Heart of Midlothian F.C.

Liverpool heimsækir Endinborg, höfuðborg Skotlands á fimmtudaginn þar sem Heart of Midlothian bíða, eða Hearts eins og liðið er ávallt kallað. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma og er sýndur á Stöð 2 Sport 3.

Ef þið hélduð að ástandið hjá okkar mönnum hafi verið slæmt undanfarin ár hvað eigendur og tíð stjóraskipti varðar þá er það bara grín miðað við Hearts þó sumt sé kunnuglegt. Eigandi þeirra er hinn alls ekkert svo vafasami Vladimir Romanov og hann lætur Gillett og Hicks líta út….nei ok hann er ekki eins mikill fáviti og þeir.

Hearts er frá vesturhluta Edinborgar en í borginni eru tvö stór og gamalgróin lið á Skoskan mælikvarða, hitt liðið er Hibernian. Fyrstu heimildir um íþróttaiðkun undir nafni Heart of Midlothian eru frá 1864 en knattspyrnudeildin var stofnuð árið 1874 og er það ártal í merki félagsins sem stofnár.

Hearts liðið 1875-76

Til marks um hversu félagið er gamalt og skoski boltinn spennandi þá hafa erkifjendurnir í Hearts og Hibernian mæst 615 sinnum þar sem Hearts hefur unnið 273 á móti 198 hjá Hibs. Helmingur eða meira hafa þó verið vináttuleikir eða í lókal Edinborgar bikarkeppnum. Nágrannaslagir Hearts og Hibernian eru einhverjir elstu sinnar tegundar í fótboltanum þó hatrið milli liða sé ekkert í líkingu við það sem gerist í Glasgow.

Hearts eru einmitt ríkjandi bikarmeistarar eftir 5-1 stórsigur á Hibs, en þetta var í fyrsta skipti í 116 ár sem liðin mættust í bikarúrslitum.

Undanfarin ár og áratugi hefur bikarinn einmitt verið sú keppni í Skotlandi sem önnur lið en Glasgow risarnir hafa getað gert sér einhverjar vonir um að vinna því deildarkeppnin hefur bara snúist um það hver nær þriðja sæti. Hearts hefur einmitt unnið bikarinn þrisvar síðan 1998 en deildina hafa þeir ekki unnið síðan 1960.

Bikarmeistarar 2012

Fjárhagsvandræði í Skoska boltanum eru ekki ný af nálinni og í raun er magnað að Rangers ekki Hearts hafi komist á undan í þá stöðu sem liðið er í núna þó það megi ekki útiloka Romanov ennþá. Hann keypti hlut í félaginu árið 2005 er liðið var í það miklum fjárhagsvandræðum að til stóð að selja heimavöllinn Tynecastle og spila heimaleiki á rugby velli í nágreninu, áður höfðu Dundee, Dundee United og Dunfermline hafnað Romanov sem vildi m.a. opna leið fyrir Litháenska knattspyrnumenn í Skotland.

Romanov setti pening í klúbbinn og afturkallaði söluna á vellinum og Hearts er ennþá á sínum stað. Sala á vellinum átti að ná yfir 20m punda skuldir félagsins, upphæð sem í dag er um helmingi hærri þó hagnaður félagsins sé langt frá því viðunandi m.v. skuldir. Romanov réði skoskan framkvæmdastjóra sem gerði það sitt fyrsta verk að fá George Burley sem stjóra. Ásamt honum fylgdu nýjir leikmenn m.a. frá FC Kaunas sem einnig er í eigu Romonov (og jafnvel enn meiri sirkús heldur en Hearts). Eignarhald hans gat ekki byrjað betur því Burley vann fyrstu átta leiki tímabilsins 2005. Litháin náði á þessum tíma að kaupa klúbbinn alveg og tók upp á því að reka Burley um leið og kaupin voru endanlega frágengin og talað var um að stórt nafn væri væntanlegt til að taka við liðinu, Keegan, Bobby Robson, Hitzfeld eða Ranieri svo dæmi sé tekið. Þegar það tókst ekki rak Romonov framkvæmdastjórann og réði son sonn, Roman Romonov í staðin.

Næsta move Romanov var heldur betur ekki vinsælt því hann réði Graham Rix sem stjóra í stað Burley, það sem hann hafði helst á móti sér fyrir utan að vera ekki stórt nafn eða öflugur stjóri var að vera dæmdur kynferðisafbrotamaður og það var alls ekki vinsælt meðal stuðningsmanna. Rix hafði ekkert þjálfað síðan 2002 og Romonov var með puttana í liðsvali og fleiru sem eigendur ættu að láta eiga sig. Rix var rekinn í mars 2006 og í hans stað kom þjálfari FC Kaunas. Þrátt fyrir þennan sirkús náði liðið öðru sæti í deildinni og komst í undankeppni meistaradeildarinnar. Liðið vann einnig bikarinn og þetta var í fyrsta skitpi síðan 1995 sem lið komst upp á milli Glasgow risanna í deildinni. Það er svona Mike Bassett fílingur yfir þessu og okkar maður sagði stefnuna að vinna meistaradeildina.

Gamli FC Kaunas þjálfarinn fór í leyfi af óskilgreindum heilsufarsástæðum í október 2006 eftir tap gegn Kilmarnock, nýr stjóri kom inn og Romanov hótaði að setja alla leikmenn liðsins á sölulista ef þeir ynnu ekki næsta leik sem var allt annað en vinsælt meðal leikmanna og stuðningsmanna. Tímabilið eftir fór hræilega af stað og ákvað Romanov að leita að meira breskum stjóra og stjórnunarháttum. Það gerði hann með því að ráða skota út tímabilið áður en hann réði á Ungverskan stjóra eftir tímabilið. – Ég væri til í að detta í það með þessum manni, það getur ekki annað en e-ð sögulegt gerst.

Alls hefur Romonov afrekað að ráða 9 stjóra á 7 árum, fjármálin hjá liðinu eru auðvitað öll með vafasamasta móti og félagið skuldugt upp fyrir haus með lán hjá banka í Litháen sem talið er að Romanov eigi. Í lok árs 2011 fóru launagreiðslur að verða stopular og komu seint og illa og liðið var sett á sölu. Leikmenn sem ekki voru lykilmenn voru hvattir til að finna sér ný lið og þann 4. janúar setti Skoska knattspyrnusambandið Hearts stólinn fyrir dyrnar og krafðist þess að öll ógreidd laun yrðu gerð upp á innan við viku og við það stóð Hearts í kjölfar sölu á Eggerti Gunnþóri Jónssyni til Wolves.

Félagið er auðvitað ennþá í vandræðum og vandræði Rangers eru ekki góðar fréttir fyrir hin liðin í deildinni þó Hearts segist með stolti hafa verið í fararborddi fyrir þeirri ákvörðun að dæma ætti þá niður í neðstu deild. Þrátt fyrir að liðið hafi orðið bikarmeistari á síðasta ári er stjórinn farinn og liðið hefur misst 10-15 mis mikilvæga leikmenn. Eftir tímabilið var ljóst að draga þyrfti úr launakostnaði og hafa ekki allir viljað taka á sig þá lækkun, þ.á.m. stjórateymið. Í þeirra stað hefur finnski markmaðurinn Peter Enckelman komið ásamt því að unglingastarf Hearts er talið vera öflugt og á það ætla þeir að treysta í ár. Nýjasti stjórinn heitir John McGlynn sem hefur verið á mála hjá Raith Rovers í sex ár. Þar áður var hann þjálfari hjá Hearts í 10 ár og hefur þjálfað marga af þeim ungu leikmönnum sem eru að koma upp hjá Hearts og eins fengið mjög marga þeirra á láni til Raith Rovers.

McGlynn er brattur (http://yhoo.it/OPFrh8) fyrir tímabilið og lofar ungum leikmönnum því að þeir fái tækifæri. Auðvitað er þetta tilkomið vegna þess að Hearts getur ekki gert neitt annað og McGlynn verður farinn í síðasta lagi í maí. Þó má ekki líta framhjá því að staða Hearts er ekki eins slæm og hún kannski virðist þar sem flest Skosk lið eru í tiltölulega svipaðri stöðu og afar fá þeirra hafa mikið verið að styrkja sig fyrir tímabilið, já og Rangers er ekki með í ár.

