Gylfi til Tottenham og RVP frá Arsenal (staðfest)

Sögunni endalausu er lokið: Gylfi Sigurðsson hefur valið Tottenham og skrifar undir samning við þá.

Mín lokaorð á þessa sögu: Gylfi er góður leikmaður og ég held að hann eigi eftir að standa sig vel hjá Spurs. Ég er ekkert desperate yfir að missa hann sem leikmann, held að það eigi alveg eftir að vera hægt að finna jafn góða eða betri kosti þarna úti. Hins vegar er ég óhress með að klúbburinn skuli hafa klúðrað samningaviðræðum við leikmann sem Brendan Rodgers var búinn að tjá sig opinberlega um og nánast staðfesta að væri fyrsta nafn á blaði hjá sér í sumar. Það heitir að byrja nýtt samband á röngum nótum og ég er núna mjög stressaður að sjá hvað klúbburinn gerir á markaðnum í kjölfarið á þessu. Það er eins gott að Rodgers verði bakkaður upp á öðrum vígstöðvum fyrst Gylfi klúðraðist.

Við sjáum hvað setur.

Annars eru stærstu fréttir dagsins, og væntanlega sumarsins, þau að Robin Van Persie staðfestir í dag að hann muni ekki endurnýja samning sinn við Arsenal, sem þýðir að hann verður nánast örugglega seldur í sumar frekar en að missa hann frítt eftir ár. Van Persie segir á heimasíðu sinni að hann hafi fundað með Wenger og yfirmönnum Arsenal í vor og ekki verið sammála þeim um að stefna þeirra væri vænlegust til árangurs. Það er ansi stór gagnrýni á Wenger og Arsenal frá fyrirliða þeirra. Þannig að enn eitt sumarið eru þeir að missa sinn besta mann, en hafa þó þegar keypt Lukas Podolski og Olivier Giroud í staðinn.

Ef það er eitthvað vit í Arsenal selja þeir hann úr landi. Mottóið þar á bæ á að vera, “allt nema City”. Ef það er metnaður í mönnum verða þeir að hætta að selja sína bestu menn til keppinauta innanlands. Þeir hljóta að hringja í Barca, Real, Bayern, Juventus og co. núna. Ef þeir bjóða 5m pundum minna en City verður bara að hafa það. Þeir tapa meiri peningum en því á því að sjá City blokka þá í öllum titilbaráttum næstu árin.

Núna ætti loksins að koma hreyfing á þetta hjá okkar mönnum. Gylfa-vonin er úr sögunni, sjáum hvað klúbburinn gerir í kjölfarið. Og skemmtum okkur yfir árlegri sápuóperu Arsenal-stjarna. Ég kem með poppið, þið komið með kókið.

100 Comments

  1. Verður áhugavert að sjá hvað Nallarnir gera án Robins. Ég ætla þá líka rétt að vona að hann far’ekki til City, það yrði nú ferlega leiðinlegt.

  2. Efast um að Liverpool kaupi nokkra leikmenn og það verði sama gamla góða bullið á þessu liði.

  3. Mér lýst ekkert á þetta sumar hjá okkur, við þurfum 1-2 nýja leikmenn. Er bara nokkuð svartsýnn á sumarið og næsta tímabil, öll hin “stóru” liðin eru að styrkja sig eða eru nú þegar búin að því….vonandi er eitthvað stórkostlegt í býgerð bak við tjöldin.
    YNWA

  4. Ömurlegt að missa mann eins og Gylfa til tottenham, það er bara þannig núna að menn í meiri klassa vilja ekkert koma til okkar verðum að fa átta okkur á því

  5. Við erum komnir með 2 nýja leikmenn, J.Cole og Aquilani ..
    Báðir vilja spila framarlega á vellinum og vonandi munu þeir nýtast okkur vel!

    Annars þá óska ég Gylfa góðs gengis í London, auðvitað svekkjandi að hann kom ekki til Liverpool einungis vegna þess að hann er Íslendingur! 😉

    Hvað segiði annars með að Liverpool reyni þá að kaupa Kolbein? Menn ready í eitt stk framhald á The Gylfi-saga .. The Kolbeinn-saga! 😉

  6. Ég legg til að menn gefi Rodgers og LFC svona 2 vikur til viðbótar, ef það verður ekki búið að kaupa neitt gáfulegt þá, þá geta menn farið fussa og sveija.

  7. Mér finnst bara fínt hjá Liverpool að halda áfram sömu vinnubrögðum og áður. Vinna vinnuna sína án þess að vera sífellt að blaðra í misgáfaða fjölmiðlamenn sorpblaða þarna í UK. Brendan er bara að halda áfram með sömu vinnubrögð og KKD. Við sjáum svo bara til hverja hann kaupir. Ég hlakka til að sjá liðið spila undir hans stjórn.

    Ég finn bara til með arsenal mönnum, því wenger kann að búa til heimsklassa leikmenn, en um leið og þeir spinga út, þá vita þeir af olíugulli chitty og chelski, og vilja fara. Ömurlegt, en svona gullgrafarar eru og verða alltaf í boltanum.

    YNWA

  8. Mér verður nú bara flökurt við að sjá menn nefna postulínsdúkkuna Aquilani – enn eitt sumarið! Sá maður er ekkert að fara að spila með Liverpool aftur og hefur sjálfur gert öllum það fyllilega ljóst.

  9. Aquilani farsinn hlýtur bara að klárast í sumar. Annars tapa ég allri trúnni á fótboltaguðinn, maðurinn hefur ekki snefil af áhuga á því að spila í Liverpoolborg og ég dáist að þeim sem horfa enn til hans sem möguleika, þeir hljóta að vera á öflugra glaðlofti en ég 😉

    Annars er alveg með hreinum ólíkindum hvað gengur á hjá liðinu á Emirates. Þeir virðast bara ekkert ætla að læra á Henry, Cole, Toure, Adebayor, Fabregas og Nasrisögunum. Halda áfram að kaupa unga leikmenn, spila varaliðum í bikarkeppnum og komast í CL ár hvert án þess að vinna nokkurn skapaðan hlut. Græða fullt af peningum og vinna skemmtilega leiki, en aldrei mót.

    Þetta skarð þeirra verður vandfylltara en mörg önnur, því lið Arsenal sem hinir fyrrnefndu kvöddu voru töluvert sterkari en það sem Van Persie mun yfirgefa. Ég á m.a. eftir að sjá Podolski og Giroud virka í enska boltanum og þegar maður horfir yfir leikmannahóp Arsenal í dag, er þar í raun bara einn leikmaður sem mér finnst virkilega spennandi framávið, Oxlade-Chamberlain og bestu varnarmennirnir þeirra, Sagna og Koscielny alltof mikið meiddir.

    Vonandi lærum við að meta Captain Fantastic og trúmennsku hans við liðið okkar enn betur þegar enn ein stórstjarnan yfirgefur stórliðið Arsenal.

    Um Gylfa held ég að hafi verið nóg sagt, er 1000% sammála Kristjáni hér að ofan. Sem þjálfari Gylfa í yngri flokkunum er ég fullkomlega hlutdrægur í þeirri skoðun minni að ég vildi fá hann í rautt, en ég hef mestar áhyggjur af því að eigendur LFC hafi ekki bakkað Rodgers nægilega upp í þessu máli. Það heitir að “Parry-a málum” og er andstyggðarvenja sem ég var að vona að LFC hefði sagt skilið við.

    Vonandi sjáum við á næstu dögum, ekki síðar en vikum, merki þess að félagið ætlar sér að styrkja leikmannahóp Rodgers. Að mínu mati væri það ógeðslega vitlaust að halda af stað með liðið og stjórnendur í Ameríkutúrinn með enga nýja leikmenn innanborðs…

  10. Hvað er Walcott á löngum samning? Væri ekki hægt að læða inn boði í hann. Hann er kannski að hugsa um að fara nú þegar van Persie hefur ákveðið að framlengja ekki.

  11. Hvað finnst mönnum um það að fá samkeppni á vinstri vænginn? Vargas eða e-h framsækinn mann þangað?

    Afhverju líður mér þannig að þótt við kaupum 2 mjög góða leikmenn þá séum við ekki samkeppnishæfir í titilinn..? En á sama tíma er ég mjög bjartsýnn haha

  12. 10 það sem hræðir mig einna mest er að FSG menn voru gríðarlega hrifnir af módelinu hjá Arsenal og töluðu um það stuttu eftir að þeir keyptu klúbbinn, en módel Arsenal hefur verið gallað í mörg ár ….

  13. Hvernig er það, er alveg 100% að Liverpool hafi boðið í Gylfa og fengið tilboð samþykktt. Hvað þá boðið honum samning?

  14. Er Gylfi Þór orðinn einhver klassaleikmaður af því að hann skoraði 6 mörk í ensku úrvalsdeildinni og fékk styttu einu sinni í verðlaun fyrir að vera leikmaður mánaðarins? Ef hann væri norskur – væri þetta þá frétt?

  15. Villa boas gaf sennlega Gylfa stærri sýn heldur en Rodgers.Ok Rodgers var unglingaþjálfari Gylfa hjá Reading. Byrjar samt ekki vel hjá nýjamanninum í brúnni. Tottenham lið númer 2 klárlega.YNWL!!!

  16. Flökkusagan segir 15 þúsund pund extra á viku sem eru ansi mörg pund ef hann gerði 5 ára samning. En ég vona bara að Gylfa gangi vel hjá Spurs, vona bara að hann skori ekki rassgat á móti LFC og LFC lendi ofar en þeir.

  17. Ég vil nýta tækifærið og óska íslenskum Tottenham stuðningsmönnum til hamingju með nýja nafnið á klúbbnum þeirra sem verður hér eftir “Gylfi og félagar FC”

    Sá annars athyglisverðan punkt um daginn þar sem talað var um að Cisse, Gylfi og Prognegniak (stafs) hefðu allir átt það sameiginlegt að hafa komið frá Þýskalandi í janúarmánuði og staðið sig framar vonum í ensku úrvalsdeildinni. Hins vegar voru þeirr allir í jólafríi áður en þeir komu í enska boltann og ólíkt mótherjum þeirra höfði þeir fengið verðmæta hvíld í nokkrar vikur. Gæti átt töluverð áhrif á velgengni þeirra á síðasta tímabili.

  18. 18# Cisse var með rautt spjald reglulega eftir að hann kom til QPR og hann stóð sig ágætlega út tímabilið og skoraði t.d. gott mark gegn Man City í lokaleiknum. Um Gylfa las ég að hann hafi ekki geta beitt sér 100% þegar hann kom frá Hoffenheim en samt staðið sig vel.

    Annars óska ég Gylfa góðs gengis hjá Tottenham þó ég hafi verið spenntur fyrir því að fá hann til Liverpool, vona samt að Tottenham gangi illa. Persónulega finnst mér klúbburinn okkar þurfa styrkja sig á öðrum stöðum vallarins en akkurat þeirri sem Gylfi leikur.

  19. 18

    Ég held hann sé nú pottþétt að meina Papiss Cisse hjá Newcastle!

  20. Ég segi það en og aftur Ameríkanarnir undirstrikuðu það algerlega þegar að BR var ráðinn sem stjóri að þeir eru búnir að gefast upp. Ekki búast við því að neinir áhugaverðir leikmenn eigi eftir að koma til okkar í sumar því að það er ekki að fara að gerast. Það eru enfaldlega litlir sem engir peningar í boði fyrir BR til að eyða. Þess vegna var hann ráðinn stjóri, hann gerði flotta hluti með engan pening hjá Swansea og kanarnir eru að vona að hann geti gert góða hluti með þá leikmenn sem að eru til staðar án þess að eyða peningum. Eigendurnir eru búnir að sjá að þeir hafa ekki bolmagn til þess að berjast á leikmannamarkaðinum. Ástæðann fyrir því að þeir réðu ekki stjóra sem var búinn að sanna sig var sá að þeir vissu að slíkur stjóri hefði ekki sætt sig við að fá ekki að eyða neinum peningum í leikmenn. En ungur og óreyndur stjóri eins og BR er tilbúin að gera það til þess að sanna sig á hæsta levelli. Þannig er það nú bara því miður.

  21. 20# Komu þeir ekki báðir í Jan og stóðu sig vel út tímabilið?

    (Innskot Babu: The Lord of the Manor of Frodsham kom ekki frá Þýskalandi og stóð sig vel en ekki í líkingu við Papiss Cisse).

  22. Held að menn séu soldið að draga rangar ályktanir frá þessu Gylfa máli.
    Fyrir það fyrsta, þá vildi hann semja við Swansea áfram og þá aðallega af því BR var þar. Síðan fer BR til liverpool og Swansea dettur útúr dæminu.
    Fyrir mér geta bara legið tvær ástæður fyrir því af hverju Gylfi velur Tottenham og hvað þá þegar hann segir að valið hafi verið auðvelt.
    1. Peningar. hefur fengið meira hjá Tottenham
    2. Vanþóknun á Liverpool football club, því hann og hans fjölskylda eru miklir United fans.

    Mín skoðun númer 1 er sú að peningar séu náttúrulega góðir, en er ekki spilatími meira mál ? Hjá liverpool fengi hann þjálfara sem hefur trú á honum og hann fengi að spila. Tottenham hefur 2-3 góða menn í stöðuna hans Gylfa.
    Varðandi 2 þá gildir það sama, Og sú staðreynd að það skipti allt í einu ekki svo miklu máli að hafa Brendar Rogers sem stjóra þegar hann var kominn til LFC segir margt. Ég meina maðurinn vildi ólmur fara til Swansea og spila undir BR því þeir smullu vel saman. Ætti ekki það sama að gilda um Liverpool ?
    Þannig að þegar öllu er á botninn hvolft erum við bara heppnir og óskum Gylfa velfarnaðar hjá Tottenham og í það minnsta verður meira áhugavert fyrir okkur íslendinga að horfa á það líð í vetur. Við viljum menn með liverpool hjarta. Og ef það er ekki til staðar þá viljum við allavega hafa pláss fyrir það 😉

  23. Fyrst Van Persie vill hætta hjå Arsenal, tå er bara ad bjoda i kvikindid !!!

    Tad kostar ekkert ad dreyma stort…;-)

  24. Voðalega eru menn vitlausir og svartsýnir hérna inni daginn sem að Gylfi ákveður að hundsa Liverpool og fara til Spurs. Ég vonaðist eftir honum, en ég er líka drulluspenntur yfir því að sjá hann spila hjá Spurs, ég mun pottþétt horfa á alla Tottenham leiki sem ekki eru á sama tíma og Liverpool.

    Og comment nr. 21. DREPTU MIG EKKI.

    Rodgers hefði aldrei farið að taka við sökkvandi skipi Liverpool ef að hann fengi hvorki fjármagn né stuðning stjórnar til þess að gera einhverja hluti. Hugsa að FSG eigi allavega eftir að eyða 20-30 mill. nettó í sumar.
    Málið er bara að það er verið að orða okkur við endalaust af mönnum, Twitter er farinn að heilaþvo velflesta stuðningsmenn sem liggja þar inni slefandi yfir því hver er næst orðaður við okkur. Erum kannski orðaðir við Diego Milito eina vikuna en þá næstu er kannski Gabriel Milito mættur með trefilinn á Melwood.

    Ég býst ekki við neinum “stórum” kaupum fyrr en mál manna eins og Aquilani, Cole & Maxi eru komin á hreint þar sem að þeir eru samanlagt að fá um 250.000 pund á viku.

    Allavega það sem er á hreinu að það koma inn 3-4 leikmenn sem munu styrkja liðið, eins og ég hlustaði á Brendan Rodgers segja í útvarpsviðtali við Talksport að mig minnir.

    YNWA

  25. Ef BR hefði aldrei tjáð sig um Gylfa… þá væri ég ekki svona ósáttur en sú staðreynd að hann vildi fá hann og klúbburinn klúðrar því … gerir mig grautfúlan. En það er best að örvænta ekki strax! Púllarar ættu að vera komnir í góða þjálfun að byrja á reit A… því þar erum við eina ferðina enn!

    YNWA

  26. 21

    Mikið ofsalega er ég hræddur um að það sé töluverður sannleikur fólginn í þessu sem þú segir. BR keypt að ég held mest í ódýra leikmenn úr neðri deildum og fékk að láni.

    John Henry og co. finnst þeir hugsanlega hafa brennt sig aðeins á leikmannamarkaðinum. Þeir hafa eytt umtalsvert í leikmenn sem margir hafa ekki alveg náð að standa undir verðmiðanum, þó þeir eigi nú flestir mikið inni. Það að FSG séu hikandi á markaðinum nú er því kannski ekkert undarlegt þar sem þeir hafa ekki botnlausa sjóði til þess að eyða í leikmenn eins og sumir ónefndir eigendur liða í deildinni.

    Sú hugmynd að fá ungan stjóra sem er tilbúinn að sanna sig með litlum fjármunum rímar því líklega ekki svo illa við hugmyndir FSG. Ég er nú reyndar ekkert viss um að BR sætti sig endilega við að fá enga peninga til að vinna með. Virkar ekki á mann sem maður sem lætur ráðskast með sig.

    En vissulega virðist hann hafa gott auga fyrir góðum en ódýrum leikmönnum, vonum að sá hæfileiki sýni sig í verki hjá honum á Anfield líka. Hallast að því að hann reyni til þrautar að nota þann mannskap sem fyrir er og reyni frekar að ná í menn sem auka breiddina hópnum frekar en að bjóða í einhver stór nöfn.

    En við sjáum hvað setur, þetta er nú einu sinni silly season og allt getur gerst!

  27. Þessi drengur er eitt mesta over hype sem hefur komið i ensk deildina. Höfnum ekkert með Gylfa að géra. Eigum mikið betri menn.

  28. Tek undir orð magga i upphafsgreininni, hef miklar ahyggjur af þvi að eigendur Liverpool hafi ekki bakkað Rodgers upp i þessu Gylfa mali þvi sama hvað menn reyna að túlka þetta Liverpool i hag þa er það a kristaltæru að Rodgers hafdi mjog mikinn ahuga a Gylfa.

    Eg er a þeirri skoðun að Henry se og verdi engu skarri en Gillett og Hicks. Gillett og Hicks eyddu vel til að byrja með, lofuðu nyjum velli og öllu fögru nkl eins og Henry gerir. Èg se ekkert jakvætt i kortunum með John Henry ennþà. Kommon það þarf ekki að taka 2 àr að græja akvorðun með völlinn þetta er sama skitafylan og hja hinum fyrri eigendum. Þessir gaukar ætka ekki að eyða peningum að viti i felagið sem mun skila ser i meðalmennsku eins og þeirra hafnarboltalið Boston Red Sox et í utan við einn bikar arið 2003 ef eg man rett. Til þess að na arangri i iþrottum i dag þarf að eyða helling af peningum, Henry ætlar greinilega ekki að gera það svo meðalmennskan er og verdur okkar afram.

    Ohh hvað eg hata að vera pullari nuna siðustu arin, liklega lelegasta akvorðun lifs mins en henni verdur þvi miður ekkert breytt heðan af. Eg vona að Henry lati mig eta þetta allt ofan i mig en likurnar eru honum ekki i hag svo einfalt er það.

    Èg vil nyja eigendur sem làta verkin tala en ekki eigendur sem ljuga og tala utum rassgatið a ser….

  29. Gangi Gylfa vel hjá totturum.

    Shelvey á eftir að blómstra í vetur og sýna að peningunum var betur varið í öskufljóta kantmenn.

    Erum við ekki annars að fara að kaupa öskufljóta kantmenn?

  30. Grínlaust drengir. Haldið þið virkilega að Gylfi sé einhver mælikvarði til að nota á LFC eða FSG? Gylfi valdi Tottenham so be it. Persónulega gæti mér ekki verið meira sama út frá hagsmunum LFC. Svona svipaðar áhyggjur og ef Björk tilkynnti að hún væri að skipta um hárgreiðslumeistara. Ég hef meiri áhyggjur af því að Jónsi í Svörtum fötum sé að fá skalla en að val Gylfa skipti einhverju máli til lengri tíma fyrir okkur. Nóg af mönnum segi ég!

