Næsti leikur okkar manna er í Evrópudeildinni og nú eru það leikmenn Udinese sem ætla að heimsækja Anfield. Þetta er fyrsti leikurinn í 6 leikja seríu sem Liverpool FC mun leika í Liverpoolborg. Það eru sem sagt 5 leikir framundan á heimavelli, plús svo einn á útivelli sem einnig fer fram í borginni. Nú er lag eins og einhver myndi segja, því allir þessir leikir ættu að vera vel vinnanlegir. Það er alltaf erfitt að segja til um nokkurn hlut þegar liðið okkar á í hlut, en mikið lifandis skelfing gæti staðan verið breytt ef þessir 6 leikir myndu nú vinnast. Ekki geta menn allavega kennt ferðaþreytu um.
Ég verð nú að viðurkenna það að ég veit afskaplega lítið um þetta Udinese lið. Þeir eru í 15 sæti í ítölsku deildinni, hafa unnið einn leik, gert þrjú jafntefli og tapað tveimur. Þeir hafa skorað 6 mörk í þessum leikjum sínum og fengið á sig 9. Eini leikmaður þeirra sem maður þekkir eitthvað að ráði er Antonio Di Natale. Hann hefur skorað helming af þessum mörkum þeirra í deildinni og virðist vera þeirra lang hættulegasti maður. Í Evrópudeildinni hafa þeir spilað einn leik í riðlakeppninni og gerðu þar jafntefli 1-1 á heimavelli gegn Anzhi. Þeir skoruðu mark sitt í uppbótartíma og náðu þar með í eitt stig. Ég hugsa að maður gæti fjallað aðeins meira um þá ef útileikurinn hefði verið fyrst, allavega vissum við meira um borgina og sögu liðsins eftir eitt stykki greiningu frá Babú. En það verður að bíða betri tíma.
Ég ætla því ekki að þykjast geta fjallað neitt frekar um þessa mótherja okkar, þar sem ég bara hreinlega hef hvorki tíma né mikinn áhuga á að leggjast í mikla heimildavinnu á netinu um einstaka leikmenn þeirra. En það er aðeins einfaldara mál að fjalla um okkar menn. Óvenju lítið er um forföll hjá okkar mönnum. Martin Kelly verður lengi frá og hreinlega óvíst hvort hann verði meira með á þessu tímabili, og þó svo að Lucas sé byrjaður í léttum æfingum, þá er ekki búist við honum til leiks fyrr en í fyrsta lagi í nóvember og líklegast ekki fyrr um miðjan þann mánuð. Spurningamerki hvílir yfir Jose Enrique, en hans vegna vona ég svo innilega að hann sé búinn að jafna sig af meiðslunum og fái að sýna eitthvað smá í þessum leik. Hann er bara hársbreidd frá því að gera feitt og gott strik undir veru sína hjá félaginu nema hann fari að girða sig all hressilega í brók, og það gerir hann ekki í sjúkraþjálfun. Joe Cole er svo annar sem maður var hreinlega búinn að gleyma að væri hjá félaginu, hann spilaði sem sagt með U-21 árs liðinu í vikunni og virðist vera nær því að geta talist heill.
