Á morgun spila okkar menn í síðasta skiptið á Highbury í Lundúnum. Arsenal eru úr leik í bikarnum og við erum úr leik í Meistaradeildinni, þannig að það er alveg á hreinu að við mætum þeim ekki aftur í ár, og í sumar flytja þeir yfir á glæsilegan, nýjan leikvöll.
Allavega, Arsenal-liðið þekkja allir og við þurfum ekki að fjölyrða um þá. Við mættum þeim fyrir mánuði síðan á Anfield og unnum þá verðskuldaðan 1-0 sigur, en okkar menn yfirspiluðu þá gulu í þeim leik. Síðan þá hefur gengi liðanna tveggja verið frekar misjafnt, á meðan Arsenal hafa fundið fjölina í deildinni og eru komnir á fullt skrið þar hafa okkar menn hikstað aðeins og svo duttum við óvænt út úr Meistaradeildinni í vikunni, gegn Benfica, á meðan þeir komust óvænt áfram gegn stórliði Real Madríd eftir frábæran sigur á Spáni.
Arsene Wenger hlýtur að gleðjast þessa dagana. Sumir af leikmönnum hans eru að snúa aftur úr meiðslum, á meðan sumir yngri leikmanna hans virðast vera að “fullorðnast” á fótboltalegu máli. Útisigurinn gegn Real Madríd var sennilega vendipunktur á tímabili Arsenal-manna sem horfa nú til betri tíðar. Ég tel líklegt að Arsene Wenger stilli upp eftirfarandi liði á morgun:
Eboue – Touré – Senderos – Flamini
Hleb/Ljungberg – Silva – Fabregas – Reyes
Henry – Adebayor
Þetta er liðið sem vann Real Madríd, nema þar var Adebayor ólöglegur (hafði spilað í Evrópu með Mónakó) og því voru Hleb og Ljungberg báðir á fimm manna miðju fyrir aftan Henry. Nú eru Arsenal á heimavelli í leik sem þeir munu pottþétt sækja til sigurs, og því fara þeir örugglega aftur í 4-4-2 og þá er að mínu mati bara spurning hvor þeirra Hleb og Ljungberg verða á hægri kantinum.
Okkar menn urðu fyrir áfalli á miðvikudag, vissulega, en á morgun fáum við þrjá leikmenn inn sem ekki gátu spilað þá. Sami Hyypiä mun væntanlega verða orðinn heill af meiðslum og verður því væntanlega í liðinu, á meðan þeir Daniel Agger og Jan Kromkamp koma aftur inní hópinn eftir fjarveru í Evrópukeppni.
Ég spái því að við byrjum með eftirfarandi lið á morgun:
Finnan – Carragher – Hyypiä – Traoré
Gerrard – Hamann – Alonso – Kewell
Fowler – Crouch
Ég verð að viðurkenna að ég væri til í að sjá Finnan færa sig yfir í vinstri bakvörðinn og Kromkamp spila í hægri bakvörð, í fjarveru Riise, því ég treysti Traoré og Warnock ekki alveg þessa dagana. Þá tel ég öruggt að Daniel Agger verði í miðverðinum ef svo fari að Hyypiä verði ekki orðinn heill heilsu. Svo er spurning hvort að Gerrard verður áfram inná miðjunni og Kromkamp eða García verða á kantinum, en mér finnst samt líklegt að Rafa fari aftur í þá miðjuuppstillingu sem vann Arsenal í fyrri leiknum (nema hvað þá var Momo í stað Didi á miðjunni).
Frammi væri ég mikið til í að sjá Fowler og Cissé fá að spila saman, en Crouch verður í liðinu af því að það er ljóst að Rafa hefur enga trú á Cissé sem framherja lengur.
**MÍN SPÁ:** Þessi leikur leggst bara illa í mig. Arsenal-liðið er á uppleið núna og sjálfstraustið verður mjög hátt uppi eftir velgengnina í Meistaradeildinni, á meðan okkar menn eru vængbrotnir og þurfa að ná sjálfstraustinu aftur. Ef við náum að skora snemma í þessum leik er aldrei að vita hvað gerist, ef okkar menn fá smá sjálfstraust aftur við mark andstæðinganna, en ég ætla að spá því að þessi leikur fari **3-1 fyrir Arsenal**. Henry sýnir okkur hvað í honum býr á morgun og þeir fara frekar illa með okkur, en svo skorar Fowler eitt um miðjan seinni hálfleikinn og lagar stöðuna aðeins.
Ég vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér, en þessi leikur bara leggst ekki vel í mig. Því miður.