Þeir hafa byrjað sæmilega, unnið einn og gert tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjunum og ætla sér að standa sig betur á heimavelli í Evrópukeppninni í ár heldur en í fyrra þegar Tottenham jarðaði þá 5-0 og gjörsamlega sundurspilaði. Forráðamenn Hearts voru sáttir við að fá leiki gegn Liverpool og vonast til að geta bætt 1-2 leikmönnum við eftir þessa leiki í kjölfar tekna sem þetta einvígi skapar þeim. Þjálfarinn vill spila sóknarfótbolta og verður fróðlegt að sjá hvernig þeir ná að standa í okkar mönnum.

Endum umfjöllun um Hearts á þessari áskorun stjórnar Hearts til stuðningsmanna fyrir tímabilið þar sem þeir eru hvattir til að sýna hollustu sína á erfiðum tímum og mæta á völlinn, eða a.m.k. kaupa miða. Eitthvað held ég að þetta hafi nú farið öfugt ofan í einhverja þeirra http://www.heartsfc.co.uk/articles/20120730/board-statement-show-your-support_2241384_2865425

Stuðningsmenn Hibernian hafa a.m.k. ákaflega litla samúð með nágrönnum sínum eins og sjá mér hér http://www.easterroad.com/heart-of-midlothian-football-club.php

Frá sjónarhóli Liverpool FC er þetta afskaplega einfalt, ef liðið vinnur ekki Hearts í tveimur leikjum hefur það ekkert í riðlakeppni Evrópudeildarinnar að gera, nákvæmlega ekki neitt. Eignarhald og þrautarganga okkar undanfarin ár er eins og skemmtiskokk við hliðina á því sem ennþá er í gangi hjá Hearts.

Þessi lið hafa afskaplega sjaldan mæst og eiga ekki mikla sögu í leikmannaviðskiptum heldur. Liðin hafa spilað 6 vináttuleiki en vegna mikilla mannabreytinga hjá báðum liðum er enginn eftir í hvorugu liði frá síðasta vináttuleik liðana, reyndar er líklega enginn ennþá lifandi frá þeim leik því hann var 1929. Hinir fimm leikirnir voru allir á árumum 1897-99. Svipaða sögu er að segja á leikmannamarkaðnum, 4 leikmenn Hearts hafa farið til Liverpool og 7 í hina áttina. Síðast kom leikmaður til Liverpool hjá Hearts árið ´98 …1898 en hann er hættur í dag. (Þessar upplýsingar er auðvitað að finna á LFCHistory.net)

Brendan Rodgers er ennþá mjög mikið óskrifað blað og það er mjög erfitt að rýna í hvað hann er að hugsa fyrir þennan leik. Liðið tapaði illa í síðasta leik og það þarf að nýta alla leiki til að spila mönnum saman og því alveg líklegt að það verði sterkt lið sem mæti Hearts á fimmtudaginn. Á móti er stór leikur gegn Man City á sunnudaginn og það má alls ekki þreyta lykilmenn eða hætta á að þeir meiðist í leik sem þessum. Því held ég að þetta verði svona blandað lið hjá Rodgers, ég á samt ekki vona á neinum kjúklinum í fyrri leiknum. Það er vitað að Assaidi er ekki gjaldgengur í þessa Hearts leiki þar  sem hann er búinn að spila í undankeppni Evrópudeildarinnar í ár, Joe Harry Fabio Aurelio Kewell Cole er líklega meiddur en ég veit ekki stöðuna á öðrum og býst því bara við að menn eins og Enrique sé klárir í bátana.

Tippa á að þetta verði svona:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Enrique

Spearing – Allen
Downing – Henderson – Borini
Carroll

Þetta er fullkomlega út í loftið og ekki líklegt byrjunarlið en þetta er ágætlega sterkt lið sem þó hvílir Agger, Gerrard, Lucas og Suarez. Ef að Charlie Adam og Andy Carroll spila ekki í þessum leikjum er ég nokkuð viss um að þeirra tími á Anfield sé kominn á enda. Vildi að ég gæti sagt það sama um Joe Cole. Eins væri ég nú til í að fara sjá Coates fá miklu meira traust og þá á kostnað Carragher auðvitað og spurning hvort þeir fái tækifæri saman í þessum leik. Útiloka það ekki frekan en annað.

