Svona vinnur klúbburinn. Þessar fréttir höfðu verið slúðraðar síðustu daga en nú kemur staðfestingin í tveimur fréttum:
Billy Hogan er nýr markaðsstjóri félagsins. Hann tekur við starfinu af Graham Bartlett sem hætti nú í vor. Hogan hefur unnið fyrir FSG í Boston síðustu ár og er aðeins 38 ára gamall.
Jen Chang er nýr upplýsingastjóri félagsins. Hann er einnig ungur og kemur frá Bandaríkjunum þar sem hann var ritstjóri Sports Illustrated og hefur verið virkur fótboltaspjallari á Twitter (@JenChang88). Hann tekur við starfi Ian Cotton sem hætti einnig nú í lok tímabils og það verður hans hlutverk, meðal annars, að hindra að við lendum í öðru PR-slysi eins og meðhöndlun Suarez/Evra-málsins var.
Það er sem sagt verið að vinna í hlutunum á bak við tjöldin og tilkynningarnar berast þegar málin eru klár, ekki fyrr. Tvær stöður hafa verið fylltar, nú er bara að fylla í stóru stöðurnar tvær, yfirmann knattspyrnumála og knattspyrnustjóra. Áfram FSG!
Amen!
Sports Illustrated er glæsilegt blað! 🙂
Þess má geta að Billy er bróðir hans Hulk………..Staðfest.
Glæsilegt að fá staðfestingu á að hjólin séu að snúast! Ætla að tippa á að við fáum staðfest með yfirmann knattspyrnumála á morgun eða um helgina, og svo kemur staðfest með nýjann stjóra eftir helgi.
Þótt ég var ósáttur með það að þeir ráku King Kenny, þá hef ég fulla trú á FSG og held að þeir viti alveg hvað þeir eru að gera. Allavega ætla ég að gefa þeim séns þangað til annað kemur í ljós.
Verðum bara að muna að góðir hlutir gerast hægt.
Tæknilega er Jen Chang enskur þar sem það stendur í greininni að hann ólst upp á Englandi.
Plús hér eru tveir virkilega góðir pistlar um stöðu Liverpool:
http://www.theanfieldwrap.com/2012/05/liverpool-fc-oh-the-hypocrisy/
http://www.theanfieldwrap.com/2012/05/the-fourth-age-about-time-too/
Hérna er viðtal við Bill Hogan:
http://www.liverpoolfc.tv/video/features/11784-billy-hogan-joins-lfc
Smá þráðrán,biðst afsökunar,Liverpool Echo segir að AVB komi ekki lengur til greina í stjórastarfið,þá er nú farið að fækka aldeilis í hópnum!
Dálítið svekkjandi að Andre Villas-Boas sé ekki lengur inni í myndinni, en það eykur líkur á Roberto Martinez verði stjóri eins og er sagt þarna í greininni í commentinu hér fyrir ofan mig. Persónulega fílaði ég betur AVB bara af reynslu með stærri lið eins og Chelsea og Porto. (en hann var einnig rekinn þaðan)
Áfram Liverpool!
Vill svo þakka Kop.is fyrir podcast þættina, æðislegt að hlusta á ykkur 🙂
Af hverju er nauðsynlegt að ráða inn “yfirmann knattspyrnumála”?
Hvert er hans hlutverk?
Hvert verður þá hlutverk knattspyrnustjórans?
Ég spyr bara, úr því að allir hér eru búnir að bíta í sig að þetta sé “möst” að ráða inn Director of Football. Nú þætti mér gaman að fá svör við þessum spurningum.
Homer
Homer, erum við ekki einfaldlega að ræða mikilvægi þess að ráðið sé í þessar tvær stöður af því að það samræmist módeli FSG? Það hefði ég haldið. En hinsvegar væri áhugavert að fá greiningu hjá einhverjum mér vitrari um skilgreiningar á þessum tveimur störfum; hlutverk, verkaskipting o.fr.v. Enda hlýtur að vera gríðarlega mikilvægt að þær skilgreiningar séu á tæru ásamt því þessir tveir menn hafi sameiginlega sýn og geti unnið saman. Ef það klikkar önnur hvor ráðningin eða hlutverkið ekki skýrt þá er voðinn vís.
það er búið að fara yfir þetta, scrollaðu niður 5-6 fréttir og þá sérðu það
Ég las þann pistil, líka þann sem vitnað var í, en punkturinn minn er – hvort það sé yfirleitt þörf á þessu öllu saman.
Ef ég skil þetta rétt þá verður starf knattspyrnustjórans aðallega á æfingasvæðinu og leikirnir sjálfir. Allt hitt verður svo á könnu yfirmanns knattspyrnumála, s.s. allt sem tengist kaupum á leikmönnum – þ.á m. úrslitavald um það hver verður keyptur. Knattspyrnustjórinn þarf svo að gera sér það að góðu, sem honum er rétt.
Ég er kannski þá bara einn um að vera á þessari skoðun, en ég hef nákvæmlega enga trú á því, að þetta sé það sem mun gefa Liverpool neitt forskot á önnur lið. Þetta mun bara flækja rekstur félagsins – og koma niður á leik liðsins. Tökum sem dæmi – og gefum okkur að Van Gaal verði yfirmaður knattspyrnumála og Martinez knattspyrnuþjálfarinn:
Martinez vill fá leikmann X og biður um hann. Van Gaal er ekki sammála og segir að skv. allri tölfræði – já, og FSG ætla að leggja ALLT púður í tölfræði með þessu rekstrarmódeli sem menn hér kokgleypa eins og lýsi! – þá vanti Martinez hreint ekki neinn leikmann.
