L’pool 5 – Fulham 1

Mig grunaði þetta. Það bara hlaut að koma að því.

Eftir algjöra brælu fyrir framan mark andstæðinganna í undanförnum leikjum hlaut bara að enda með því að okkar menn myndu opna fyrir flóðgáttirnar, þó ekki væri nema í einum leik. Það gerðist í kvöld þegar Liverpool vann **5-1 sigur** á Fulham á Anfield, og nú bara vonar maður innilega að liðið fái nægt sjálfstraust úr leiknum í kvöld til að geta tekið sigur gegn Newcastle á útivelli n.k. sunnudag.

Þetta var svo sem langt því frá að vera einhver klassísk Liverpool-frammistaða og um tíma var maður hræddur um að Fulham næðu að jafna, í stöðunni 2-1, en þá virtist einhver lognmolla grípa okkar menn. Bjargvættirnir komu þó úr heldur betur óvæntri átt og á endanum innbyrtum við öruggan sigur í leik sem endaði með stympingum og rifrildum, en Fulham-menn voru eitthvað pirraðir á því undir það síðasta.

Allavega, Rafa stillti upp eftirfarandi liði í þessum leik:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Traoré

García – Gerrard – Hamann – Kewell

Fowler – Morientes

**BEKKUR:** Dudek, Hyypiä, Warnock, Cissé, Crouch.

Í síðari hálfleik kom Cissé inná fyrir Fowler, sem fékk högg á gagnaugað og var stokkbólginn, og svo komu Crouch og Warnock inn fyrir Kewell og Morientes undir lokin.

Þessi leikur fór hratt af stað og Luis García skoraði mark eftir tæplega tveggja mínútna leik. Það mark var þó réttilega dæmt af vegna rangstöðu, en ef Daniel Agger hefði skorað sjálfur í stað þess að hitta ekki rammann þegar García fylgdi skoti hans eftir hefði markið staðið. En allavega, næstum því 1-0 og tónninn strax gefinn. Okkar menn voru í sókn nær allan fyrri hálfleikinn og það bara hlaut eitthvað að gefa fljótlega.

Á 16. mínútu kom boltinn fyrir mark Fulham úr hornspyrnu Steven Gerrard. Á nærstönginni skallaði Luis García hann áleiðis að fjærstönginni þar sem **Robbie Fowler** var réttur maður á réttum stað og skallaði hann í tómt netið! Öllum til mikillar furðu fékk þetta mark hans að standa og þar með var ljóst að Guð er loksins kominn, löglega, á blað fyrir Liverpool!

Okkar menn hertu tök sín á leiknum eftir þetta þrátt fyrir meiðsli fyrirliðans okkar. Gerrard lenti í slæmri tæklingu frá Michael Brown skömmu eftir mark Fowlers og það sást vel að hann var ekki á fullu það sem eftir lifði leiks, en tókst þó að klára leikinn og leggja sitt af mörkum.

Á 25. mínútu jöfnuðu leikmenn Fulham þó óvænt í fyrsta og eina markskoti sínu sem hitti á rammann. Daniel Agger átti erfiða sendingu út úr vörninni á Gerrard sem missti af honum á miðjunni. Boltinn barst að mér sýndist til Steed Malbranque sem stakk honum innfyrir Agger á **Collins John** sem klobbaði Reina og jafnaði metin. 1-1 var staðan en ég verð að viðurkenna að ég var algjörlega rólegur yfir þessu marki.

Þegar um fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum fengu okkar menn svo góða sókn, boltinn barst frá vinstri til hægri og á endanum inn í vítateiginn á Harry Kewell. Hann gaf fastan bolta fyrir á Morientes sem var óvaldaður á fjærstöng en áður en hann náði til knattarins henti **Michael Brown** sér á hann og skoraði sjálfsmark. 2-1 fyrir okkar mönnum í hálfleik og maður bjóst fastlega við að menn myndu ganga á lagið í síðari hálfleik.

