Liðið gegn Young Boys

Liðið er komið og það er í yngri kantinum eins og búist var við:

Jones

Wisdom – Coates – Carragher – Enrique

Suso – Henderson – Sahin

Downing – Pacheco – Assaidi

BEKKUR: Gulacsi, Wilson, Robinson, Shelvey, Sterling, Borini, Yesil.

Þetta verður áhugavert. Ég myndi ekki segja að ég sé bjartsýnn en ég hlakka til að sjá hvað býr í sumum af yngri strákunum sem og Assaidi, sem spilar í dag sinn fyrsta leik fyrir Liverpool

Hafið í huga, ef illa skyldi fara, að Rodgers er með svo þunnskipaðan hóp að hann verður að forgangsraða. Ef við þurfum að fórna þessum leik til að vera með ferskt aðallið gegn United á sunnudag verður svo að vera. Skaðinn var unninn við lok félagaskiptagluggans og í dag sjáum við afrakstur þess – Dani Pacheco í fremstu víglínu í stað Andy Carroll.

Áfram Liverpool!

78 Comments

  1. Ég get nú ekki annað sagt en að ég sé GRÍÐARLEGA SPENNTUR
    FYRIR ÞESSUM LEIK eftir að hafa séð byrjunarliðið.
    Hlakka til að sjá Suso, Sahin, Assaidi, Wisdom, Coates og Pacheco 😀

  2. Ég er að fíla þetta lið. Loksins fáum við að sjá Suso og í alvöru leik. Er alltaf spenntur fyrir Pacheco. held að hann eigi eitthvað inni.

  3. Morgan var ekki með í gær og er ekki í hóp í dag, er hann meiddur?
    Þetta er spennandi, síðasti séns fyrir leikmenn eins og Pacheco og svo er komið að Suso að standa undir nafni eftir Twitter gleðina.
    Hlakka þó mest til þess að sjá loks Assaidi … segið svo að Evrópukeppnin sé ekki spennandi : )

  4. Þetta er frábært að sjá!

    Suso,Wisdom,Coates og Pacheco að fá sénsinn, þetta verður bara skemmtilegt.

    Gaman að sjá loksins Assaidi koma inn í liðið og svo er nauðsynlegt að gefa Hendó mínútur. Sahin þarf að koma sér í stand og því miður þá fær Yesil ekki að byrja, en hann vonandi kemur hann inn og setur sitt mark á leikinn.

    Augljóslega nóg til af framtíðar leikmönnum á Melwood 🙂

  5. Sælir félagar

    Þetta verður bara gaman. Ég hlakka til að fylgjast með þessum leik þar sem fullt af nýjum(!?) andlitum munu verða á skjánum hjá manni.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Framtíðarleikmenn fengu stór skilaboð við lok félagaskiptagluggans og í dag sjáum við afrakstur þess – Dani Pacheco í fremstu víglínu í stað Andy Carroll. Future is Now

  7. Ætlaði að lata mer duga að vera með stoð2sport2 i vetur og kikka kannski a einn og einn leik i þessari keppni a pubbnum i vetur en þegar eg sa byrjunarliðið i þessum leik spenntist eg upp, hljop i 10/11 og keypti vikupassa af sportinu til að sja þennann leik. Hlakka mjog til að sja sahin, assaidi, pacheco og suzo. Spai 1-4 fyrir okkur. Assaidi gerir eitt, sahin eitt og pacheco 2

  8. Úffffffffffff. Maður verður bara að vorkenna þessum gæja. Samt, 1-0 fyrir okkur. 😀

  9. Getur það verið að við höfum verið heppnir…detti mér allar 😀

  10. Vikupassi kostar 2290 minnir mig. Aðeins ódýrara ef maður er í Vild eða hvað það nú heitir.

  11. Haha carragher er jafn rauður og búningurinn, annars góð stoðsending hjá downing.

  12. Okei, what. Hvað í fjandanum gerðist þarna? Djöfulsins rugl var þetta mark.

  13. jæja já einhver sérstök ástæða fyrir því að enrique hefur ekki fengið að spreyta sig með “aðalliðinu” uppá síðkastið 🙂

  14. Wiiiiiiiisdom! Vel gert drengur. Beint úr bókinni hans Skrrrrrrtel.

  15. Stórglæsilegt mark. Djöfull er Wisdom búinn að spila vel.

  16. WISDOM@@@ 2-1 Hann átti þetta mark vel skilið, mér finnst hann búinn að vera frábær í þessum leik. Vel gert.

  17. Jose Enrique að stimpla sig úr hópnum gegn United….

    og Wisdom að stimpla sig inn….Hvað eigum við að kalla hann? Vísdómsjaxlinn?