Spá:

Tottenham slátraði fyrri leiknum sannfærandi í fyrra 0-5 og lét kjúklinga spila seinni leikinn sem fór 0-0. Ég er ekkert að gera mér vonir um fimm marka sigur neitt en það er ekki óeðlilegt krafa að heimta það öruggan sigur í þessum leik að seinni leikurinn verði bara formsatriði. hef trú á að þetta verði raunin og leikurinn fari 0-3. Downing með 2 og Borini eitt.

Leikurinn fer fram á Tynecastle Stadium sem hefur verið heimavöllum Hearts frá 1886 og tekur um 17.420 manns í sæti.

69 Comments

  1. Verð að segja að ég efi að þetta fari 0-3 :(, en ég held að þetta fari 1-0 í leiðinnlegum leik. Ég vona svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér.

    Áfram LIVERPOOL!

    Ætli Assaidi fái að spila í chity leiknum?

  2. Er Assaidi ekki gjaldgengur í neinum leikjum í Evrópudeildinni? Eða er það bara þessir leikir gegn Hearts?

  3. Klart mal ad Agger verdur i lidinu thar sem hann er i banni deildinni i næsta leik. Godur pistill annars.
    Svona i framhjahlaupi ma koma thvi ad Gudmundur okkar Torfason hefur ordid svo frægur ad skora 3 mørk gegn Hearts ja og audvitad ad tølfrædin er ekki okkar megin i leikjum gegn Hearts thar sem their hafa unnid 5 og vid 1. Marktalan 14-7…reyndar var sidasti leikur snemma a sidustu øld eins og fram kemur i pistlinum.

  4. Frábær upphitun að venju. M.v. þá vitneskju að Johnson, Skrtel, Enrique, Gerrard og Suarez hafi allir verið eftir og að Assaidi sé ekki gjaldgengur myndi ég spá þessu liði á morgun:

    Reina

    Kelly – Carragher – Agger – Robinson

    Henderson – Spearing – Adam

    Borini – Carroll – Sterling

    Þetta á að vera nógu sterkt lið til að vinna Hearts. Það verður áhugavert að sjá hvernig t.d. Kelly spilar eftir laugardaginn, og hvernig Adam stendur sig í Skotlandi.

  5. Allt annað en sigur á Hearts er stórslys…

    Skoska deildin eins og allir vita sem eitthvað hafa vit á fótbolta er álíka sterk og League 1 í englandi, fyrir utan risana 2 ( núna 1 Celtic)

    Við eigum að getað stillt upp nokkuð mikið af ,,fringe players,, og samt klárað þennan leik.

    Mundi vilja sjá liðið svona:

    Reina,Robbo,Coates,Carra,Kelly,Spearo,Hendo,Shelvey,Borini,Carrol,Sterling
    í 4-3-3

  6. Voðalega finnst mér menn oft gleyma honum Shelvey sem er sennilega á undan bæði Adam og Henderson í röðinni myndi ég halda.
    Ég vil sjá miðjuna á morgun vera svona
    Hendo Shelvey Allen

    Og menn verða að ranka við sér eftir þetta rothögg um helgina og spila eins og þeir geta best og ná sannfærandi sigri og ná upp smá sjálfstrausti.

  7. Aggerinn hlýtur að vera í liðinu. Hann er í banni á móti City.

    Reina

    Kelly Coates Agger Enrique

    Shelvey Hernderson Adams

    Sterling Carroll Borini

    Ungt lið!

  8. Flottur Babu að venju, maður er eiginlega hálf svekktur að liðið sé dregið á móti þokkalega þekktri stærð í Europa League því þá er upphitunin einhvern veginn minna óvænt, en flott auðvitað samt!

    Sammála því að ég er handviss um að Shelvey byrjar og vona að Allen og Hendo fylgi honum, hef það á tilfinningunni að Spearing sé í alvöruni á leið í burtu og því vilji menn ekki lenda í meiðslum á honum.

    Sá Hearts spila við Hibs nú nýlega og er ekki sammála því að þar fari League One lið. Ég myndi telja að þar færi lið sem yrði í efri hluta Championship deildarinnar. Hávaxið lið sem mun skapa hættu í set-piece og eldfljótir kantmenn, en vissulega lítil tækni stundum sem háir þeim. Ég myndi tippa á að þeir legðust aðeins aftar og beittu skyndisóknum, það kunna skosk lið ágætlega þar sem þau spila yfirleitt átta slíka leiki á ári (gegn Celtic og Rangers áðurfyrr) og því ágætlega undirbúin.

