Eva benti í ummælum á [þessa grein](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=14283729%26method=full%26siteid=50061%26headline=benitez%2ddeal%2da%2dstep%2dcloser-name_page.html), þar sem segir að Benitez sé ekki sáttur við tilboð Valencia.
Þetta virðist snúast um þrennt hjá honum.
1. Hann fær ekki fullt vald yfir leikmannakaupum. Á Spáni tíðkast það að framkvæmdastjórar hafi ekki fullt vald yfir kaupum og sölum, heldur hafi aðrir stjórnendur mikil afskipti af því. Gott dæmi um þetta er til dæmis Valdano hjá Real Madrid, sem ræður ansi miklu um það hverjir eru keyptir og seldir. Benitez vill fá meiri völd. Það er alveg ljóst að hann myndi fá að ráða öllu á Anfield, alveg einsog Houllier fékk að ráða öllu þau ár sem hann var þar
2. Valencia er, þrátt fyrir gott gengi, í talsverðum peningavandræðum. Benitez veit að lið einsog Barcelona og Real Madrid munu styrkja sig talsvert fyrir næsta tímabil og hann hefur sagt að liðið þurfi að kaupa leikmenn til að standast þeim snúning. Stjórnin er hins vegar ekki tilbúin að leggja peninga í nýja leikmenn. Hjá Liverpool myndi Benitez strax fá um 30 milljónir punda í leikmannakaup.
3. Tengt þessu, þá er alveg ljóst að Benitez mun fá mun hærri laun hjá Liverpool. Hann fær kannski ekki eins brjálæðislegar upphæðir og Mourinho fær hjá Chelsea, en það er ljóst að fá lið borga eins góð laun og Liverpool.
BBC heldur því svo fram að [Mourinho verði kynntur sem nýr þjálfari Chelsea næsta þriðjudag](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/c/chelsea/3746255.stm). Samt er ekki ennþá búið að reka Ranieri. Greinin segir reyndar:
>Ranieri held a meeting with Chelsea owner Roman Abramovich and chief executive Peter Kenyon at a hotel in Milan, Italy, on Thursday.
>The meeting ended after two hours and a smiling Ranieri left the hotel with his agent Vicenzo Morabito but did not comment to waiting journalists.
Hvað er í gangi hjá Chelski?
Já, og svo er ManU að kaupa [argentíska miðvörðinn Gabriel Heinze](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/m/man_utd/3735065.stm). ég verð að játa að ég hafði aldrei heyrt um þennan mann, en einhverjir vilja meina að hann sé sterkasti varnarmaðurinn í frönsku deildinni. Heinze þessi er víst með ítalskt vegabréf.
Þessi leikmaður [hefur verið orðaður við nokkur lið](http://www.soccerage.com/en/04/16955.html), þar á meðal Chelsea og Barcelona. Hann er 26 ára gamall en hefur aðeins leikið 5 landsleiki fyrir Argentínu, þar af aðeins einn leik í byrjunarliðinu.
Valencia er líka bara að bjóða 2 ára samning í stað 4 ára hjá LFC. Annars, talandi um að Benitez fái 30 millur hjá Liverpool, Mourinho ku fá 80 hjá Chelsea til að leika sér með.
Chelsea eru einfaldlega að eyðileggja Enska boltan með því að kaupa sig upp á toppinn 🙁 Peningar eru farnir að skipta alltof miklu máli 🙁