Toronto FC í kvöld

Loksins. Kl. 20 í kvöld, eða eftir klukkustund, leikur Liverpool fyrsta æfingaleik sinn gegn Toronto FC í Rogers’ Center í Toronto. Þetta er fyrsti leikur af þremur sem liðið leikur næstu vikuna í Norður-Ameríku, þeir leika gegn Tottenham í Baltimore og Roma á Fenway Park í Boston áður en haldið verður heim á leið og Evrópudeildin tekur við.

Í liðið í kvöld vantar Ólympíufarana Suarez, Coates og Bellamy og þá Gerrard, Downing, Carroll, Johnson, Borini og Reina sem voru lengst á EM. Það verða tvö lið í kvöld og þau fá sitt hvorn hálfleikinn. Lið fyrri hálfleiks:

Jones

Wisdom – Sama – Carragher – Enrique

Aquilani – Spearing – Adam

Ibe – Eccleston – Pacheco

Lið seinni hálfleiks:

Gulacsi

Flanagan – Skrtel – Wilson – Robinson

Adorjan – Shelvey – Suso

Joe Cole – Morgan – Sterling

Varamenn: Lucas Leiva, Smith, Ward, McLaughlin.

Ég á ekki von á að sjá Lucas spila í kvöld og Agger virðist vera í fríi þrátt fyrir að vera þegar byrjaður að æfa með liðinu. Annars verður bara fróðlegt að sjá hvernig leikaðferð liðið er að reyna að leika í kvöld og hvernig menn virðast koma undan sumrinu.

53 Comments

  1. uss hvað er að gerast carra með fleiri en 1 snertingu og ekki neinn fallhlífabolti…. annað en adam

  2. þetta er nú ekki það skemmtilegasta sem maður hefur séð, næstum því færi í leiknum

  3. Ekki mikið að gerast í þessum fyrri hálfleik, en samt fullt af jákvæðum hlutum í gangi. Þessi 433 uppstilling sem við bjuggumst við, byrjuðu að pressa hátt og halda boltanum vel, en það hefur dálítið fjarað út. Augljóst að route 1 er ekki í boði, heldur á að sækja á vængmönnunum, sem hafa bara litið nokkuð vel út. Spearing virðist skilja þetta hlutverk ágætlega sem dreifari djúpur á miðjunni (sem segir okkur að Lucas mun geta leyst það hlutverk talsvert betur). Mér líst vel á þetta, hlakka til að sjá okkar 11 bestu í þessu kerfi.

  4. Sem betur fer er eg ad horfa a leikinn i laptop, tha getur madur dundad ser i einhverju odru a medan thessi leikur er i gangi.

    Ef tikitaka er thegar hafsentaparid sendir boltann sin a milli 11.000 sinnum i einum halfleik tha erum vid i vondum malum thvi vid skorum ekki mork thannig.

    Vonandi ad seinni halfleikurinn verdi allavega adeins meira fyrir augad, eg veit ad thetta er fyrsti leikurinn og allt thad en fyrr ma nu vera.

  5. Er mjög sáttur, þetta er flottur bolti á köflum hjá þessum guttum.
    YNWA

  6. Það er gaman að sjá liðið halda boltanum vel þó svo að það sé ekki mikið að gerast framávið enda erum við svo sem ekki með hættulega menn þarna frammi.
    75% possesion á móti liði sem er á miðju tímabili í deildinni held ég að sé nokkuð gott með þessa kjúklinga á vellinum.

  7. @8

    Texeira had some kind of recurring back injury and only featured for his first match as a LFC player (youth) just recently.

    @11

    “Fabio will come out next week with the England players, and that’s a great demonstration of his commitment to Liverpool.” Rodgers said.

    “He was involved with Italy right the way through to the (Euro 2012) final and I’d given him the time off, like the others – four weeks.
    “He was due to come back on August 1 but he made it very clear when he came that he wanted to get back and train with the group.

  8. Lélegt mark hefur maður nú sjáldan séð… morgan hefði átt að skýla boltanum og leyfa sterling að fá það….. ekki hægt að kalla þetta Liverpool way mark.

    en mark samt.