Hvor ræður? Van Gaal, auðvitað, því út frá þessu “módeli” þá er maður í þeirri stöðu valdamestur og fær mestu um ráðið.
Ég veit ekki, mér finnst alvarlegur Evans/Houllier fnykur af þessu öllu saman – menn virðast halda að þeir hafi dottið niður á einhverja snilldarhugmynd sem engum öðrum hefur dottið í hug. Við vitum öll hvernig Evans-Houllier ævintýrið endaði.
Besti þjálfarinn á bara að vera ráðinn – og ekki út frá einhverju viðskipta-rekstrarmódeli sem fúnkerar vel í NBA, NFL og Hafnarboltanum – sem bæ ðe vei eru leiðinlegustu íþróttir í heimi. Frá upphafi!
Martinez er, eins og ég hef áður sagt, eflaust frambærilegur þjálfari, en hann á ekki séns í menn eins og Rafa og Van Gaal (sem á að vera þjálfari og ekkert annað).
En ef einhver hér er til í að útskýra á mannamáli af hverju það er nauðsynlegt að ráða inn yfirmann knattspyrnumála og hvaða hlutverk hann á að spila, þá fær viðkomandi allavega þumal upp frá mér 🙂 Því ekki skil ég hvaða nauðsyn er á því.
Homer
#Homer
Ástæða þess að þeir vilja hafa yfirmann knattspyrnumála
er til þess að Skipulagið hjá Liverpool verður ekki eyðilagt ef Knattspyrnustjóri fer og svona svipað það er hjá Barcelona þeir eru missa ein besta knattspyrnustjóra heimi og en eru enginn tala um krísu í Barcelona og enginn dæma þeim um metnaðaleysi að ráða aðstoðamann hans Tito Vilanova sem næsta stjóra Barcelona eða komandi vandamál einsog hjá Liverpool þegar Daglish var látinn fara sem dæmi.
Ég mæli með lesa þennan pistill frá This is Anfield:
http://www.thisisanfield.com/2012/05/mission-immediate-crafting-a-strategy-for-liverpool-fc/
Homer
Eins og þú segir að þá eru þeir með ákveðið módel í huga sem þeir vilja vinna eftir og með það að stefnu telja þeir nauðsynlegt að hafa DoF. Hans verk verður meira að horfa eftir leikmönnum og greina það hvaða leikmenn passi best inn í liðið. Ég held einnig að við séum ekki að fara horfa á algjört samskiptaleysi eins og mér finnst þú túlka samband stjóra og DoF. Þeir munu auðvita ræða saman en hvor hefur meira að segja veit ég ekki.
Þeir eru greinilega að horfa eftir því að þjálfarinn einbeiti sér að æfingum, næsta leik eða seinasta leik sem við spiluðum. Hans tími á ekki að fara í að hugsa um að framherjinn er að sucka og það þarf að finna mann. Hann á frekar að reyna einbeita sér hvað hann getur gert betur á æfingasvæðinu til að fá meira út úr þeim ákveðna framherja.
Sjálfur er ég ekki viss með þetta og á eftir að sjá þetta virka. En mér finnst ekki hægt að horfa á Houllier og Evans og líkja því við þetta. Einnig vil ég meina að samskiptaleysi og hagsmunaárekstrar verði ekki algjörir eins og mér finnst þú segja. Ég er viss um að þetta geti svínvirkað ef samstarf DoF og manager verður gott. Auðvita geta þeir deilt um hitt og þetta en grundvöllur góðs samstarfs er að geta ágreint þau efni sem deilt verður um og komist að niðurstöðu.
Who ? To do what ? ?
að sjálfsögðu hefur stjórinn eitthvað að segja um hvaða leikmenn koma inn og hvaða leikmenn koma ekki inn. ólíkt því að starfa hjá chel$kí þar sem stjórinn hefur takmarkað að segja um þessa hluti ….
Tippa á að Martinez sé í Miami að tala við Lerner og hann taki við Villa. Whelan sé að tala af sér til að strá ryki í augu allra, og sé að takast það vel.
https://p.twimg.com/Atr92G_CQAAJm4l.jpg:large
Martinez og Henry á röltinu í Miami.
Hvað skildu þeir vera tala um ?
Hvort þeim finnist gul eða bleik stjörnurúlla betri
Þá vitum við að þeir hafa pottþétt, 100% staðfest hitt og rætt við Martínez. Á ég að giska? Þeir ræða við Villas Boas líka (þrátt fyrir fréttir dagsins um að hann sé úr leik) og eftir smá eftirhleypni fá þeir Rodgers í spjall líka. Einn þeirra verður svo valinn og kynntur í næstu viku um leið og nýr Director of Football verður kynntur.
Tony Barrett hjá Times er að segja núna að Henry og Werner muni koma til Englands eftir helgina til að ganga frá ráðningunni og væntanlega klára að kynna stjórann þá á meðan þeir eru í landinu.
Við getum allavega verið viss um eitt, ef það verður Martinez sem verður valinn munum við vita það löngu áður en hann er kynntur af Liverpool. Um leið og hann samþykkir stöðuna lætur hann núverandi yfir mann sinn vita, Dave Whelan, og sá athyglissjúki bjáni hringir beinustu leið í BBC, Sky og alla fjölmiðla sem í honum vilja heyra.
Þannig að búist fastlega við að við höldum áfram að fá fregnir af stjóramálum Liverpool … þráðbeint frá stjórnarformanni Wigan. Sniðugt.
http://twitpic.com/9othh1/full
Hér er önnur mynd af þeim tekin nokkrum sekúndum áður … til að taka af allan vafa um að hin sé fótósjoppuð. Þessar myndir eru ekta, þeir hittust í Miami í dag. En við vissum það nú þegar, Dave Whelan var búinn að segja öllum.