Það hefur nefninlega ansi mikið breyst á stuttum tíma, bara eingöngu vegna þess hve vel þessir ungu strákar sem sénsinn hafa fengið, hafa spilað. Núna lítur bara allt út fyrir að menn eins og Enrique, Downing og Cole séu hreinlega að reyna að komast inn á völlinn í þeim eina tilgangi að vekja áhuga einhvers annars félag á að fá þá til liðs við sig. Dagar þeirra á Anfield virðast nánast vera taldir og það þarf eitthvað gríðarlega mikið að gerast til að það breytist. Þess vegna held ég að Evrópudeildin verði þeirra vettvangur fram að áramótum. Hvar er betra að láta ljós þitt skína, sér í lagi ef þú færð ekki tækifæri á því í deildinni. Það að nota þá í þessari keppni opnar líka fleiri dyr heldur en að leyfa þeim bara að spila í deildarbikarnum, því félög út um alla Evrópu fylgjast með Evrópudeildinni, þó svo að hún sé ekkert í vinsældum á við Meistaradeildina. Auðvitað er kannski orðið full hart að dæma þessa þrjá leikmenn svona nánast til dauða hjá klúbbnum, svona snemma. En það er einmitt vandamálið þeirra, þeir hafa gert þetta sjálfir. Allt leikmenn með fullt af hæfileikum á ákveðnum sviðum, en hafa þeir verið að grípa sín tækifæri? Nei, svo sannarlega ekki. Enrique var slakasti maðurinn á vellinum gegn Young Boys. Downing hefur ekki sýnt neitt af viti þegar hann hefur fengið sénsinn og Joe Cole, já hann hefur bara verið Joe Cole og meiðist nógu reglulega til að maður nánast gleymi því að hann sér hjá okkur.
Það verður nefninlega fróðlegt að sjá hvernig Rodgers stillir upp liðinu á morgun. Eftir að hafa séð uppstillinguna gegn Young Boys þá var ég algjörlega sannfærður um taktík hans í Evrópudeildinni. Hann ætlaði að fljúga ungu strákunum og þessum svokölluðu “fringe players” í útileikina og stilla svo upp öflugra liði heima til að komast sem lengst í keppninni. Sem sagt treysta á heimavöllinn og sleppa lykilmönnum við löng ferðalög. Svo bara tóku kjúllarnir sig til að kláruðu Young Boys á útivelli. Nú er ég hreint ekki svo viss um að Brendan hleypi alltof mörgum lykilmönnum í leikinn, þó á heimavelli sé. Engu að síður, þá held ég að hann leggi áherslu á góð úrslit heimafyrir og það er ekki eins og að þessir lykilleikmenn okkar séu að drepast neitt úr þreytu, hefur nánast enginn þeirra spilað meira en einn leik í viku þar sem Brendan hefur verið duglegur að rótera. Ég reikna því með blönduðu liði á morgun. Shelvey á einn leik eftir í banni, en það bann gildir ekki fyrir Evrópudeildina og því spilar hann alveg 100% með á morgun.
Þetta verður sem sagt hausverkur dauðans, en auðvitað verður maður að skjóta. Það er stutt í næsta deildarleik og því held ég að Brendan stilli upp sterkum bekk en noti áfram svipað byrjunarlið. Það er talsverður hausverkur að stilla upp hægri bakverðinum. Mér finnst ólíklegt að hann hætti Johnson í allan leikinn, og svo hefur Wisdom spilað mikið undanfarið. Ég hallast þó að því að Wisdom verði látinn spila áfram, sér í lagi þar sem ég held að Flanagan sé meiddur og Kelly að sjálfsögðu líka. Carra gæti líka verði settur þangað og jafnvel Wilson í miðvörðinn með Coates, en ég reikna síður með því. Svo ef Enrique er heill, þá bara HLÝTUR hann að vera í hinum bakverðinum. Shelvey verður inni á miðjunni með Henderson, en svo verður þetta spurning um þriðju miðjumannsstöðuna. Mér finnst ólíklegt að Sahin verði látinn spila, því þá mun hann spila 4 leiki á rétt um 2 vikum. Finnst þó líklegra að sjá Allen bara spila leikinn, því ég held að Cole sé ekki klár í heilan leik strax. En auðvitað myndi það liggja beinast við að hafa hann fremstan á miðjunni fyrir framan hina tvo. Svo er auðvitað möguleiki á að Suso spili bara þarna. Eigum við ekki að segja bara að það sé líklegast. Downing hlýtur að fá sénsinn hægra megin og Assaidi vinstra megin. Ég ætla svo að tippa á að Borini muni byrja fremstur. Svona spái ég þessu sem sagt:
Jones
Wisdom – Coates – Carragher – Enrique
Shelvey – Henderson – Suso
Downing – Borini – Assaidi
En Borini er líka stórt spurningamerki, gæti alveg verið að Pacheco kæmi þarna inn annað hvort fyrir Suso eða hreinlega Borini eins og þetta var gegn Young Boys. En einhvers staðar verður maður nú að byrja og enda þetta og því ætla ég bara að standa við þessa spá. Ég hef heyrt það að ítösku liðin taki þessa keppni ekki alvarlega, en hvort það eigi bara við um liðin sem eru að berjast í efri hlutanum eða ekki, það veit ég ekki fyrir víst. Ég man allavega eftir einu stykki Napólí liði fyrir ekki löngu síðan, sem stillti upp sínu sterkasta liði á Anfield og voru þeir nú ekki sérlega lágt skrifaðir blessaðir. Ég reikna því með hörkuleik og enn einni prófrauninni á okkar unga lið. Vonandi halda þeir áfram að standa undir væntingum og nái fram góðum úrslitum. Þetta gæti verið lykilleikur í þessari keppni, því ég gæti hugsað að þetta yrði okkar erfiðasti heimaleikur í þessum riðli. Ég ætla bara að vera bjartsýnn áfram og spá okkar mönnum sigri í hörkuleik sem endar 3-1 fyrir okkar menn. Auðvitað skorar Di Natale fyrir þá, en um okkar mörk sjá þeir Shelvey, Assaidi og Henderson. Þar hafið þið það.
Í nótt dreymdi mig að Liverpool hefði sigrað Real Madrid 5-0 á Santiago Bernabéu.
Veit ekki hvað það þýðir.
3-1 fyrir okkur baráttuleikur…borini með 2 og downing með 1 á 89..;)
1 BirkirHauks: Það þýðir að þú munir eignast fimm börn.
vona að Joe Cole byrji og fari að sína sitt rétta andlit.Verður gott að hafa hann til að hvíla ungu leikmennina öðru hvoru í vetur Y.N.W.A
Meira kjúlashow takk fyrir og góða nótt 😛
Steini þu hittir naglann a höfuðið er þu sagdist hafa gleymt þvi að cole væri hja Liverpool, felagi minn bjallaði a mig i dag og sagdi að cole hefdi verið að skora með u21 liðinu og eg sagdi þa við felaga minn heyrdu eg var buin að gleyma að við ættum ennþa eitt stk joe cole… hann var alveg farin utur minu minni.
En hlakka til að sja leikinn a morgun og tippa nu a að steini se ansi nalægt liðinu…
Vona bara að við holdum afram að spilaflottan bolta og londum flottum 3 stigum. Gæti alvegtruað að við fengjum að sja sahin, gerrard og suarez einhverjar minutur i seinno halleik og væri bara gaman að þvi. Vonandi verður fullt hus a vellinum, frabær stemmning og bara skemmtilegt kvold annað kvold
Flott upphitun, nokk sammála með liðið. Pacheco sagði þó á Twitter í kvöld að hann yrði “not involved” á morgun.
Tjahhh, er ekki Anzi leikurinn mun erfiðari heimaleikur ? Reikna með að við verðum að berjast við Anzi um 1 sætið í þessum riðli…
Þetta verður vægast sagt forvitnilegur leikur.
Ítalarnir hafa ekki eins sterkan hóp og við. En þó eru sterkir leikmenn inn á milli í þeirra herbúðum. Þá ber helst að nefna Antonio Di Natale. Sá veit svo sannarlega hvar markið er og líklega sá sem við þurfum að óttast hvað mest.
Því næst Pablo Armero. En hann er sóknarsinnaður bakvörður/kantmaður sem átti frábæra leiktíð í fyrra. Gott ef hann var ekki í Úrvalsliði Serie A.
Vörninni stjórnar svo Mehdi Benatia. Öflugur miðvörður sem átti frábært tímabil í fyrra og einn af máttarstólpunum í liðinu.
