Viðtal við Reina (uppfært!)

Langt og gott [viðtal við Pepe Reina](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N151830060323-1000.htm) á Official vefnum, þar sem hann tjáir sig um líf sitt í Liverpool.

Gegn Birmingham hélt Liverpool liðið hreinu í 30. skipti á tímabilinu (Reina á 28 skipti) – sem er besti árangur í 22 ár. Það þrátt fyrir að við eigum allavegana 7 leiki eftir á tímabilinu!

**Uppfært (KAR):** Ég bara verð að deila þessu með ykkur. Ég var að lesa grein Len Capeling í Echo, þar sem hann er að spá í spilin fyrir nágrannaslaginn um helgina, og rakst þar á þessa málsgrein:

>”There is another factor at work here.

>Pepe Reina, for all his height, is not the most assured keeper in the air, though with Everton’s Richard Wright just as dubious we may yet have two dodgy keepers on display.

>Oh for the days of Neville Southall, and, much earlier, to the peerless Ray Clemence.”

**ERTU EKKI AÐ GRÍNAST Í MÉR?** “Two dodgy keepers” ??? Hefur þessi Len Capeling horft á svo mikið sem einn Liverpool-leik í vetur? Við erum að fagna því að hafa haldið marki okkar hreinu í þrjátíu skipti, og hann talar eins og Reina sé einhver veikur hlekkur í þessu liði okkar?!?

Varð bara að minnast á þetta hérna. Eru svona menn hæfir til að skrifa um knattspyrnu?

7 Comments

  1. Þeir eru nú svo miklar lofthænur þarna í Everton, allur leikstíll þeirra gengur útá háar, langar sendingar og skallabolta.
    Hversu góðir markmenn eru í loftinu er því eini mælikvarðinn sem þeir setja á markmenn.

    “Pepe Reina, for all his height, is not the most assured keeper in the air” meikar því alveg sens miðað við þennan hörmulega skussabolta sem þeir spila þó enginn annar taki þetta bull alvarlega enda er Reina einn albesti markmaður deildarinnar.

  2. Þessi ummæli Len Capeling koma mér nokkuð á óvart, hann virðist oftast hafa vit á því sem hann er að segja, en þetta er út í hött :rolleyes:

  3. Þetta er eitthvað það al-magnaðasta, sem ég hef lesið. Að líkja Pepe Reina við Richard Wright er náttúrulega bara fáránlegt.

    Þetta er eiginlega svo fáránlegt að maður veit varla hvernig maður á að svara þessu, því manninum getur varla verið alvara.

  4. Mig langar bara að benda á eitt smáatriði. Þessi grein Capelings var ekki í Echo heldur í Daily post. Þessi síða er samansafn greina frá þessum tveimur Liverpool blöðum. En það breytir því ekki að þetta er alveg fáránlegt comment.

  5. Rétt er það Þröstur, og telst hér með leiðrétt. Þetta er leiðinda ávani sem ég þarf að venja mig af, að taka öllum greinum frá

Líklegt að Fabio Aurelio komi í sumar á Bosman (uppfært)

Getur Sissoko orðið einn af þeim bestu?