Ég get bara ekki skilið þetta robert martinez dæmi. Afhverju ekki að fá einhvern stóran kall í þetta? Martínez er ekki að fara laða að sér einhverjum stórum nöfnum.
Þetta þarf þá að vera bara svakalegur DOF til þess að leikmenn lýti við liverpool þegar það á að velja um lið.
Skít hræddur um að þetta verði alveg eins og Roy hodgson dæmið. Taka þjálfara sem gat bjargað sínu liði frá falli. Það er ALLT annað að þjálfa liverpool heldur en wigan sem er eitt leiðinlegasta lið ensku úrvalsdeildarinar og hefur náð að bjarga sér síðan þeir komu upp. Það er engan veginn spennandi að ráða stjóra sem ekki með neina reynslu á stórlið.
Svo er ekki hægt að bera þá Guardiola og RM saman og segja að guardiola hafi ekki verið með neina reynslu áður en hann tók við Barca. Hann hafði spilað með barcelona og fleiri liðum. Hefur RM einhverja reynslu á því að spila fótbolta með stórliði.
Er Di Matteo að nógu stórt nafn til að sanfæra Hulk til að koma til Chelsea ?
Ef við fáum alvöru nafn með alvöru connections í DoF þá skiptir einfaldlega engu máli hver er í stjórastólnum þegar talað er við leikmenn . .
Þvílík skemmtun sem það er að fylgjast með ráðningunni um besta botnbáráttuþjálfarann. Maður veit varla í hvorn fótinn eigi að stíga.
Finnst ósanngjarnt að Wigan fékk einungis 1 stig á móti Swansea. Ef þeir hefðu unnið báða leikina hefði staðan verið allt önnur.
Í leikhúsi fáránleikans er bekkurinn þétt setinn hjá FSG.
Hjartanlega sammála Hr. Ari Jóns… Miðað við það skipulag sem FSG virðist vera að stefna á þá er mikilvægt að þjálfarinn sé góður á æfingasvæðinu, mikill taktíker, hafi virðingu leikmanna og svo framvegis… DoF kemur svo væntanlega til með að vera í meira sambandi við leikmenn annarra liða um kaup og sölur.
Þetta er að verða býsna spennandi…!
Thegun
Rafael Benitez, Capello, Sir Alex Ferguson, José Mourinho,
Allir þessir Knattspyrnustjórar hafa slegið gegn sem Knattspyrnustjórar þótt þeir hafa ekkki staðið sig vel sem Knattspyrnumenn.
Svo rök þín að ekki sé hægt bera saman Guardiola og Martinez vegna þess Guardiola hefur spilað með Barcelona er bara rugl.
Knattspyrnumenn sem hafa slegið en ekki sem Knattspyrnustjórar
Marco Van Basten, Roy Keane, Diego Armando Maradona, Jurgen Klinsmann
Undantekningar :
Carlo Ancelotti og Kenny Daglish svo auðvitað Pep Guardiola.
þessir tveir Knattspyrnustjórar Rafael Benitez og Sir Alex Ferguson byrjuðu þjálfa ömurleg lið einsog East Stirlingshire (Ferguson) og Extremadura (Benitez).
Svo er ekki hægt saman bera Roy Hodgson og Roberto Martinez sá fyrri nefndi er kominn á leiðar enda sem Knattspyrnustjóri meðan Roberto Martinez á bjarta framtíð. Roberto Martinez lætur lið sitt spila fallegan fótbolti en Roy Hodgson lætur sitt lið spila.
Hvernig Fær Knattspyrnustjóri reynslu að stjórna Stórlið ef hann fær aldrei TÆKIFÆRI horfu bara hvað Dortmund gerðu með Jurgen Klopp sem betra dæmi til saman bera við Martinez hann kemur frá liðinu Mainz 05 sem meiri segja FÉLL frá Bundesliga en Martinez í þremur tímabilum hefur haldið Wigan í Úrvaldsdeild.
boring……
vona þá allavega að hann byrji á því að kaupa nafna sinn frá Bilbao !!
skv Scott Slater (rawk) sem er nokkud áreiðanlegur er Klopp efstur á lista FSG. Spurning hvort honum verði snúið.
martinez hevur fengið skilaboð að hann á að velja framtíð sína fyrir 5. juní…
ég er svartsýnn… en ég styð honum samt
THERE IS HOPE!!!!!!!!!!!!!
http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/18202900
jæja ætli fox sé að undirbúa jarðveginn fyrir það sem mun verða besta “þátt” um besta fótboltafélagið með þessu að láta besta lag ever hljóma í viðtækjum milljóna kana og út um allan heim.
efast um að lagið hafi verið sungið af flottari píum.
smellið svo á videoið.
Sammála Ziggi92.
Ætla að leyfa mér að vonast eftir Guardiola – finnst hann kveða fast að orði að hann sjái ákveðið lið sem hann langar til að taka!
Og hvað, haldiði að Liverpool muni bíða í nokkra mánuði með að ráða Guardiola ? Hann er að fara að taka sér frí frá fótbolta og ég sé hann ekki fyrir mér taka við LFC.
Ég vil Martinez – hann er minn fyrsti kostur. Það er fráleitt að bera gamla manninn Hodgson saman við Martinez. Þeir eiga fátt sameiginlegt.
http://www.talksport.co.uk/magazine/virals/120525/see-torres-anger-being-left-penalty-list-champions-league-final-172940?
Torres greyið fúll….
