Uppfært (KAR): Echo staðfesta í kvöld að Liverpool séu búnir að semja við Roma um kaupverð á Fabio Borini f. 11m punda. Ég treysti þeim heimildum þannig að hann er að koma. Þið getið rætt þessar fréttir í þessum þræði en podcastið er hér fyrir neðan!
Hér er þáttur númer tuttugu og þrjú af podcasti Liverpool Bloggsins! Í hljóði OG MYND!
Kop.is Podcast #23 frá Kop.is á Vimeo. Hægt er að stækka myndbandið í full-screen.
Hægt er að horfa á þáttinn hér að ofan en fyrir þá sem vilja hlusta er skráin að venju hér fyrir neðan í spilara og einnig hægt að sækja hana beint eða í gegnum iTunes:
Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.
Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, SSteinn, Maggi og Babú.
Í þessum þætti ræddum við EM, Gylfa Sigurðsson, leikmannaslúður síðustu daga og þjálfarateymi Brendan Rodgers.
Wow! Þetta kom á óvart. Svaðalega flott sett. Til lukku með tímamóta-podcast! Glæsilegt hjá ykkur!
Fyrstu félagaskiptin komin. Ingvi Hrafn var að ganga frá kaupum á ritstjórn kop.is til að lappa upp á settin á ÍNN. (staðfest)
Frabært framtak en get ekki sed videoið i simanum, veit einhver vegna hvers það er? Er það ekki hægt i sima yfir hofuð eða vantar mig eitthvað forrit bara?
En best að byrja bara að hlusta i staðinn.
Naðist að ræða amdy carroll eða var podcastið tekið upp aður en þær sogur foru af stað
Vona allavega að carroll umræðan se þarna enda veitir ekki af aliti ykkat a carroll sirkusnum sem nu er að ríða twitter allaveganna
Við þökkum hrósið.
Viðar Skjóldal – ef þú ert með iPhone eða Android-síma þarftu Vimeo-appið til að geta horft á myndböndin þeirra.
Og já, Carroll-láns/söluumræðan var tekin á seinni helming þáttarins.
Djöfull eru þið klikkaðir að setja inn þáttinn rééétt áður en maður var á leið upp í rúm.. En f*ck it, verð bara þreyttur á morgun!
En glæsilegt hjá ykkur, og til hamingju með þetta! Lýtur vel út, þröngt sita sáttir 😉
Ég var að uppfæra þessa færslu með þeirri frétt að Echo staðfesta í kvöld að Roma hafi tekið 11m punda tilboði í Fabio Borini. Hann er því að koma. Þið megið ræða það hérna ef þið viljið líka, auk podcastsins.
Flottur þáttur.
Sammála ykkur: Carroll á ekki að fara!
Það sem mér hefur alltaf fundist flott hjá ykkur síðuhöldurum er að þið sitjið aldrei fastir í sama farinu heldur reynið sífellt að finna uppá nýjum hlutum til að halda síðunni ferskri, vel gert!
Annars án þess að vilja vera með einhverjar kröfur enda í fyrsta sinn sem þið takið upp svona og þið auðvitað ráðið þessu sjálfir en hefði ekki komið betur út að sitja saman í kringum hringborð og dreifa ykkur betur? Þið voruð kannski meðvitaðir um þetta og höfðuð ykkar ástæður fyrir þessari sætaskipan en mér að minnsta kosti þætti flottara að sjá ykkur dreifðari.
Við lentum í smá tækniveseni rétt áður en upptökur áttu að hefjast. Upphaflega var planið að við sætum í stólum og snerum meira að hver öðrum en við urðum að breyta því og vorum bara með fimm sæta sófa á staðnum til að “laga” vandann. Það er klárlega ekki æskilegast að við sitjum allir í svona beinni línu en við gerðum gott úr þessu. 🙂
Hef beðið eftir nýjum og nýjum þætti, alveg frá fyrsta þætti. Þettta er algjört gull.
Þið eruð snillingar.
