Liðið gegn Man City:

Þá er liðið komið og það lítur svona út:

Reina

Kelly – Skrtel – Coates – Johnson

Gerrard – Lucas – Allen

Suarez – Borini – Sterling

Bekkur: Jones, Carragher, Enrique, Shelvey, Henderson, Downing, Carroll.

COATES! STERLING! Enrique er ekki klár í byrjunarlið og Agger í banni þannig að Kelly heldur áfram en Coates er valinn fram yfir Carragher. Það er heldur betur óvænt og mikið vona ég að sá úrúgvæski standist pressuna. Assaidi kemst ekki í hóp í dag.

Lið City er sem hér segir:

Hart

Zabaleta – Kompany – Kolo Toure – Kolarov

Milner – De Jong – Yaya Toure – Nasri

Balotelli – Tevez

Balotelli byrjar. Annað hvort vinnur hann þennan leik fyrir þá eða fær enn eitt rauða spjaldið gegn Liverpool. Honum hefur ekkert liðið sérstaklega vel á Anfield í síðustu leikjum, vonum að það haldi áfram.

Áfram LIVERPOOL!

100 Comments

  1. Úff!!!
    Ég er spenntur fyrir þessum leik, Coates og Sterling. Býzt ekki við neinum góðum úrslitum. En maður vonar það bezta.

    Come on you reds!!

  2. Það er verið að taka áhættu hérna sem vonandi borgar sig upp.
    En hvar er Assaidi ? Ég hefði viljað sjá hann á bekknum.

  3. Downing og Carragher eru líklega að hugsa sitt núna! Við höfum óskað eftir því að ungu strákarnir fái séns í byrjunarliði í alvöru leikjum…hérna er sénsinn.

    Eins asnalegt og það kannski hljómar þá hef ég minni áhyggjur af hinum 17 ára Sterling heldur en 22 ára Coates. Hata þegar það er verið að hringla með miðvarðaparið og hvað þá fyrir heimsókn Man City en fagna því að sama skapi að Coates er loksins treyst fram yfir Carragher sem mér finnst ekki lengur í standi fyrir framherja eins og þá sem City bjóða uppá.

    Kelly er síðan áfram í hægri bak sem þíðir að Johnson er vinstri bak og mér finnst það jafnvel meira pirrandi heldur en að hringla með miðverðina.

    Er alls ekki bjartsýnn fyrir þennan leik og er mjög stressaður yfir þessari varnarlínu okkar, of margir veikleikar í henni í dag óttast ég.

  4. Þetta er bara spennandi. Vona að það fáist a.m.k. einn punktur í hús svo að menn geti verið rólegir.

  5. Ekki laust við taugatitring. Það væri dásamlegt boost að vinna þennan leik. Ég er samt einhvern veginn ekkert sérstaklega bjartsýnn. Mun samt sitja og styðja mína menn (öskra á sjónvarpið…konunni til yndisauka)
    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!

  6. VAAAAÁAÁÁ… þetta er djarft!

    Spenntur fyrir að sjá hvernig Sterling og Coates koma út en drullu smeykur um að Nasri/Teves/Kolarov eigi eftir að sækja býsna mikið á Kelly greyjið. Vonandi stendur hann sig í dag ásamt restinni af vörninni.

    Hver er leiðtoginn í vörninni þegar hvorki Carra né Agger spila? Kominn með í magann strax!

  7. Hvar er Assaidi? Sahin kemur inn í næsta leik vonandi. Velkominn Daniel Sturridge!

  8. Þegar varnarlínan er svona veik þá skiptir öllu máli að strákarnir á miðjunni ná að stjórna leiknum og vera með boltann í 55 – 65 % af leiknum til að vörnin ná að jafna sig milli atlaga frá City. Þannig að augu mín munu meira beinast að miðjunni en vörninni þar sem að Gerrard og Allen verða bara að stjórna öllu.

    YNWA

  9. Sælir félagar

    Líst ekki illa á þetta þó bæði hringlið með bakverðina og svo miðvarðaparið sé dálítið vafasamt. Vona hið besta og að Coates standi sigog erfitt að vita hvort vegur þyngra reynsla Carra eða aldur Coates. Sterling er aftur á móti gleðiefni.

    Það er nú þannig

    YNWA

  10. Úff þetta verður eitthvað. Vonum að allt gangi upp i dag. Komin timi a að Gerrard skjoti a markið svona til tilbreytingar i dag, hann hefur ekki latið vaða a markiði ein 3 àr.

