Chris Bascombe heldur því fram að Fabio Aurelio, vinstri bakvörður Valencia muni [koma á frjálsri sölu til Liverpool í sumar](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16812344%26method=full%26siteid=50061%26headline=brazilian%2dstar%2dis%2danfield%2dtarget-name_page.html).
Aurelio er 26 ára gamall og er frá Brasilíu. Samningur hans við Valencia rennur út í sumar og má hann því semja við lið þegar honum hentar.
Kristján Atli fjallaði um hugsanlega [komu Aurelio í janúar](http://www.kop.is/gamalt/2006/01/05/12.58.15/). Þá sagði hann:
>Það er í mínum huga ljóst að ef þessi strákur kæmi til okkar væri það frábært. Rafa fékk hann til Valencia á sínum tíma og myndi því vita nákvæmlega hvað hann er að ?kaupa,? (munið: frítt) og ég get ekki lagt nógu sterka áherslu á það hversu mjög ég treysti Rafa varðandi leikmenn sem hann þekkir. Þetta er að sjálfsögðu bara slúður núna, en vonandi gengur þetta eftir. Vonandi.
Það er alveg ljóst að við þurfum meiri breidd í vinstri bakvarðarstöðunni. Ég skal hundur heita ef að Djimi Traore verður ekki seldur í sumar og það hljómar sannarlega betur að hafa Aurelio og Riise til að berjast um stöðuna í stað Riise og Warnock eða Traore.
Hérna er smá [tölfræði um Aurelio](http://www.terra.es/deportes/futbol/liga/equipos/ficha_jugador.cfm?id_jugador=1041&id_equipo=9). Hann afrekaði það m.a. eitt tímabil að skora 8 mörk fyrir Valencia í spænsku deildinni.
Á þessu tímabili hefur hann skorað tvö mörk fyrir Valencia. Hann hefur ekki leikið með brasilíska landsliðinu, en ef hann kæmi til Liverpool væri hann fyrsti brassinn til að spila fyrir Liverpool.
Þetta er svakalega góður leikmaður 🙂 djöfull væri ég til í hann.
Frábær kaup ef af verður! Við skulum þá vona að daga Traore og Warnock séu taldir enda eru þeir hvorugir næginlega góðir til að leika í treyju Liverpool.
Ég er búinn að vera að bíða eftir að það komi bara staðfesting á þessum “kaupum”. Þetta er einn af þeim fjórum mönnum sem við þurfum virkilega að fá í sumar!
Mér lýst ekkert á þetta, var að vonast eftir toppleikmanni sem myndi styrkja liðið verulega en ekki varamanni frá Valencia.
Veit einhver eitthvað um þennan leikmann….ef svo er mætti viðkomandi endilega deila með mér visku sinni..
áfram liverpool
ekki er ég 100% viss um kaupvísi benitez varðandi “leikmenn sem hann þekkir”.
pellegrino?
nunez?
josemi?
(og af hættu á að opna pandórubox)
morientes?
Það, sem hann meinti var varðandi leikmenn, sem Benitez hefur þjálfað. Má ég þá nefna Momo Sissoko?
Það má ekki heldur gleyma Luis Garcia. Hann þjálfaði hann áður en Garcia fór til Barca.
Rafa framlengir um 3 ár, samkvæmt sky 🙂 4-0 í Kvöld!!!!!!!!!
Geri ráð fyrir að þú sért að tala um menn úr spænsku deildinni, og vil þá benda á að Josemi var nú ekki beinlínis neinn gullmoli.
Þeir sem skrifa á þessa síðu og þeir sem kommenta hér eru búnir að tala mikið um þörf á vinstri bakverði. Og hér er hann kominn. Brasilískur og allt. Það segir okkur að hann hefur mun meiri tækni en Riise, það hef ég reyndar líka, og er sókndjarfur. Fínt mál bara. Rafa hefur þjálfað hann þannig að ég óttast ekki neitt. Við getum alveg farið tilbaka og skoðað hvað allir sögðu um Morientes þegar hann var að koma. Einn mesti markahrókur Evrópu.
Það voru aldrei mistök að fá hann, en auðvitað hefur hann ekki staðið undir væntingum.