Treyjusalan á Lægraverð.is

Eins og við sögðum frá fyrir mánuði býður LægraVerð.is upp á sölu á nýju Liverpool-treyjunum og öðrum Liverpool-fatnaði frá Warrior. Nú stendur yfir forsala á nýju varatreyjunni, þeirri svörtu og gráu, og fer hún í almenna sölu strax eftir helgi.

Treyjan er seld á kr. 10.999 í forsölu sem er frábært verð. Ég hvet þá sem ætla að fá sér þessa treyju til að nýta sér forsöluna hjá LægraVerð.is.

LægraVerð.is bað mig einnig um að koma því á framfæri að barna-, langerma- og konutreyjurnar í aðalbúningnum verða nú fáanlegar á Íslandi, en því miður varð töf á framleiðslunni frá Warrior og þar af leiðandi voru fyrrgreinar vörur ekki til í allri Skandinavíu. Hins vegar eru þessi vandræði að baki og munu Merkjavörur ehf., sem er heildverslunin fyrir Ísland, afgreiða ofangreindar vörur á föstudag eða mánudag, eða sama dag og varabúningurinn er settur í sölu á heimsvísu.

E.s.
Það skal tekið fram að þegar við fjölluðum fyrst um LægraVerð.is fyrir mánuði vorum við ekki á neinn hátt tengdir því fyrirtæki. Nú eru það hins vegar að auglýsa á síðunni hjá okkur en það breytir því ekki að við höfum sjálfir verslað treyjur hjá því og getum hiklaust mælt með, hvort sem það auglýsir hjá okkur eða ekki.

14 Comments

  1. Það er líka gaman að segja frá því að flott úrval af LFC fótboltum, legghlífum, svitaböndum, töskum, húfum o.sv.frv. mun koma inn í úrvalið okkar á föstudag og verður klárt til afhendingar á Mánudag. Fylgist með á http://www.lægraVerð.is

    Eins ef það eru einhverjar fyrirspurnir í sambandi við Liverpool vörurnar, endilega sendið þá póst á verslanir@verslanir.is

    Treystum á að Liverpool mönnum líki framtak LægraVerð.is og haldi áfram að fá vörurnar á besta verðinu hér á landi!

    Kv. LægraVerð.is

  2. Mér finnst þetta bara of dýrt miðað við að þetta er óþekktur framleiðandi sem og söluaðili með nánast enga yfirbyggingu fyrir smásöluverslun .þ.e. að þeir selji þetta á netinu á smásöluverði gegn því að þetta sé sótt í heildverslun til þeirra.

    en það er bara mín skoðun…

  3. ……..LægraVerð.is bað mig einnig um að koma því á framfæri að barna-, langerma- og konutreyjurnar í aðalbúningnum verða nú fáanlegar á Íslandi.……. þar af leiðandi voru fyrrgreinar vörur ekki til í allri Skandinavíu

    Ég er þolinmóður maður að eðlisfari en eins og fram kemur hér þá er ca. mánuður síðan þessi auglýsing kom inn frá LægraVerð.is varðandi þessa búninga. Ég pantaði strax langerma treyju og borgaði. En mér finnst fjórar vikur full mikið af því góða og ekki síst í ljósi þess að ég hringdi í Jóa Útherja núna um daginn og þeir sögðust eiga langerma treyjur en ekki í minni stærð, XL. Þannig að treyjurnar hafa verið fáanlegar hér á klakanum og í Skandinavíu í einhvern tíma!!

    Og núna er klikkt út með “föstudag eða mánudag”!! Þið verðið að afsaka, en þetta er svolítið þreytt!!

  4. Eg pantaði og borgaði lika langerma treyju þann 1 juni og er virkilega farið að hlakka til að fa hana…

    Þetta eru samt topp naungar sem standa að þessu sem eg treysti 100% og hef þvi aldrei efast i eina sek um að treyjan kæmi ekki til min en viðurkenni að eg er orðinn frekar spenntur sko

  5. ég er líka búinn að bíða eftir treyjunum handa mér og stráknum í 14 daga þannig að bíð spenntur og vona að þetta fari að drullast innum dyrnar;)

  6. Liverpool treyjuna mína kaupi ég beint í gegnum official síðuna svo að klúbburinn fái að hirða alla álagninguna – þú hún kosti mig e.t.v. örlítið meira.