Þið eruð snillingar. Þvílíkur metnaður sem þið leggið alltaf í þetta. Þið eigið endalaust hrós skilið fyrir metnaðinn sem þið leggið í þessa síðu og þrautseigjuna í öll þessi ár. Þið hafið klárlega átt betra mót flest þessi ár en Liverpool liðið sjálft 🙂
Fyrirfram ákveðin KLASSAKAUP á Borini !
Enga helvítis neikvæðni fyrir þessu !
Frábært framtak hjá ykkur á kop.is.
Annars óskar maður að sjálfsögðu nýja ítalanum alls hins besta í rauðu treyjunni
Ekki nægilega vel tölvutengdur til að ná að horfa almennilega á videoið en fyrstu merki eru bara flott sýnist mér og vel þess virði að prófa þetta. Vonandi líkar fólki vel!
Borini er ræddur í myndbandinu og bara litlu við þetta allt að bæta. Fín kaup á miklu efni en vonandi ekki í tengslum við brotthvarf Carroll!!!
Þetta er magnað framtak hjá ykkur. Til hamingju með þetta 🙂
Hvar endar þetta… Kop.tv.??
Þetta er magnað og frábært að sjá svona þátt. Þið eigið hrós skilið !! En að leikmannamálum þá er ég ánægður með að sjá Borini inni og ein óska kaup mín væru Johnson frá City. Hlakka til að sjá liðið spila í USA og bíð spenntur eftir tímabilinu. YNWA
Af hverju voruði að taka forsendurnar sem við keyptum charlie adam á og forsendurnar sem við myndu kaupa gylfa á og láta það líta út fyrir að það séu lélegar forsendur? Það er mjög eðlilegt að eftir góð tímabil hjá einhverjum leikmanni í lélegu liði að stærri lið reyni að ná í leikmanninn.
Einnig er algjörlega afleitt að líkja þessu saman þar sem þú getur ekki aðeins tekið nokkrar forsendur inn í reikninginn, það er gjörólíkt að kaupa gylfa sig núna og charlie adam í fyrra. Gylfi er yngri, hann er miklu meira fit, betri líkama og hefur unnið undir stjóranum okkar og eins og einhver í podcastinu kom að, getur leyst miklu fleiri stöður. Gylfi hefur tíma til að bæta sig og það er það sem heillar mann mest við gylfa, hann er orðinn þetta góður en er aðeins 22 ára. Charlie Adam er að vísu ekkert gamall(25 þegar við kaupum hann), en kannski kominn yfir það tímabil að vera ungur leikmaður sem er að fara bæta sig mikið..
Ég hlakka til að sjá þáttinn í kvöld. En, Borini er einfaldlega mjög spennandi kaup. Hann er meira en ungur og efnilegur. Hann er einfaldlega mjög góður leikmaður og á vonandi eftir að verða enn betri.
Ég tek undir með #16 varðandi AJohnson frá City en…svo er eitthvað sem segir mér að Scott Sinclair muni yfirgefa Svanina fyrir lok gluggans og taka flugið til Liverpool. Hann á bara ár eftir af samningi sínum og ef hann framlengir ekki þá grunar mig að BRodgers muni bjóða honum í kaffi, já eða te. Ég yrði mjög sáttur við það.
Var ekki hægt að skipta á sléttu á aquilani og Borini! Ok borga kannski smá á milli. Hefur Roma engan áhuga á að fá þennan dreng til baka?
Skemmtileg ný breyting vona þið um halda þessu áfram og svo þátturinn mjög góður ef eitt mætti laga væri stað þess hafa borðið í beinni línu væri kannski betra hafa hringborð en mér finnst líka stóla dæmið flott líka sem Kristján kom með í sínu kommenti.
Annars halda þessu góða starfi sem þið eru að gera 🙂
Flottur þáttur hjá ykkur málefnaleg og góð umræða YNWA..
