Enn einu sinni stunda Real Madrid leikmannakaup sín í fjölmiðlum. Núna er það fyrirliðinn okkar, Steven Gerrard. Benito Floro, yfirmaður fótboltamála hjá Madrid [segir að þeir vilji fá Steven Gerrard](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4921904.stm) og Adriano til sín í sumar.
Í alvöru talað, þá eru forsvarsmenn Real Madrid dónalegir fábjánar! Gerrard er fyrirliðinn okkar og samningsbundinn til margra ára.
Það er nógu slæmt þegar þeir nota Marca til að búa til [platfréttir](http://www.kop.is/gamalt/2005/06/19/index.php) um Gerrard einsog í fyrra, heldur núna kemur STARFSMAÐUR Real Madrid og gefur svona frá sér.
Þetta er svo í framhaldi af því þegar erkifíflið Fernando Martín gaf út lista með 8 nöfnum yfir þjálfara, sem hann sagðist vilja fá til liðsins. Í alvöru talað, þetta lið er fokking sirkus!
Mæli með því að allir lesi þessa [grein um þennan bjánasirkus](http://football.guardian.co.uk/continentalfootball/story/0,,1755984,00.html) sem þetta áður virðulega lið er orðið að.
Gerrard fór ekki til Real Madrid í fyrra og hann fer ekki til þeirra núna! Þeir geta haldið áfram að kaupa til sín úrúgvæska aumingja í bunkum.
Nákvæmlega!
Djöfull er maður orðinn þreyttur á þessu skítapakki í Madríd. Þegar ég sá fyrirsögnina inni á BBC ranghvolfdi ég bara augum. Ekki af því að ég hafi áhyggjur af þessu, ég hef nákvæmlega **ENGA TRÚ** á að Gerrard vilji fara til Real Madríd-sirkusins í sumar (hann yrði að vera vangefinn til að velja þá fram yfir Chelsea eða Barcelona, fyrir það fyrsta, ef hann á annað borð ætlaði að fara) heldur af því að maður er orðinn svo yfirgengilega þreyttur í hálfvitaskapnum í þessum mönnum.
Hvað gengur þeim til? Halda þeir að þetta virki? Kannski með menn eins og Gravesen, Sergio Ramos eða Robinho … en örugglega ekki með menn sem eru að spila fyrir sum af stærstu liðum Evrópu.
Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur; þessir gæjar sem stjórna Real Madríd eru *hrokafullir asnar*.
Hvernig í ósköpunum nokkur maður getur haldið með **bæði** Liverpool og Real Madríd skil ég aldrei, en þó eru þeir nokkrir til. :rolleyes:
Calm down, calm down. Því ætti Stebbi að vilja fara til Real þegar hann er nýbúinn að skrifa undir langan samning hjá ríkjandi evrópumeisturum?
Annars væri nú andskoti fínt að leysa kantmálin með því að fá Beckham til okkar (ásamt þeim milljörðum sem fylgja þeim manni árlega vegna sölu á varning tengdum honum), Ronaldo í framlínuna og Jonathan Woodgate í vörnina +…segjum…5 milljónir punda. :laugh:
>Calm down, calm down
Það er enginn stressaður yfir því að hann fari. Ég er bara pirraður á þessum vinnubrögðum hjá Real.
Sannarlega leiðinlegt og yfirmáta ómerkileg vinnubrögð !
En hvað hefur Einar Örn á móti leikmönnum frá Urugvæ ? Og er ekki óþarfi að kalla þá alla aumingja ?
Sorrý, en mér finnst þetta bara leiðinlegt að sjá………..jafnvel þó maður sé pirraður :confused:
Almennt séð hef ég ekkert á móti fólki frá Úrúgvæ, enda hef ég heimsótt það ágæta land.
En Úrúgvæarnir hjá Real hafa verið slappir. Sérstaklega Pablo Garcia. Fannst það alltaf fyndið að þeir hafi reynt að kaupa Vieira og Gerrard en endað með Pablo Garcia. Þaðan kemur kommentið. 🙂
Það vantar bara yfirvarskeggið á Benito Floro og þá er hann orðinn holdgervingur Adolfs Hitler.
Þessi real madrid klúbbur er eitt skítapakk eins og hann leggur sig. Djöfull verður maður pirraður að sjá svona fréttir. Það mætti þess vegna líkja þessu við það ef einhver gæji myndi labba að mér og segja: “Ég væri sko til í að giftast konunni þinni, hún er pottþétt á topp 5 listanum mínum yfir konur sem ég vill giftast”. já þetta er svo sannarlega ógeðslegur klúbbur 😡
Algjörlega óháð því hvort að hann fari nú eða ekki þá hélt maður nú varla á sínum tíma að Luis Figo eða Zidane myndu ganga til liðs við Real Madrid um árið… sama mætti segja um David Beckham.
Það virðist vera erfiðara en menn halda að segja nei við Real Madrid.
Varðandi athugasemd eikafr um að hann sé nýbúinn að skrifa undir samning hjá ríkjandi evrópumeisturum, þá eru Real Madrid nú sigursælasta lið Evrópukeppni meistaraliða.
Samkvæmt þínum skilgreiningum ættu því allir enskir leikmenn að þrá það heitast að fara til Liverpool, því þeir eru nú sigursælasta lið enskrar knattspyrnusögu, ekki satt? Þannig að það skipti engu máli hvort John Terry væri nýbúinn að skrifa undir samning hjá ríkjandi deildarmeisturum? :laugh:
Ef Gerrard er tilbúinn að neita sjálfum Djöflinum(Chelsea) um að ganga inní myrkrið og selja sál sína fyrir peninga þá verður ekkert mál fyrir hann að hafna Real Madrid.