Við eigum fjóra menn í liðum vikunnar að þessu sinni, Pepe Reina, Jamie Carragher, Sami Hyypia og að sjálfsögðu Xabi Alonso. Við verðum nú bara að vera sáttir við það… Viduka átti góðan dag í dag líkt og Hasselbaink, Drogba skoraði jú tvö mörk (annað ólöglegt að vísu), annað er nokkuð sambærilegt bara…. Alonso er ásamt Ryan Giggs, eini maðurinn sem er í öllum liðunum þremur…
Sky Sports
Carr – Nelsen – Vidic – Parnaby
Malbranque – Alonso – McCann – Ronaldo – Giggs
Viduka
BBC:
Parnaby – Hyypiä – Hughes – Del Horno
Cahill – Reo-Coker – Alonso – Giggs
Drogba – Hasselbaink
Soccernet:
Carr – Nelson – Carragher
Reo-Coker – Alonso – Malbranque – Giggs
Hasselbaink – Drogba – Bent
Ég SKIL ekki af hverju Drogba er í liðum vikunnar. Já, hann skoraði tvö mörk en hann klúðraði helling af færum og aðra helgina í röð reynir hann að svindla með því að nota hendina (núna kvartaði Mourinho reyndar ekkert undan dómgæslunni).
Fyrir utan það að hann reyndi svo að fiska Danny Mills útaf með leikaraskap. [Þessi pistill](http://soccernet.espn.go.com/columns/story?id=362893&root=england&cc=5739) segir ansi mikið um leik Drogba.
Svo átta ég mig líka ekki alveg á því hvað Reina gerði til að eiga skilið að vera valinn. Varði hann eitthvað í leiknum? En annars, þá er ég sammála því að Alonso og Giggs eigi mest erindi í þessi lið.
Alveg sammála ykkur með Drogba, gjörsamlega óþolandi leikmaður!!!! Ég hreinlega hata svona cheatera og divera, og þar er hann fremstur í flokki.
En í sambandi við lið vikunnar, hvar var Sissoko? Tók enginn eftir því hversu vel drengurinn spilaði á móti Everton?
Það er kannski svo sem skiljanlegt að hann hafi fallið í skuggan af Alonso sem átti algjöran stjörnuleik.