    Ég ætla því að spá 1-1 jafntefli í Edinborg en svo klárum við dæmið á Anfield í seinni leiknum.

  9. Flott upphitun,vona bara að ég fái að sjá Coates og Sterling í leiknum

  10. Sammála Magga um úrslitin þar sem við eigum alltaf í vandræðum með championshipliðin í ensku bikarkepnunum. Ef við stillum þar að auki hálfgerðu varaliði þá verður þetta ekkert walk in the park. Við tökum svo seinni leikinn 2-0 þar sem fyrirliðinn okkar vaknar til lífsins. Come on Reds!!!

  11. Liverpool have left Steven Gerrard, Suarez, Skrtel and Glen Johnson out of the squad to play Hearts tomorrow.

    Agger er alltaf að fara að byrja þennan leik, hann er nú í banni á móti shitty. Annars vill ég sjá Sterling, og Shelvey byrja inná í þessum leik.

  12. Persónulega vona ég að Coates, Shelvey, Sterling og Carroll fái að byrja þennan leik, sem og Borini.

    Held að þetta verði ekki auðvelt ef satt skal segja, ég spái því að þessi leikur verði svakaleg barátta og endar með 3-1 sigri okkar manna þar sem Borini setur tvö og Sterling eitt!!!

    Það versta sem getur gerst er að okkar menn vanmeti Hearts og haldi að þetta verði mjög einfalt…..í guðana bænum hafiði hausinn á réttum stað!

    YNWA – Brendan we trust

  13. Veit einhver klukkan hvað Barcelona vs Real Madrid er á morgun? vona að maður geti náð báðum leikjunum… 🙂

  14. snild ef satt er…. greinilega mikill metnaður hja okkur

    Liverpool have ended any interest they had in Daniel Sturridge. FSG wants Rodgers to target players on lower wages.

  15. smá útúr dúr fyrir leikinn á morgun! er ekkert að gerast hjá okkar mönnum í leikmannamálum? Dempsey eða G Ramirez eða einhver fagmaður?

  16. …..bara ekki Downing please. Ég þarf alltaf að taka jógíska djúpöndun þegar hann er í liðinu.
    Annars er ég sammála nokkrum hérna að spila Coates og Sterling!

  17. ég væri allveg til í að sjá Mclaughlin á hægri kanntinum, það er potential í þeim gutta :), svo langir mig auðvitað að fá shellarann á miðjuna

  18. Ég verð sáttur með liðsuppstyllinguna svo lengi sem menn eru í sínum náttúrulegu stöðum. Martin Kelly er t.d. að upplagi miðvörður en ekki bakvörður. Í algjöru hallæri er hægt að nota hann sem bakvörð en menn ættu að vera farnir að sjá að hann er ekki bakvörður. Hvað þá í svona sóknarþenkjandi kerfi eins og LFC er að spila með undir stjórn BR þessa dagana þar sem bakverðirnir þurfa að vera eins og rennilásar allan leikinn. Virkaði kannski ágætlega hjá Hodgson og King Kenny í þessum breska stíl en ekki núna.

    Svo vil ég fara að sjá Coates fara að standa undir þessu umtali sem hann fékk þegar hann skrifaði undir á sínum tíma. Valinn efnilegasti leikmaður Copa America 2011, það hlýtur að vera eitthvað í þig spunnið ef þú landar svoleiðis nafnbót. Við erum að tala um að Phil Jones er tveimur árum yngri en Coates og hann hefur sýnt þvílíkan pung og dirfsku þegar hann hefur spilað með Man Utd. Ég nenni ekki Gabriel Paletta vol. 2 með Coates. Spilaðu boltanum drengur, ekki dangla honum bara eitthvað án adressu með engu frímerki fjandinn hafi það!

    Hlakka einnig til að sjá Robinson spila. Það er mikið spunnið í hann, þarf vissulega að buffa sig aðeins upp til að verða alvöru kandídat í þessa stöðu en ég hef mikla trú á honum og mun meiri en á Flanagan.

