum 50 millur fyrir hann. Vona að það hjálpi okkur að Barcelona hafi tekið Liverpool leiðina á þetta og klúðrað óteljandi færum og skotið í stangirnar í stað þess að skora, Chelsea einblínir vonandi á Meistaradeildina en tapa þar fyrir Bayern sem slá Real Madrid og Móra út í kvöld.

  18. (Disclaimer: This is a very long post, about a player who we possibly may never sign. If you have something more important to do with your life, do it now. If you want to find out more about potential LFC target Jackson Martínez, please read on.)

    Semsagt ef þú átt þér líf farðu að gera eitthvað, ef þú átt þér ekkert líf haltu áfram að lesa……. Besta að halda áfram að lesa.

  19. Samkvæmt mörgum miðlum í dag gætu Aqui og Cole verið á leiðinni aftur til Liverpool. Það væri rosalegt! Ég hélt að Comolli hefði tekist að búa þannig um hnútana að þeir kæmu ekki aftur…sjáum hvað setur.

  20. #21 og #23

    Og hvað gerði klúbburinn við þessar 50 milljónir? Keyptu drasl í staðinn.

  21. Ef að hægt væri að sannfæra Aquilani um að búa í Liverpoolborg þá væri það helv. fín lausn á miðjuvandamálum liðsins. Amk. nokkrum skrefum fyrir ofan Adam, Spearing og Henderson og hann getur líka spilað í holunni.

  22. Svakalega auðvelt að heimfæra þetta yfir á marga vælukjóana hérna á spjallinu:

    Basically I am uncomfortable with the changing nature of the football fan, and how we see our role. And I feel the fans have performed even worse at home this season than the players have. Maybe instead of asking Kenny questions we need to ask more of ourselves.

    …og svo það sé á hreinu þá er ég ekki að tala um þá sem gagnrýna á uppbyggilegan og málefnanlegan hátt eins og t.d. Peter Beardsley hefur gert svo vel, heldur hina vælukjóana sem kalla allt drasl og rusl og hljóma eins og efdekraðir smákrakkar!

  23. Ef að Aquilani er ekki betri en það að AC ætla ekki að spila honum til að kaupa hann á minni pening en við greiddum fyrir Charlie Adam þá bara sýnir það enn frekar, í kjölfar þess að Juve vildi hann ekki heldur, að þar fer nú ansi langt frá því einhver afburðaleikmaður.

    Vorkenni honum og umbanum hans mikið, hlýtur að vera ömurleg tilvera fyrir þennan strák – virðist lítill áhugi á að fá hann til Ítalíu sem er það sem hann þráir.

    Joe Cole verður svo bara að velja hvort hann vill vera LFC maður á háum launum eða fá að spila fótbolta hjá Lille. En það eru nú fleiri, ekki klárt heldur að Poulsen verði seldur frá klúbbnum skilst manni núna, Evian á líka einhvern séns á að detta til baka úr því dæmi öllu.

    Ferlegt, ef að Tigon var að kalla leikmennina okkar drasl þá á hann að skammast sín, mikið.

  24. 30: Aquilani er samt að öllum líkindum að fara að vera byrjunarliðsmaður hjá Ítalíu í sumar. Það er ólíklegt að ekkert lið muni vilja hann eftir það, það hlýtur að vera eitthvað flóknara samningsdæmi þar á bakvið.

  25. já enda sést það líka vel á like-fjöldanum hvað það er sem við viljum lesa. Uppbyggileg gagnrýni og málefnaleg er eðlilegur partur af þessu öllu saman.

  26. Torres gulltryggði Chelsea liðinu 44 milljónir punda með þessu marki, reyndar ásamt Ramires, en Torres rotaði þó Barcelona, það finnst mér nokkuð gott og er ánægður fyrir hans hönd!

  27. Ef að allir þessir lánsmenn sem Maggi nefnir eru á heimleið þá er það nokkuð ljóst af hverju Commolli var látinn taka pokann sinn. Sennilega eru þeir allir á allt of miklu kaupi sem þeir eru ekki tilbúnir að sleppa fyrir minni laun annarstaðar. Það gæti orðið best að kaupa bara upp þeirra samninga og selja þá svo. En eitthvað segir mér nú samt að Aqulani eigi að fá einn sjens því að ef að okkur hefur vantað eitthvað í vetur .á er það playmaker sem kominn er með reynslu og mér finnst óþarfi að leita einhverstaðar að svoleiðis manni þegar hann er til staðar. Hann er kanske ekki nógu góður fyrir Juve og Milan en á það ber að líta að það eru lið sem eru á hærra plani en okkar lið í augnablikinu,bæði stút full af gæðaleikmönnum.

Liverpool – WBA 0-1

Vilt þú hitta Sammy Lee?