Svo varðandi um þjálfara mál þá sagði Fjömiðlafulltrúi Liverpool við This is Anfield:
http://www.thisisanfield.com/2012/07/liverpools-official-badge-remains-unchanged/
The newly appointed American also explained why members of Brendan Rodgers’ coaching staff are yet to be formally announced on the club’s website, telling us;
“They have been appointed, it takes time for the website staff to interview them and work up their new profiles.”
Ég spái þetta verður kynnt á sama tíma og nýi Leikmaðurinn verður Kynntur.
Sammála þessu, var alltaf að reka lappirnar í þetta helv. borð. 🙂 En þetta var smá tilraun og þetta var eina settið sem hentaði með engum fyrirvara fyrir fimm manns.
Þekki alveg ágætlega til á Ítalíu og þótt ég sjálfur hafi ekki fylgst með Roma á seinasta tímabili þá er hann samt samkvæmt mínum heimildum mjög góður.
Ánægður með þessi kaup.
Þrátt fyrir stærð internetsins og allan þann fróðleik og skemmtun sem þar er að finna er ég ekki neinum vafa að þetta er ein besta síða sem internetið hefur uppá að bjóða.
Fróðleikur = 10
Skemmtanagildi = 10
Útlit = 10 (þá aðallega á síðuhöldurum! 🙂 )
Takk fyrir frábært framtak.
Takk fyrir frábæran þátt!
Vá ég vissi ekki að þið væru svona ljótir!! hehe nei nei bara djók allir myndarmenn fyrir utan kannski Babu 🙂
Flott framtak og góður þáttur. Þið gleymduð samt að ræða eitt og það er sjaldan rætt hérna en það er Jay Spearing! Það er ekkert í umræðunni að hann sé að fara. Carroll, Hendo, Downing og Bellamy eru allir orðaðir í burtu en Jay Spearing situr sem fastast! Hvað er í gangi? Erum menn bara sáttir við mann sem ekki nógu góður fyrir EPL og hvað þá Liverpoool? Plássið sem Spearing tekur í hópnum er pláss sem ætti að nýta í einhvern af ungu leikmönnunum eða fyrir ný kaup. Það er ekki nóg að vera með stuttar hendur, hjartað á réttum stað og berjast. Menn verða að geta sent boltan og hafa knattspyrnuhæfileika almennt til að spila fyrir Liverpool.
Mér líst ágætlega á Borini. Hann er víst í læknisskoðun núna!
Ég var orðin svo spenntur fyrir þessum ramirez. Þvílíkur töframaður með boltan. Andy Carrol má vera og hann má fara. En ég væri reglulega til í að sjá dempsey koma og ef við fengjum hann plús 9-10 mills í staðinn fyrir Carrol myndi ég hiklaust taka því. Þó það væri kannski bara spurning um að þeir leyfðu okkur að kaupa hann á skikkanlegu verði gegn því að þeir fengju Carrol lánaðan eitt season og kannski forkaupsrétt væri líka vel inn í myndinni:)
Ég held að íslenskir stuðningsmenn annarra enskra liða hljóti að dauðöfunda okkur Liverpool menn af þessari síðu. Glæsilegt framtak og góð síða verður sífellt betri.
YNWA
Ætli Júdas gæti orðið meiri Júdas ?
http://www.liverpoolecho.co.uk/everton-fc/everton-fc-news/2012/07/13/everton-rumour-mill-100252-31389285/
Owen til Everton.
John Terry sýknaður af dómstólum. Það er greinilega ekki sama hvort þú sért Englendingur eða útlendingur.
Rasistar#
“Dómari sagði að ekki væri hægt að sanna það að Terry hefði verið með kynþáttarfordóma.”
Þvílíkt og annað eins RUGL.
Hvað með nr.7 hjá Liverpool, ömurlegt mál!
TERRY syknaður hehehehehe þetta er natturulega algjor brandari. Það voru þó allavega mun meiri sannanir a terry heldur en suarez. Djof lytur enska sambandið illa ut nuna fyrst terry fær sýknu fra dómara
sannar það enn og aftur að dómurinn á Suarez voru bara nornaveiðar og sýndarmennska hjá FA. Almennur dómstóll tekur ekki þátt í svona rugli og ef þeir gerðu það yrði dómsmál í hverjum einasta knattspyrnuleik á Englandi í öllum deildum!