Þetta eru leikmennirnir sem Udinese verða að treysta á.
En ég spái því að við sigrum nokkuð örugglega. 3-1.
Biðst afsökunar á því að vera ekki að ræða sjálfan leikinn en einhver snillingurinn sagði í kommenti um daginn að hægt væri að taka upp með því að nota sopcast. Nú nota ég sopcast mikið en get ekki séð leikinn beint á morgun, ef einhver getur leiðbeint mér í þessu væri það vel þegið
Rodgers hefur tekist að endurvekja áhuga minn á þessari keppni. Leiðinlegustu leikir Liverpool síðastliðin ár hafa eimmit verið í blessaðri Evrópudeildinni. En núna er ég spenntur. Þrátt fyrir þunnan hóp og vitandi það geti haft áhrif á deildarkeppnina vill ég liðið fari sem lengst.
Reyndar á Daglish sinn þátt í þessu, hann sýndi öllum að Liverpool liðið getur enn farið alla leið í bikarkeppni. Og þeir búa að því leikmennirnir í dag.
Ég vona við fáum að sjá Coates byrja og svo væri gaman að sjá Assaidi fylgja eftir góðri byrjun. En umfram allt sigur, og ekkert vanmat, eða ofmat á sjálfum sér ef út í það er farið. Udinese væru ekki í þessari keppni nema þeir gætu eitthvað. Ítalska deildin er sterk.
Áfram Liverpool !!!
Það verður fróðlegt að sjá hvort hann gerir aftur 11 breytingar á byrjunarliðinu. Ég held að hann taki ekki of mikla áhættu. Væri alveg til í að sjá þetta lið:
Reina
Wisdom-Carra-Coates-Robinson
Shelvey–Henderson
Suso
Pacheco Assaidi
Suarez
Suarez er heitur og hann hefði gott af því að spila í 60 min. Vona að Pacheco-tvittið er bull. Cole fær svo ca. 30 min. Hann er aldrei að fara byrja. Búinn að vera frá í 7 vikur eða eitthvað. Borini getur replace-að Suarez og Enrique Robinson. 4-0 og allir sáttir.
Smá off topic. Er LFC ekki með forkaupsrétt á Thomas Ince? Seldur til Blackpool og slær í gegn. Ár síðan, er það ekki? Skil ekki hvernig þessi gutti slapp frá okkur.
Pabbi Tom Ince þrýsti á hann að fara frá Liverpool svo hann fengi að spila fótbolta. Ég held að við séum ekki með neinn forkaupsrétt, hef allavega ekki heyrt um það.
Tómas Páll segir:
03.10.2012 kl. 22:12
Biðst afsökunar á því að vera ekki að ræða sjálfan leikinn en einhver snillingurinn sagði í kommenti um daginn að hægt væri að taka upp með því að nota sopcast. Nú nota ég sopcast mikið en get ekki séð leikinn beint á morgun, ef einhver getur leiðbeint mér í þessu væri það vel þegið
Tómas, það er rauður takki á sopcast forritinu sem þú ýtir á og svo læturðu bara save þetta á einhver stað í tölvunni til að horfa á seinna.
Ég notaði þetta um daginn og það virkar mjög vel.
Pacheco er ekki í hóp í kvöld.
13
Ok, en KD og co. semsagt sáu ekki hvað þeir höfðu í höndunum og seldu hann og keyptu Downing í staðinn 🙂
Tom Ince neitaði að skrifa undir nýjan samning við LFC sem var t.d. miklu hærri en sá sem að Sterling og fleiri ungstirni eru á. Krafðist þess að fá að vera í liðinu og var með töluvert attitude.
Vont að missa af honum sem leikmanni auðvitað, en mat félagsins var að hann væri ekki með rétt mentality og sennilega átti pabbi hans töluvert í því, sýnist miðað við síðustu fréttir að það sé Paul Ince sem málið snýst um og miðað við hans framkomu hjá félaginu og viðskilnað er það á hreinu að það hefur ekki hjálpað.
