Redknapp rekinn, slúður og sjónvarpsdíll – opinn þráður

Rólegt að frétta úr slúðrinu í raun. Nokkrir miðlar töluðu um það í gær að Liverpool sé í viðræðum við vængframherjann Milos Krasic hjá Juventus um að koma til liðsins. Sá er falur á um 6 milljónir punda, er serbneskur landsliðsmaður sem hefur ekki náð að festa sig í sessi á Ítalíu eftir árangursríka vist hjá CSKA Moskvu. 27 ára serbneskur landsliðsmaður á ferð, en veit lítið meir.

Í öðrum fréttum er það helst að frétta að enska úrvalsdeildin fær enn meiri pening fyrir sjónvarpsrétt en áður, veruleg hækkun kom til í nýju útboði Úrvalsdeildarnnar fyrir næstu þrjú ár. Nokkuð sem mun þýða bætta innkomu fyrir liðin, en miðað við það sem maður les virðist þetta verða líklegt til að auka bilið niður í neðri deildirnar, sem og mögulega þýða enn meiri lækkun í sjónvarpstekjum til ensku bikarkeppnanna þar sem ESPN tapaði fyrir nýju sjónvarpsfyrirtæki þegar kom að partnerhlutverki við Sky og þykja þá líklegir til að hætta að versla sjónvarpsrétt í enskum bolta, þeir eiga stóran rétt í bikarkeppnunum.

Stóra fréttin í enska boltanum í dager eflaust sú að Harry Redknapp var rekinn í gær úr starfi Tottenham Hotspurs. Fyrstu fréttir voru að hann vildi hætta, eða að eitthvað sameiginlegt væri á ferðinni en það virðist ljóst að Daniel Levy hafi ákveðið að reka ´Arry vegna lélegs árangurs á síðustu mánuðum tímabilsins. Heitustu nöfn veðbankanna eru David Moyes og Roberto Martinez (Whelan er væntanlegur í umræðunni fljótlega spái ég) en þó virðist vera að fara í gang trend sem bendir á Rafael Benitez og Louis Van Gaal. Þetta er áhugaverð ákvörðun í ljósi þess að 90% ensku pressunar vildi Redknapp í landsliðsstjórasætið fyrir um þremur mánuðum en nú telja allir þetta skiljanlegt. Gaman verður að sjá hvort þetta verður Spurs til framdráttar eða ekki. Harry náði frábærum árangri með Tottenham, þeir voru búnir að vera að daðra við árangur í efri hluta deildarinnar um sinn en eftir misheppnaðan tíma Jol og Ramos kom hann inn og kom þeim í CL sæti, vann bikar og hefði án vafa verið í starfi næsta vetur ef að reglur UEFA í Meistaradeildinni væru aðrar. Redknapp mun fá starf aftur, en aldur hans (fimm árum eldri en Dalglish) mun væntanlega þýða það að hann er héðan af að taka við klúbbum sem eru ekki af sömu stærðargráðu og Spurs.

Við auðvitað vonum bara að þarna sé á ferð vísbending um að ekki sé allt í mjög góðu standi á White Hart Lane og því verði auðveldara fyrir okkar lið að komast fram úr risanum í Norður London.

Annars er þráðurinn opinn á meðan hlutir eru í þessum fasa, EM fréttirnar helstar að Hollendingar virðast á heimleið eftir tvö töp og að Rússinn Alan Dzagoev virðist það nafn sem fyrst er slegið upp á himininn sem leikmaður sem er á leið í stærri deildir, endilega koma með fleiri tillögur að “óslípuðum demöntum” ef þið hafið rekist á þá, ég hef ekki alveg náð að sjá nógu mikið af keppninni hingað til…

26 Comments

  1. Persónulega held ég að Milos Krasic gæti orðið frábær ef hann er falur á þennan pening. Klárlega klassaleikmaður miðað við það sem maður sá af honum í meistaradeildinni með CSKA Moskvu. Hann átti svo ágætt fyrsta tímabil hjá Juve en tilkoma Antonio Conte með 3-5-2 kerfið gerði það svo að verkum að ekki var pláss fyrir vængframherja eins og Krasic. Gæti´hins vegar smellpassað í á hægri kantinn hjá Rodgers. Einnig hefur Jakub B?aszczykowski frá Dortmund heillað mig í þessa stöðu á mótinu. Annar leikmaður sem hefur svo heillað mig en í allt aðra stöðu er Igor Denisov hjá Rússlandi. Hann býður upp á svona Xavi/Leon Britton-sendingatölur 🙂 Átti gersamlega miðjuna í fyrstu tveimur leikjunum.

    Annars finnst mér áberandi að sjá hvað vinstri bakvarðarstaðan er veik þegar maður horfir yfir mótið í heild. Það er alveg ljóst að þó að José Enrique hafi valdið vonbrigðum í fyrra að þá er ekkert hlaupið að því að styrkja þessa stöðu.

    Það verður svo fróðlegt að sjá hvað þetta þýðir fyrir Tottenham. Hvað verður nú um Modric, Bale, van der Vaart og fleiri? Eða ætlar Levy að fara á eyðslufyllerí með nýjum stjóra og fara í samkeppni við Chelsea og Man City.

  2. Hef ekki trú á að Benitez fari til Tottenham. En þetta eru bara góðar fréttir fyrir okkur en Harry hefur verið að gera frábæra hluti með Tottenham síðustu tvö þrjú árin og einkennilegt að reka hann núna finnst mér. Vona bara að það verði einhver flótti frá þeim en það verður að viðurkennast að þetta eru okkar helstu keppinautar í dag ásamt Arsenal og svo auðvitað Everton og co.

  3. Langar að skella einu hérna inn sem sýnir kanski mjög vel hvernig Twitter er og hve mikið af vitleysu flæðir þar um:

    Ian Abrahams (Moose_Talksport) kom í gær og sagði að Spurs hafði þegar komist að samkomulagi við Everton varðandi bætur fyrir Moyes. (sami maður og benti á að viðræður við Klopp væru yfirvofandi hjá LFC, Cavani væri efstur á lista osfrv).

    Í kjölfarið svarar Paul nokkur Tyrrell, sem er titlaður “Director of communications – Everton FC”. Hérna er samtal þeirra í framhaldi af þessari staðgæfingu Ian:

    1

    Ian Abrahams?@Moose_talkSPORT

    It is my understanding Spurs maay have already met with David Moyes
    today and that Moyes compensation has been agreed with Everton FC

    2

    Paul Tyrrell?@TyrrellPaul

    @Moose_talkSPORT this is an absolute lie Ian. I expected better from
    you. If you repeat it, you can expect legal action from EFC.

    3

    Ian Abrahams?@Moose_talkSPORT

    @TyrrellPaul ok Paul sorry and I withdraw it

    4

    Ian Abrahams?@Moose_talkSPORT

    I withdraw the comments about David Moyes I made a short while ago
    leaving Everton for Spurs @TyrrellPaul

    5

    Ian Abrahams?@Moose_talkSPORT

    @TyrrellPaul is that ok and I will not mention it again

  4. Rússar og Austur-Evrópubúar almennt, eru ekkert með alltof gott record í ensku deildinni. Menn eins og Arshavin, Zhyrkov, Pavlyuchenko, Shevchenko o.fl voru lykilmenn hjá sínum félagsliðum áður en þeir komu til Englands. Þeir gerðu nú ekki neinar gloríur og eru allir farnir fyrir utan Arshavin, sem fer líklegast núna í sumar.

    Ég er ekki að segja að þetta eigi við um alla leikmenn sem koma frá austur-evrópu. Stylian Petrov er lykilleikmaður í sínu liði og Kolarov er að sjálfsögðu hjá meisturunum og spilaði slatta (Clichy er samt allann daginn fyrir framan hann í goggunarröðinni).

    En e-ð virðast þessir gaurar eiga erfitt með að fóta sig í ensku deildinni og þess vegna hef ég lítið spenntur fyrir mönnum eins og Krasic og Dzagoev. Mér finnst það of mikið gamble að kaupa austur-evrópubúa ef ég á að segja eins og er.

  5. Ég er að gleyma hérna mönnum eins og Vidic, Petr Chech og okkar eigin Martin Skrtel. Allt lykilmenn í sínum liðum.

    En mér finnst það samt of mikið gamble með austur-evrópugaurana og fer ekki ofan af því. Já eitt enn, ég hef ekkert á móti austur-evrópubúum ef e-r hérna ætlar að túlka þessi skrif þannig.