Er of seint fyrir Suarez að sækja rétt sinn gegn FA? Þetta er ótrúlegt mál…
0:35:29 – SSteinn er GALDRAMAÐUR!!!
Hér er hendi… ENGIN HENDI!!
flottur þáttur og takk fyrir mig
Ef Owen fer til Everton þá er hann einfaldlega að snúa hnífnum í sárinu, ekkert sem við gátum ekki búist við af þeirri sultu! Hann hefur einfaldlega sýnt það á sínum ferli að vera nákvæmlega enginn heiðursmaður þrátt fyrir fágaða framkomu.
# Gummi Halldórs 38!
Eru einhver lög um það í Englandi að ef maður er alinn upp í einhverjum klúbbi, þá verði maður að vera leikmaður hans til æviloka?
Hverjum er ekki slétt sama hvort að Owen er hjá utd, fari til Everton eða Stoke? Hann er farinn frá Liverpool, félagið fékk peninga fyrir sölu á honum, ólíkt til dæmis þegar Sol Campel fór á frjálsri sölu frá Tottenham til Arsenal.
Fyrst Torres, Owen og aðrir kusu að fara, þá er það bara ágætt. Hluti af knattspyrnunni er að menn vilja róa á önnur mið, vilja sanna sig hjá stærri klúbbum, í öðrum löndum, var alltaf í byrjunarliðinu, fá hærri laun etc. Og lítið við því að gera.
Ég bara fagna því ef Owen fer til Everton. Sýnir það að menn halda enn að hann geti eitthvað í fótbolta. Væri mikið verra ef Everton væri til dæmis að pissa utan í menn sem við höfum áhuga á!
Nr. 37
Þeir skömmuðu hann líka eins og hund fyrir þetta 🙂
Gerist ekki staðfestara en þetta https://twitter.com/Now__Football/status/223785691216228352/photo/1
Varðandi Terry málið þá er kjaftæði að það sé ekkert tengt Suarez málinu eins og margir vilja meina.
FA getur núna varla annað en komið með 115 bls. yfirhalningarskýrslu og 8 leikja bann á Terry þar sem þeir dæma hann á líkindum eins og Suarez. Hafa meira að segja snefil af sönnunum núna annað en síðast. Ef ekki eru þeir í raun einu rasistarnir í þessu máli sem er reyndar mjög sennilegt.
En að hinu þá er gaman að sjá Borini svona vel klæddann, vona og trúi að þetta verði góð kaup og hann verði fyrsti ítalinn í Liverpool til að geta eitthvað.
Flottur þáttur hjá ykkur, takið ykkur bara vel út í settinu 🙂
glæsilegir í settinu, við poolarar á íslandi erum heppnir að hafa ykkur þarna…
annars er ég bara þokkalegu bjartýnn á Dempsey og Borini fín viðbót við hopinn , það er nu bara þannig að Liverpool er ekki að fara að fá einhvberjar stórstjornur á þessum tímapunkti.
annars væri mjog gott að fá þá 2 og svo kannski Ramirez eða einhvern sem er öskufljótur og ljótur og getur gert einhvern usla .
annars takk fyrir góða síðu og góðan þátt.
hættum svo þessu tuði og sjáum hvernig liðið verður í byrjun tímabils.
http://www.facebook.com/photo.php?fbid=410064502364601&set=a.321149321256120.67518.160509530653434&type=1&ref=nf
Heiðursmenn á Kop.is! Þakkir fyrir síðuna ykkar og óeigingjarnt starf fyrir okkur Púlara.
Ég held að dómurinn yfir Terry sé fagnaðarefni í sjálfu sér. Ég er nokkuð viss um að John Terry er ekki rasisti. Hann er á hinn bóginn skaphundur og alveg vís til að kalla Anton Ferdinand illum nöfnum. En vitanlega er ekki jafnaðarmerki milli þess að vera sóðakjaftur og kynþáttaníðingur. Eftir að hafa rennt í gegnum dómsorðin er það í stuttu máli niðurstaða dómarans. Mér finnst hún rökrétt.