    Það er klár barnaskapur að halda það að ef Brendan hefði talið úrslitaatriði að Gylfi kæmi hefði FSG verið einhver fyrirstaða. Brendan er í allt öðrum málum, með allt annað eyðslufé og með allt annan og faglegri stuðning en hjá Swansea. Það stappar síðan geggjun næst að tala Brendan niður en Boas garminn upp! Rakka LFC niður en hæpa Tottenham upp! Er ekki allt í lagi?

    Þú þarft að vera fáviti til að átta sig á að hér er algjörlega um ólíkar stærðir að ræða efnahagslega og hvað alþjóðlegt clout varðar. Engum nema Liverpool aðdáanda í tilvistarkreppu myndi detta í hug að bera þessi tvo félög saman hvað varðar sögu, styrk og framtíðarmöguleika. Get a life!

    Svona er þetta sem betur fer. Gylfi eða ekki Gylfi hefur nákvæmlega ekkert með það að gera að LFC sé á niðurleið eða að Brendan sé ekki með mójó. Þvert á móti að mínum dómi.

    Vitanlega gegnir öðru máli verandi Íslendingur. Sem slíkur vildi maður gjarnan sjá jafn efnilegan leikmann og Gylfa spila fyrir okkar félag. Finna stemminguna og þjóðarstoltið hríslast niður hrygginn þegar landi minn klæðist rauðu treyjunni.

    Við Íslendingar erum engir stórframleiðendur góðra knattspyrnumanna. Þá sjaldan einn slíkur kemur fram missa menn nánast þvag. Yfirleitt samt að ástæðulausu.

  31. 31: Þeir hafa reyndar ekki nýst okkur vel hingað til. But this time…

  32. Viðar 29 ertu ekki aðeins að missa þig hvað vitum við nákvæmlega um það hvað LFC og BR hafi haft mikinn áhuga á Gylfa þetta er ekki beint staðan sem liggur mest á að styrkja, og þó ég hefði virkilega viljað sjá Gylfa koma þá vil ég frekar missa af honum og fá mjög góða kantara en fá Gylfa og þurfa að horfa uppá Henderson á hægri kantinum annað seasonið.
    Þó ég sé ekki 100% vissum eigendurnar lengur þá vil ég nú gefa þeim séns allavegna framá haustið þeir geta enn komið með góð kaup ennþá sem fá flesta LFC aðdáendur til að gleyma Gylfa (þó góður sé).

  33. Takk Làki.

    Við þurfum ekki Guylfa…við þurfum kantmenn. Fljòta kantmenn. Eins og Downing en samt ekki þvì þeir þurfa að kunna fòtbolta.

  34. Ég tek það fram að mér er alveg drullu sama þó svo að Gylfi komi ekki. Hef ekki það miklar mætur á honum að hann hefði eitthvað komið okkur í betra stand en við erum í. En ég hef hins vegar enga trú á því að fsg eigi eftir að styðja BR á leikmannamarkaðinum í sumar. Ég held við séum komnir í annað H&G ævintýri.

  35. 18 í hversu löngu fríi var Luis Suarez í síðasta vetur sá ekki hann koma sterkan til baka…….

  36. Sammála 32! Af hverju getur Gylfi ekki verið heiðarlegur í viðtölum og sagt sannleikan ??? er búinn að lýsa því yfir oftar en einu sinni hvað hann er hrifinn af Brendan R. og hans leikstíl, hann( BR ) hefði gefið sér séns og allt það kjaftæði þannig að það væri frábært að vinna með honum aftur ( áfram ). í einhverju blaðinu sagði gylfi í dag að það væru svo margir heimsklassa leikmenn í Tottenham, þess vegna hefði hann valið þá, undir hvað flokkast leikmenn eins og Gerrard,Suariz,Agger,Reina,Johnson,Leiva og fleiri????. gylfi vertu heiðarlegur og seigðu satt og rétt frá í viðtölum þetta snýst um PENINGA HJÁ ÞÉR og ekkert annað. Ég er ánægður að eigendur LFC ganga ekki að kröfum einhverja gutta frá Íslandi frekar en Öðrum löndum um BULL laun það er komið Nóg.
    YNWA.
    P.S
    Það er nóg til að mun betri kostum en gylfi fyrir mun minni pening, og munu sætta sig við mun minni LAUN.

  37. 4 sólarhringir búnir af félagsskiptaglugganum og menn strax byrjaðir að væla og úthúða eigendunum og fleirum. Eigum við ekki að róa okkur aðeins, það er nóg eftir af glugganum…ég myndi skilja þetta ef að það væri kominn ágúst og ennþá ekkert að gerast en fyrr má nú rota en dauðrota.

    Ég vona bara að við kaupum Gaston Ramirez. Flottur 21 árs leikmaður sem skoraði 8 mörk í deildinni fyrir Bologna og getur bæði spilað fyrir aftan framherja og á kantinum. Auk þess er hann Úrugvæi sem ætti að sóma sér vel með landsliðsfélögum sínum Suarez og Coates.

  38. Óska Gylfa til hamingju með þennan árangur. Hefði svo sannarlega viljað fá hann til Lfc. en get ekki annað en samglaðst honum yfir því að hafa staðið frammi fyrir þessu vali. Ákvörðun hans hefur grundvallast á svo mörgu sem við höfum ekki hugmynd um að það er aðeins til að æra óstöðugan að velta sér eitthvað frekar upp úr þessu. Að sama skapi er ómögulegt að lesa nokkuð í þá ákvörðun félagsins að reyna ekki meira en þeir gerðu við að landa Gylfa. Fyrir því geta legið margar ástæður.

    Ég mun alla vega anda rólega næstu dagana og sjá hvernig framvindan verður áður en ég afskrifa eigendurna eins og sumir hér virðast gera. Ætla nú að leggjast á koddann, rifja upp ánægjulega minningar frá Istanbul, og síðan láta mig dreyma stóra drauma í nótt.

  39. Fór aðeins að skoða þennan Gaston Ramirez og viti menn.. þarna er gaurinn sem við þurfum! Hann er með flottan vinstrifót, góðan hægrifót, flotta tækni, snöggur, getur skallað boltann( er sirka 183-184 á hæð (fer eftir takkaskóm 😉 )) og hann getur spilað flest allar stöður á helmingi andstæðingsins..

    Hann er kanski ekki með aukaspyrnutækni og hornspyrnutæknina sem Gylfi býr yfir.. en hann er miklu betri á öðrum sviðum.. við erum með menn eins og Gerrard,Adam,Shelvey,Henderson og J.Cole til að taka horn og aukaspyrnur 🙂

    Ég hef mikla trú á stefnu FSG og treysti BR 100% til þess að ná því besta úr þeim strákum sem eru hjá Liverpool nú þegar, vonandi mun hann ná í 1-3 góða fótboltamenn til viðbótar.

    Ég mun ekki vera svartsýnn nema við séum í 10.sæti um áramót…

  40. Spurning um að menn fari að hægja all verulega á sér talandi ílla um Gylfa útaf því að hann kom ekki til Liverpool. Við vitum ekki hvað LFC bauð honum vs hvað Tottenham bauð honum lífið snýst um PENINGA like it or not…. Og menn að tala um að Henry sé eins og G&H Slakið á og leyfum sumrinu að klárast áður en menn fari að tala um peningastefnu FSG sem þeir hafi ekki hundsvit á, eru þið búnir að sitja á stjórnarfundi eða ? Come on grow up !
    YNWA

  41. Hvernig væri nú bara að hætta að tala um Gylfa og fara að tala um eitthvað annað?
    Hann fór annað, punktur og basta.
    Ef ég sé nafnið hans Gylfa í commenti þá nenni ég ekki einu sinni að lesa það 🙂

  42. Málið er frekar einfalt í mínum einfalda haus. Ég vill að menn sem koma til Liverpool virkilega vilji spila fyrir félagið og stuðningsmennina,það vildi Gylfi greinilega ekki og verði honum bara að góðu og gangi honum vel en Tottenham verr en Liverpool!

    Slökum síðan aðeins á að drulla yfir eigendurna sem björguðu klúbbnum okkar frá gjaldþroti og jafnvel falli um deild (skoðiði bara Rangers málið)

    Ég vill frekar að menn gefi sér tíma og frekar redevelopi Anfield og fái meira fyrir hvert sæti í staðinn fyrir að steypa klúbbnum í einhverja skuldasteypu með nýjum velli hvissbangbúmm.

    Styðjum félagið okkar og hættum að væla eins og saumaklúbbskellingar.

    YNWA

  43. EF Liverpool fær sér Íslending þá gætu þeir skoðað Kolbein Kárason í framlínuna og Birkir Bjarnason. Það eru menn sem gætu báðir náð mjög langt…Annars vonar maður að Liverpool sé ekki alveg búið að missa aðdráttaraflið á góða leikmenn, manni fannst Gylfamálið lykta af slíku…

  44. Rosalegur bölmóður er í gangi hér!!!

    Mér finnst orðið tímabært að stjórnendur og eigendur síðunnar gefi aftur þann möguleika í þumlakerfi hér að hægt verði að gefa niðurþumlun á ummæli svo þau sjáist ekki því þörfin er svo sannarlega komin upp aftur eftir að menn eru að tapa sér í neikvæðni og niðurrifi.

  45. Ekki úthúða mér alveg en mig langar aðeins að skoða hvað við eigum fyrir hjá klúbbnum í svipaðri eða hreinlega nákvæmlega sömu stöðu og Gylfi kæmi líklega til með að spila í hjá Liverpool. Sama hvað mönnum finnst um það eða hversu leiðir þeir eru á því þá inniheldur sá listi klárlega menn eins og Aquilani og Joe Cole. Eru þeir minni nöfn eða verri leikmenn en Gylfi?