Það gerðist þó varla, eftir að hafa byrjað seinni háfleikinn í sókn misstu okkar menn móðinn um miðbikið og voru á tímum stálheppnir að vera ennþá yfir. Zat Knight skallaði í stöng og Collins John sóaði góðu færi, auk þess sem línuvörðurinn dæmdi Radzinski einu sinni ranglega rangstæðan. Á 70. mínútu kom svo þriðja markið loksins, en þá var það hinn mjög-svo-gagnrýndi **Fernando Morientes** sem skaut boltanum í netið af markteigslínu eftir mikla pressu frá okkar mönnum. 3-1 var staðan orðin og báðir framherjarnir í dag búnir að skora!

Eftir þetta var þetta bara spurning um hvort okkar menn myndu bæta við fleiri mörkum og það gerðist á 89. mínútu. Þá lék Djibril Cissé á Wayne Bridge útá hægri kanti og gaf góðan bolta fyrir á fjærstöng. Þar kom Steven Gerrard aðvífandi og skaut boltanum að markinu þar sem **Peter Crouch** var réttur maður á réttum stað og stýrði knettinum í netið. Staðan 4-1 og *þrír framherjar búnir að skora* … í sama leiknum! Ótrúlegt en satt. 🙂

Í uppbótartíma kom svo smiðshöggið þegar García og Finnan prjónuðu sig í gegnum vörn Fulham en Liverpool-maðurinn fyrrverandi Tony Warner varði vel frá Finnan. Boltinn barst þaðan út í teiginn til **Stephen Warnock** sem skaut með hægri fæti að óvörðu markinu og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool. 5-1 voru lokatölur leiksins, sem er ótrúleg staðreynd miðað við að okkar menn voru ekkert svo rosalega góðir í kvöld. En í kvöld nýttu menn færin sín, og það er það sem skiptir ÖLLU máli!

**MAÐUR LEIKSINS:** Daniel Agger og Jamie Carragher voru í góðu formi í vörninni og fyrir utan staðsetningu Aggers í jöfnunarmarkinu gerðu þeir engin mistök. Á miðjunni stóð Didi Hamann sig vel með hálf-vængbrotinn Gerrard sér við hlið og þá voru þeir Kewell og García sífellt að reyna að skapa eitthvað.

Ég ætla samt að velja fjóra menn leiksins í dag, í þeirri von að þessi leikur tákni ákveðin vatnaskil á þeirra leiktíð. Þeir **Robbie Fowler, Fernando Morientes, Peter Crouch** og **Djibril Cissé** eru mínir menn leiksins! Fowler gaf tóninn með flottu marki og var síógnandi eftir það þangað til hann fór útaf, Morientes var iðinn og vinnusamur og uppskar loksins mark fyrir erfiðið, Crouch setti boltann yfir línuna og losaði sjálfan sig undan mikilli pressu og Cissé átti prýðisgóða innkomu, átti stóran þátt í tveimur mörkum undir lokin (fyrirgjöfin á Gerrard þegar Crouch skoraði, skalli að marki þegar Morientes skoraði). Hvað er langt síðan við höfum getað þakkað öllum fjórum framherjum liðsins fyrir góðan sigur?

Flott kvöld, liðið hefur oft leikið betur en 5-1 sigrar eru ekki eitthvað sem maður slær hendinni á móti! Nú hlakkar mig til að sjá okkar menn takast á við Newcastle um helgina … 🙂

25 Comments

  1. FRÁBÆR ÁRANGUR HJÁ OKKUR – ÁFRAM SVONA STRÁKAR – GAMAN AÐ SJÁ HVAÐ ÞEIR BROSTU ROSALEGA EFTIR LEIKINN

    ÁFRAM LIVERPOOL :biggrin: 🙂 :biggrin2: :blush: :laugh: :tongue: 😉 :rolleyes: :biggrin2: :laugh: 🙂

  2. Ég vil bara benda á eina staðreynd:

    Í kvöld skoruðum við jafnmörg mörk og við höfðum skorað í **TÍU SÍÐUSTU LEIKJUM SAMANLAGT**. Meira hef ég ekki um þetta að segja.