**ÁFRAM LIVERPOOL!**
Vissulega þótti mönnum kannski óvænt að Arsenal skyldi komast áfram gegn Real Madrid, en ekki ef maður horfði á leikinn. Í báðum leikjunum voru Arsenal ekki síðri aðilinn, og betri ef eitthvað er.
Síðan verður van Persie líka hugsanlega með á morgun.
Aldrei þessu vant verð ég nokkuð sáttur við jafntefli. Það myndi gera það að verkum að við héldum Arsenal 11 stigum á eftir okkur og Tottenham 7 stigum á eftir og við værum búnir með alla virkilega erfiðu leikina á leiktíðinni. Það væri mjög gott.
En samt óttast ég, líkt og KRistján, tap á morgun. En þetta væri líka ágætis tímapunktur fyrir framherjana okkar að byrja að skora.
Það er ekkert sem segir mér að við vinnum á morgun. Maður vonast til að við náum jafntefli og þá 0-0 því ekki skorum við núna frekar en undanfarið.
Hugsunin um að Traore eða Warnock eru inná er ekki góð heldur.
Góðar stundir.
Hjartað segir steindautt 0-0 jafntefli en hausinn segir 3-0 tap. Arsenal getur skorað og þeir skora fyrsta markið eftir svona 15.mín (Henry) og þá förum við að reyna að opna okkur af því það tókst ekki að liggja aftur eins og við venjulega gerum. Þá ná Arsenal að gera annað fyrir hlé…game over! Síðan verðum við andlausir í síðari hálfleik og fáum á okkur þriðja markið á 82.mínútu (nýji negrinn hjá Arsena skorar) og við kafsigldir. Síðan fljótlega í blöðunum eftir helgi verður Rafa boðinn samningur hjá Real sem hann getur ekki hafnað og um næstu helgi verður hann orðinn þjálfari Real Madrid. Við sitjum með enga þjálfara í svona 6 daga og þá verður Alan Curbishley loksins ráðinn og allir geta farið að taka ró sinni aftur.
Spurning hvort Agger verði ekki bara í vinstri bak! :rolleyes:
Eikifr, gleymdirðu nokkuð að taka töflurnar þínar í morgun? :laugh:
Hjartanlega sammála Hannesi. Agger er maðurinn í vinstri bakvörðinn. Hann er víst nokkuð vanur að spila þá stöðu og ekki þarf hann nú neinn stórleik til að gera betur en Tralli og Walli.
voðalega eru allir svartsýnir varðandi þennan leik. Spurning hvort maður eigi að veðja einhverju svakalegu við ykkur alla.
Ég er mjög bjartsýnn fyrir þennan leik eins og alltaf. Tel okkur með betra lið og menn koma dýrvitlausir í þennan leik eftir tapið á miðvikudag. Reyndar geri ég þá kröfu að menn komi dýrvitlausir.
Allir að fá sér gleðipillur, þetta verður magnaður leikur og við vinnum 3-2
Kristján: Nei, alls ekki. Það er á hreinu að Rafa mun fara til Real en bara hvenær það verður.
Annars tel ég okkur eiga séns í dag ef Ljungberg verður frá þar sem hann er vanmetnasti maður Arsenal.
Okkar lið eins og þið stillið því upp er það sterkasta sem við getum stillt upp ef við tökum út Fowler og Traore. Þeir tveir eru “the weakest link” í þessari uppstillingu og væri betra að hafa Morientes/Cissé/Pongollé (sem var kastað fyrir ljónin) frammi með Crouch. Hamann er maður sem ætti að spila oftar þar sem hann er í raun eldri týpan af Sissoko nema hreyfanleikinn ekki eins mikill. Það verður samt gott þegar heimsklassa hægri kantur kemur í sumar til að leysa Gerrard af hólmi svo hann geti farið á miðjuna. Þá fáum við ógnina sem við þurfum og “fæðuna” handa sóknarmönnunum sem hefur vantað allt of lengi.
‘Eg ætla að tóna mig niður aðeins og spá þessu 0-0 jafntefli þar sem bæði liðin spiluðu í evrópukeppninni í vikunni og menn verða varfærnislegir þar sem Arsenal verður að vinna til að halda í vonina um 4.sætið og LFC til að hafa von um að ná scums.
Liðið komið
Reina
Finnan
Carra
Sami
Warnock
Kromkamp
Didi
Xabi
Garcia
Gerrard
Crouch
Bekkur:
Dudek
Traore
Morientes
Kewell
Guð