    Staðan á Aquilani er í dag afskaplega svipuð og hún var fyrir ári síðan. Hann er á það góðum launum að við hálfpartinn sitjum uppi með hann en hver veit hvort núna sé komið þjálfarateymi á Anfield sem getur hugsað sér að nota hann? Eins er spurning hvort hann gefist upp á að reyna fyrir sér á ítalíu?

    Þegar hann fór á láni 25 ágúst gaf Dalglish þessa útskýringu sem ég kaupi ekki alveg reyndar:

    Liverpool manager Kenny Dalglish paid tribute to Aquilani on his departure, stating that the only reason for the loan was an inability to fit the player into the team’s preferred formation

    Það hefur verið frekar ósanngjörn umræða um Aquilani (sem leikmann) meðal púllara, hæfni hans dregin í efa þar sem lánsliðin hafa ekki viljað kaupa hann af loknum lánstímanum og hann sagður lítið annað en meiðslahrúga.

    Fyrir það fyrsta þá er vissulega stærsta ástæðan fyrir því að hann náði ekki að fóta sig hjá Liverpool sú að hann var meiddur og meiddist enn meira strax og hann kom. Fyrir utan að hann átti að fylla skarð Alonso án þess að vera í formi og í liði þar sem allt var í leið í bál og brand. Ekkert óskiljanlegt að honum hafi langað heim aftur.

    Ári seinna er allt gert til að spara pening og við lánum Aquilani af illskiljanlegum ástæðum til Juventus á Ítalíu. Þetta er ekkert smálið neitt, hann fór til Juve, spilaði þar 32 leiki, var 3. bestur í heppnuðum sendingum á Ítalíu en fékk ekki flutning yfir til þeirra því þeir vildu ekki borga þær 14.m sem samið var um fyrir lánssamninginn og eflaust ekki borga honum laun í líkingu við það sem hann var að fá hjá Liverpool. Jafnvel þó við værum svo góðir að ekki bara losa þá við heldur borga fyrir Poulsen!

    Fyrir næsta tímabil komu skilaboð um að hann væri í plönum Dalglish og guð minn góður hvað hann hefði nú getað notað hann yfir veturinn. Hann fékk þó annan bölvaðan lánssamninginn og nú við AC Milan sem er heldur alls ekkert smálið neitt og nokkurnvegin það sama gerðist. Hann lenti núna í smá meiðslum og spilaði bara 22 leiki, aðallega til að fylla ekki upp í kvóta leikja sem myndu skylda AC Milan til að kaupa hann. M.ö.o undanfarin tvö tímabil hefur Aquilani spilað með betri liðum en Liverpool hafa verið undanfarin ár. Hann er ekki verri leikmaður en það.

    Meðan hann er ennþá á mála hjá Liverpool er hann leikmaður sem kemur til greina í plönum Rodgers og hann spilar sömu stöðu og Gylfi Þór. Því spyr ég hvort mynduð þið frekar vilja hafa 28 ára gamlan Aquilani eða Gylfa Þór í Liverpool á næsta tímabili?

    Ég geri auðvitað fastlega ráð fyrir því að hann fari frá okkur og við þá styrkjum þessa stöðu í staðin, en ef ekki þá held ég að þetta sé leikmaður sem gæti passað afar vel í leikstíl Liverpool og raunar held ég að það hafi átt við síðasta tímabil líka. Liverpool í dag lítur a.m.k. töluvert öðrvísi út heldur en þegar hann kom fyrst og ég útiloka hann alls ekki strax.

    Joe Cole gæti einnig spilað í ekki svo ósvipuðu hlutverki og við værum að kaupa Gylfa í og það hefur nú þegar verið gefið út að hann ætli ekki aftur til Lille þar sem Rodgers vilji fá hann til Liverpool. Hversu mikið til er í því veit ég ekki en hann þekkir leikmanninn og hann var að spila 32 leiki í fyrra í liði sem var líklega ekki mikið verra en Liverpool síðasta tímabils. Ef hægt er að losna við hann af launaskrá verður hann líklega seldur en meðan hann á tvö ár eftir af þessum samingini kæmi mér ekki á óvart að sjá hann hjá Liverpool í vetur. Minni trú á honum samt heldur en Aquilani,

    En aftur, er Joe Cole minna nafn heldur en Gylfi Þór þá meina ég verri kostur sem leikmaður fyrir næsta tímabil? (Ég myndi btw. frekar vilja Gylfa en Cole er a.m.k einn af kostunum sem við eigum nú þegar og alls ekkert fyrsti kostur).

    Charlie Adam er annar sem leysir mjög svipað hlutverk og Gylfi og er á mála hjá Liverpool nú þegar. Ætla alls ekki að útiloka að Rodgers nái mun meiru út úr honum og noti hann framar (og verndi hann betur) á miðjunni þannig að hann fái meiri tíma. Hann er búinn með fyrsta tímabilið hjá Liverpool og þannig vonandi búinn að ná úr sér mesta skrekknum.
    Enn og aftur er hann minna nafn heldur en Gylfi? Það á auðvitað við frá áramótum en ef við horfum lengra aftur í tímann en það?

    Jonjo Shelvey er einn sem við ættum ekki að útiloka heldur þó líklega séu 1-2 tímabil í að við vitum hvort hann verði leikmaður Liverpool til framtíðar eða ekki. Hann ætti a.m.k. að komast í hóp í vetur og fá einhverjar mínútur.

    Suso er annar ungur og gríðarlega efnilegur leikmaður sem ætti að fá sénsa hjá Rodgers á næstu árum og spilar sömu stöðu. Rafael Benitez sem keypti kappann sagði þetta m.a. (í dag) um þann leikmann.

    Also keep your eye on Suso, the Liverpool player who will now be playing for Spain Under-19s at their European Championship. I tell you, he has promise.

    Henderson, Lucas og Spearing tel ég ekki með enda leikmenn sem ég held að spili ekki alveg sömu stöðu og Gylfi Þór en vissulega miðjumenn á mála hjá Liverpool.

    Þá eru eftir a.m.k. tveir aðrir sem væru að keppa við Gylfa um stöðu. Annar er Maxi sem væntanlega fer frá okkur og er klárlega í dag verri kostur en Gylfi.

    Hinn er þessi Steven Gerrard þarna. Ég veit ekki alveg hvaða hlutverki hann á að gegna á miðjunni hjá Rodgers en á næsta tímabili sé ég nú fyrir mér að hann verði í ekki svo ýkja ósvipaðri rullu og Gylfi væri að fá.

    Þannig að himin og jörð eru kannski ekki alveg að farast þó klúbburinn hafi ekki borgað það sem þurfti til að fá Gylfa Sig? Það er að mínu mati a.m.k. fullkomlega skiljanlegt að byrjað sé á því að koma framtíð a.m.k. þriggja vel launaðra manna sem spila svipað hlutverk innan liðsins á hreint áður en bætt er einum enn við í hálfgerðu verðstíði við annað gott og fjársterkt lið.

    Þeir leikmenn sem koma til greina í hlutverk fremsta miðjumanns hjá Liverpool, það sama og Gylfi spilaði hjá Swansea eru semsagt:
    Gerrard
    Aquilani
    Adam
    Hugsanlega Cole og Maxi
    Shelvey
    (Suso)

    Þetta er allavega lengri útgáfan af hverju sumir okkar telja ekki bráðanauðsyn á leikmanni í þá stöðu sem Gylfi spilar þó flestir hafi verið sammála um að vilja fá Gylfa til Liverpool.

    Áhugi stuðningsmanna var þó samt ekki meiri en svo að 88% lesenda Echo voru á því að félagið ætti ekki að ganga að launakröfum Gylfa þegar talað var um að hann vildi meira en Liverpool vildi borga. Sýnir kannski að áhugi á þessum leikmanni var ekkert yfirþyrmandi fyrir utan landsteinana þó vissulega hafi hann verið þó nokkur.

    Óska Gylfa alls hins besta hjá Spurs nema gegn okkur auðvitað þó ég voni nú að Spurs hiksti hressilega.

    Að lokum varðandi Arsenal menn þá vill ég byrja á því að óska þeim til hamingju með að Gylfi Þór fór ekki til Liverpool, virðist vera þeim mikið hjartans mál og verður vonandi auðveldara fyrir þá að styðja hann hjá….Tottenham.

    Varðandi Van Persie skil ég ekki stressið…það er lausn á öllum vanda
    https://twitter.com/AnfieldMatt/status/220653362864066560/photo/1

  46. Skrtel #48 – Kolbeinn Kára… Valsarinn? Er hann að fara að ná langt í Liverpool??? 🙂

  47. Nr.55

    Tökum kast í næstu viku (þriðjudag). EÖE er á landinu og ætlum við því að vera allir saman í þetta skiptið og auðvitað nýta tækifærið til að knúsa EöE almennilega.

  48. Liverpool hefur bara ekkert að gera með gylfa. Vonandi gengur tottenham með hann innanborðs eins illa og mögulegt er í deildinni, og öllum öðrum keppnum.

    Það eru allir á Íslandi að afsaka þessa ákvörðun hans, (nema Logi Ólafs). Þetta minnir mig bara á steve mcmanaman hér um árið.

    gylfi veit ekkert um AVB , hefur ekki einu sinni talað við hann, bara stjórnina. hversu heimskt er það. Eltu gullið, ég hélt að þú værir skynsamur leikmaður, en það er víst ekki raunin, en BR vildi þig ekki mikið eftir allt, I wonder why ?

    YNWA

  49. Hvaða leiðinda skítkast er þetta útí Gylfa hjá sumum hérna? Hann valdi Tottenham og ég skil hann vel, Sennilega hafa þeir boðið betri samning þó enginn okkar viti í raun neitt um það. Ef ég væri að taka þessa ákvörðun hefði það að búa í London í stað Liverpool spilað inní. Og svo nátturlega að fá að spila í holunni með Bale og Lennon stthvoru megin við sig í stað hvað Downing og ???

