Benfica á morgun!

Ohhh…. svona gerast þau best kvöldin á Anfield: Evrópukvöld! Stórleikur í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram annað kvöld þegar Benfica koma í heimsókn. Við munum öll hvað gerðist í fyrri leiknum; 1-0 tap á útivelli og það sem gerði kvöldið enn verra var að Momo meiddist illa.

Það versta við fyrri leikinn var nú samt sem áður spilamennska liðsins. Það vita allir hversu mikið Liverpool breytist frá því að spila gegn Charlton í deildinni og svo í Meistaradeildinni; oft á tíðum er hreinlega um allt annað lið að ræða. Það var ekki upp á teningnum í síðasta leik. Eru leikmenn orðnir saddir eftir að hafa unnið Meistaradeildina og vilja einbeita sér meira að deildinni? Nei ég held nú ekki….

Ég hef trú á því að Liverpool spili eins og sannir kóngar í þessum leik og komist áfram. Við þurfum að skora eitt mark til að fá framlengingu en 2-1 sigur dugir ekki. Það er því mjööög mikilvægt að fá ekki á sig mark. Það eru því frábær tíðindi að Sami Hyypia verður með í leiknum. Við þurfum á leiðtoga eins og Sami að halda í svona leik.

Evrópukvöld eru alltaf sérstök, þetta verður einstakt þar sem nýr banner verður sýndur í Kop stúkunni þar sem enginn annar en Einar Örn mun sitja. Bölvaður… Já og hann er líka að fara á Barcelona-Chelsea í kvöld fyrir þá sem ekki vita það! Ágætis vika hjá honum semsagt….. Stemmningi á Anfield er magnþrungin á slíkum kvöldum og ég held að áhorfendur verði tólfti maðurinn á morgun.

Ég held einfaldlega að Anfield muni koma leikmönnum Benfica í opna skjöldu og þeir muni ekkert vita hvaðan á sig stendur veðrið þegar sturlaðir áhorfendur byrja að styðja við bakið á Liverpool. Ég held að blásið verði til stórsóknar í leiknum. Frá fyrstu mínútu mun Liverpool sækja grimmt og reyna að uppskera markið sem skilur liðin að. Það þarf að koma í fyrri hálfleik….

Byrjunarliðinu ætla ég að spá svona:

Reina

Finnan – Hyypiä – Carragher – Riise

Luis Garcia – Gerrard – Alonso – Kewell

Crouch – Fowler

Garcia hefur reynst okkur happadrjúgur í Evrópukeppninni og eins og ég sagði áðan verður blásið til sóknar. Ég held að Gerrard verði því inni á miðri miðjunni með Xabi og Crouch verði frammi með Fowler sem mun skora sitt fyrsta löglega mark fyrir Liverpool síðan hann sneri aftur heim….

Lið Benfica er sterkt, á því er enginn vafi. Simao er frábær leikmaður sem ber að varast en ég held einhvernveginn að enginn eigi eftir að ná að sýna sitt rétta andlit á morgun. Ekki það að ég haldi að Liverpool taki þetta 4 eða 5-0 þá held ég bara að liðið verði mikinn hluta með boltann en hversu mörg mörk við skorum er spurningamerki.

Kannski er ég of sigurviss, ég veit það ekki. Ég hef bara svo mikla trú á því að við komumst áfram og ég finn það á mér að það gerist….

Rafa er nokkurn veginn sammála mér, eða ég honum?

“Miðað við færin sem við erum að skapa okkur og stuðningsmennina á Anfield á miðvikudaginn er ég viss um að þetta verði öðruvísi en gegn Charlton. Við munum skora gegn Benfica. Ef við þurfum að skoa tvö, jafnvel þrjú, af hverju ekki? Við munum skora. Leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts og ég endurtek, við munum skora gegn Benfica. Ég vil sjá framherjana skora fleiri mörk, auðvitað vil ég það, en ég get ekki kvartað mikið yfir þeim þegar þeir eru að leggja sig svona mikið fram og gera svona marga hluti rétt.”

Ok, að hluta til sammála Rafa þarna, en framherjar eru til að skora mörk og ef menn ætla sér ekki að verða seldir strax í sumar þá þarf eitthvað að fara að gerast. Reyndar held ég að eini framherjinn sem er öruggur um að vera áfram hjá Liverpool eftir sumarið sé Peter Crouch.

MÍN SPÁ: 2-0 sigur. Við skorum snemma, Gerrard sér um það og svo þreytist maður ekkert að spá því að Fowler brjóti loksins markaþurrðina! 😉

YNWA

9 Comments

  1. Ég var að horfa á þennan leik í draumi í nótt og hann fór 0-0 en þar sem ég hef ekki verið berdreyminn hingað til ætla ég að spá 3-0 sigri – kannski 3-1 ef Benfica ná að pota einu inn! 😉

  2. Ég er eins og þú Hjalti, nánast of sigurviss. Þetta leggst bara svo fáránlega vel í mig að ég er hálf hræddur við að þetta verði einhver hroðaleg vonbrigði.

  3. :confused: Ég er skíthræddur við þennan leik. Mér er sama hvað RB segir og fleiri að LFC liðið muni skora því þeir séu að búa til færi á færibandi í undanförnum leikjum. Við sjáum það bara á stigatöflunni í úrvalsdeildinni að færin telja ekkert. Það eru mörkin sem telja og eingöngu ef þau eru fleiri en mörk andstæðinganna. Menn hafa verið mjög bjartsýnir fyrir undanfarna leiki og þeir hafa ekki farið allir vel. Við sluppum með skrekkinn á móti MC en aðrir hafa farið ílla að undanförnu. Ég er því skíthræddur fyrir þennan leik og það ekki að ástæðulausu. En voooonnnnaaaaannndiiiiii :blush:

  4. Stíflan brestur með miklum látum! 5-0 fyrir okkur, ekki spurning 🙂

  5. Benfica er reynslulaust lið og við hljótum að vinna. Við verðum að vinna.

  6. sælir félagar, herru……ég er með aukamiði á leikinn fyrir einhvern sem nennir að keyra mig á leikinn frá London og til London sama kveld, þetta eru sæti í ME stúku, 4 röð sæti 241
    ef þið hafið áhuga hringið í 07914899141, ef þið hringið úr íslensku númeri hringið í 00447914899141
    Kv Helgi

  7. Þessi pæling með að Rafa sé að fara frá okkur er stormur í vatnsglasi….

    En það er eitt jákvætt við að fjölmiðlar skuli vera svona uppteknir af framtíð Rafa…..

    ……þeir láta Steven nokkurn Gerrard í friði á meðan. Ég er svo glaður að við höfum ekki þurft að horfa framan í sama fjölmiðlafárið og í fyrra ….no more “Gerrard koma/fara” syndrome… 🙂 🙂

  8. spái 3-0. eins og vanalega.
    eða 3-1 og við skorum sigurmarkið seint. já það var gaman að horfa á olimpiakos.

  9. Tek a moti Einari a Park a eftir, vid munum spila okkar part i ad koma okkur i gegnum tennan hjalla :biggrin:

Rafa neitar ágreiningi við stjórnina.

Leikdagur og spennan magnast …