  9. Flottur bolti núna þarna er hraðinn sem við söknuðum síðasta tímabill….

  10. Flott mark hjá Morgan eftir góðan undirbúning hjá Sterling.

    FRÁBÆRT að sjá LUCAS koma inná og fá 20 mínútur. 🙂

  11. Algjörlega ósammála hh, ég vil alltaf sjá menn tryggja markið þó svo það þýði að þeir þurfi að stela markinu. Eins og í þessu tilviki var maður nánast í bakinu á honum og þá er bara vitleysa að mínu mati að skýla boltanum til að Sterling fái markið. Þetta er lið og það á ekki að skipta máli hver kemur boltanum í markið svo lengi sem hann kemst þangað.

  12. Hvað segja menn um þennan leik? Eg sa hann ekki, valdi að fara i bio a einhverja bangsamynd sem var reyndar snilldin ein en það er auka atriði. Hverjir voru að heilla þarna? Voru sterling og suzo að brillera eitthvað?

  13. Ég sá bara seinni hálfleikinn (og hafði gaman að honum – skemmtilegt að sjá þetta b/c-lið spila). Ég er forvitinn varðandi eitt í fyrri hálfleik. Gat Aquilani eitthvað? Það verður svo gaman að sjá “stóru” strákana spreyta sig á þessu kerfi.

  14. Bestu menn liðsins voru Pacheco, Sterling, Suso og sennilega Shelvey sem reyndi þó helst til margar langar erfiðar sendingar. En ég var mjög sáttur með ungu strákana og svo fáum við vonandi Borini og fleiri í næsta leik.

  15. Ég sá reyndar ekki fyrstu 10min leiksins en Aquilani var bara ágætur ,nr.28, hann gerði engin mistök, fáar ef engar feilsendingar og vann boltan nokkrum sinnum fyrir liðið. Hann hefði getað reynt aðeins meira, hann komst aldrei í skotfæri og átti enga stungusendingu innfyrir vörninina en þetta er bara fyrsti leikurinn og kannski engin ástæða til þess að vera með einhvern æsing. Hef mikla trú á honum og vona að honum gangi vel.

  16. “I’d like to say on record a massive thank-you to them because that’s why we do it – for the supporters, for the badge, the pride, the club.”

    -Brendan Rogers

  17. Kæri nr. 32

    Djöfuls sigur væri thad ad na sigra QPR i thessu risakapphlaupi um ungling sem Barca ser enga framtid i … Höfum ekkert vid okkar eigin unglinga ad gera!! Gefum skít i menn eins og Sterling, Suso og Adjoran!

  18. @ Bjössi #32
    Takk fyrir að deila þessu með oss…maður fær gæsahúð að horfa á þetta og fiðrildi í magann af spenningi 🙂

  19. var það bara ég eða var virkilega gaman að horfa á Suso og Sterling í leiknum? og shitt ég fékk gæsahúð þegar Lucas kom inná! en annars spilaði liðið bara fínan bolta í dag 🙂 það var ekki alltaf að gera úrslitasendigu eins og þeir gerðu þegar Dalglish var með liðið

  20. Ekki nógu ánægðuir með leikinn, Lpool að sýna að það er bara í botn MLS liða klassa. Búið að vera hægur dauði hjá okkar mönnum. Maður varla þorir að spá liðinu top 10 finish í deildinni lengur!.. Og að komst í evrópukeppni fer að verða draumur hjá okkur á komandi árum!

  21. @Sigurður Ómar #41 Þú veist að Reina, Agger, Gerrard og Suarez auk annara eru allir í fríi ennþá. Það voru svona tveir-þrír í allra mesta lagi sem eru venjulega í byrjunarliðinu að spila í kvöld.

  22. Þessi Sigurður Ómar hlýtur að vera drukkinn ef hann ætlar eitthvað að taka mark á þessum leik! Allt í lagi að taka hausinn út úr afturendanum annars slagið og horfa á heildarmyndina! Fyrsti æfingaleikurinn, jafntefli. Og það þýðir væntanlega að við lendum í 12 sæti, í deildinni er það ekki annars Sigurður?