  50. Eitthvað er ég nú ekki að deila áhyggjum pistlahöfundar á því að klúbburinn sé að klúðra málum með að styðja ekki BR í kaupum á Gylfa. Held að komment Babu hér að ofan lýsi þessu ágætlega og fátt meira um það að segja. Gylfi fær án efa meiri spilatíma hjá Spurs og fagna ég því þegar íslenskur strákur fær svona tækifæri hjá stærri klúbbum í Englandi. Skiptir mig litlu hvar viðkomandi spilar svona sem Íslendingur. Skil þetta svo að fyrst Gylfi var á lausu þá hefðum við keypt hann ef annað lið hefði ekki blandað sér í baráttuna um hann og ýtt upp verði og kostnaði við leikmanninn. Við þurfum að styrkja okkur á öðrum vígstöðum eins og marg oft hefur verið bent á.

    Vissulega hefði það verið gaman fyrir okkur að hafa landa okkar spilandi í aðalliðinu en eins ítarlega og það hefur verið rakið hér af Babu og fleirum þá er stundin núna ekki sú rétta fyrir t.d. Gylfa og Liverpool.

    Eins og sjá má á skirfum mínum þá fagna ég því að Gylfi sé kominn fyrir fult og fast í EPL. Þeir sem hingað koma og drulla eitthvað yfir drenginn eru örugglega bara einhverjir að tröllast í okkur og þ.a.l. ekki marktækir enda plebbar 🙂 Ég vona að Gylfi eigi eftir að skora fullt af mörkum fyrir Spurs, bara færri en við, og ég vona að Spurs nái langt í deildinni á næsta tímabili, bara sæti neðar en við.

  51. Þetta sýnir bara í hvaða stöðu Liverpool er komið fyrst það er svona erfitt að sannfæra einhvern Íslending að koma til liðsins. Þetta er eitthvað sem við verðum að sætta okkur við á meðan ekki næst betri árangur. Er ekki mjög bjartsýnn á að félagið nái til sýn heimsklassa leikmönnum í sumar…

  52. Sorry Kristján Atli, mér finnst eitt af því sem þú setur fram í pistlinum algjörlega út í hött, nema þú búir yfir einhverjum svaðalegum innanbúðarupplýsingum sem við höfum ekki.

    Hins vegar er ég óhress með að klúbburinn skuli hafa klúðrað samningaviðræðum við leikmann sem Brendan Rodgers var búinn að tjá sig opinberlega um og nánast staðfesta að væri fyrsta nafn á blaði hjá sér í sumar

    Ég er bara hvergi að sjá eða lesa það út að Gylfi hafi verið fyrsta nafn á blaði hjá honum í sumar, hvað þá að það sé nánast staðfest. Mér finnst þessi hystería í kringum eitt stykki leikmann, vegna þess að hann er frá Íslandi, svo yfirgengileg að ég bara næ hreinlega ekki upp í þetta lengur.

    I wanted to sign him for Swansea but, like I’ve said to him and his representatives, that has to be his first port of call. If he comes into the market for whatever reason – and I’m sure there’ll be a number of clubs interested in Gylfi – then of course I would like to be in a position to put our case here at Liverpool to sign him. But I’ve always said, I think he’s a player Swansea have had an agreement with and they have to have every chance to try and sign him. That’s only right. If anything changes from that, we’ll look at it from there.

    Þetta eru ummæli Brendan Rodgers um Gylfa Sigurðsson. Ég hef ekki séð listann hjá Brendan þar sem hugsanlegum leikmönnum er raðað í forgang. Samt eru menn tilbúnir til þess að tala um klúður hjá klúbbnum og ég veit ekki hvað og hvað. Gæti ekki kannski verið oggulítið hugsanlegt að FSG hafi verið tilbúnir til þess að bjóða sama pakka og Gylfi fær hjá Tottenham, en Brendan fundist pakkinn of dýr og vilji eyða honum í annað? Halda menn hér á Íslandi að Brendan Rodgers sé svo blindaður af ást til Gylfa að þetta sé bara hann einn á móti öllum hinum sem leyfðu honum ekki að kaupa nammið sitt á laugardegi?

    Klúðra menn samningavirðræðum ef menn neita að hækka boð sitt umfram það sem menn telja viðkomandi vera virði? Nei, held ekki. Þó svo að við hér á klakanum höfum frétt mest af málum Liverpool sem tengjast Gylfa Sigurðssyni, þá ættu menn nú að vita það líka að það er margt annað í gangi á sama tíma, en sem betur fer hafa menn náð að gera hlutina í sæmilegu næði.

    Annars er ég svo hjartanlega sammála Babú og honum Guderian hér að ofan í sínum pistlum. Eins og áður hefur komið fram, þá er ég gríðarlega ánægður að þessi farsi sé kominn á endastöð. Mér er nákvæmlega sama hvar Gylfi Sigurðsson spilar á næsta tímabili og mér er í rauninni algjörlega sama hvernig þetta gengur allt hjá honum og Tottenham (bara ef okkar menn sigra þá á öllum vígstöðvum). Það eina sem skiptir mig máli í þessu samhengi er Liverpool Football Club.

    Mér finnst það líka fáránlegt að setja hlutina svona fram eins og Viðar gerir hér að ofan. Þó svo að eigendur okkar hafi ekki verið að dæla inn ótakmörkuðum upphæðum í leikmenn og leikmannakaup, þá er algjör svívirða að líkja þeim við trúðana Gillett og Hicks. Eins og fram kemur hér að ofan, gera menn sér ekki lengur eina einustu grein fyrir því að við vorum “korteri” frá því að fara í svipaðan pakka og Glasgow Rangers eru í núna? Það hegða sér margir eins og illa spoiled kids þessa dagana þegar kemur að leikmannakaupum. Menn verða bara að átta sig á því að City og Chelsea aðferðin, það er hún sem er afbrigðileg, ekki hinar.

  53. Fínt innlegg hjá Babu, þó ég reyndar sé með enn meiri vibba á Aquilani umræðu en Gylfa. Það er 1000% ljóst að Aquilani vill ekki spila á Englandi, fjölskyldan hans hefur ekki verið þar með honum og hann reynir allt til að komast þangað. Það er því ansi tvísagað að vilja ekki Gylfa því hann vill fara til Spurs en tala svo um að vilja halda Aquaman. Aqua er fínn leikmaður en á meðan að höfuð hans er ekki í enskum bolta þá höfum við ekkert við hann að gera, alls ekki nokkurn skapaðan hlut. Mér sýnist á slúðrinu um Gaston Ramirez að Aqua sé inni í tilboði okkar til þeirra og það væri hið besta mál. Löngu kominn tími á að eyða þessari umræðu, Rafa var í vanda peningalega og tók þessa wildcard-ákvörðun um Aquilani, treysti honum einu sinni ekki almennilega sjálfur og svo bara leið Alberto ekki vel. Hleypa honum heim takk!

    Hins vegar er ég algerlega sammála öðru í innleggi hans um þá leikmenn sem geta leyst miðjustöðurnar okkar.

    En LFC og Rodgers virðast þó vera á því að þurfa AM-C leikmann því Gaston Ramirez spilar langbest í þeirri stöðu. Munurinn á honum er þó að hann gæti spilað kantstöðurnar eins og Brendan lagði upp með.

    Svo er það annað mál sem vert er að skoða en það er að Liverpool FC ætlar sér að lækka launakostnað hjá klúbbnum og því er ekki bara hægt að velta fyrir sér hverja við ætlum að kaupa, heldur líka hverjir hverfa frá klúbbnum.

    Kuyt og Aurelio eru farnir, en það þarf meira til. Þess vegna verðum við líka að velta fyrir okkur hvaða leikmenn eru dýrir miðað við þann spilatíma sem þeir munu fá. Joe Cole? Maxi? Downing? Hvað með yngri mennina sem lítið hafa fengið hingað til? Pacheco? Flanagan? Jafnvel Spearing?

    Efni í nýjan pistil sennilega…

  54. Hvort vilja menn frekar eignendur sem eyða hóflega og halda liðinu í deildinni (áður en allir brjálast, þá tek ég bara svona til orða) eða eigendur sem taka lán fyrir öllum kaupum (H&G) sem verður til þess að klúbburinn verður gjaldþrota eins og Rangers og verður dæmdur niður um deild í BESTA falli…?

  55. Skiptir varla miklu hvort þetta er leiðandi spurning eða ekki, enda setti ég hana ekki fram til að fá einhver svör, held að allir viti svarið.

  56. Það er því ansi tvísagað að vilja ekki Gylfa því hann vill fara til Spurs en tala svo um að vilja halda Aquaman.

    Þetta er bara ekkert það sem ég var að segja. Hvort sem okkur líka það betur eða verr og meira að segja hvort sem Aquilani líkar það betur eða verr þá “sitjum við uppi með hann” og meðan hann vill þessi laun sem hann fær hjá Liverpool þá situr hann uppi með okkur. Snýst ekkert um að vilja hann frekar en Gylfa heldur að meðan við eigum hann þá er ekki eins mikil þörf á Gylfa. Ef eitthvað er þá er Aquilani betri leikmaður og hefur gert mun meira í boltanum.

    Eins og ég sagði, hann fer mjög líklega / vonandi frá klúbbnum og þá losnar stór staða á launaskrá. En meðan síminn stoppar alveg hjá umbanum hans þá er hann leikmaður Liverpool og hver veit hvort að staðan hjá honum sé öðruvísi núna og Liverpool meira spennandi verkefni en honum bíðst í sínu heimalandi? Ég hef ekki talað við hann nýlega eða fjölskyldu hans og get ekkert fullyrt um það hvað þau vilja.

    Hann hefur undanfarin ár farið til Juventus og AC Milan og satt að segja hefðu allir leikmenn í sömu stöðu og Aquilani gert það sama undanfarin ár, hvort sem þeir væru ítalskir eða ekki. En ég trúi ekki að það eigi að lána hann enn eitt árið, frekar vill ég að Liverpool noti hann.

    Tek annars undir með Steina hér að ofan, sérstaklega áhugavert að sjá quote-ið í BR þar sem hann var spurður út í Gylfa fyrir um mánuði. Hljómaði alls ekki eins og ómissandi 1. kostur.

