Jæja, ég spáði þessu sko **EKKI** …
Reina
Carragher – Agger – Hyypiä – Warnock
Kromkamp – Gerrard – Hamann – Kewell
Cissé – Crouch
**BEKKUR:** Dudek, Traoré, Alonso, García, Fowler.
Sko, skoraði Morientes sem sagt mark … og var svo tekinn *út úr hópnum* í næsta leik? Var Cissé eini framherjinn sem ekki skoraði í síðasta leik, og kemur samt inn í byrjunarliðið? Ætlar Rafa að spila Carra í bakverði, eða er hann að fara í 3-5-2 með Kromkamp og Warnock sem væng-kantara?
Þetta verður forvitnilegt …
Hann er klárlega einnig með hugann við Birmingham-leikinn á þriðjudaginn fyrst hann er að hvíla menn eins og Finnan og Alonso.
Er ekki Finnan meiddur? Það hlýtur að vera. Annars gæti hann bara svissað Kromkamp og Finnan í þessum leikjum.
Þetta er allavegana verulega skrýtin uppstilling.
Núna fyrst Morientes er búinn að skora held ég að Cissé sé kominn í liðið af sömu ástæðu og Morientes var í byrjunarliðinu hvað eftir annað. Í þeirri von að hann skori loksins.
tjahh, þrátt fyrir að Morientes hafi skorað í vikunni þá var hann ekki að spila vel, eiginlega bara hörmulega, Cisse var kanski ekki frábær, en innákoma hans breytti gangi leikins, átti skallann sem á endanum varð að marki Morientes, fyrirgjöf sem gaf Crouch sitt mark. Kanski er bara verið að verðlauna hann fyrir það.