Liðið gegn Udinese

Lið Liverpool gegn Udinese í kvöld er sem hér segir:

Reina

Johnson – Coates – Carragher – Robinson

Allen – Henderson – Shelvey

Downing – Borini – Assaidi

Bekkur: Jones, Skrtel, Wisdom, Gerrard, Sahin, Sterling, Suarez.

Sterkt lið og sterkur bekkur. Koma svo!

80 Comments

  1. Heldu að bekkurinn gæti tekið uppsett lið hehe,,, held að bekkurinn hafi aldrei verið eins sterkur, líst vel á þetta hjá BR, hann teflir til sigurs.

  2. Hárið á Henderson alveg óaðfinnanlegt. Þá geta Ítalirnir byrjað að skjálfa.

  3. YÖSS!!! Skallinn með skallann :p Og Downing með enn eina stoðsendinguna….ja hérna…

  4. Líta vel út hérna í byrjun, strákarnir.
    Downing með stoðarann, þá getum við ekki tapað leiknum.

  5. Rosalega eru okkar menn að yfirspila Udinese! Það er bara hrein unun að horfa á spilið hjá þeim. Vantar bara að koma Borini betur inn í leikinn en Shelvey, Allen og Henderson stjórna algerlega umferðinni á miðjunni

  6. Þvílík unun að horfa á þetta. Boltanum spilað skynsamlega og Henderson eins og kóngur á miðjunni. Loksins búið að finna hans bestu stöðu.

  7. Þetta er svo mikill snilldarbolti… Er Coates að fara að taka sætið af Skrtel ?

  8. Mikið hlýtur að vera leiðinlegt fyrir Udinese að fá aldrei boltann

  9. Dásamlegt að horfa á Liverpool spila og liðið á bara eftir að batna.

  10. LFC 1 Udinese 0 HT Possession%: 77.9-22.1 | Passes: 404-103 | Accuracy%: 94-73 | Final 3rd total: 112-37 | Shots: 9-4 | On target: 3-1 #fb

    Ekki slæmt að vera með 78% með boltann

  11. Nr 19.

    “Death by football”…..nú vita Udinese hvað BR er að tala um 😉

  12. jæja fótbolta spekingar er einhver staður þar sem maður getur nálgast statistík live úr liverpool leikjum eða bara leikjum almennt?

    Frábær leikur hjá okkar mönnum yndislegt að það er gaman að horfa á liverpool spila.. þeir spila loksins fallegan fótbolta!

    og meiraðsegja downing sem hefur verið á milli tannana á mér með stoðsendingu. lengi er von á einum.

  13. Þessu óviðkomandi, er einhver hér sem getur upplýst mig um það hvenær von er á Lucas aftur til leiks ?

  14. Hrikalega er gaman að horfa á okkar menn í svona ham… þetta er ekkert nema bullandi standpína… allt að gerast, pepe orðinn hann sjálfur og downing með stoðsendingu… Væri fullkomið kvöld ef borini setti eitt eða tvö 🙂

  15. hversu dæmigert er þetta, eftir flottan fyrri hálfleik að fá strax á sig jöfnunarmark 🙁

  16. Þetta kallast að refsa grimmilega. Ein slæm móttaka hjá Johnson úti á miðjum velli og bang,,,aldrei breik.

  17. soldið keimlík þessi mörk í leiknum, hratt nákvæmt spil og svo falleg sending og gaurinn sem móttekur smellhittir nákvæmt í hornið

  18. ója það er ekkert lið í ensku deildinni sem spilar betri bolta en við. það sést einfaldlega í þessum leik. Ekkert lið fyrir utan barca leikur þetta eftir í evrópu. Hef sagt það áður og segi það enn, við verðum í topp 3 og erum með besta stjórann í deildinni.
    Shelvey….. cleverly hvað ! Klárlega langbesti ungi miðjumaðurinn í dag…
    Fergie, ertu ekki orðinn hræddur ?