    Sammala mönnum herna með Assaidi og Adam, skrytið að þeir eru ekki i hóp.

    Spai 2-1 … Gerrard og Sterling skora

  11. sælir félagar ég er í þeirri skemtilegu stöðu ad kærastan er man shytti fan svo þetta verður mjög skemtilgur leikur hehe 🙂 ……eða ekki

  12. Ég vona að menn haldi ró sinni ef við skyldum tapa þessum leik, við sjáum að lið eins og Arsenal, Spurs og United eru að struggla í byrjun líka og þetta er langhlaup og tekur tíma að koma þessu saman.

  13. Ég er svo skíthræddur við svo margt.

    Coates er ekki með mikla reynslu og virkar svo hægur. Hann er að klj´st við svaðalega leikmenn í dag.

    Sterling er spennandi, en er hann til í leikinn? Þennan leik?

    Johnson er vinstra megin. Það hlýtur að vera áhyggjuefni og merki um litla breidd ef hægri bak er aftur og aftur settur vinstra megin á völlinn.

    De Jong byrjar hjá City. Vonandi koma okkar menn heilir af vellinum.

  14. Vá, þetta er slæm byrjun. Lucas strax farinn af bara á 4. mínútu.

  15. 2 skot strax í byrjun en Lucas meiddur útaf held ég eigi eftir að verða erfitt fyrir okkur!

    Vonandi að Shelvey, Sterling og Coates brilli í þessum leik!

  16. Joe Allen er virði hvers einasta punds sem vid eyddum í hann, hvers einasta!

  17. fávitadómgæsla er þetta trekk í trekk hérna í fyrri hálfleik.

  18. Virkilega góð spilamennska hjá liðinu, sérstaklega ánægður með tenginguna á milli suarez og Sterling.

    Samt ekki ánægður með þennan flautuleikara sem dæmir ekki á sömu hlutina báðum megin

  19. Þetta er allt annað lið, miðað við WBA leikinn. Eru búnir að spila mjög vel síðustu mínúturnar.

    OG MARK EINMITT ÞEGAR ÉG ER AÐ SKRIFA ÞETTA@@@@@@ SKRTEL <33

  20. JÁAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA

    Loksins að við náum að brjóta þetta shitty lið

  21. Ekki bara flott mark heldur flott pressa mínúturnar á undan. Svona vil ég sjá Liverpool spila (og skora!)

  22. Jááá! Frábær skalli hjá Skrölta! Allen og Sterling flottir by the way…

  23. Frábært mark og er ennþá með gæsahúð…. frábær pressa hjá liðinu og Sterling er nánast ég leyfi mér að segja að hann á ekki langt í að vera undur og komast á sama hæfileikalevel og Suarez…næsta stórstjarna okkar án efa 🙂

  24. Joe Allen er VIRKILEGA góður fótboltamaður! Hver einasta snerting og sending spot on.

  25. Rosaleg aumingja dómgæsla er þetta, þetta shitty lið fellu eins og keilur útum allan völl

  26. Þegar vinur manns (sem er united stuðningsmaður) er farinn að senda manni sms sem segir ” Þetta líst mér betur á 😉 ”

    Þá hlítur þetta að vera í lagi! YNWA! 🙂

  27. Sterling er eins og 25 m punda nýr leikmaður í liðið. Þvílíkur talent, fer alltaf um Anfield þegar hann fær boltann. Halda hreinu í seinni og vinna meistarana! Cmon lads!

  28. Þessi balotelli er hræðilega leiðinlegur leikmaður en flottur leikur hjá okkar mönnum og það var frábært að sjá Borini hvetja Kop stúkuna til að láta heyra í sér. Svona eiga menn að vera og það var einnig frábært að sjá fögnuð BR. Hann gleymdi að skrifa í bókina markið hjá Skrtel!

    Núna þarf bara að halda áfram með sama tempóið en ekki leggjast í vörn. Fokk hvað ég hlakka til að sjá Sahin með sínar sendingar koma inn í þetta lið líka!

  29. Frábærar síðustu 25 mínútur í fyrri hálfleik. Sterling er hreinlega mun efnilegri en Gerrard var á sínum tíma. Gefur sannarlega von fyrir framtíðina. Allen hefur slottað vel inn fyrir Lucas og Skrtel hefur svo sannarlega stigið upp. Hins vegar veldur Borini vonbrigðum. Vil sjá Henderson koma inn á miðjuna og Gerrard út hægra megin.