Þetta setur síðan Suarez málið í nýtt samhengi. Röksemdir breska dómarans um að hegðun Terry hafi verið óviðeigandi, en samt ekki sönnun þess að hann hafi gerst sekur um að lítilsvirða Anton vegna kynþáttar, sýna svo ekki verður um villst hvaða hrikalega órétt okkar maður mátti þola.
En let bygones be bygones og engin ástæða til að dvelja við þetta rugl lengur. Ég hringdi í gamlan kunningja sem býr í Perugia á Ítalíu og grennslaðist fyrir um Borini sem ég verð að játa að ég þekki hvorki haus né sporð á. Þessi kunningi minn telur að hér sé LFC að hreppa gæðaleikmann. Einn efnilegasti ungi ítalski leikmaðurinn í Serie A sem bara þarf að slípa aðeins til.
Rosalega finnst mér opinbera síðan lengi að birta fréttir.
Það hafa birst myndir af Borini í Liverpool búning eftir læknisskoðun en þeir hafa ekki ennþá birt neina einustu frétt um Borini.
Þetta er frábært hjá ykkur. Ég horfði á þetta og fékk mér rauðvín með. Það eina sem vantar núna er að semja eitthvað yfirdrifið opnunarstef fyrir næsta þátt. Að sjálfsögðu með “big finish”.
John Terry verður víst ekki brenndur á báli eftir allt saman. Þegar hann var í viðtali fyrir úrslitaleik FA-bikarsins var hann spurður hver væri sinn fremsti eiginleiki. John Terry svaraði “my character”. Mig langaði nú að brenna eitthvað af honum þá.
Haraldur Guðmundz 39!
Svar: Nei, það eru engin lög um það í Englandi að ef maður er alinn upp í einhverjum klúbbi, þá verði maður að vera leikmaður hans til æviloka. En að fara til Man Utd síðar á ferlinum… það ættu að vera einhver lög um það 🙂
Owen er frjáls til að gera hvað sem honum sýnist rétt eins og ég er frjáls til að segja hvað mér finnst um hann, séð með gleraugum Liverpool stuðingsmannsins. Og leikmaður sem er uppalinn hjá Liverpool er svo sannarlega ekki hátt skrifaður í mínum bókum spili hann með Man Utd eða Everton síðar á ferlinum. Það er bara mín skoðun.
49
skil og skil ekki þessa skoðun.
Ef Owen hefði farið beint til utd 2004 og raðað inn mörkum fyrir þá, þá mundi ég skilja þessa andúð á honum. Jafnvel verið haldinn henni sjálfur. En hann fór til Real, var svo sem sæmilegur þar en síðan hefur ferilinn legið niður á við. Að vera 5-6 stræker hjá utd 30 ára er ekki beint það að vera á uppleið!
Maður á frekar að finna til með honum. Hann hefur eflaust einhverntíman spurt sig hvort að múvið til Real hafi verið rétt eða hvort að hann hefði átt að vera áfram partur af LFC?
En svo veit maður aldrei ástæður þess hversvegna leikmenn kjósa að yfirgefa einn klúbb fyrir annann. Þeir segja jú alltaf; kominn að vinna titla, þarf nýja áskorun blablabla. En mögulegar ástæður geta verið fjölmargar: slæm samskipti við stjóra, stjórn, lélegur mórall í klefanum, einelti jafnvel. Og svo blessaðar konurnar sem hata allar borgir norðan við Londona og þrá það eitt að eiginmennirnir komist að í einhverjum kúltiveraðri borgum með frægari tískuhúsum.
En hvað um það. Þetta er alveg þarflaus umræða, ég bara mætti til vinnu í helgarfríi og þessvegna er ég að látast hafa skoðun á Owen og þeim sem hafa á honum skoðun. Verð þau að segja að það yrði ekki leiðinlegt að fá hann til Everton, Sigur á þeim bláu yrði í kjölfarið mun sætari!