  19. Við værum með fæst mörk fengin á okkur ef við værum ekki svona góðir í að gefa mörk.

  20. Og vil ekki setja of mikið út á liðið mitt en verð að bæta því við að Borini er einhver lélegustu kaup Liverpool frá upphafi 🙁

  21. Di Natale er markaskorari af guðs náð.

    Annars er Downing að spila vel og ég held að við munum merja þetta 2-1. Suarez kemur inn og reddar þessu.

  22. Hvernig í ÓSKÖPUNUM slapp MMA gæjinn við rautt spjald þegar hann tók takedown á Downing?

  23. Hvernig var þetta ekki rautt??? Árás á leikmanninn og bara gult…

  24. Shelvey rosalegur klaufi þarna. Úff.

    En það er eitthvað MIKIÐ að ef við klárum ekki þennan leik. Nú þurfum við að sýna drápseðlið!

  25. I don’t even….

    Leikur sem við áttum gjörsamlega að snúast upp í martröð.

  26. Jesús Kristur.

    Talandi um vendipunkt.

    Gæjinn átti að fá rautt, Shelvey klúðrar færi á marklínu og við fáum tvö mörk í andlitið.

    Drunginn færist yfir mig.

  27. vá hvað allt lagaðist eftir að Gerrard og suarez komu inná….

  28. Þetta er 13. leikurinn sem BR stýrir….það er eitthvað með þessa tölu sko !!!

  29. 33

    Þetta er veruleikafyrstasta komment allra tíma.
    Liverpool er að spila fínan bolta í þessum leik, en eru samt að tapa með tveimur..Og hafa nú ekki verið að gera góða hluti í ár, eru reyndar að spila betur núna en í byrjun tímabils…
    Og ég giska á að Herra Ferguson sé ekki hræddur enda er hann nýbúinn að ná í 3 stig á Anfield.

  30. Þetta er sko allt í góðu við eigum það sko til að koma seint tilbaka á móti ítölskum liðum. Enda eigum við skilið að sigra!

  31. Jæja, 2-3, en vil benda á að þegar við fáum á okkur 3ja markið þá brotnar spilið hjá okkur á miðjunni – Gerrard að reyna flókna sendingu þegar einfalda sendingin var í boði. Kræst, ég sem hélt að hann væri að komast inn í þetta mentality sem BR er að innleiða.. Þolinmæði, þolinmæði.

  32. eru þeir að reyna að slá heimsmet í að sparka boltanum í varnarmann?

  33. Liverpool að spila rosalega síðustu mínúturnar. Meira af þessu takk!….vörnin samt úti að skíta eins og venjulega.

  34. Gott spil, yfirburðir á á miðjunni, en bara ekki einleikið hvaða óheppni þetta er

  35. Þetta er nú meira draslið við gáfum Udinese þennan sigur bara á silfurfati.

  36. Bara henda Carragher út úr liðinu….þó fyrr hefði verið!!! Getur ekki skallað, getur ekki sparkað, getur ekki hlaupið. Jújú fínn á móti lélegum liðum en getur ekkert ef andstæðingurinn er alvöru.

  37. Liverpool eru sjálfir sér verstir. Öll mörkin klúður hjá Liverpool, fyrst er það Glen Johnson síðan er það Coates og að lokum Gerrard. Þetta eru mennirnir sem sáu um að fella Liverpool í þessum leik

  38. Ótrúlega svekkjandi tap!

    Eigum við að ræða það eitthvað hvað þetta var mikið rautt spjald! Ef þetta er ekki rautt, hvað er þá rautt? Udinese voru að komast mikið upp með að toga í leikmenn eins og í rugby.

    Við töpuðum samt leiknum á því að gefa þeim þessi tvö síðustu… Ohhh!!!!

    Fokk hvað ég er svekktur!

Udinese á morgun

Liverpool 2 – Udinese 3