  57. Er búinn að lesa öll commentin við þennan þráð og alltaf eru sömu mennirnir málefnanlegir en aðrir einfaldlega móðursjúkir því að þeir fengu ekki ósk sína uppfyllta með því að bæta Íslendingi í liðið.
    Ég var einn af þeim sem vildi fá þennan margumtalaða leikmann en fer ekki á það sig að þurfa sálfræðing eftir að hann gengur til liðs við Tottenham, alveg fáránlegt að hugsa svona. Eins og var komið að orði hér að ofan, væri þessi umræða um þennan leikmann á þessu stigi ef þetta væri Norðmaður eða Dani? Nei, ég held ekki og finnst presónulega að þrýstingurinn sé norðinn allt of hár hjá mörgum hér sem sjá ekkert nema eitt stórt svarthol í framhaldi af því að Íslendingur var ekki keyptur.

    Hugsaði nákvæmlega það sama og Babu skrifar hér að ofan þegar að ég var að slá í gærkvöldi, erum við ekki með nógu marga kandídata í þetta hlutverk sem hann hefði spilað í? Og viti menn, niðurstaðan var sú sama og hjá Babu….við eigum helling af mönnum sem geta leist þessa stöðu jafn vel eða betur.

    Núna bíður maður rólegur eftir því hvað verður gert á leikmannamarkaðinum næstu vikurnar en ég er alveg viss um það að við fáum ekki stór nöfn inn en ekki voru menn eins og Hernandez, Modric og Adebayor stór nöfn fyrir.

    YNWA – Rogers we trust

  58. Ég held að menn þurfi stundum aðeins að fara að taka pillurnar sínar hérna.

    Gylfi er ekki upphaf eða endir þessa klúbbs. Hann er frekar mikið wildcard og 8m punda eru töluvert mikið fyrir wildcard. Liverpool á fullt af wildcards í varaliðunum sem hafa aldrei fengið sénsinn. Gylfi fékk sénsinn og notaði hann. Þetta er ótrúlega oft spurning um að fá sénsinn. Vona að Gylfi eigi eftir að bæta sig mikið hjá Tottenham, þó það viti það allir að hann á ekki eftir að snerta verðlaunapening þar á bæ.
    Ekki vanmeta Arsenal in the long run. Þeir byggðu Emirates stadium fyrir 360 milljónir punda og eru því með frekar tight budget. Þeir hafa því tvo valkosti. Bjóða lykilmönnum stjörnuháa samninga til að halda þeim. Eða selja þá fyrir fúlgur fjár. Þeir hafa valið að selja þá og sparað þannig launakostnað og haft tekjur af sölunni og borgað niður skuldir v. Emirates. Samt komast þeir alltaf í CL og vinna aldrei neitt .. þannig hefur þetta verið í 10 ár. Þeir eiga eftir að koma mjög sterkir til baka síðar meir þegar þeir hafa meiri peninga.
    Sleppum þessari Aquilani umræðu. Maðurinn er ekkert nema viðskiptasamningur, þar sem við komum út á núlli. Við kaupum hann … við leigjum hann í 2-3 season og seljum hann svo … þetta borgar nærri allt kaupverðið og við getum bara gleymt þessum gæja.
    Ekki afskrifa BR eftir 2 æfingar hjá liðinu. Gefum honum allavega leik þangað til þið viljið skipta honum út.
    Þriðji búningurinn er ekki flottur … þó við setjum upp öll pörin af Liverpool gleraugunum okkar, þá er hann samt alveg hreint ógeðslega ljótur 🙂

  59. Nr. 67 biðst sáðláts á því að ekki sé hægt að setja greinarskil í þetta kommentakerfi.

  60. Afsakið flood-ið … ég gleymdi einu…

    Ég vil líka benda á það að það er ekki mikil hefð fyrir því að Liverpool kaupi leikmenn í júní. Á síðustu 4 árum hafa þeir verið samtals þrír. 2007: Lucas – 2009: Johnson – 2010: Shelvey

    Aðrir leikmenn hafa komið í júlímánuði. Það eru 4 dagar búnir af júlí og 17 þar til að pre-season hefst. Við skulum gefa BR og félögum hans smá tíma til að vinna áður en afskrifum næsta season.

  61. Snilldarinnlegg hjá SSteinn #60 og Babu og Guderian líka með marga magnaða punkta. Ég hef ekki við miklu að bæta en vil þó minna á að eigendur liðsins eru nýbúnir að reka nánast “einkason” Liverpool, sjálfan King Kenny fyrir að hafa ekki komið liðinu í CL. Ef einhverjir halda að nú taki við metnaðarleysi og að BR fái að komast upp með að skila liðinu ekki þangað…þá grunar mig að menn og konur þurfi að fara að taka lýsið sitt og fá meira súrefni fyrir bæði heilahvelin.

  62. Djöfull væri ég til í eins og eitt stykki podcast fljótlega. Er eitthvað að frétta af þeim málum?

    Innskot: sjá ummæli 55.

  63. Amen til Babu og SSteinn.

    Eina ástæða þess Gylfi hefði átt að koma til Liverpool er að hann var yngri leikmaður með mikla hæfileika sem og hann var fínt rúnk fyrir íslenska liverpool stuðningsmenn.

    Ég held að næsta tímabil ætti að vera styllt upp svona hjá okkur:

    Reina

    Johnson – Skrtle – Agger – Enrique/???

    ?? – Lucas – Gerrard – Downing/Bellamy/??

    Cole/Aquilani

    Suarez

    Svo eigum við fullt af leikmönnum sem bakka þessa menn upp. Ég vil helst sjá 1-2 vængmenn sem færu beint í byrjunarlið og jafnvel vinstri bakvörð. Svo væri fínt að finna einhvern framherja sem kostar ekki mikið en getur spila einhverja leiki til að hvíla Suarez og Carroll. Finnst við því miður ekki eiga framherja í akademíuni sem lofar neitt sérlega góðu.

    Svo finnst mér samlíkingin við FSG og G&H í meiralagi fáranleg! Það er hægt að skoða allt frá strúktúrnum sem er verið að byggja upp til efnahagskrísu í heiminum að þetta meikar ekki sens.

    Ég held einnig að næsta jólagjöf Liverpool klúbbsins ætti að vera tími í slökunarnuddi og borði sem stendur á Þolinmæði er dyggð.

    Lets just chill out!

  64. Brendan Rodgers: “I believed playing football would be most important to him (Sigurdsson) but obviously it was important financially.I knew what the market was and I wasn’t prepared to pay anything over what I agreed to pay before.”

  65. Vill ekki trúa því að nokkur hér vilji spila leikmanni sem “við sitjum uppi með”…það á að gera allt til að losna við þá leikmenn sem líður ekki vel hjá klúbbnum, einhver sneið um að ræða það “við fjölskyldu” er ekki alveg eitthvað sem ég skil, þetta hefur verið sagt síðustu tvö sumur og þangað til fyrir nokkrum dögum talaði umbinn hans um að Aqua vildi spila á Ítalíu.

    Núna er sá munnræpugaur farinn að tala um að þeir “vilji fá strax að vita hvaða hlutverk Aqua á hjá Liverpool”. Já sæll vinur, þú veist að það er að koma nýr stjóri er ekki?

    Svo er það stór spurning hvernig bæði Aqua og Cole koma út ef að Rodgers stillir upp sömu taktík og hann gerði hjá Swansea. Það eru fæstir held ég sem átta sig á því að eitt af því sem Gylfi hefði komið með á diskinn er fínn hæfileiki hans í pressuvörn framarlega á vellinum og mér skilst á þeim sem hafa séð Gaston Ramirez að þar fari líka maður sem er góður að pressa. Það er lykill í leikkerfinu sem Swansea spilaði og þar set ég t.d. stórt spurningamerki við Aquilani.

    Ég vona, eins og Babu, að við seljum Aqua og lækkum þar með laun hans sem eru fáránlega há miðað við getu hans – það er bara einn á vitlausari samningi hjá klúbbnum og það er Joe Cole. Mögulega er þó hægt að horfa til hans þar sem hann getur leikið úti á kanti auk AM-C. En ef einhver er til í að taka við samningnum hans þá auðvitað eigum við að selja hann.

    En svo rakst ég á twitterfærslur Didi Hamann áðan sem fullyrða að við getum ekki keppt um stóra bita á markaðnum, kannski eigum við að hætta að láta okkur dreyma um leikmenn sem eru nú þegar tilbúnir og verða þolinmóð áfram. Kannski eru það bara Moses og Davies í sumar…

    En MIKIÐ vona ég ekki!!!

  66. Wake up and smell the fucking coffee – Okkur vantar vængframherja
    Ég er virkilega ánægður með að Gylfi blessaður var ekki keyptur. Af hverju, jú af þvi okkur vantar vængframherja. Menn sem eru hraðir, geta tekið menn á, brotið upp leikinn, búið til eithvað óvænt þegar þörf er á því. Tek undir með babu og ssteinn í því að við eigum menn í þessa stöðu sem gylfi spilar. Það sem önnur stórlið hafa en við höfum ekki eru vængmenn í hæsta gæðaflokki. Ég vona innilega að hr brendan rogers sé að leggja allt kapp á að finna menn á sitthvorn kantinn sem búa yfir þessum eiginleikum. Okkur vantar ekki markmann, varnarmenn þurfum við ekki nema þá kannski bakvörð vinstra megin en ég held að enrique geti vel smollið í kerfið hjá BR. Okkur vantar ekki miðjumenn og ekki senter (sárlega). Þið sem eruð enn að drulla yfir carroll þið gerið það þá bara, hann á eftir að reynast okkur vel og svo erum við auðvitað með suarez.
    Hvert var vandamálið síðasta vetur, brjóta upp varnir andstæðingsins þegar þeir parkeruðu rútunni beint fyrir framan markið. Vængmenn með hraða og tækni hlýtur að vera í forgangi. Við vorum með downing lamaðann öðru megin og kuyt og henderson hinum megin og fólk er í alvöru að klóra sér í hausnum hvað hafi ekki virkað í fyrra. Ég væri jafnvel sáttur ef allt budgetið væri sett í einn alvöru vængframherja, síðan væri hægt að rótera á hinum kantinum og suarez gæti lika spilað þar (og þá erum við að tala um fljótandi menn fyrir aftan senter).
    Þetta er ástæðan fyrir því að ég er ánægður að gylfi sé ekki í okkar röðum, hefði verið frábært ef við ættum fullt af peningum en þannig er það ekki. Okkur vantar ekki mann í þessa stöðu nema hann sé miklu betri en það sem við eigum fyrir (sem er ekki tilfellið).
    Vængframherja nr 1,2 og 3!

