Athyglisverð frétt í The Guardian. Arsene Wenger er að þeirra sögn að íhuga að [kaupa Alou Diarra á 5 milljónir punda](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1678041,00.html) til að fylla skarðið, sem var skilið eftir þegar Patrick Viera fór til Juventus.
Það er vel skiljanlegt að Benitez hafi látið Diarra fara, enda fá lið í Evrópu með jafnsterka miðju og Liverpool. En maður veltur fyrir sér hvort hann hafi farið fyrir nægilegan pening, en hann fór á [2 milljónir punda](http://www.lfchistory.net/stats_transfers_by_manager.asp?list=Get&manager_id=20&InOut=0) í sumar.
Einnig, þá halda Echo því fram að [Mark Gonzales verði lánaður til Espanyol](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16548671%26method=full%26siteid=50061%26headline=gonzalez%2dfor%2dloan%2ddeal%2din%2dspain%2duntil%2dsummer-name_page.html) út þetta tímabil, þar sem að Liverpool telji að Gonzales fái ekki atvinnuleyfi fyrr en í sumar. Ef þetta er rétt með atvinnuleyfið, þá er þessi lánssamningur sennilega það besta í stöðunni.