Með markinu í gær gegn WBA hefur Robbie Fowler tekið framúr King Kenny Dalglish yfir markahæstu leikmenn Liverpool frá upphafi. Robbie [hefur núna skorað 173 mörk](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N151929060402-0939.htm) en markahæsti leikmaður félagsins er að sjálfsögðu Ian Rush með 346 mörk (geri aðrir betur).
Robbie hefur núna skorað 2 mörk eftir að hann kom tilbaka til félagsins, gegn Fulham og í gær gegn WBA. Ennfremur hefur hann skorað tvö önnur mörk sem dæmd hafa verið af honum. Ég tel miklar líkur á því að félagið bjóði Robbie framlengingu á samningnum hans en hann á að renna út í lok þessa tímabils. Hann virðist vera að komast í gott form og meiðslalaus Robbie getur klárlega hjálpað félaginu á næstu árum enda eingungis 30 ára gamall drengurinn.
10 markahæstu leikmenn Liverpool frá upphafi:
1. Ian Rush – 346
2. Roger Hunt – 286
3. Gordon Hodgson – 241
4. Billy Liddell – 228
5. Robbie Fowler – 173
6. Kenny Dalglish – 172
7. Michael Owen – 158
8. Harry Chambers – 151
9. Jack Parkinson – 130
10. Sam Raybould – 128
Er við öðru að búast hjá GUÐI……:biggrin2:
Klárlega bjóða honum áframhaldandi samningi enda maðurinn snillingur í alla staði.
Fowler er þegar kominn með tvö mörk hjá okkur, vonandi nær hann í 4-5 í heild áður en tímabilið er úti. Ég hef allavega verið hrifinn af frammistöðu hans hingað til, og það er bara jákvætt að hugsa til þess að hann á meira inni eftir því sem hann kemst í betra form og fær meiri spilaæfingu.
Ég vona að hann fái samning í sumar, sama hvað öðrum framherjum líður vill ég pottþétt sjá Fowler í Liverpool í haust. Hann býður upp á svo margt, ekki endilega sem byrjunarmaður í hverjum leik heldur sem góður kostur að hafa í hópnum. Svona svipað og Didi Hamann, býst ég við.
Rafa hugsar klárlega Fowler sem varamann fyrir aðalframherjana sína Crouch og Morientes. Hann gæti alveg virkað fínn sem varaskeifa í ár í viðbót