En satt að segja neita ég að trúa því að Fergie ætli að eyða 6 milljónum í kantmann, en vona það samt. Það er svo alls ekki það sem Scum vantar í liðið sitt!!!
Vitið þið kl hvað þessi leikur er ? Það væri, svo ég hljómi eins og gömul plata, voða fínt að hafa þetta sem standart upplýsingar í ykkar frábæru leiksskýrslum.
Leikurinn hefst eftir slétta fjóra tíma.
19:05, http://www.liverpool.is er alltaf með lista á síðunni sinni. Ekki það að ég vilji koma með neinn ríg á milli samkeppnisaðila 😉
Ég reyni ávallt að vera með næsta leik réttan hérna hægra megin á þessari síðu, hann er kannski full neðarlega, en þar kemur fram tími og annað og því hef ég ekki sett þetta líka í upphitunina sem slíka líka.
#20, þessar tvær síður eru fjarri því að vera samkeppnisaðilar, tvær mismunandi áherslur og sama markmið. Meira líkt samstarfsaðilum en samkeppnisaðilum.
Fokk hvad eg er spenntur!
LFC expected XI: Jones, Jonhson, Carra, Coates, Robinson, Allen, Hendo, Shelvey, Downing, Borini, Assaidi.
Sterkt lið í kvöld,
Hefði viljað sjá sterkara lið, það er nú alveg hægt að ættlast til að þessir menn geti spilaði 2 leiki í viku af og til,,, það er þörf á að vinna þannan leik því liðið er á siglingu virðist vera sem má ekki stopa ef við ætlum okkur e-ð í vetur. Drullu stressaður að hafa Robinson inn á þar sem hann byrjaði seinasta leik ílla en kom til svo, hefði viljað sjá Sahin og jafnvel Suarez þar sem hann virðist vera kominn á skrið.. Og er ekki kominn tími til að fara að halda hreynu,,, óska sigur er 2-0. Koma svo
YNWA
The team in full is: Reina, Johnson, Coates, Carragher, Robinson, Assaidi, Henderson, Allen, Shelvey, Downing, Borini. Subs: Jones, Suarez, Gerrard, Sahin, Sterling, Skrtel, Wisdom.
Oohh mig langaði til þess að sjà Suso, algjörlega fràbært að horfa à þann stràk spila fòtbolta.
Eru menn að missa það allveg? STERKT LIÐ? Ég er skíthræddur við Di Natale með þessa menn í vörninni… Coates er enn ungur og þar af leiðandi mjög eðlilega óstöðugur, Carragher hleypur jafn hægt og ég skríð á fjórum fótum og Robinson er náttúrulega enn yngri og reysnlulausari en Coates. Johnson vitum við allir hvað getur á ”góóóóóóðum” degi… Og Udinese á Di Natale, reysnlumikinn framherja sem var tvö tímabil í röð (2009-10 og 2010-11) held ég að sé rétt markahæstur í Serie A, í það minnsta tók hann skóinn annað tímabilið. Maður með á um 30 mörk að meðaltali í öllum keppnum á tímabili fyrir Udinese og er fljótur þar að auki… Þeir hafa sem betur fer ekki menn á borð við Christian Zapata, Gökhan Inler og Handanovic sem eru allir farnir frá þeim. Og að Downing byrji þennan leik er út úr heilagri kú…
Við verðum heppnir ef okkar verður ekki refsað ef Udinese mætir svo með sitt allrasterkasta lið… Heppnir…
veit eitthver um SCOPCAST link á ensku er bara að finna 2 frekar lélega linka á wiziwig á eitthverju tungumáli sem ég skil ekki
ég yrði allveg gríðalega þakklátur ef eitthver getur hjálpað mér
fann fullt af sopcast linkum 😉 http://www.livefootballol.tv/sopcast-channel-list.html