  18. Ja hérna….svona varnarmistök eru sjaldséð í 3. deild á Íslandi. Þarna gera gera reynslumestu leikmennirnir í liði Liverpool sig seka um algjör ótrúleg varnarmistök.

    Eeeeennnn magnað mark hjá Wisdom. White man cant jump…..gaurinn var hálfum metra fyrir ofan þann sem átti að dekka hann

  19. finn ekkert gott stream, er einhver með eitthvað? fann ekkert á wiziwig…

  20. vantar okkur fleiri hægri bakverði…..úff

    wisdom er búinn að vera solid og skorar flott mark, en….Johnson, Kelly, flanagan og núna Wisdom

    Wisdom er að klifra upp röðina með þessum performance 🙂

  21. Skemmtilegur leikur, hef oft séð þá verri frá LFC. Sýnist að Sahin og Assahdi(stafs) séu flottir leikmenn og ungu strákarnir eru að gera það gott líka, en YB eru nú kannski að sýna okkur fullmikla virðingu. Sitja alltof oft mikið til baka, skil ekki uppleggið hjá þessum þjálfara. En okkar menn eru að ráða við verkefnið og við erum on top so far sem skiptir öllu máli, sérstaklega á útivelli. Ferskt að sjá svona marga unga og graða að spila og oft eru það gömlu mennirnir sem eru hægir og klúðra frekar en ungu strákarnir sem eru að spila nákvæmlega boltann sem Brendan vill spila

  22. Wisdom er reyndar miðvörður frekar en bakvörður held ég, en hann er að sýna það í dag að hann getur full vel leyst þessa stöðu. Svo fyrir utan Johnson, Kelly, Flanagan og Wisdom eigum við ungan hægri bakvörð að nafni Ryan McLaughlin sem hefur staðið sig mjög vel. Held að okkur vanti ekki fleiri hægri bakverði næstu árin 😉 Þyrfti bara að ala upp eins og 1-2 stykki vinstri bakverði

  23. jæja, 2:2, en einhvernveginn lýst mér þannig á þetta að þeir klári þó þennan leik?

  24. Enrique àberandi lelegastur a vellinum…. Hvað kom fyrir karlgreyið????

  25. Núna er rétt rúmlega 50 mín búnar af þessum leik og Downing er ekki búin að gera neitt af viti, hann er búin að gefa boltan frá sér herfilega illa og það er átakanlegt að hugsa til þess að hann kostaði 20m og átti að eigna sér vængstöðuna í liðinu en við eigum 17 ára gutta sem er margfalt betri leikmaður þrátt fyrir að vera rúmlega 10 árum yngri, Downing er bara drullulélegur leikmaður og hann hefur engar afsakanir fyrir því að geta ekki betur, hann einfaldlega getur bara ekki gert betur! Þvílíkt rusl! Mín skoðun.

  26. Sko, þessi varnarleikur er sko gjörsamelga vonlaus, og ekki bara í þessum leik.

  27. Leikur hinna óendanlega mörgu varnarmistaka hjá báðum liðum. Jæja, mörk eru það sem við viljum!

  28. Kristján Atli:
    Hafið í huga, ef illa skyldi fara, að Rodgers er með svo þunnskipaðan hóp að hann verður að forgangsraða. Ef við þurfum að fórna þessum leik til að vera með ferskt aðallið gegn United á sunnudag verður svo að vera. Skaðinn var unninn við lok félagaskiptagluggans og í dag sjáum við afrakstur þess

    Það eru “gömlu mennirnir” sem eru að gera á sig í dag. Flestir af þeim ungu eru að standa sig……og MAAAAAAAAAAARKKKK

  29. Já verð að segja að “kjúklingarnir” eru bara búnir að standa sig vel 🙂 Skemmti mér ágætlega yfir þessu þó við séum að fá klaufamörk á okkur 🙂

  30. Suso er svolítið efnilegur verð ég að segja.

    hingað til beztu:
    Sahin, Suso, Wisdom, Assiadi (nokkuð ferskur miðað við fyrsta leik), Coates og varamennirnir. Og Jones – fyrir utan 3ja markið.

    Sko. Liðið stundum (eiginlega alltaf) virðist spila betur án Gerrards!