    Sé ekki ástæða til þess að styrkja millilið á Íslandi þegar ég get styrkt Liverpool FC.

  7. Við hjá LægraVerð.is viljum benda á nokkra hluti, þar sem sum kommentin eru ekki beint jákvæð og þarfnast því ef til vill nánari útskýringa, því Liverpool menn eru nú almennt séð mjög jákvæðir 🙂

    Talandi um dýrt verð: Ef LægraVerð.is væri ekki á markaðinum þá myndi treyjurnar líklega kosta á bilinu 13.990 – 14.990 kr. hér á Íslandi (eins og hjá öðrum félagsliðum) í stað 9.999 – 10.999 kr. eins og nú.

    Í sambandi við seinkanir á afhendingu, þá er rétt að koma á framfæri að búið er að afgreiða gríðarlegt magn af treyjum til okkar frábæru stuðningsmanna, en því miður vegna Warrior (framleiðandinn), þá stóðst ekki þeirra afhendingartími í skandínavíu á vissum vörunúmerum (þrátt fyrir þeirra loforð og löngum undirbúningi, samkvæmt heildversluninni – Merkjavörur ehf.) og bitnaði það því miður illa á okkur sem og öllum öðrum verslunum á Íslandi og í Skandinavíu. Við biðjumst innilegrar afsökunar á seinkunum, en eins og málið liggur þá sést það klárlega að við gátum ekki undir neinum kringumstæðum ráðið við þær aðstæður..

    Nú getum við hins vegar glatt alla því allar vörur sem vantar verða til afhendingar næstkomandi mánudag (2.júlí) og sama á auðvitað við nýja varabúninginn.

    Áfram Liverpool

    Kv. LægraVerð.is

  8. Mæli með því að þið passið að allar vörurnar (boltar,svitabönd etcetc) séu official LFC vörur. Fake vörur skila engu í kassann til liðsins 🙂 (hef ekki skoðað þessar vörur hjá ykkur og veit ekki hvort þær séu official eða ekki , bara ábending)

  9. HoddiJ #9

    Við verslum allt af Merkjavörur ehf., en þeir eru einkaleyfishafar fyrir Official Liverpool vörur. Þannig að allar vörurnar er orginal LFC, líka boltarnir, legghlífarnar o.sv.frv., enda kæmi ekkert annað til greina 🙂

    Kv. LægraVerð.is

  10. LægraVerð.is #10

    Stóraefa að þeir séu með einhvað einkaleyfi á LFC vörum.

    Ef umboðsaðilar á Íslandi væru með einhver einkaleyfi gæti Sportdirect ekki verið að flytja inn vörur framhjá umboðum á Íslandi..

  11. LægraVerð.is #8 Eins og áður hefur komið fram er ég þolinmóður að eðlisfari, einnig jákvæður og bjartsýnn! :O) Mér fannst það einungis súrt að sjá hér í fyrirsögn eitt og annað um Warrior eða heildsalann sem er á gráu svæði þegar þessar treyjur eru að fást í áðurnefndri verslun……. á meðan ég er að bíða eftir minni í nokkrar vikur!

    En þetta þýðir ekki að ég muni hætta að versla við ykkur ef ég sé eitthvað á hagstæðu verði! :O) Bestu kveðjur………..

  12. Og talandi um að versla beint við offical síðuna, þá keypti ég í fyrra varabúninginn á strákinn minn sem er sex ára, sokkar, treyja og buxur. Með sendingakostnaði og tolli kostaði þetta í hendurnar á mér tæp 18 þús. krónur. Nokkuð ljóst að þannig versla ég ekki aftur!

Opin umræða – Miki Roque

Roy Hodgson. Ekki svo slæmur? (annar hluti)