    Dómgæslan er gjörsamlega út úr korti hérna á köflum. Maður er drullustressaður fyrir seinni hálfleikinn auðvitað og nú er bara vonandi að menn nái að halda boltanum vel. Það hefur ekkert verið sérstaklega sjáanlegt í fyrri hálfleik, finnst menn mjög beinskeittir og horfa mest fram á völlinn.

  30. Svakalegur hálfleikur, Sterling lýtur hrikavel út, Shelvey kominn sterkur inn.

    LFC virkuðu mjög stressaðir fyrsta korterið en eru að vinna upp momentum. Carroll inn fyrir Borini í hálfleik. Borini eini maðurinn sem mér finnst ekkert geta í dag.

    Einn punktur samt sem mér finnst fáránlegur, Kompany og Toure eru að halda og negla Suarez og Sterling niður. Þeir eiga báðir svona 30 – 40 kíló á þá, en svo þegar Sterling rétt snertir nautið frammi hjá City, þá er það aukaspyrna.

  31. Skjálfti í liðinu fyrstu 20 min. en eftir það er þetta búið að vera ótrúlega flott. Mikil hreyfing á mönnum og boltinn gengur hratt á milli manna. Ef þetta er það sem koma skal hjá liðinu í vetur kvíði ég engu. Verður örugglega eitthvað ströggl en þetta lítur vel út.

  32. @Ívar Örn

    Það væri fáránlegt að fara eyða skiptingu í að breyta miðjunni þegar hún er að virka svona vel einsog hún gerir, frekar að eiga það í að skipta Borini og þá kannski Sterling ef hann höndlar ekki 90. Ekki breyta því sem virkar takk.

  33. Frábært að sjá Coates koma inn. Carra kallinn alveg búinn… fyrir nokkru síðan 🙂
    Lox fær maður að sjá Sterling, sá lofar góðu.
    Gefum Borini smá séns, annar eða þriðji leikur hans með liðinu… ekki hægt að taka manninn af lífi í ágúst.

  34. Ég er ekki sammála að Borini sé eitthvað slakur í þessum leik. Hann hefur pressað andstæðinginn mjög mikið sem hefur leitt til að þeir hafa misst boltann. Annars frábær leikur og mikil skemmtun. Só far þá er Joe Allen maður leiksins. Magnaður leikmaður.

  35. Ég er ekki að tala um strax. Sjáum til hvernig þetta þróast. Líka hægt að setja Carroll inn og Suarez út til hægri.

  36. Joe Allen first-half stats: 100 percent pass accuracy (21/21), 100 per cent long ball accuracy (2-2), 2 interceptions, 1 chance created.

  37. Gríðarlega skemmtilegt að horfa á síðustu 20-25. Það var greinilegt að það átti að byggja sjálfstraustið upp rólega og ekki taka neina sénsa í byrjun. Mér fannst markið vera búið að liggja í loftinu þegar það loksins kom úr annarri átt.

    Geysilega gaman að sjá Sterling stríða City og Allen er með þetta á miðjunni!

  38. Er verið að taka manninn af lífi ef maður segir að hann eigi ekki góðan dag? Kommonn verið ekki svona heilagir. Hann er búinn að klúðra dauðafæri og eiga slakar sendingar. Tapar bolta of oft.

  39. Er ekki sammála varðandi Borini. Hann er búinn að vera með góð hlaup og yfirleitt skilað boltanum vel af sér. Finnst hann vera að draga að sér varnamenn sem gefur Suarez meira pláss. Auk þess var hann skruggu nálægt því að setja hann.

  40. Á hvaða lyfjum er þessi dómari eiginlega? Þetta er bara algjört rugl stundum. Skil ekkert hvað hann er að hugsa.

  41. Stórfurðuleg dómgæsla. En hvað er að gerast með Suarez, hann bara getur ekki skorað…

  42. Joe Allen var rétt í þessu að klúðra sendingu. Hann er þá mennskur eftir allt!

  43. Nýja miðjan okkar er frábær! Eigum langflesta boltana og frábær færsla á liðinu! Áfram svona og við tökum örugg þrjú stig oft í vetur!

  44. Hrikalega gaman að sjá Liverpool með sína menn vera jafn góða eða betri en margmilljarða lið City. Við erum bara með virkilega gott team í gangi núna.