  67. Nr. 77

    Ég er alveg til í leikmann sem við “sitjum uppi með” ef hann styrkir liðið, ekkert mál hvað mig varðar. Punkturinn með fjölskylduna þá hef ég bara ekki séð þessi ummæli um að þau vilji alls ekki búa á Englandi og hélt að þau hefðu nú flutt til Englands þegar hann kom fyrst. Eins skil ég þessa lánssamninga frá hans sjónarhóli en útiloka ekkert að staðan sé önnur núna. Er spenntur að heyra álit Rodgers á þessu.

    Sammála um að vera ekki mikill aðdáandi umbans hans en ef eitthvað er að marka þetta frá því fyrir 2 vikum (tók þennan link bara, nokkrir miðlar að segja það sama). þá er Aquilani ekkert desperate að fara frá Liverpool neitt.
    http://www.lfcstats.co.uk/2012/06/aquilani-wants-to-play-for-liverpool.html

    Enn og aftur, vonandi klárast þessi saga og hans mál komast á hreint sem allra fyrst. En ef hann verður hjá Liverpool er það ekki svo slæmt mál í mínum augum, jafnvel meira spennandi en kaup á Gylfa Sig t.d.

  68. Brendan Rodgers að sýna sinn innri mann ? Er óeðlilegt að Gylfi vilji sanna sig hjá Spurs ? Hvar hefði Swansea endað án Gylfa og hvar væri B.R að vinna ef Gylfi hefði ekki komið yfir ? Ég held þeir skuldi báðir hvorum þakkir og virðingu en þessi ummáli BR eru fáránleg.

  69. Jetro Willems væri kjörinn sem back-up eða reglulegur vinstri bakvörður. Fæddur 1994 og stóð sig ágætlega á EM miðað við aldur og ömurlegt gegni Hollendinga. Þá leiki sem ég horfði á með Hollandi þá fannst mér hann virkilega beittur fram á við og það var ekki að sjá á honum að hann væri stressaður eða smeykur við mótherjana.

    Held samt að hann sé það mikið efni að við getum gleymt honum. Man Utd eru víst mjög áhugasamir og ég las e-r staðar að verðmiðinn á honum er víst e-ð í kringum 10 mill. pund. Helvítis EM að blása upp verðmiðann!

  70. SSteinn, Babú og Guderian gjörsamlega jörðuðu þetta mál (Gylfaginningu). Væri fínt að snúa sér að öðrum málum.

    Ég vona að Gylfa muni ganga illa, ég get ekki óskað liðum velgengnis sem við erum að berjast við. Alveg sama hvort hann sé Íslendingur eða ekki.

  71. Er nú ekki búinn að sjá viðtalið sem #76 kemur með quote úr hér að ofan, en mér sýnist á öllu að þetta hafi nú verið málið sem við höfum nokkrir haldið fram hér áður:

    “I knew what the market was and I wasn’t prepared to pay anything over what I agreed to pay before”

    Flokkast þetta ennþá sem algjört klúður hjá stjórnendum Liverpool og að þeir hafi skitið upp á bak að hafa ekki bakkað Brendan upp?

  72. Rólegur hann segir nú sjálfur í þessu viðtali ef þú hefur nennt að lesa það allt að hann hafi ekki verið tilbúin til að borga honum hærri laun en honum var boðið hja swansea. Þannig þetta virðist bara snúast um peninga. Hugsunarháttur sem minnir óneitanlega á það þegar Eiður fór yfir til Grikklans. Semsagt all about the money. Skil ekki tilhvers við ættum að yfirborga mann eins og Gylfa sig hann er nú ekki það góður.„Ég veit hvernig markaðurinn er og ég var ekki reiðubúinn að borga meira en það sem ég hafði áður samþykkt að borga,” er haft eftir Rodgers í enskum fjölmiðlum.

    „Ég taldi að honum þætti mikilvægast að fá að spila fótbolta en greinilega skipti fjárhagslega hliðin máli. Gylfi fékk tækifæri til að spila undir stjórn knattspyrnustjóra sem hann þekkir og hjá sögufrægu félagi.”

  73. Brendan Rodgers “Liverpool is not just the football club. It is way of life if someone opt out an opportunity to join this institution, it is their loss.

    Mér finnst flott að BR hafi staðið á sínu varðandi þetta gylfa mál. Þessir umboðsmenn í fótboltanum í dag eru ekkert nema blóðsugur á fótboltafélögin, en BR lét ekki “kúga” sig til þess að borga hærri laun. MÉR ER STRAX FARIÐ AÐ LÍKA VEL VIÐ KALLINN ! ! ! 🙂

    YNWA

  74. Rodgers granítharður! Vissi nákvæmlega hvað Gylfi var að fá hjá Swansea og hélt sig við þá upphæð hjá Liverpool. Tíminn mun leiða í ljós hvort að Gylfi valdi rétt en eitt er víst að hann missti af einstæðu tækifæri að verða leikmaður Liverpool. Eins sigursælasta félagslið í Evrópu, með einstæða sögu og bestu stuðningsmenn í heimi. Þegar menn horfa til baka að loknum leikferlinum þá myndi ég segja að það væri merkilegra að hafa leikið með Liverpool og hafa spilað með og lært af Steven Gerrard en að hafa spilað með Tottenham, með fullri virðingu fyrir því ágæta félagi. Ég held að Gylfi hafi fórnað einstöku tækifæri til þess að verða betri leikmaður og ekki síst því að verða partur af einstakri sögu LFC.

  75. Svo finnst mér líka að þeir sem eru svona rosalega svartsýnir eftir að við töpuðum Gylfa til Tottenham hafa gleymt að við eigum ennþá mjög góðann hóp!. Ég er á þeim nótum að KK hafi ekki haft nægan tíma í að draga það besta framm úr þeim mönnum sem komu til LFC 11/12 season. Downing er eflaust mjöög góður kanntmaður, allavega vel yfir meðal lagi (þótt hann hafi ekki sýnt það seinasta season, heldur betur þvert á móti því). En ég held að þið þurfið aðeins að hætta að væla… sjitt. BR á pottþétt eftir að standa sig betur en KK (með fullri virðingu til hans), kannski ekki mikið betur, en eflaust eitthvað betur.

    Jonjo Shelvey, Sebastian Coates, Charlie Adam og Spearing eiga eftir að gera þokkalega hluti hjá okkur :), það er að segja ef þeir fara ekki 🙂 haha

    Svo vil ég að þið hættið þessu djö… væli. (Þeir svartsýnu)

    ÁFRAM LIVERPOOL

  76. Svo finnst mér líka að þeir sem eru svona rosalega svartsýnir eftir að við töpuðum Gylfa til Tottenham hafa gleymt að við eigum ennþá mjög góðann hóp!. Ég er á þeim nótum að KK hafi ekki haft nægan tíma í að draga það besta framm úr þeim mönnum sem komu til LFC 11/12 season. Downing er eflaust mjöög góður kanntmaður, allavega vel yfir meðal lagi (þótt hann hafi ekki sýnt það seinasta season, heldur betur þvert á móti því). En ég held að þið þurfið aðeins að hætta að væla… sjitt. BR á pottþétt eftir að standa sig betur en KK (með fullri virðingu til hans), kannski ekki mikið betur, en eflaust eitthvað betur.

    Jonjo Shelvey, Sebastian Coates, Charlie Adam og Spearing eiga eftir að gera þokkalega hluti hjá okkur :), það er að segja ef þeir fara ekki 🙂 haha

    Svo vil ég að þið hættið þessu djö… væli. (Þeir svartsýnu)

    ÁFRAM LIVERPOOL

  77. 84

    Tilvitnunin í lokin er tekin úr samhengi. Viðtalið er hérna http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/rodgers-outlines-liverpool-vision

    Hann er að tala um samninginn sem Swansea ætlaði að gera við Gylfa.

    “He and I both sat and spoke and believed that playing football was going to be the most important aspect for him. But obviously it was important financially so we agreed a deal for him to go to Swansea and that was wrapped up.

    “I then became the Liverpool manager […]”

    En BR bætir síðan við, eins og er búið að koma fram hérna, að hann hafi auðvitað vitað hvað hafi verið búið að samþykkja fyrir og ekki verið tilbúinn að hækka sig um fram það. Finnst hann svara þessu vel – hann er alls ekki með einhvert skítkast út í Gylfa eða neitt þannig – eins og er strax verið að slá upp á fréttamiðlum hérna heima. Býst við að það sé afsprengi af því að liggja á twitter og þýða 150 stafa quotes úr samhengi yfir á íslensku 🙂

    Ég er mjög ánægður með það sem BR segir um núverandi pappakassasafn LFC. Þeir geta bara hypjað sig ef þeir hafa ekki metnað eða löngun til að koma liðinu í CL.

  78. klassísk æsifréttamennska íþróttaritara hérna á íslandi sem eru þekktir fyrir óvönduð vinnubrögð, ekkert flóknara en það 🙂

  79. Ssteinn. Ég nenni ekki að svara þér í 140 characters á Twitter 🙂 Hvernig gekk annars í golfinu??

    En þar sem þú vilt halda umræðunni um Gylfa á lofti… 🙂 Þá skil ég alveg BR. Hann hefur prinsipp og fer ekki frá þeim greinilega. Er það klúður? Það má túlka það á mismunandi vegu og það þarf að taka marga þætti inn í það. Mér finnst það klúður að gefa Gylfa ekki val um hvert hann fór. Hann átti aldrei val ef LFC var ekki tilbúið að borga.