Það væri frábært að fá Gardiola enn ég er ekki bjartsýnn. Hann er að fara í frí og Ferguson er að hætta eftir næsta tímabil http://www.mbl.is/sport/enski/2012/05/25/segir_ad_ferguson_haetti_eftir_naestu_leiktid/
Vona að hann fari ekki þangað!
Mér finnst bráð fyndið þessi linkur sem Yngvi sendir hér inn. Hver haldið þið að sé heimildarmaðurinn í þessu ………………… jú enginn annar er Dave Whelan. Ferguson hefur ekki sagt honum þetta heldur hefur hann þetta bara á tilfinninguni af því að Ferguson fékk blóðnasir 🙂
Líkurnar á því að Pep G. verði ráðinn eru líka svona 3% eða minna.
En hvernig er það, hefur Dave Whelan ekkert tjáð sig um það hvernig forsetakosningarnar fara hérna hjá okkur í næsta mánuði ?
virkilega góður pistill um “komandi” skipulag hjá Liverpool:
http://www.thisisanfield.com/2012/05/a-brave-new-world/
Eru einhverjar líkur á Guirdiola til lfc ?… Nenni ekki öðru vonbrigðartímabili með því að ráða ungan stjóra sem veit ekki neitt….
Ásmundur kannski gæti Guardiola tekið tveggja mánaða frí (Júní+Júlí) og svo tekið við liðinu í Agúst.
Hvenær var Liverpool seinast með ungan stjóra sem veit ekki neitt?
Áhugaverð grein um leikskipulag Martinez, og hvernig það gæti hentað Liverpool:
http://bleacherreport.com/articles/1195564-liverpool-new-manager-how-would-roberto-martinezs-tactics-fit-around-the-reds
Liverpool þarf ekki að ná í heimsklassa þjálfara. Við búum hann bara til:)
Af hverju er ég handviss að Gaurdiola er alls ekkert að tala um Liverpool? hann ætlar að taka sér nokkra mánaða frí en okkur vantar stjóra NÚNA. Grunar að hann sé að tala um að hann sé að bíða eftir Man Utd.
Annars vill ég bara að okkar menn gangi frá Martinez sem allra fyrst,leist mjög illa á hann fyrst en núna lýst mér æ betur á hann. Bara ráða hann og Van Gaal í DOF hlutverkið og fara hefja sumarinnkaupin
Skildu lesning fyrir alla Liverpool FANS
http://tomkinstimes.com/2012/05/the-25th-of-may-istanbul-day/
Tilkynning frá Okkar nýjum head of communications DAVE WHELAN:
Dave Whelan also confirmed that FSG have “made Roberto an offer”. So if he accepts #LFC ought to have a new manager next week.
Whelan er greinilega í öllum heimsins djobbum þessa dagana. Búinn að taka að sér að vera fjölmiðlafulltrúi Sir Alex líka.
Bíð bara eftir að heyra nýjustu fréttirnar úr herbúðum Víkings frá honum
Á einni mydninni af Martinez og Henry í gær töldu menn að það vantaði annan fótinn á Henry. Hann fannst í rassinum á Dalglish nú um hádegisbilið, með áföstu kúrekastígvéli! Ég er verulega farinn að efast um þessa kana í ljósi frétta dagsins.
Er það einhver staðar staðfest að FSG hafi gert Martinez tilboð?
Mér lýst ekki illa á Martinez með flottan kall með sér í DOF hlutverkinu og fullt af peningum en ég óttast að Henry ætli ódýru leiðina og ráða Martinez, mann sem hann getur ráðskast með og er til í þetta stóra djobb með lítinn pening til leikmannakaupa. Stóru kallarnir mundu aldrei samþykkja þetta starf nema fá slatta af peningum að eyða og þess háttar.
En maður vonar að FSG ætli sér stóra hluti og séu tilbúnir tilbúnir til þess að styrkja hópinn verulega og ætli að standa við stóru orðin sem var að koma Liverpool í fremstu röð á nýjan leik
Rory Smith ?@RorySmithTimes
Liverpool have not made Roberto Martinez a formal offer.
http://www.teamtalk.com/news/2483/7778251/Martinez-offered-Liverpool-job-
Búnir að bjóða honum starfið. Hvort hann takið það?
“I think he has said thank you for the offer but I only work when I have complete control of football”. Martinez vill fá að ráða eins og flest allir þjálfarar.
Ég þekki nú ekki mikið til hans David Whelans hjá Wigan en bara það sem ég er búinn að lesa í dag þá er nú þessi maður bara algjör lofthæna. Blaðrar og blaðrar út í loftið tek alla vega ekki mikið mark á honum. Enda er önnur hver frétt á fótbolta síðum tilvitnanir í hann núna.
Sammála honum Eyþóri bíð bara eftir því að hann fari að tjá sig um forsetakosningarnar.
Ég er hins vegar nokkuð viss um að Liverpool er ekki að fara eyða 100 milljónum plús í leikmenn í sumar ég er bara ekki að fara að sjá það gerast 30-50 millur myndi maður telja líklegt plús það sem kemur í kassan. FSG eru ekki olíufurstar og þeir eru ekki að fara að eyða um efnifram. Liverpool er fjárfesting í þeirra augum ekki leiktæki því fyrr sem menn átta sig á þessu því betra.
Þeir vilja Martinez til að byggja upp og reyna að búa til sterkt lið með alvöru uppbyggingu ! við erum ekki að fara að kaupa 6 sentera og borga 250.þus pund í laun eins og City og Chelsea! erum ekki með þannig eigendur. fyrirmynd FSG er miklu líkari Arsenal að mínu mati! Reyna að fá Martinez til lengri tíma eins og Wenger. Og búa til góða knattspyrnumenn ásamt nokkrum stórum kaupum og reyna að vinna titilinn þannig! og reyna að stækka völlin og gera það með eigiðfé og styrkjum en ekki með myntkörfu!