    Jú, eitt í viðbót: Þetta var ÆÐI!

  3. Til hamingju með þetta Púllarar, góður sigur.

    Veit einhver um síðu þar sem maður getur downloadað mörkum úr Liverpool leikjum (sérstaklega þessum)?

  4. Já þetta var frábær sigur. Það er þó þrennt sem stendur uppúr að mínu mati:

    1. Daniel Agger. Strákurinn var alveg frábær fyrir utan það að hann átti sökina á markinu sem við fengum á okkur. Að öðru leiti fannst mér stórkostlegt að fylgjast með honum, fótahreyfingarnar maður á mannn…..ohh hann var æði.

    2. Robbie skoraði….jee

    3. Framlag Cissé. Ég veit ekki hvað ykkur finnst en mér finnst votta fyrir hugarfarsbreytingu hjá honum. Hann veit að ef hann fer ekki að standa sig verður hann seldur í sumar. Gerði þó illa þegar hann fékk góða sendingu fram í leiknum (man ekki hver sendi boltann) en ég held og vona að hann sé að koma til enda tími til kominn.

    Áfram Liverpool!!!

  5. Nú hlakkar mig

    Nú hlakka ég til:)

    Annars vil ég meina að ósigur Fulham manna sé til kominn vegna þess að Heiðar Helguson hafi ekki spilað 🙂

    En gaman að Fowler skyldi skora :biggrin2:

  6. Eftir þennan leik finnst manni við vera með 4 þrusu framherja!
    Vona bara að það endist. Þessir menn hljóta að vera innblásnir og reyna að halda áfram. Þeir eru nú allir að spila fyrir áframhaldandi veru sinni hjá Liverpool. Nema Crouch.
    En mér fannst við hvorki betri né verri en í mörgum undanförnum leikjum (tel ekki fyrri hálfleik gegn Arsenal með, þá vorum við lélegir).
    En nú skoruðu þeir mörkin. Og um það snýst þessi leikur víst

  7. fannst nú markið ekki Agger að kenna, Traore var ekki til staðar og hann þurfti að fylgjast með senternum líka.

  8. Snilld….

    Sammála Magga G. Agger var traustur og mjög góður í þessum leik, Fowler skoraði sem er frábært, Cisse var eitthvað öðruvísi en venjulega, hann var bara mjög góður og ákveðinn.

    Maður getur bara varla líst því hvað maður er ánægður með að ALLIR sóknarmennirnir okkar hafi verið að spila vel og 3 af þeim skorað í sama leiknum, SNILD!

    Newcasle um helgina og það verður spennandi, þeir eru búnir að vera frábærir síðan Souness var látinn taka pokan sinn og svo er þetta gríðarlega erfiður völlur að fara á. Vonum að þessi leikur hafi gefið okkur mikið sjálfstraust og við tökum þá um helgina.

    ÞAÐ VERÐUR GAMAN Í VINNUNI/SKÓLANUM Á MORGUN!!!!!

  9. Frábært, þótt persónulega hefði ég viljað að þeir hefðu dreift þessum mörkum aðeins jafnar á leikina á undan 🙂

    Ég held enn í vonina um að ná öðru sætinu, en er farinn að sætta mig við þriðja sætið, það er lágmarkið. Það hlýtur að hafast, sérstaklega ef þeir eru að hrökkva í gang framherjarnir.

  10. Frábært að klára leikinn með 5 mörkum. Tek undir með nafna mínum að maður bjóst alltaf við auðveldum sigri okkar í þessum leik.