  19. Sammála með Coates, þetta er leikmaður sem á að fá að spila miklu meira, hann tekur ENGUM framförum þegar hann situr á bekknum í 90 mín í hverri einustu viku.
    Það á bara að skella frímerki á Carra og senda hann í varanlega bekkjarsetu, hægt að spila honum í ýtrustu neyð. Coates á að fá að spila alla svona leiki.

    það er… þar sem á að hvíla aðalliðsmenn, það geta ekki verið góð skilaboð til ungs og verulega efnilegs leikmanns að hann sé á eftir 34 ára útbrunnum hægum old school miðverði í röðinni (með fullri virðingu fyrir Caragher) Annars erum við pottþétt að fara sjá Gabriel Paletta vol. 2.

  20. Spái 1-1 í kvöld. Við mætum með samblöndu af áhugalausum varamönnum og einhverjum unglingum. Hearts eru á heimavelli og mæta mjög grimmir til leiks. Við verðum heppnir að sleppa með jafntefli og reddum þessu svo í seinni leiknum á Anfield.

    Svona hefur þetta alltaf verið og svona mun þetta alltaf vera.

  21. Tengjist leiknum ekkert en Kamm on, þegar menn eru farnir að velja QPR framyfir LFC þá er ekki allt í lagi. Hoilett gerði það víst.

  22. Tengjist leiknum ekkert en Kamm on, þegar menn eru farnir að velja QPR framyfir LFC þá er ekki allt í lagi. Hoilett gerði það víst.

    Money talks.

  23. Satt er það Kristján Atli, finnst samt skrýtið að okkar klúbbur skuli ekki berjast um menn sem við þyrfum í liðið :/

  24. Frábær upphitun og góð lesning!

    Er ekkert allt of bjartsýnn á móti skoskum tæklurum sem mæta trylltir til leiks og vona þó að við höldum haus og vinnum þetta 1-2.

  25. Frábær upphitun að vanda Babú. Þetta verður sko ekkert Walk in the Park hjá okkur í kvöld, langt frá því. Þetta er bara eins og bikarleikur í FA þar sem við værum að mæta liði úr 3. efstu deild á Englandi þar sem mótherjinn leggur allt í sölurnar. Auðvitað á venjulegum degi eigum við að klára þetta með “einari”.

    Ekki sammála Magga með matið á skosku deildinni. Held meira að segja að Celtic yfir heilt tímabil, væri lítið annað en botnbaráttulið í Úrvalsdeildinni, jafnvel bara topplið í næst efstu deild. Hin skosku liðin koma svo langt þar á eftir og því að mínum dómi líklegast ekkert þeirra í Championship gæðum.

    Held að nú fái nokkrir leikmenn að sýna sig og sanna í kvöld. Sterling, Adam, Henderson og Carroll svo einhverjir séu nefndir. Væri líka afskaplega til í að sjá Coates fá sénsinn. Þurfum að skora og ná hagstæðum úrslitum svo það þurfi ekki að blasta öllu til á heimavellinum.

  26. Þetta Sahin mál er að verða dálítið furðulegt og lýkt Gylfa málinu ansi löng saga
    Ég fanga því mikið ef að hann kemur til okkar þá tekur hann pínu ábyrgðina af öxlum S Gerrard og Lucas leive og eykur stórkostlega breiddina hjá okkur. Vonast enn eftir að við fáum einhvern góðan vængmann eins og G Ramirez eða A Johnson og svo væri ekki leiðinlegt að fá einn góðan skorara eins og Huntelar hjá Schalke hann og Suarez voru með magnaða samvinnu hjá Ajax á sínum tima og las ég einhverntíman viðtal við Huntenlar þar sem að hann sagði að Suarez væri besti meðspilari sem að hann hefði verið með Suarez dregur mikið að sér og Huntenlar er þessi skorari sem að setur potþétt 20+ fyrir okkur í deildinni og það er það sem að við þurfum í dag. Einnig þyrftum við að bæta við okkur einum vinstri bakverði eða fara að treysta Robinson

    http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2192404/Nuri-Sahin-set-join-Liverpool-Arsenal.html?ITO=1490

  27. Draumurinn væri að fá inn Sahin, G. Ramirez og þennan blessaða markaskorara sem okkur svo grátlega vantar. Huntelaar er nátturulega markavél!