Erum ekki að fara að ráða Capello á fimm ára samning eyða 100 mills í tvo leikmenn og reka hann svo um áramótin til að ráða Hiddink til að reka hann svo til að ráða einhvern annan ! menn verða að hætta með þessar væntingar með að bjóða 60 í Hazard svo 70 í Zlatan svo 200 í Messi og kaupa titilinn.
Fyrirgefið en ég er bara ekki að kaupa Roberto Martinez sem næsta manager Liverpool.
Mér hefur alltaf líkað vel við kauða. Hann er kurteys, kemur vel fram og spilar ágætan bolta einstaka sinnum. But thats it. Hann er efnilegur en bara ekki tilbúinn í þetta verkefni. Hann stóð sig vel hjá Swansea og vann league one (held ég) 2007. League one!! Ekki premiership og ekki championship síðan hefur hann haldið Wigan uppi 3 ár í röð með góðum endasprettum. Wigan lenti í 16, 16 og 15 sæti á þessum tíma með markatöluna 83 í mínus. 83 er stór tala. Árið áður en Róberto Martinez tók við lenti Wigan í 11. sæti með markatöluna 11 í mínus. Sem er bara töluvert betri árangur en hann er búinn að ná, Ekki man ég eftir að Wigan hafi verið með eitthvað betra lið fyrir fjórum árum, kannski er það vitleysa í mér.
Smá panikk í gangi
Sammála Loka ég meina hverskonar klúbbur er ekki búinn að endurnýja samning við Knattspyrnustjóra sem vann Meistaradeildina.
Freysi
ég held þú ættir ekki treysta á of mikið á stat yfir efnilegum knattspyrnustjórum annars myndu enginn vilja menn einsog Jurgen Klopp, Rafa Benitez ef menn væri líta hvernig þeir gengu fyrst.
Annars væri bara leita af stjórum einsog Capello eða Mourinho.
Þegar við segjum að hann er ekki tilbúinn fyrir starfið vegna reynsluleysi er við þá bíða eftir því annað STÓRLIÐ gæfi honum tækifæri í stað þess gera það sjálft.
Virka þetta :
Efnilegur fótboltamaður í lélegu liði er kepptur til stórs liðs verður World Class í Stóra Liðinu en afhverju getur þetta ekki virkað sama með Knattspyrnustjóra lika?
@Ziggi92
Já ég er alveg sammála þér að hluta en málið er að ég sé bara ekki hvað er svona gott við RM? Afhverju á hann skilið þann séns að stjórna Liverpool?
Eins og ég sagði, hann tók við Wigan og gerði þá verri en þeir voru?? Er það bara nóg að taka gott run í restina af tímabilinu?
Það er nákvæmlega EKKERT spennandi við RM! Ef hann verður ráðinn verður þetta enn ein vonbrigðin og ég ætla ekki að fylgjast með þessu næsta vetur.
er að horfa á barca-bilbao á sky og Meistari Benitez er í settinu og þeir voru að spyrja hann í halfleik hvort liverpool væru búnir að ræða við hann og hann var asnalegur og vildi ekki svara því ! hann er að koma heim kallinn
Lóki. Það er einmitt það sem ég er að vona, held nefninlega að ef þeir mundu tala við Benitez þá mundi hann aldrei segja frá því
Freysi
Átti þá Jurgen Klopp ekki skilið að vera Knattspyrnustjóri Dortmund vegna þess hann féll Mainz og átti Rafael Benitez ekki skilið að vera knattspyrnustjóri Valencia síðar Liverpool vegna þess hann var rekinn tveimur fyrstu vinnum sínum Osasuna og Valladolid.
Þetta er tvö dæmi sem er miklu verra en Það sem Martinez hefur gert með Wigan.
Myndir Þú segja Maður sem hefur haldið Lið sem ALLIR spáðu að það mundi falla á þessu tímabil með það litlum peningum sem hann hefur fengið nota.
Hér gott dæmi um hvað þeir spáðu um stöðu Wigan undan Tímabilinu 2011-12:
http://www.guardian.co.uk/football/blog/2011/aug/12/premier-league-preview-wigan-athletic
Myndir Þú segja liðið hans Wigan gæti unnið FA Cup or Carling Cup
RM verður ekki maðurinn sem rífur upp liðið!! Hann verður svona kall sem getur haldið liðinu í einhverju ands….. meðalmennsku.
Þröstur, getur þú líka sagt mér lottótölurnar í kvöld ?
Já það eru meiri líkur á því að ég gefi þér réttu lottótölurnar en að RM geri einhver afrek með liðið.
Ziggi
Eins og ég sagði þá finnst mér Roberto Martinez vera að gera fína hluti. En þó einhverjir hafi spáð honum 18 sæti og hann síðan náð 15 er ekkert kraftaverk. Það gæti alveg eins verið að spámennirnir hafa bara vanmetið liðið. (t.d. eins og menn vanmátu Selfoss þetta árið).
Síðan notaru 2 fyrstu vinnur Benitez sem rök. Ég mundi frekar horfa á að áður en hann tók við Valencia þá fór hann upp með Extremadura og Tenerife.
Síðan var það Jurgen Klopp sem kom Mainz upp í efstudeild og það í fyrsta skipti í sögu félagsins. Þegar þeir féllu þá var hann heldur ekki rekinn, hann hætti. Var hann með meiri metnað en liðið/eigendurnir? Ég veit ekki?