    Þó að sóknarmenn okkar hafi skorað mörk í þessum leik, þýðir það ekki að þeir hafi verið að spila vel. Það var einn sem stóð uppúr, FOWLER. Í fyrri hálfleik fóru næstum allar okkar sóknir í gegnum hann, Fowler var að koma sér í færi, auk þess að skapa fullt af færum fyrir aðra. Frábær leikur hjá Guði, vonandi heldur hann áfram á þessari braut.

    Morientes og Crouch voru ekki að spila neitt sérstaklega vel, en þeir skoruðu og það er það sem telur.

    Cisse kom með ferskan blæ og átti þátt í tveimur mörkum, góð innkoma hjá honum í gær.

    Vonandi byggjum við ofan á þennan sigur og klárum næstu 8 leiki í deildinni með sigri.

    Kveðja
    Krizzi

  11. ég skrifa einnig markið á agger, hann á að kóvera þegar bakvörðurinn fer fram, og taldi bara vitlaust þegar hinn framherjinn tók þverhlaupið.

  12. Góður sigur og gaman að vinna leik þar sem við vorum ekkert miklu betri, orðinn þreyttur á að yfirspila lið og tapa eða gera jafntefli.

    Ef það á að finna einhvern til að kenna um mark Fulham þá skrifa ég það á mann leiksins, Didi Hamann. Bannað að missa boltann þarna á miðjunni miðað við hvernig Fulham stillti upp. Skyndisóknir það eina sem þeir ætluðu að ná út úr leiknum, treysta á að Liverpool næði ekki að skora, ótrúlegt en satt, og það var ástæðan fyrir því að Colins John byrjað en ekki Heiðar eða McBraid.

    Fowler skoarið fyrsta löglega mark sitt fyrir Liverpool eftir endurkomuna í 9 leikjum en þetta var bara spurning um tíma, í 4 sinn sem hann kom boltanum yfir línuna.

    Agger er greinilega tilbúinn í fullorðins deild sem er frábært, Hyypia getur alveg farið að rækta garðinn sinn eftir góð ár í Bítlaborginni. Finnan var ekki að finna sig í þessum leik og mín skoðun er sú að okkur vantar tvo bakverði í sumar, einn hvoru meginn!

  13. Ég tek undir með Krissa hér að ofan. Fowler var mjög góður í leiknum. Munurinn á honum og Crouch er f.o.f. sá að Crouch vinnur til baka, spilar boltanum til baka og …. ekkert meir. Fowler reynir alltaf að snúa við og sækja að markinu. Hann var líka léttari á sér en oft áður.

    Cisse hafði yfir sér nýjan og ferskan blæ sem er mjög jákvætt.

    Hinir skoruðu (sp. með Crouch því mér fannst skotið í hann og inn. Gerrard á að fá þetta mark á sig alveg eins og Crouch var að fá fyrstu mörkin sín fyrir Liver skráð á sig) og það er það sem telur.

    Traore var mjög góður í leiknum að mínu mati. Gott ef hann átti ekki 5 -6 overlöpp á móti engu hinu meginn frá.

    Agger virkar vel á mann. Mjög góður fram á við sem hefur virkilega vantað hjá öðrum haffsentum upp á síðkastið. Ég er samt ekki ennþá reiðubúinn að segja hann arftaka Hyypia því Hyypia er margfallt sterkari varnarmaður að mínu mati. Það að arfaslakt lið Fulham skyldi fá öll þessi færi finnst mér hafa verið honum að kenna. Hann var að tapa skallaboltum sem Hyypia hefði pottþétt unnið.

    Ég vona að Fowler og Morientes fái að byrja aftur í næsta leik eða þá Fowler og Garcia frammi og Gerrard á kantinn og Alonso inn á miðjuna. Cisse hefur unnið sér rétt til að vera fyrsti varamaður.

    Áfram Liverpool!

  14. Sælir
    Jæja, núna er ég loksins að fara á Liverpool leik. Fer á Liverpool-Everton. Ekki geta einhverjir góðir menn bent mér á síður þar sem ég finn helstu söngvana sem sungnir eru á Anfield svo maður geti byrjað að æfa sig.