  23. Nr. 41

    Svona brandarar eru alveg að verða þreyttir hérna inni. Ef þetta var ekki grín og þú hefur í alvöru áhyggjur byggðar á þessum leik er kannski spurning um að fara lesa sig aðeins betur til.

  24. Kæri nr. 32
    Já það væri hrikalegt að fá einhvern úr akademíu Barcelona, sem þeir telja sig ekki geta notað. Það var auðvitað svakalegt klúður hjá Arsenal að fá Fabregas á sínum tíma, Valencia að fá Alba og hvað þá Villareal að fá Reina, sem jú, spilar núna fyrir Liverpool.

  25. Sæll Eddi nr. 39

    Það sem Kolbeinn Tumi meinar er, að liðin í MLS deildinni eru búin að spila á bilinu 17-21 leik á tímabilinu, en meðaltalið virðist vera nálægt 20 leikjum. Af 19 liðum í deildinni situr Toronto í 19 sæti, af 19 liðum. Þar af leiðandi eru þeir í einu af þremur neðstu sætunum eins og blaðamaðurinn gefur til kynna.

    Að öðru leiti er Paul Winter þjálfari liðsins og hann tók við af Aron Winter fyrir skömmu síðan.

    Að öðru leiti, þá fannst mér boltinn sem Liverpool spilaði í kvöld skemmtilegur á að horfa – og augljóslega eru margir efnilegir menn í liðinu. Leikurinn í kvöld var fyrsti leikur tímabilsins og þegar að liði mun endurheimta bestu leikmenn sína, þá á ég von á að við fáum að sjá flott úrslit.

  26. Sá að vísu bara seinni hálfl. og virkilega gaman að sjá litlu kjúllana okkar,þá sérstaklega Sterling og Suso sem vonandi fá nokkur tækifæri í vetur…

  27. @Sigurður Ómar #41 þá verðum við að berjast um 10 sæti við Manure sem gerði jafntefli við Ajax Cape Town frá suður afríku 🙂

  28. Hvað eru þessir júnætid ræflar að gera inná þessari síðu ?
    Farið aftur inná barnaland og rífið kjaft þar.

  29. það er mjög gaman að lesa þessa síðu, oft mjög skemtilegar umræður i gangi herna og þess vegna skoða ég þessa síðu, flott síða og gaman að skoða hana þá að ég sé nú ekki Liverpool aðdáandi, það er bara frekar leiðinlegt að það sé alltaf talað um manure en ekki man utd

    setti þetta áðan bara sem smá djók, ekkert illa meint.

    Kveðja júnæted ræfillinn! #50

  30. Ekkert að því að United stuðningsmenn séu hérna inni að skoða sig um. Bara ef allir halda sér á mottunni, þá eru allir vinir:)

  31. Gaman að sjá “demo” af framtíðarspili LFC. Ég er samt á því að tiki taka muni ekki henta Adam. Spearing leit út einsog Xavi hliðina hjá Aquilani og Adam.
    Ég vill sjá Rodgers fara að selja, það er minna en mánuður í mót.
    Út(raunhæft): Cole, Adam og Aquilani.
    Inn: Allen, Dempsey og kantframherji(wide forward)

    Annars var gaman að sjá Sterling, Ibe, Suso og Morgan í gær. Þeir sýndu mikla “greddu” og vildu ólmir sýna stjóranum hvað í þeim byggi. Það var líka gaman að sjá fagnið og aðdragandann af marki Morgan. Annars skal maður ekki rýna of mikið í þessi úrslit, bara gaman að sjá þessa ungu spila.

    Ég er á því að liðið sem byrjaði leikinn séu þeir sem eru á útleið: Jones, Spearing, Aquilani, Adam,Eccleston, Pacheco.

Evrópudráttur og leikmannaslúður – opinn þráður

Being: Liverpool trailer