En Ziggi þá spyr ég þig á móti, finnst þér þessi árangur Roberto Martinez, að halda Wigan uppi nógu góður fyrir Liverpool. Ég skil alveg það sjónarmið að vera “fyrstir” til að klófesta einhvern snilling. En hvar er línan? Það getur vel verið að ég sé að miskilja þig en mér finnst eins og það sé engin lína? Það geta allir orðið næsta stóra nafn í manager heiminum, maður veit það ekki fyrr en maður gefur þeim séns?
Hvað með þá Paul Jewell? Það var hann sem kom Wigan upp í Premierleague og hélt þeim uppi og ef ég man rétt þá kom hann Wigan í úrslit í deildarbikarnum á móti man utd.
En málið er.
Getum við tekið þá áhættu að láta Roberto Martínez þjálfa liverpool? Hvað eigum við að gera ef hann skítur upp á bak og liðið fer bara ennþá neðar en það er núna?
Ég vona náttúrlega að hef hann verður ráðinn að hann muni gera einhverja stórkostlega hluti. En hefur liverpool efni á því að taka þessa áhættu og láta einhvern þjálfara sem hefur aldrei tekið við stórliði taka við liverpool.
Er liverpool ekki á þeim stað núna að við megum ekki taka svona áhættur því við getum alveg eins farið ennþá neðar í ruglið.
En ef hann er ráðinn og mun ganga vel verður þetta mjög fínt en ég veit ekki hvort þetta sé áhættunar virði.
@the gun
Akkurat
Þröstur – þú hefur nákvæmlega núll fyrir þér í því hvernig Martinez myndi hugsanlega ganga í starfi sem knattspyrnustjóri LFC. Stundum þurfa menn aðeins að róa sig. Ef þú á annað borð myndir hafa slíkt innsæi þá værir þú eflaust á stóra sviðinu, ekki með okkur hinum sófaspekingunum á íslenskri bloggsíðu klukkan 9 á laugardagsmorgni :o)
Samkvæmt Echo, og þeim sem ég tek hvað mest mark á (DJ á twitter) þá er Martinez einn af 3-4 sem koma til greina. FSG vill ræða við fleiri áður en ákvörðun verður tekinn. Þessi nöfn eru B. Rodgers, J. Klopp og Guardiola. Ég endurtek, “þeir vilja” ekki “þeir munu”. Þetta eru auðvitað þrír aðilar þar sem tveir hafa nánast sagt nei og annar er að fara í frí.
Ef þetta er “final 4” á listanum hjá FSG þá eru þarna tveir risar og tveir mjög efnilegir stjórar.
Menn eru eflaust að missa sig fyrir þeim möguleika (þó vissulega séu þeir litlir) að annaðhvort Pep eða Klopp gæti verið stjórar á næsta tímabili. En þá tel ég þá ekkert síður spurningarmerki en hinir tveir, þeir hafa enga reynslu í Englandi og eru í raun í því starfi (eða nýhættir) þar sem þeir hafa náð árangri, en það er líka það eina.
Klopp
Tók við Meinz 05 eftir að ferli hans lauk, kom þeim upp í bundeslige og í UEFA cup 2005/2006. Féll svo árið eftir og sagði að lokum af sér eftir að hafa mistekist að koma liðinu upp 2007/2008.
Tók við Dortmund 2008 (sem hafði lent í 13 sæti árið áður)
endaði í 6 sæti 2008/2009.
5 sæti 2009/2010
1 sæti 2010/2011
1 sæti 2011/2012 (bikarmeistari einnig)
Pep Guardiola:
Þegar hann tók við aðalliði Barcelona, 2008, var þjálfara CVið hans á þessa leið:
2007/2008 Barcelona B, vann sinn riðil og kom þeim upp í gegnum playoffs.
1 ár með varalið. Við þekkjum öll söguna síðan þá. (Ætli Þröstur hafi séð þetta fyrir ?)
Hinir tveir eru ungir, efnilegir ,gert flotta hluti þrátt fyrir ungan aldur og vilja spila flottan fótbolta.
En hversvegna eru þeir meira spurningarmerki en hinir ? Ég ætla ekki að gera lítið úr Pep (sem er ekki hægt – árangurinn talar sínu máli), en hvorki Klopp, Rodgers né Martinez erfðu lið sem innihélt Xavi, Iniesta, Messi, Puyol, Alves, Eto, Valdes og svo mætti áfram telja. Er það eitthvað sem gefur okkur einhverja vissu fyrir því að Pep myndi ná að snúa við brösóttu gengi LFC ? Þegar hann þarf ekki að kaupa einn dýran mann á ári í ríkasta og besta liðinu, heldur að bæta nokkrar stöður með takmarkað fé á milli handanna ?
Klopp var nú ekki beint heitasti bitinn 2008 – CV ið hans ekki fullt af titlum og afrekum ár eftir ár. En einhversstaðar verða menn að byrja.
Martinez er ekki minn kostur nr#1, og ég veit greinilega minna um það en Þröstur hvernig hann mun spjara sig fái hann stóra tækifærið. En þarna er á ferðinni:
Ungur og efnilegur stjóri
Maður sem kemur mjög vel fram ( http://www.youtube.com/watch?v=cAjh3eIVibg )
Maður sem virðist vita uppá hár hvað hann talar um
Stjóri sem er virkilega hungraður
Maður sem hugsar ekki um annað en fótbolta (tilvísun í Whelan vin okkar),
Maður sem vinnur allann sólahringinn,
Stjóri sem er ekki hræddur við breytingar þegar hlutirnir eru ekki að ganga,
Stjóri sem heldur sig við sína philosophíu (kom Swansea upp með því að spila actual fótbolta í neðri deildum og reyna slíkt hið sama með mjög svo takmörkuð fjárráð & menn til umráða hjá Wigan) þegar kanski væri auðveldara að detta í kraftbolta a-la-stoke.
Að lesa sum commentin hérna og á öðrum spjallborðum fær mann til að fyllast vonleysi. Maðurinn er nánast dauðadæmdur áður en honum er svo mikið sem boðið starfið. Svo eru menn að tala um að þeir vilji halda í “The Liverpool Way”. Hvernig væri þá að taka því rólega og styðja þann sem tekur við liðinu. Ekki myrða manninn áður en hann tekur við liðinu sem hefur ekki endað hærra en 6 sæti þrjú ár í röð og eina ástæða þess að við erum í UEFA cup á næsta ári er vegna þess að við unnum minnsta bikarinn í Englandi, gátum ekki einu sinni drullast í evrópusæti í deildarkeppninni þar sem Everton (sem gerði sín fyrstu kaup í einhver 4 ár á þessu tímabili) endaði fyrir ofan okkur. En bíddu – Everton hefur líka verið að selja umfram kaup síðustu ár, hvernig má þetta vera ? Er David Moyes ekki drasl stjóri, hans helsta afrek er að enda fyrir ofan Liverpool, engir titlar, ekkert ?
Haldið þið að þjálfarar geri kraftaverk?
Það er ekkert lið að fara taka CL sæti nema vera með heimsklassa lið í þessari deild! Og við erum ekki með lið eins og Arsenal, city, scum, tott, chel. Þurfum að versla, og þeir munu gera það. Þeir stefna á fyrstu 4 sæti í PL og þá þurfa þeir að kaupa 3-5 heimsklassa leikmenn. Trúið mér það eina sem þeir hugsa um er CL sæti eftir næsta season.
RM er flottur þjálfari, hann er ungur , töffari (eins og pep og móri) og er vinsæll meðal leikmanna, hann vill spila fótbolta.http://www.youtube.com/watch?v=xlQ5DSBgHdE&feature=related
Ferguson hrósaði honum og sagði að Wigan liðið ætti aldrei að vera í þessari stöðu miðað við fótboltann sem þeir voru að spila! ………en ég myndi ekki slá hendinni á móti pep, klopp eða benitez (sem ég er mjög hrifin af). En það sem ég er að segja að Martinez er ALLS ekki slæmur kostur.
Hann fagnar víst líka mörkum hef ég heyrt, það er víst það mikilvægasta af öllu. #sold
Freysi
Þú segir Ég ætti líta á hvernig Rafael Bentiez stóð með Extremadura jú hann kom þessu liði upp EN hann féll því líka niður svo tók hann við Tenerife kom því upp líka EN hann stjórnaði Tenerife aldrei La Liga áður en hann tók við Valencia þannig eina reynsla hans í La Liga var bara þegar hann stjórnaði Valladolid og var rekinn eftir hafa bara unnið 2 sigrar af 23 leikjum.
Annað má segja hvernig Roberto Martinez stóð með sinni fyrstu tilraun í úrvalsdeild eftir BARA tekið Swansea upp úr League ONE til Championship svo hélt hann Wigan í deildinni og gerði það sama næstu tvö tímabil.
Svo má líka líta á Jurgen Klopp myndi einhver STÓRLIÐ ráð Jurgen Klopp eftir hafa fallið með Mainz þótt hann tók Liðinu upp í fyrsta sinn hvort er betra dæma Hann fyrir eitt að ná liðinu upp en ekki fyrir því hafa mistekist halda liðinu í Bundesliga.
Thegun
Þú spyr hvort Liverpool hefur efni á áhættu einsog Roberto Martinez þá myndi segja spyrja þig líka hefur Liverpool efni á taka áhættu á knattspyrnustjórum einsog Capello, Guardiola og Jurgen Klopp?
Jú Roberto Martinez er áhætta en ég myndi nú segja hann sé minni áhætta en Capello, Guardiola og Jurgen Klopp jú vegna þess hann hefur reynslu á Ensku deildinni en Capello jú hann stjórnaði Enska landsliðið en það hafa verið mikið talað um hann hafi ekki náð láta Ensku leikmennina skilja hann svo er með Guardiola hann hefur ekki mikið reynt á sig á Kaup á leikmönnum sem nú kannski skiljanlegt þar sem Director of Football í Barcelona sér um það kaupa leikmenn.
Svo líka spurning hvort hann sé fara frí næstu sex mánuði eða bara tvo mánuði.
Jú ég væri alveg til í Guardiola en önnur spurning er hvort hann gæti látið Liverpool spila hans Tikk -takk leikkerfi það fer hversu góðuensku hann talar og hvort leikkerfið virka líka á móti enskum Liðum.
Jurgen Klopp er meira wildcard annað hvort verður hann flopp einsog André Villas Boas eða verður næsti Rafa Bentiez.
Eitt af því sem virkilega góður kostur sem Roberto Martinez hefur er hann talar virkilega góðu ensku og svo talar líka Spænsku þannig hann ætti ekki lenda með tungumála örfuleika með spænskumælandi leikmenn einsog Pepe Reina og Luis Suarez en Spurningamerki er kannski með Jurgen Klopp hvernig hann nær tala við svo breiðan hóp af útlendingum þar sem í Dortmund er meirihluti Þjóðverjar og helstu menn hans eru Þýskir einsog Götze og Hummels.
Jú undatekningar eru Kagawa og Barrios (sem er eini spænkimælandi í Dortmund).