    Með kveðju,
    Chris

  15. Hannibal: Þú talar um að Didi hafi misst boltann í markinu. Það er nú ekki rétt hjá þér. Það var hann Stevie G sem missti boltann. Ég tel eiginlega stærstu sökina á markina liggja hjá honum.

    Annars finnst mér Gerrard hafa verið mjög slappur í undanförnum leikjum, og leikurinn í gær var engin undantekning. Mér finnst eiginlega sem Gerrard hafi ekki verið að spila vel á nýju ári. Alls ekki verið drífandi kraftur eins fyrirliðinn á að vera.

  16. Ég tek undir það að Morientes-Fowler sé par sem megi reyna oftar, eins fannst mér Cisse gleðjast það mjög yfir framherjatækifæri að hann sýndi öflugri leik en oft áður. Hann á þó til glórulausar tilraunir sem hann mætti sleppa. Munurinn á Morientes og Crouch finnst mér vera sá að Morientes sinnir betur varnarhlutverki, vinnur mjög vel við að trufla varnar-miðjuspil mótherjana. Eins finnst mér Crouch meiri batti, hann fær bolta og skilar aftur, mér finnst vanta hjá honum ógnina fram á við. Mér finnst fleiri hlutir geta gerst þegar Morientes fær boltann frammi, en það getur verið að auðveldara sé að finna Crouch.
    Traore vann mjög vel fram á við bætti upp slaka framistöðu Kewels, en ég verð alltaf stressaður þegar hann þarf að verjast. Finnan fannst mér standa í allt of mörgum neglingum, boltinn fór nánast alltaf á loft þegar hann (boltinn) byrjaði hægra meginn. Á meðan boltin var á lofti áttu Fulham menn í fullu tréi við okkur, en þegar boltinn fékk að fljóta á grastorfunni gátum við pressað. Því segi ég spara Crouch og háloftabolta. Centerarnir farnir að skora og stefnan sett á 2 sæti.

  17. Chris – þú getur prófað lagasafn RAWK.com. Þeir eru með öll lögin á skrá, en það er slatti. Þegar ég fór út renndi ég yfir þetta og það hjálpaði mikið til, þá var maður fljótur að grípa textana þegar byrjað var að syngja þá því maður kannaðist við þá.

    Johnny H – Gerrard spilaði meiddur í gær, eftir að hafa greinilega meiðst við tæklingu Michael Brown á um 15. mínútu eða svo var hann skugginn af sjálfum sér á miðjunni. Ég gat þess í leikskýrslunni. Ef við hefðum haft Alonso eða Sissoko á bekknum hefði fyrirliðanum sennilega verið skipt útaf, en þeir voru ekki þarna og því harkaði hann að sér og stjórnaði spilinu af bestu getu þrátt fyrir meiðslin. Sannur fyrirliði, að mínu mati. 🙂

    Aggi – hvað er svona frábært? 😉

  18. Chris, læra “Fields of Anfield Road”, “YNWA”, stefið úr Ring of Fire, lagið um Steve Gerrard:

    >STEVE GERRARD, GERRARD
    HE’LL PASS THE BALL FOURTY YARDS,
    HE’S BIG AND HE’S FUCKING HARD!
    STEVE GERRARD, GERRARD!

    lagið um Luis Garcia:

    >Luis Garcia,
    He drinks Sangria,
    He comes from Barca,
    To bring us joy,
    Hes four foot seven,
    And football heaven,
    Oh please dont take our Luis away

    Og þá ættirðu að vera ágætlega staddur. Er ég að gleyma einhverju? Restina ættirðu að geta pikkað upp nokkuð auðveldlega (we love you Liverpool, we do – svo framvegis)

  19. Hú let ðe dogs át – hú húllíer (kannski full seint að syngja þetta :biggrin:

Liðið gegn Fulham

Ferðasaga