  6. Það er voðalega auðvelt að setja alla leikmenn undir sama hatt en það eru alltaf undantekningar á svona alhæfingum. Menn segja að Brössum gangi illa í ensku deildinni en svo kemur Lucas. Aðrir segja að Spánverjar vilji alltaf fara strax aftur heim en svo höfum við mann eins og Pepe Reina sem er enn hjá okkur eftir 7 tímabil. Ég held að við verðum alltaf að líta á hvern leikmann sem einstakt tilfelli og meta það án þess að reyna að horfa á fjölda floppa frá þeim heimshluta. Maður heyrði alltaf að það væri svo gott að kaupa enska leikmenn því þeir þurfi ekki að aðlagast en það gekk nú svona upp og ofan hjá okkur síðasta sumar. Persónulega held ég að Krasic gætu reynst flott kaup. Leikmaður sem hefur spilað lykilhlutverk í meistaradeildinni og fæst mjög ódýrt.

    Hins vegar held ég að menn séu nú ekkert að spá í Dzagoev, alla veganna ef við ætlum að fara að kaupa Gylfa, það eru leikmenn sem spila nákvæmlega sömu stöðu og svo erum við með Gerrard og Joe Cole í þessari stöðu líka. Það sem vantar núna eru klárlega hraðir og flinkir kantmenn með góoða krossa og geta klárað færin og þar held ég að Krasic sé flottur.

  7. er ekki að alhæfa.
    “Ég er ekki að segja að þetta eigi við um alla leikmenn sem koma frá austur-evrópu. Stylian Petrov er lykilleikmaður í sínu liði og Kolarov er að sjálfsögðu hjá meisturunum og spilaði slatta (Clichy er samt allann daginn fyrir framan hann í goggunarröðinni).”

    Ég er einfaldlega að segja að mér finnst það of mikið gamble, góður punktur samt með brassana líka.

  8. Djöfull sem Moyes myndi smellpassa inn hjá Tottenham, aldrei unnið bikar á ævinni. Ekki frekar en Tottenham síðustu áratugi.

  9. Helvíti, sé núna auðvitað að Spurs unnu League Cup vorið áður en ‘Arry kom til þeirra og þeir töpuðu úrslitaleiknum í vító þegar karlinn mætti á svæðið. Viðurkenndi að ég nennti ekki í mikla heimildaleit um Spursarana…my bad.

  10. Í vetur byrjaði ég að hlusta á fótbolta podcöst hjá nánast hvaða miðli sem er og hafði gaman af. Þegar mesta Suarez/Evra fjölmiðlafárið reið yfir missti ég allt álit sem ég hafði af Guardian podcastinu þar sem þeir kepptustu nánast um að fjalla ómálefnalega um allt sem tengdist liðinu í þessu máli. Í gærkvöldi ákvað ég að reyna aftur og sótti nýjasta þáttinn þeirra og viti menn, þeir voru aldeilis búnir að breyta um áherslur þegar þeir voru að fjalla um ummæli Cassano varðandi samkynhneigða. Þeir furðuðu sig á því að fólk væri að gera úlfalda úr mýflugu og að fólk væri að keppast um að reyna að gera mál úr öllu……..sjitt hvað ég hata fjölmiðla.

  11. Held að Liverpool ætti að hugsa um þetta combo þarna, Whelan og umba Aquilani til að sjá um PR mál félagsins þá væri allavega aldrei lítið að tala um.

  12. Er Aquaman ekki einu sinni í ítalska hópnum? Hann má fara mín vegna..

  13. Ekki tala illa um aqua man, hann er að koma heim og hann er að fara að brillera!????

  14. Ég fylgist nú ekki mikið með ítalska en það er árlegur viðburður að ákveðnir menn hérna fara að tala um hvað hann sé að brillera þar alltaf hreint. Af hverju er hann aldrei nálægt ítalska landsliðinu og af hverju vill ekkert lið kaupa manninn?

  15. 20

    það er árlegur viðburður að ákveðnir menn hérna fara að tala um hvað hann sé að brillera þar alltaf hreint. Af hverju er hann aldrei nálægt ítalska landsliðinu og af hverju vill ekkert lið kaupa manninn?

    Ég held að þú hafir sjálfur svarað þessum spurningum í fyrstu orðunum þínum:

    Ég fylgist nú ekki mikið með ítalska

    Aquilani er ekki í ítalska hópnum í dag vegna þess að hann meiddist í janúar og var frá í 3 mánuði. Þar á undan var hann búinn að spila mjög vel fyrir AC Milan, og væri án nokkurs vafa í hópnum ef ekki væri fyrir þessi meiðsli. Þegar hann var búinn að jafna sig af umræddum meiðslum þá vildi einfaldlega svo til að AC var búið að kaupa Nocerino, ungan og óþekktan leikmann, sem sló svona líka rækilega í gegn. Og AC var ekkert að fara að taka hann út úr liðinu, þar sem hann spilaði eins og engill. Og þess vegna er Aquilani ekki í ítalska hópnum – því menn verða að spila til þess að vera valdir í landsliðið!

