Jæja, liðið er komið og engar stórkostlega breytingar í gangi:
Reina
Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise
Garcia – Gerrard – Alonso – Kewell
Cissé – Crouch
Semsagt, Warnock út fyri Riise og Sissoko út fyrir Garcia. Meiri sóknarþungi! Á bekknum: Carson, Hamann, Traore, Sissoko, Pongolle. Þannig að á bekknum er bara einn virkilega sókndjarfur, Florent Sinama-Pongolle. Ég segi að hann komi inná og skori!!
Enginn Josemi, ætli dagar hanns séu þá ekki bara taldir í rauða búningnum, stórefa að við fáum að sjá hann aftur á vellinum. Líklega verður gengið frá samningum eftir 1-2 daga svo hann verður líklega farinn í næsta leik á móti Bolton.
Ætli það séu ekki talsverðar líkur á að Josemi sé nú þegar farinn til Spánar og Kromkamp kominn til Englands. Þessir hlutir gerast hratt.
Einnig vekur athygli að Jerzy Dudek er ekki á bekknum. Ætli hann sé líka farinn, til Benfica þá eða??
Já, það fer allavegana eitthvað að gerast núna í Janúar, maður er bara búin að vera spentur í langan tíma að sjá hvað gerist.
Vonsvikinn að Pongolle byrji ekki en i’m not the boss for some reasons 🙂