(og ósigur að samaskapi nánast óbærilegur!)
Hvernig er það, talaði Rodgers ekki um að það myndu koma allavega 1-2 nýir leikmenn fyrir USA túrinn og að aðdáendur myndi verða virkilega spenntir fyrir allavega einum þeirra? Eru aðdáendur rosalega spenntir fyrir þessum Borini?
Glæsilega gert. Nú þurfa bara viljugir tónlistarmenn meðal kop-lesara að semja grípandi intro-stef fyrir ykkur 🙂
51
Já ég er bara nokkuð spenntur fyrir honum.
Hafði aldrei ímyndað mér að við værum að fara að keppa um “stærstu nöfnin” á markaðnum.
Hinsvegar tel ég að “stærstu bitarnir” séu ekki alltaf “stærstu nöfnin”.
Við erum betur settir að mínu mati að fá góða menn sem passa okkar leikstíl og okkar pælingum, frekar en að fá “þekkta leikmenn” sem verður kannski ekkert úr undir þessu leikskipulagi.
Skil vel menn sem vilja sjá stór nöfn, sem detta inn og gera okkur að stærsta liðinu í evrópu á “no time”. En það virkar yfirleitt ekki þannig.
Mér þykir betra að við fáum góða leikmenn sem geta bætt sig og dottið inn í okkar kerfi auðveldlega.
Er ekki einn af þeim sem vonast eftir árangri strax. Held að til að við getum komist upp í að keppa við toppliðin verðum við að gefa okkur minnst 1 en líklega 2-3 tímabil.
Afsakið langlokuna og allar “gæsalappirnar”
Allavegna er ég nokkuð spenntur fyrir þessum strák.
Guðni R.
Glæsilegur þáttur strákar Fagmenn fram í fingurgóma…vill vera sámala mörgum hérna og þakka ykkur kærlega fyrir kop.is yfir höfuð! 😀
Kaka á leiðini ??
Ég horfði á þáttinn í ipadnum á meðan konurnar versluðu hér í Rvk, flott afþreying. Annars tekur Steini sig vel út í kafarabúningnum.
Jæja þá er Maxi farin, lá svo sem í loftinu en það er pínu eftirsjá í honum. Fínn spilari, skoraði nokkuð reglulega (hver gleymir 2 þrennum hans á nokkrum vikum 2011). Hefði örugglega gert góða hluti sem squad player í Liverpool liði spilandi boltan sem Rodgers er að innleiða.
Hvaða leikmenn koma til með að fylla í skarð Kuyt og Maxi?
Vilja menn virkilega gefa manni sem er með 90þ pund á viku og var á bekknum hjá Lille annan séns?
Frábært framtak, enda tærir snillingar á ferðinni!
Gullverðlaun um hálsinn á kop mönnum og Liverpool FC fylgir því svo eftir í vetur 🙂
Maxi er farinn 🙁
skál ..Maxi er farinn,,loksins 🙂
Hvar er þetta tekið upp? Í hvaða stúdíói?
Frábær þáttur og vonandi verður framhald á þessu,mér líst mjög vel á Borini ég held að hann eigi eftir að reynast okkur mjög vel.
Flott umhverfi sem þessi þáttur var í, ávalt gaman að hlusta á ykkur félaga þegar þið komið með ykkar sýn á hlutina, það er þó eitt sem mér fanst mjög óþægilegt viðað hlusta á þetta og það er þegar margir fara að tala í einu og hver ofan í annan, en annars bara nokkuð gott…
Áfram LIVERPOOL… YNWA…
Takk fyrir podcastið, snilld að venju.
