Í dag, 15. apríl 2006, eru liðin **sautján ár** síðan harmleikurinn mikli á Hillsborough-vellinum í Sheffield átti sér stað. Þá áttu Liverpool og Nottingham Forest að leika til undanúrslita í FA Bikarkeppninni en leikurinn varði aðeins í örfáar mínútur áður en hann var flautaður af vegna troðnings í áhorfendastæðum þeim sem ætluð voru Liverpool-stuðningsmönnum.
Þann dag létu **96 Liverpool-aðdáendur lífið**. Ef þið hafið einhvern tímann heimsótt Anfield hafið þið fundið sterklega fyrir nærveru þessara níutíu og sex aðdáenda innan klúbbsins. Þeir eru sál klúbbsins, og þeir munu aldrei gleymast.
In Memoriam
Gleymi aldrey hörmunginni – minni – fyrir framan sjónvarpsskjáninn, fyrir 17 árum… Sem þó skipti engu miðað við þá sem raunverulega misstu ástvini. Ég var bara að horfa á enska boltann.
En þetta setur hlutina í samhengi, öll þessi nöfn tilheyra fólki sem undir öllum venjulegum kringumstæðum ætti að vera til í dag. 96, hljómar svo sakleysislega, en í viðbót við það eru miklu fleiri nöfn á bak við hvern og einn, foreldrar, systkini, börn… það tók óratíma að birta öll þessi nöfn í vídeóinu, hvað þá nöfn nákominna.
You’ll never walk alone.
Þetta gleymist seint. Ég byrjaði að fylgjast með Liverpool um miðjan 9. áratuginn og Heysel og Hillsbrough eru þeir atburði sem því miður standa upp úr í minningunni frá þessum tíma.
Ég held að slysið á Hillbrough hafi gert mig nátengdari klúbbnum. Auðvitað get ég ekki með nokkru móti sett mig í spor þess fólks sem missti ástvini sína þennan dag en þarna myndaðist samt sem áður taug til Liverpool sem verður alltaf óslitin.
æjjæjj 😡 😯 :confused: