Jæja, Meistaradeildinni lauk í gær með glæsilegum sigri Porto frá Portúgal. Sumarið er nú endanlega gengið í garð, félagsliðin komin í frí og sviðsljósið beinist nú sterklega að landsliðunum sem gera sig klár fyrir Evrópukeppnina í júní.
Þó er eitt sem mig langar að ræða um og það er forkeppni Meistaradeilarinnar fyrir næsta tímabil. Eins og menn vita þá er Liverpool í þessari forkeppni. Hún er spiluð í þremur umferðum – fyrsta og önnur umferðin er fyrir lið víðs vegar að úr Evrópu sem ekki eru í “efsta styrkleikahópi”. Þau lið sem komast áfram úr þessum fyrstu tveimur umferðum dragast svo á móti þeim liðum sem eru í efsta styrkleikahópnum, en ef ég skil reglurnar rétt þá er það svo að liðin í efsta styrkleikahópnum geta ekki dregist á móti hvort öðru í þriðju umferðinni.
Í efsta styrkleikahópi eru m.a.: Real Madríd, Deportivo La Coruna, Juventus, Internazionale Milan, Glasgow Rangers, ManU og Liverpool FC. Þannig að við þurfum væntanlega ekki að hafa áhyggjur af því að mæta Real í forkeppninni.
Meðal liða sem við gætum mætt, og eru talin líkleg til að komast alla leið í þriðju umferð forkeppninnar, eru: FC Basel (sem ég fæ enn martraðir um), Red Star Belgrade, PFC Moskva og Banik Ostrava (gamli klúbbur Milan Baros).
Þannig að við gætum þurft að fara enn einu sinni til Austur-Evrópu (þrátt fyrir að hafa klárað flugkvótann þangað sl. vetur) til að tryggja okkur þátttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu veturinn 2004-05.
Annað sem mér fannst merkilegt er það í hvaða styrkleikaflokki liðin verða þegar þau koma inn í riðlaútdráttinn. Real Madríd, Juventus, Mónakó og ManU verða t.d. öll þar í fyrsta styrkleikaflokki, á meðan Liverpool FC verður í öðrum styrkleikaflokki. Hins vegar er Liverpool næsta lið inn í fyrsta styrkleikaflokk, þannig að ef t.d. Mónakó eða ManU skyldu á einhvern undraverðan hátt ekki komast í gegnum forkeppnina þá færi Liverpool í þeirra stað í fyrsta styrkleikaflokk sem gefur mönnum góða stöðu fyrir riðlakeppnina.
Það á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en að þessari forkeppni kemur, það er dregið í 3. umferð forkeppninnar 30. júlí n.k. og þangað til á margt eftir að breytast innan vébanda Liverpool FC – auk þess sem Evrópukeppni landsliða mun stytta okkur stundir þangað til. En það er samt gaman að spá í þessu. Á maður kannski að vera kræfur og spá hvaða liðum Liverpool lendir með í riðli, ef þeir komast í gegnum forkeppnina eins og búist er við?
Mín spá: Valencia, Liverpool, Celtic og PSV. Það yrði vissulega flottur riðill, sérstaklega ef Benítez mætti þar sínum gömlu félögum í Valencia og við fengjum ‘Battle of Britain’ einu sinni enn. En maður má láta sig dreyma, sem stendur eru þetta bara skot út í loftið… 🙂
Það væri nú ekki amarlegt ef Real og man.utd og þessi stórlið mindu ekki komast upp í riðlakeppnina. En það eru nú ekkir mikklir möglileikar :confused: . Maðpur vonar bara það besta.
Þetta er flott síða hjá ykkur, til hamingju. 🙂 ég var að velta fyrir mér kvort þið vissuð hvort það væru einhver önnur fræg lið í þessum sam öðrum styrktarflokki?
Ég hef engar opinberar upplýsingar fundið um það enda ekki endanlega ljóst hverjir verða í hvaða styrkleikaflokki. En ef ég á að skjóta þá myndi ég segja:
Bayern Munchen frá Þýskalandi, AS Roma frá Ítalíu, Deportivo og líklega Barcelona frá Spáni og Ajax frá Hollandi. Eflaust fleiri lið en þessi finnst mér líkleg eins og er…
Fara Barca ekki beint í meistaradeildina,
eða ertu að tala um styrkleikaflokkana sem eru yfir riðlana.
Kristján var að tala um liðin í öðrum styrkleikaflokk í riðlakeppninni.