    Segjum sem svo að við förum alla leið í þessari Evrópukeppni, þá eru þetta 19 leikir. Það þarf þokkalega breiðann hóp í slíkt, ásamt auðvitað bikarkeppnunum tveim (sem við erum vanir að fara frekar langt í, allavega annari) og svo deildinni sem eru 38 leikir.

    Annars væri allt í lagi að losa þá Adam eða Spearing ef Sahin kemur inn. Sömuleiðis má einhver endilega ættleiða Joe Cole frá klúbbunm (enda á fáránlegum launum mv. frammistöðu).

    Adam byrjar annars í kvöld, ásamt Sterling.

  28. Það verður ekki mikið flottari umfjöllunin. Ég hef bara ekki séð annað eins og það er gaman að lesa um andstæðingana, sérstaklega þá sem ég þekki ekki vel. Ég er bara eiginlega orðlaus og ég held að Babu ætti að vera pistlahöfundur hjá einhverjum íþróttafjölmiðlarisa.

  29. Ég rakst á grein um hversu miklu máli fyrsta markið skiptir fyrir liðið og fékk ég ótrúlegt sjokk varðandi það. Ég hef löngum vitað að fyrsta markið skiptir miklu máli og á ég strák sem að er að spila í 7 fl kk og er niðurstaðan yfirleitt alltaf sú að ef að þeir lenda undir þá fer hausinn niður og menn tapa stundum stórt á móti liði sem að er ekki neitt endilega betra en þeirra en hinsvegar ef að þeir komast yfir þá geisla þeir af sjálfstrausti og rúlla mjög oft yfir mótherja sína. Ég sá grein um þetta þar sem að okkar ástkæra lið Liverpool er skoðað og kom það mér mjög á óvart að síðan á tímabilini 08/09 hefur Liverpool tapað 78% leikja þar sem að liðið hefur lennt undir. Þetta er fáranlegt og Chelsea hefur á sama tíma tapað 70% leikja þar sem að þeir hafa lennt undir ótrúlegt tölfræði. Þarna sér maður að það þarf karakter í okkar lið og skortur á sjálfstrausti er svakalegur

    http://www.eplindex.com/17769/important-first-goal-liverpool-win-loss-stats-analysis.html?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=important-first-goal-liverpool-win-loss-stats-analysis

  30. Var að skoða smá slúður og set ég þetta meira hérna til gamans veit ekki áræðanleikann á bak við þetta en ekki leiðinlegt ef satt er að Kaka sé hugsanlega á leiðinni til okkar er búinn að sjá þetta á nokkrum stöðum og á spjallsíðum erlendis.

    Liverpool have agreed a deal with Real Madrid to sign Kaka on loan for the season, with a view for a permanent move. It is now down to the player, if he is willing to sacrifice champions league football, for guarenteed first team football. watch this space

  31. Hvað segja menn um að hafa Suarez einan á topp? Hann brennir miklu meira af færum heldur en góðu hófi gegnir. Minnir mig á Andy Cole. Hef áhyggjur að liðið verði eins og í fyrra og að Suarez okkar besti maður sé ekki að virka einn frammi og þetta gæti orðið vont tímabil.

    Afhverju ætli þetta sé ekki framlínan, Suarez – Carroll – Borini ?
    Neitar Suarez að spila annars staðar heldur en frammi? Liverpool hefur ekkert efni á að langdýrustu leikmennirnir eru að keppa um 1 stöðu. Ef það er ekki meiningin að nota Carroll þá er hálfvitaskapur að selja hann ekki og kaupa mann sem á að nota.

    Afsakið svartsýnina en WBA 3-0 tapið var aðeins og mikið eins og í fyrra. Glötuð færi og allt lekur inn í staðinn.

    Að umræðuefninu þá er Hearts skyldusigur og ég myndi leggja áherslu á að finna stöður fyrir menn sem eru núna út á túni. Adam, Carroll, Henderson koma svona fyrst upp í hugann.