Eg var að hlusta a þetta herna i stofunni i simanum a meðan konan sat i tolvunni, a meðan eg hlustaði spenntur i 75 minutur og einu ahyggjur minar voru að þetta yrði braðum buið þa segir konan uppur þurru eftir sirka halfan þattinn þessi gaur sem er að tala nuna væri goður i utvarpi, rosa goð rödd og þarna atti hun við magga. Þetta var það eina sem hun tjaði sig um þetta snilldar podcast vildi bara koma þessu að svona uppa funnið a þessu fostudagskvoldi
þið eruð bara magnaðir drengir.Mér fynnst þetta bara frábært og ég sé okkar klúbb í framtíðinni með sjónvarp eða podcast á hverjum degi því við erum lang BESTIR. En af leikmannamálum þá er ég sáttur við borini en mig langar í vængmenn komaso Rodgers. :=)
Drengir, takk fyrir mig. Bara snilld að hlusta og horfa á þessar umræður með öl í hönd. Og eitthvað hafið þið lagt í þetta stúdíó! Hvað kostuðu t.d. bara þessar flísar? Líka ótrúlega svekktur með að enginn hafi nýtt tækifærið og barið almennilega í þetta glæsilega borð… Muna það næst.
svona á pappírunum þá eru þessi kaup (Fabio Borini) ömurleg, einhver 21 árs gamall ítali sem er eithvað efnilegur eftir eitt ágætt tímabil.
Maður getur allavega huggað sig við það að við borguðum bara 11 milljónir fyrir hann en ekki 30.
Sælir piltar og konur , er man utd aðdáandi og vildi bara segja að þetta er þvílíkt flott framtak hjá ykkur og mikill metnaður í þessari síðu. Hef btw aldrei gefið mér tíma í að horfa á neitt tengt liverpool en vegna glæsilegs framtaks þá nennti ég að horfa á þetta podcast!
Sambandi við Borini sýndi hann eitthvað hjá chelsea eða fékk hann ekkert að spila ?
Var hann byrjunarliðsmaður hjá Roma ?
Hef ekki nennt að hlusta á podcast hingað til og ekki kommentað í háa herrans tíð, þar sem ég hef ekki haft neitt markvert að segja. En ég horfði á þetta og finnst þetta bara drullusniðugt hjá ykkur og mjög vel gert. Auðvitað væri betra ef þið sætuð ekki allir í beinni línu, en það hefur svosem komið fram hversvegna það var. Er ekki lógískt fyrir ykkur að gera þetta oftar í vetur, jafnvel skipta hópnum upp með gesta spjöllurum frá öðrum liðum, eða einhverjum reglulegum lesendum síðunnar. Get ímyndað mér að lesendur síðunnar væru hel sáttir með það að fá þetta mjög reglulega svona. Ég yrði það allavega.
http://liverpool.is/News/Item/15458
frábært ! ég er að fyla Bendan allveg í tætlur !
það er þessi winner bragur yfr honum og allir virðast treysta honum, og fylgja honum út í opinn dauðan
skil ekert hvað menn eru að vera með eitthvað neikvæðsis röfl hérna þega við erum með þennan tæframann með okkur http://www.youtube.com/watch?v=9Wq9XIbGq8A&feature=relmfu
73: Stórkostlegt myndband, gæsahúð all the way. Luis Suarez minnir mig oft á Maradona í gamla daga, lítill og endalaust teknískur en ekki eins feitur og klikkaður í hausnum (sem betur fer).
Býð Borini velkominn til LFC og vona að þessi leikmaður eigi eftir að blómstra undir stjórn BR og að sama skapi óska ég Maxi góðs gengis og þakka honum fyrir framlag sitt.
Bíð spenntur eftir næstu ákvörðun hjá BR, hann er klárlega að vinna vel í sínu plani og greinilega með skipun um að lækka launakostnaðinn í leiðinni. Það er hið besta mál, laun þessarra gutta eru allt of há og ef leikmenn vilja ekki koma til LFC af því þeir fá meira borgað annars staðar þá eru þeir ekki Liverpool buying leikmenn.
Snilldar þáttur
Þakka fyrir þáttinn, ótrúlegt að horfa og hlusta á svona góðan þátt af íslenskri áhugamannasíðu. Betri en margt sjónvarpsefnið á Official síðunni.