  31. Váááá, frábært mark, glæsileg spilamennska. Góð sending hjá Downing vini mínum.

  32. Mjög skemmtilegur leikur hjá skemmtilegu liði. Ferskleikinn uppmálaður og uss hvað ég er ánægður með jákvæðnina hérna! 🙂

  33. Smá neikvæðni, en mér finnst Enrique hættilegasti maðurinn í okkar vítateig.

  34. Mjög skrítið að svona fáir hér sjái ástæðu til að tjá sig í þessum leik. Mjög skemmtilegur leikur, fullt af mistökum og fullt af tækifærum. En ok, þeirra missir, þar sem ég geri ráð fyrir að margir hafi kosið að horfa ekki á þenna leik….

  35. Mjög gaman að horfa á þennan leik engin bullandi gæði en mörg mörk

  36. Shelvey minnir meira og meira á ungan Gerrard. Gaman að sjá hvað hann hefur vaxið mikið á þessu tímabili. Stórkostlegt mark!

  37. Flottur leikur gaman að sjá kjúklingana spreyta sig. Verð samt að segja að Enrique er alveg skelfilega lélegur í vinstri bakverðinum…

  38. Tek undir með ykkur. Skemmtilegur leikur 🙂

    Komin fimm mörk á útivelli plús væntanlega sigur. Sterkt.

  39. Frábær leikur. Frábært mark og gríðarlega vel gert hjá Henerson og Borini (sem opnaði svæðið fyrir Shelvey.

  40. Virkilega gaman að þessum leik, maður er alveg slakur, en mikið er Shelvey öflugur, held að hann eigi alveg heima í byrjunarliðinu hjá okkur.

    Downing fannst mér slakur, Carra er eiginlega búinn og Doni virkar svoldið óöruggur. Annars bara gaman að þessu !

  41. Shelvey er að koma sterkur inn ! 2 mörk. Gaman að sjá Suso leika sér með boltann og hann er greinilega mikið efni. Finnst eins og Sahin hefði átt að standa meira uppúr í þessum leik miðað við þessi gæði sem hann á að búa yfir.

    En mjög gott að vera ná 3-5 sigri með mikið af kjúllum í liðinu.

  42. Missti af seinni hálfleiknum. Alveg týpískt að það komu 5 mörk þá. En fékk Yesil ekkert að spila?

  43. Þeir fjórir sem mér finnst standa uppúr í þessum leik eru Wisdom, Coates, Henderson og Shelvey. Gaman að sjá hvað við virðumst eiga mikið af efnilegum leikmönnum sem koma til með að fá spilatíma í vetur.

  44. Það er frábært að geta LOKSINS séð nokkur skotmörk sem geta verið næsta genuration af liverpool leikmönnum þegar gerrard og co setjast í helgan stein. BR kann að hella sjálfstrausti í þessa ungu stráka, bara vonandi að þetta er það sem koma skal að leikmenn séu hægt og bítandi að þjappa sér saman og fari að spila vel. Áhyggjuefni er vörnin og fjöldi marka sem við erum að fá á okkur!

  45. Það truflar mig allveg SVAKALEGA að sjá menn tala um Shelvey í byrjunarliðið, #69, vegna þess að það virðist enginn sjá hvað drengurinn er HÖRMULEGA LATUR… Ég klappa fyrir honum núna en byrjunarliðssæti á hann ekki skilið fyrr en hann byrjar að hlaupa, mest áberandi hvað hann joggar bara í hringi í staðinn fyrir að hlaupa til baka og verjast. Suso fannst mér einnig lofa góðu en hann var bara ekkert mikið í boltanum að mér fannst og virkaði soldið þreyttur fullsnemma en stóð sig engu að síður vel. Enrique er Enrique… Jones var flottur þó mér finnist hann liggja full aftarlega, eins og í þriðja markinu á hann bara að hlaupa strax og hreinsa í stað þess að bíða með hlaupið sem var síðan út úr kú. Wisdom var líka drullufínn og hefur greinilega góða snertingu en ég veit annars ekki hvað skal segja um greyið Carragher… Hann var búinn fyrir 3 tímabilum, og ég get örugglega skriðið hraðar en hann hleypur…

  46. Jordan Henderson átti síðan flottan leik og Sahin skilaði sínu án þess að vera einhvað áberandi.

BSC Young Boys – fim. kl:17:00

Young Boys 3 – Liverpool 5