Nr. 2 Roberto Martinezsem hefur yfir alla þessa knattspyrnustjórar er reynsla á Ensku úrvalsdeildinni sem hann jafnmerkileg reynsla og að stjórna Stórlið í öðrum Löndum
maður þarf bara sjá hvaða kraftaverk nafni hans Roberto Di Matteo gerði með Chelsea og það eina sem hann hafði var reynsla sem fyrrum leikmaður Chelsea og önnur lið svo var það líka reynsla sem hann hafði fékk þegar stjórnaði fyrst með West Brom.
Svo segir þú líka að láta einhvern þjálfara sem hefur aldrei tekið við stórliði taka við liverpool.
Þegar Jurgen Klopp tók við Dortmund hafði hann aldrei stjórnað stórlið þegar Rafa Bentiez tók við Valencia hafði hann enga reynslu á stjórna Stórlið og Einn Merkasti Knattspyrnustjóri Liverpool Bill Shankly hann hafði enga reynslu á stjórna Stórlið en Liverpool réð Knattspyrnustjóra sem hafði reynslu á stjórna Stórðlið og hann var FLOPP það var Graeme Souness sem koma frá Rangers.
Það verður áhugavert hvern FSG velja sem næsta Knattspyrnustjóra Liverpool.
Ástæða fyrir þess ég vill meira í Roberto Martinez en Rafael Benitez er klúbburinn verður líta framtíðina í stað þess reyna grafa eitthvað upp úr fortíðinni.
Það er nú ekki svo að ég vilja myrða RM en ég er bara spámaður eins og aðrir á þessari síðu.Ég hef bara mjög slæma tilfynningu fyrir þessum manni eins og er og það er ekkert að breytast í bráð.Það er þetta sem ég er að spá.Er áhættan ásættanleg?Ef hlutirnir ganga ekki upp með RM sem stjóra hvar er klúbburinn staddur þá?Missa aðdáendur vonina?Það sem ég er að segja ef valið gengur ekki upp þá held ég að andskotinn sé laus.Aðdáendur eru búnir að vera hrikalega þolinmóðir en hvað endist það lengi?Ég held að ef hlutirnir ganga ekki upp næstu 1-3 leiktíðir þá fara menn að snúa baki við liðið er ég ansi hræddur um.Ég er ekki að sjá að Liverpool geti laðað toppleikmenn til sín eins og er.En ég skal verða fyrstu manna til að éta allt ofan í mig ef allt gengur upp.
Þeir sem snúa baki við félaginu þegar illa gengur eru ekki stuðningsmenn – það er önnur tegund sem kallast glory hunters, geta skellt sér á City búning fyrir næstu leiktíð.
Hinir, alvöru stuðningsmenn, munu fylgja einkunnarorðum félagsins og styðja liðið allt til enda. YNWA.
Það er rétt en stækkar aðdáenda hópurinn?Er Scumm aðdáendum að fjölga?
Það er vissulega áhyggjuefni – á meðan liðið er ekki í CL og ekki að berjast um titilinn þá fer aðdáendunum fækkandi, já eða fjölgar amk ekki eins hratt og þeir gerðu hér áður fyrr.
Það eru bara börnin okkar, sem fá engu um ráðið – er troðið í Liverpool búninga við fæðingu :o)
Einhverjir hafa verið að segja hér að Wigan hafi frekar farið aftur í stjóratíð Martinez, en það er einsog mig minni að ef liðið eigi fótboltamann sem getur eitthvað er hann vanalega seldur eftir seasonið, þannig að Martinez er aldrei að byggja upp heldur alltaf að leyta að nýjum burðarásum í liðið hvert einasta sumar og þess vegna er magnað að Wigan sé en í PL og það gerir árangur hans eftirtektarverðan, að hann nær alltaf að finna leikmenn og kreysta eitthvað útúr þessi liði.
Að þessu sögðu segir þetta ekkert hvernig hann stendur sig hjá Liverpool en ég var fúll með ráðningu Woy og gaf honum skiljanlega aldrei séns, mér fannst Kóngurinn ráðalaus þegar illa gekk (eins og flestum hér inni þegar comment eftir tapleiki eru skoðuð) þess vegna sakna ég Benitez þar sem allir stóðu klárir á sínu verkefni innan vallar, og þeir sem ekki vilja Benitez hef ég bara þetta að segja að stjóri sem er með Dimji Traore sem first team regular í sínuliði og nær að landa Stærsta titli sem öllum dreymir um … ja hann er einfaldlega tær SNILLINGUR.
En ég hef ákveðið að stiðja hvaða stjóra sem verður ráðinn (Please ekki Capello)
Snilldar uppgjör á enska tímabilinu;
http://www.101greatgoals.com/blog/excellent-premier-league-poem-201112/
Vá hvað þetta er gott Aldridge. Hefja manninn til riddara sem samdi þetta!
“Stranger things have happend in Germany”
Þetta kom mér verulega á óvart, en útskýrir margt. Hornspyrnur og föst leikatriði VERÐUR að laga hjá þessu blessaða félagi.
Steven Gerrard’s free-kick against Manchester United was the Reds’ first Premier League goal direct from a free-kick since September 2010 – also by Gerrard against Manchester United. The last time Liverpool scored a direct free-kick against a side other than Manchester United in the league was Xabi Alonso’s strike against Derby, all the way back in September 2007.
Virkilega góður pistill um Moneyballl og Soccernomics svo hvernig reyna færa það kerfi svo hendar Liverpool :
http://www.theanfieldwrap.com/2012/05/booking-up-our-ideas/
Þegar er talað um direct free kick þá er væntanlega ekki inni í því þegar boltanum er rennt aðeins til hliðar og leikmaður skýtur á markið, enda hefur nú Gerrard skorað nokkur þannig síðustu ár.