  32. Ef við losum okkur við adam og spearing og fáum Sahin á láni og kaupum Dempsey erum við með tölvert betra lið en í fyrra og eitthvað gæti farið að gerast

  33. @44

    ef við fengjum einn “Andy Cole” til okkar, sem skorar í öðrum hverjum leik…

    Leikir(mörk)

    1993–1995 Newcastle United 70 (55)
    1995–2001 Manchester United 195 (93)
    2001–2004 Blackburn Rovers 83 (27)

    Þá myndi ég hoppa hæð mína….eða allavega reyna það…

  34. Afsakið þetta, hefði kannski átt að lesa póstinn sjálfan betur, þar tekur hann fram að hann sé kl 18:45 ísl tíma 😉

  35. Nr.29
    Trúir þú í eina sekúndu að Hoilett hafi einhverntíma haft val á milli QPR og Liv,Sund og New ? …og valið QPR!

    Hef ekki heyrt af tilboðum þessara liða í hann og finnst wind-up lykt af frétt sem sem hefur fyrirsögnina “Hoilett hafnaði Liverpool…”

    Sorry bara alls ekki að kaupa þetta.

    Nr.44
    Komið alvöru klassa framherjum í framlínuna með Suarez og sanniði til hann fer að raða inn mörkum. Vonandi t.d. er Borini sem tekur smá athygli frá varnarmönnum og gefur Suarez meiri tíma.

  36. Ég myndi ekkert gráta það að fá þennann:

    http://en.wikipedia.org/wiki/Marco_Fabián
    http://www.youtube.com/watch?v=p9r9s7sx9mI

    23 ára og e-ð allra mesta efnið í Mexíkó. Hefur verið orðaður við Tottenham, Arsenal o.fl. áður. En af einhverjum ástæðum er hann ekkert í umræðunni núna…. kannski var hann mikið meiddur síðasta tímabil? Kannski er lítill fjöldi landsleikja sem stöðvar atvinnuleyfi á Englandi? Hver veit? En annars gæti hann kannski komið ódýrt og kannski ódýr launakostnaður.

    Það er kannski e-r hérna sem veit meira um hann en ég. En þetta er bara pæling 🙂

  37. Sæl veridi. Eru einhver children of the apps sem eru ad streama ( frítt) á ipad? Og luma kannski á hlekk?

  38. hvað varð um áhugan sem við áttum að hafa haft á Hollenska framherjanum þarna unga sem ég man ekkert hvað heitir núna… jong look eða e-ð álíka!? er hann ekki ungur leikmaður sem er bound to be a star? væri hryka sáttur að landa honum frekar en Huntelaar! nei bara spá sko…

    En annars ætla ég að droppa spá á þennan leik á eftir! 2-0 fyrir okkur, og mörkin skora Henderson og Coates!

  39. Leikur sem við ættum að sigra með tveimur – fjórum mörkum, en reikna með jafntefli í kvöld þar sem þjálfari og leikmenn eru ennþá að læra á hverja aðra.

    Vona bara að maður sjái hluti inni á vellinum sem gefur manni von um bjartari framtíð.

  40. 55

    Luuk de Jong heitir hann, ég er nú ekkert voðalega spenntur fyrir honum.
    Og Ef Carroll passar ekki inn í rodgers þá mun þessi framherji ekki gera það heldur. báðir með álíka styrkleika og um 1.90cm.

    Annars er Marca að halda því framm að umboðsmaður Shain sé á Anfield að ganga frá samningum:http://www.433.is/frettir/england/marca-nuri-sahin-a-leid-til-liverpool/

    Vona innilega að það sé rétt.

    Annars afsaka ég þennan póst minn hérna inni. í umræðu um leik Lfc í kvöld
    En svo ég komi að leiknum þá verð menn að reyna nota þennan leik til að koma sér í gang og byggja upp smá sjálfstraust.

  41. Vil benda þeim á sem hafa aðgang að opnum sjónvarpsstöðvum í gegnum gervihnattamóttakara, að leikurinn er sýndur á ITV4

  42. hvað varð um Pacheco fannst hann standa sig vel í usa en svo var hann ekki með í lokin og er bara eins og hann sé í klettabelti í afganistan?

  43. LFC team: Reina, Robinson, Carragher, Agger, Kelly,Henderson, Spearing, Adam, Shelvey,Sterling,Borini

    Subs: Jones, Coates, Downing, Lucas, Allen, Flanagan, Morgan

    Engin Carroll ???

    YNWA

  44. Úff miðað við þessa uppstillingu megum við búast við …. engu ….

Eigendur – Tomkins tjáir sig

Hearts – Liverpool. Byrjunarlið komið