  45. Rólegir á ofurbjartsýninni hérna. Við erum algjörlega búnir að missa tökin á þessum leik.

  46. Jæja þetta gat ekki varað lengur Liverpool eru bara hættir í seinni hálfleik.

  47. SUAREZ@@@@@@@@ VÁÁÁÁÁÁ, hvað ég elska þennan mann stundum. Stórkostleg spyrna!

  48. Geðveik aukaspyrna hjá Suarez, minnir á spyrnuna sem Gerrard skoraði úr á móti United fyrir 2 árum. Þetta var samt sem áður mjög vafasöm aukaspyrna…

  49. Við erum gjörsamlega að yfirspila City. Þeir hafa næstum engin svör við okkur. Eitthvað sem maður hefur ekki séð Liverpool gera í langan tíma.

    Ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn og segja að þetta líti bara nokkuð vel út.

  50. 73 og 75:

    Þetta er einfaldlega það sem þú færð þegar þú kaupir áskrift hjá 365; rusl á rusl ofan.

  51. …. Hvernig dettur mönnum í hug að senda blindandi sendingu til baka lengst út á velli!?

  52. Þessar kæruleysislegu sendingar til baka eru óþolandi þegar við erum undir pressu.,

  53. Frábær leikur. Sorglegt fyrir Skrtel því við áttum sigurinn skilinn.

  54. Jæja þetta var ömurlegt við færðum $hitty Jafnteflið á silfurfati.

  55. LIVERPOOL var MIKIÐ betri aðilinn í þessum leik. 2 ódýr mörk hjá city! þetta áttu að vera 3 stig allan tíman.

  56. Annar leikurinn í röð sem Skrölti er gjörsamlega steinsofandi að gefa mörk!

  57. Ég er alveg rosalega sáttur við liðið í þessum leik. Frekar hátt tempó allan leikinn, Allen lofar mjög góðu einnig Sterling og reyndar bara flest allir. Ég er mjög sáttur við jafnteflið og margt í spili okkar manna í dag.
    Þolinmæði og jákvæðni !

  58. Held að flest allir hefðu tekið stigið fyrir leik. Samt sem áður svekkjandi en glæsilegt að sjá liðið spila betur en i fyrsta leik 🙂

  59. Ég er ánægður með liðið í dag, ef menn leggja sig svona framm og menn voru að spila sama hvað! menn ætluðu að láta boltan rúlla.
    ég spáði 0-3 tapi og sagði að varnarleikurinn væri ekki tilbúinn og bjóst ekki við því að þetta svo kallaða tikitaka væri ekki hafin en hann er langt á veg kominn.
    það þarf að bæta aðeins við og liðið mun afla fullt af stigum.

  60. STOPP!!! (á þá sem ætla að byrja að úthúða Skrtel eða tala um að þetta hafi verið lélegt hjá okkur og að Borini sé þetta og hitt o.s.frv.)

    Þetta var fokking brilljant leikur. Ekki horft á svona skemmtilegan fótboltaleik í ég veit ekki hvað langan tíma. Flott spilamennska hjá okkur. Margir sem áttu frábæran leik, þá ekki síst Jonjo Shelvey sem var fanta góður. Skrtel og Coates eins og klettar í vörninni og frábært mark hjá þeim fyrrnefnda já og þvííílík aukaspyrna! Við skulum ekki gleyma því að við erum að setja saman nýtt lið hérna, nýr leikstíll og þetta tekur tíma en mikið roooosalega munaði litlu að við hefðum náð að refsa City, meisturunum, sem eru með hátt í þrjátíu leikmenn sem kæmust beint í byrjunarliðið okkar. Eitt stórt klapp á bakið til BR og strákanna, well done, þið voruð óheppnir en ykkur tókst ætlunarverkið ykkar, þið skemmtuð mér stórkostlega.

  61. Þetta er ekkert smá svekkjandi sérstaklega í ljósi þess að við stjórnuðum þessum leik og vorum betri aðilinn mestallan tímann.

  62. 97

    Sammála, hef ekki séð eins flottan leik hjá okkar mönnum í langan tíma og hvað þá á móti sterku liði!

    Frábært tempó og allir að skila sínu mjög vel. Skrtel var klaufi og hann veit það og mun ekki gera þetta aftur, frábær leikur hjá honum í dag fyrir utan gjöfina á tevez.

    Að sjá Allen þarna á miðjunni er frábært og á alveg skilið að vera kallaður maður leiksins.

    Suarez hitti heldur betur á markið loksins og þvílíkt markt!

    Þetta lofar ótrúlega góðu með framhaldið.

    Þolinmæði og jákvæðni strákar!

  63. er kominn með hálfgert ógeð á vælinu í flestum “stuðningsmönnum” Liverpool … frábær leikur og lofar góðu fyrir framhaldið… það er verið að byggja upp og það þarf tíma !

Man City á morgun!

Liverpool 2 – Man City 2