Fernando Morientes hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit frá því hann kom til Liverpool en hann er staðráðinn að sýna stuðningsmönnum félagsins hinn rétt Morientes. Moro hefur spilað 36 deildarleiki og skorað í þeim 7 mörk sem er klárlega ekki nógu gott.
Skv. SkySports er [tyrkneskt félag á höttunum eftir Moro](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=374245&CPID=8&clid=&lid=2&title=Nando+vows+to+fight+on) en hann svarar því snögglega:
“I’m not thinking about leaving. I’ve heard the rumours about Turkey but they don’t interest me.”
Ég vona að hann standi við þessi orð:
“People here have yet to see the true Fernando Morientes.”
Af hverju kallaru hann Moro?
Hversu lengi þarf maður að bíða þangað til hann sýni hinn sanna Morientes. Sagði þetta líka í kringum jólaleytið og SURPRISE, hef ennþá ekki séð hin sanna Morientes.
enginn sérstök ástæða fyrir því að ég kallaði hann Moro…
Ég vona svo sannarlega að hann fari ekkert. Menn geta kastað skít og bölvað honum í sand og ösku en þessi gaur er professional fram í fingurgóma og er fyrirmynd fyrir aðra leikmenn (Cissé t.d.). Vonandi verður hann ekki seldur nema þá að við fáum eitthvað stórkostlegt í staðinn
Hann talaði nefnilega um það í upphafi að hann vildi ekki vera kallaður Moro heldur bara Nando. Eina síðan sem ég finn um þetta núna er reyndar á spænsku:
http://www.fifa-champions.com/modules.php?name=News&file=article&sid=504
Ekki það að ég hafi stórar áhyggjur af þessu en hér er þetta:
Morientes er maður sem hefur ekkert fram á að færa til liðsins og það á ekki að gefa honum fleiri sénsa !! Hann hefur fengið nóg af sénsum og ekkert sínt nema það að sanna það að hann er útbrunninn og að hann á ekkert erindi í liði núverandi evrópumeistara