    Hvað hitt varðar – um að ekkert lið vilji kaupa manninn – þá er það bara hreint og klárt rangt hjá þér. AC Milan hefur áhuga á að kaupa hann, en þeir eiga ekki endalaust mikið af peningum og eru að leita að hagstæðari samningi við Liverpool en áður hafði verið ákveðið. Þeir vita sem er, að Aquilani vill fara frá Liverpool, og Liverpool vill losna við hann. Ergo, þeir vilja ná hagstæðsta mögulega samningi.

    Fiorentina hefur einnig áhuga á að fá Aquilani til sín, til að sína þeirra eftirsóttustu mönnum – Montolivo og Jovetic – að liðið vill bæta sig og komast í Meistaradeildina. Þeim gekk ömurlega á þessu tímabili, og líkt og Liverpool þá er allt kapp lagt á að breyta því á næsta tímabili. Aquilani myndi falla eins og flís við rass í það lið.

    Og svo má ekki gleyma Roma sem hefur einnig rætt við umboðsmann Aquilani. Þeir skiptu um þjálfara um daginn, og því hefur lítið verið að frétta í leikmannamálum á þeim bænum, en vitað er að Roma hefur áhuga á að fá “týnda soninn” heim.

    Allt veltur þetta á því að Liverpool slái mikið af uppsettu verði. Ítölsk lið hafa ekki mikið milli handanna – fyrir utan Juve. AC vill fá miðjumann og framherja í sumar, og mest púður fer í framherjastöðuna. Þeir telja að Aquilani gæti reynst kostakaup, ef hann fæst á tombóluverði.

    Sannið til, Aquilani fer frá félaginu í sumar og heldur til Ítalíu. Eitthvað stórkostlegt þarf að gerast til þess að svo verði ekki.

    Homer

  16. @13 (Bjammi). Þeir furðuðu sig ekkert á úflalda/mýflugu gerð, einn af fjórum sem voru til viðræðu furðaði sig á því, umræðustjórinn vildi gera meira úr þessu (og gerði meira úr þessu) og hinir tveir voru ekki til tals.
    Ég hlusta oft á Guardian podcastið, raunar er það það fótboltapodcast sem ég hlusta oftast á og tek framyfir flest önnur (gafst meira að segja upp á kop.is podcastinu um tíma í vetur, einmitt þegar Suarez málið stóð sem hæst). Þeir taka svona passlega létt á málunum fyrir minn smekk og ég verð lítið var við hlutdrægni.
    Svona getur nú smekkur manna verið misjafn.

  17. Barry Glendenning einhver mesti anti LFC blaðamaður á Englandi er næg ástæða til að hlusta ekki á Guardian podcastið. Jacob Steinberg er síðan fínt sidekick fyrir hann.

  18. Babú: ég bara hélt í sakleysi mínu að ég væri safe (öryggisskápur) með að hlusta á meðan HM væri í gangi og lét vaða 🙂

  19. Babu: Og þeir kalla líka til nokkra pro-liverpool blaðamenn. Þegar ég sagði “ég verð lítið var við hlutdrægni” þá meinti ég að hún kæmi aftan að manni. Þó Barry Glendenning myndi kúka á liverpool fána væri mér bara alveg sama. Ég kvarta heldur ekki yfir hlutdrægni þegar Alex Fergus segir eitthvað slæmt um Liverpool. (Svo er Glendenning farinn í frí, svo podcastið er laust við hann í einhverja daga/vikur).

    En á móti, ég hef einmitt bæði gefist upp á Anfield wrap og Kop.is podcastinu, þau eiga það til að vera of “pro-liverpool”. Ég hef meira gaman af að hlusta á mismunandi sjónarhorn og heyra um hluti sem ég rækist ekki á í venjulegum netrúnt, en heyra hallelújakór og samgrát.
    Getur einhver annars bent á annað “gott” fótboltapodcast sem er mönnum þóknanlegt? Ég kíki á Guardian, Times og Football ramble, þau eiga öll sína spretti.

EM og slúður – opinn þráður

Þetta er Anfield í dag…