    Mér finnst ósanngjarnt af BR að segja opinberlega “ég hélt að þetta snerist um fótbolta hjá honum en þetta snýst greinilega bara um peninga”. Mér finnst þetta lélegt skot á Gylfa.

    Og ég vona að menn séu ekki að fara að skjóta mikið á Gylfa. Það er ekki eins og hann sé die hard Liverpool maður og hafi alltaf dreymt að spila um klúbbinn (það er reyndar honum mjög í hag að velja Tottenham þar sem nú gæti hann uppfyllt drauminn sinn, að spila fyrir ManU, sem hann gæti ekki hefði hann valið LFC). Þetta horfir ekki við honum eins og mörgum hérna sem myndi borga fyrir að spila fyrir LFC.

    Gylfi er fótboltamaður, þetta er vinnan hans, og eðlilega vill hann fá sem mest borgað. Vilt þú ekki fá sem mest laun fyrir þína vinnu?

    Og það er ekki eins og það sé eitthvað nýtt að lítil félög borgi minna en stóru liðin. Það er alltaf svona. Af hverju heldurðu að umboðsmenn geri ekki annað en að linka bara einhverja við stóru félögin? Til að pumpa verðið upp. Það er þeirra hagur.

    Ef þú ert að vinna í sjoppu á Höfn (Swansea) með X í laun, ert að standa þig vel, og stóru strákarnir á Akureyri hringja og vilja ráða þig, þá færðu hærri laun. Og ef tveir stórir aðilar vilja þig, og það skiptir þig ekki öllu máli hvert þú ferð, þá þarftu ekki að hugsa þig lengi um ef þér býðst 50% meira hjá öðru fyrirtækinu. Fáránlega léleg samlíking, ég veit.

    Fyrir mér er þetta mjög skiljanleg ákvörðun hjá Gylfa. Því miður.

    Og ég endurtek enn einu sinni. Setjum annan leikmann í stað Gylfa, eða bara X. Þetta snýst ekki um Gylfa, þetta snýst um að gera það sem maður þarf að gera til að fá bestu leikmennina sem manni langar helst í til félagsins.

    Ssteinn, hvernig heldurðu að þetta yrði með Iker Munain? Segjum að hann sé með 50.000 pund hjá sínu félagi. Heldurðu að hann fái ekki launahækkun hjá Liverpool? Jú. Yrði þér alveg sama og bara sáttur ef Liverpool og Newcastle væru bæði sátt með ákveðið kaupverð til Bilbao en Newcastle væri tilbúið að borga 70.000 pund í vikulaun en Liverpool bara 50.000 af því hann er með það í laun hjá Bilbao?

    Mér fyndist það klúður að borga ekki uppsett verð til að gefa leikmanninum val hvert hann ætti að fara. Þarft ekki að kalla það klúður. En þér fyndist það örugglega lélegt.

  80. Þú ert nú eitthvað að misskilja mig Hjalti, ég hef aldrei haldið því fram að það sé eitthvað rangt af Gylfa að taka tilboði Tottenham af því að það er hærra, þvert á móti, það meikar bara fullkominn sens. Það sem er magnað er að það eru margir að stilla þessu upp útfrá sem bestum hagsmunum Gylfa Sigurðssonar, þú þar á meðal, gott og vel, ég er að setja þetta upp út frá hagsmunum Liverpool Football Club, því mér gæti ekki verið meira sama um fótboltamanninn Gylfa, sé hann ekki að spila fyrir LFC.

    Það sem ég skil aftur á móti ekki er það hvernig þetta telst vera klúður hjá LFC. Þeir töldu sig gera góðan díl, díl sem var á sömu nótum og var búið að semja alla leið uppá við Swansea. Þegar sá díll hækkaði umtalsvert, þá einfaldlega sögðu okkar menn stopp, við viljum ekki fara þetta hátt því við teljum það ekki peninganna virði eða að budget þarf að nota í annað. Hvernig í ósköpunum kallast það að klúðra hlutunum? Ég myndi telja það frekar klúður ef menn létu teyma sig út fyrir það þrep sem þeir vilja fara á sem gæti þýtt að önnur (og mikilvægari) target yrðu out of reach? Segjum sem svo að Iker væri í boði, og dæmið að ofan raunverulegt. Þá væri ég ansi svekktur ef menn gætu ekki hækkað sig upp í boðinu fyrir jafn nauðsynlega stöðu, bara vegna þess að menn teygðu sig of hátt fyrir stöðu sem var fyrir mun betur mönnuð.

    Ef þú svo lest allt viðtalið í Brendan, þá er hann síður en svo að skíta yfir Gylfa, þvert á móti hreinlega. Íslenski blaðamenn (sumir) á Twitter, fóru bara af sinni alkunnu snilld, og tóku 140 stafa Twitter færslur og gerðu úr því stórmál og máluðu Brendan ljótum litum.

  81. Hjalti

    I thought playing football was going to be the most important aspect for him but obviously it was important financially

    ég hélt að þetta snerist um fótbolta hjá honum en þetta snýst greinilega bara um peninga

    Ég mundi ekki þýða þetta svona. Hann talar um að hann hafi haldið að spila fótbolta hafi skipt mestu máli en greinilega skiptu peningarnir líka máli.

    Hann segir bara það sem allir vissu, peningarnir töluðu líka.

  82. Ég vill halda Downing og er bara nokkuð spenntur að horfa á hann næsta tímabil. Hans fyrsta tímabil hjá LFC var engann veginn nógu gott, en kosturinn við það er sennilega að hann getur ekki annað en bætt sig.

    segi að hann komi með svona 5 stoðsendingar og 3 mörk í EPL næsta tímabil. Sem er ásættanlegt miðað við fyrra tímabil.

  83. Hjalti:
    Mér finnst ósanngjarnt af BR að segja opinberlega „ég hélt að þetta snerist um fótbolta hjá honum en þetta snýst greinilega bara um peninga“. Mér finnst þetta lélegt skot á Gylfa.

    Þegar sagði þetta einsog má sjá hér fyrir neðan:
    http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/rodgers-outlines-liverpool-vision

    *”Gylfi did fantastic for me at Swansea last season,” said the boss. “He wasn’t playing at Hoffenheim, I brought him to Swansea and he did very well for me there, scored seven goals in 19 games and was very, very good.

    “He and I both sat and spoke and believed that playing football was going to be the most important aspect for him. But obviously it was important financially so we agreed a deal for him to go to Swansea and that was wrapped up.

    Þessi lína sem þú tókst þá hann ekki tala um Liverpool heldur þegar hann var reyna kaupa Gylfa til Swansea þar taldi hann auðvitað Gylfi myndi koma til Swansea vegna þess hann myndi fá pláss til Spila reglulega og segir það var nauðsynlegt að klára kaupin En svo gerðist þetta…

    “I then became the Liverpool manager, and that then wasn’t something that was going to happen at Swansea. So he then had a choice of where he wanted to go. I knew what the market was and I wasn’t prepared to pay anything over what I had known was agreed before.

    Og þar með verður ekkert á kaup Swansea á Gylfa og Hann var ekki tilbúinn borga yfir það sem hann hélt var búinn samþykkja áður.

    “Liverpool would have provided Gylfi with a wonderful opportunity to perform with a manager that he knows and at a club which is a real footballing institution.

    Svo segir þú hann skotið á Gylfa með þessu quote en Endar svona um Kaup Gylfa:

    “But he’s decided to go to Tottenham, for whatever reason. I wish him the best, he’s a good kid and there’s no ill feeling. We’ve got other targets and we’ll move on.”

  84. Ég vona bara að þetta Gylfa mál endi ekki eins og þegar Liverpool gat keypt Daniel Alves en Sevilla vildi fá 1 eða 2 milljónum meira fyrir hann en Liverpool var tilbúið að borga og Liverpool sagði bara nei (Skv. wiki þá var verði 8 milljónir punda). Síðan 2 tímabilum síðar fer hann til Barca fyrir 30 milljónir punda (skv. wiki).

    Maður hefur lesið fleiri svona sögur t.d.að Liverpool hafi ekki tímt að kaupa C. Ronaldo á sínum tíma og að Essien hafi verið of dýr á 6 milljónir punda.

    Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og það kemur bara í ljós hvernig Gylfi stendur sig hvort að stjórnendur LFC hafi sloppið með skrekkinn eða skitið all hressilega í deigið.

    Miðað við það sem ég hef lesið þá var samningur LFC og Swansea uppá einhver 25.000 pund en tottenham hafi verið að bjóða 40.000 – 50.000 pund en þetta eru ekki áræðinlegar heimildir. 25.000 pund myndu gera Gylfa að einum launalægsta leikmanni Liverpool fyrir utan guttana og skil ég vel að hann hafi valið Tottenham sé þetta rétt. Svo kostaði hann hvað 8-10 milljónir punda? sem er ekki mikið fyrir framliggjandi miðjumann sem skorar mörk í dag (Jordan Henderson kostaði 16 milljónir punda minnir mig og hann er örugglega á betri launum en 25.000 pund). Ég hallast að því að við hefðum átt að jafna boð Tottenham og gefa honum allavega valkostinn.

  85. Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem að við verðum að sætta okkur við annann eða þriðja kost í leikmannamálum…

    Muniði þegar við reyndum að kaupa; Ashley Young, Phil Jones, Gael Clichy….

  86. verð bara að spurja menn hérna inná enn einusinni hvort þeir virkilega trúi því , að FSG sem borgar mönnum 15-20 þús pund á klukkutímanum í hafnarboltanum (þekki þetta ekki alveg 100% en laun í hafnarboltanum eru fáránleg, og þeir borga næst hæstu laun allra liða þar á eftir yankees), hafi ákveðið að bakka nýráðinn stjóra sinn ekki upp með þessa upphæð á viku ef hann hefði “þurft” þennan leikmann… trúið þið þessu sjálfir eða ?

Rodgers tjáir sig – opinn þráður

Rodgers róar mig í viðtali, vonandi ykkur líka!