Byrjunarliðið komið

Orðið klárt hvernig stillt verður upp í kvöld:

Jones

Henderson – Carra – Coates – Robinson

Cole – Allen – Shelvey

Downing – Yesil – Assaidi

Á bekknum Ward, Suarez, Gerrard, Suso, Sterling, Skrtel, Wisdom.

Ég allavega tippa á þetta svona, að Hendo sé í bakverðinum. Danny Ward er varamarkmaður svo að það er ljóst að Reina er ekki heill heilsu. Sáttur við þessa uppstillingu.

Nú er að sjá hvernig straumarnir virka á Snæfellsnesi, á til að verða erfitt í stórum norðanáttum en við vonum það besta þannig að ég nái að skila djúsí skýrslu og vonandi eftir sigurleik!

Koma svo!!!

118 Comments

  1. Maggi, mér er sagt að vinnufélaga mínum að það sé alltaf sól og blíða á nesinu 😉

  2. Skilst að þessi leikur se hvergi syndur, skilst að eina leiðin se að streama þetta, madur reynir það sennilega eitthvað

  3. Einhver kominn með stream sem virkar? Hef prófað nokkra linka en án árangurs

  4. Eru menn búnir að prófa streymin úr síðustu þráðum? Virkar ekkert hjá mér, sendið endilega inn hérna ef þið finnið eitthvað sem virkar.

  5. Hvernig losnar madur við auglysinguna sem kemur fyrir leikinn a skjanum?

  6. Holy shift en er tölvufatlaður og bara með ipad… Er hægt að horfa á leikinn ì ipad…. Furðulegt að hann er ekki sýndur

  7. Ég er bara að fylgjast með textalýsingu á leiknum en hvernig fór Jamie Carragher að því að vera rangstæður?

  8. Joe Allan eitthvað sofandi í dag er búin að láta stela nokkrum sinnum af sér boltanum í dag.

  9. Eg er ekki að na neinu streami, kemur alltaf hja mer sama hvaða link eg reyni downloada ilivid blabla sem eg er buin að gera nuna 2 sinnum en samt kemur ekki neitt.

    Þið hinir sem eruð að sja eitthvað megið endilega kommenta herna svona það helsta sem er i gangi i leiknum

  10. Það hlaut að koma að því þetta er búin að vera afleitur leikur hjá Liverpool fram að þessu.

  11. Lélegur varnarleikur þarna 🙁 Coates átti að taka Flores,, fuck………….

  12. Það er engin leikmaður Liverpool að spila næstum því vel. Ef það á að spila svona þá förum við ekki lengra í þessari keppni.

  13. Mjög dapurt enn sem komið er. Það er engin þarna inná sem er að fara að gera nokkurn skapaðan hlut. Núna sér maður hvað þetta er í raun þunnur hópur hjá okkur.

    Suarez er allt í öllu í þessu liði okkar og guð hjálpi okkur fari hann í bann eða meðist. Já hann kemur að sjálfsögðu inná í seinni og setur tvö.

  14. @Viðar þessi linkur virkar fínt hjá mér http://atdhenet.tv/53704/watch-liverpool-vs-swansea í guðana bænum verti ekki að downloada i-livid þetta er bara spyware drasl. bíddu bara meðan að auglýsingin telur niður og exaðu hana svo út stundum er x-ið pínu falið.þegar þú ert búin að loka aulýsinguni ætti stream-ið að byrja.

  15. Ömurlegt að það sé ekki hægt mótivera leikmenn sem spila á ANFIELD. Þetta r eins og að spila á útivelli 🙁

  16. Vona að það se einnhver fra liverpool se að taka þennan leik upp og sina leikmonnum svo hvernig a að spila tiki taka bolta. Og by the way hvað er að gerast hja allen? Er hann ekki viss i hvoru liði hann er að spila i shittt

  17. Byrjuðum ágætlega, en eftir 20 mínútur tóku Swansea einfaldlega yfir í þessum fyrri hálfleik. Margir slakir inná, Yesil greyið ræður ekkert við að leika gegn svo sterkum andstæðingum og Assaidi og Cole sjást ekki.

    Eina sóknarógnin í fyrri hálfleik kom frá Stewart Downing. Segir það ekki bara allt um þessar fyrstu 45 mínútur???

  18. Mikið rosaleg er þetta Liverpool lið ofbóðslega mikið lélegt, uppbygging, gefa þessu tíma, nýr stóri blabla bla það breitir samt ekki þeirri staðreynd að Liverpool getur ekki neitt þessa daganna og hefur ekki gert það undanfarinn ár og er varla á leiðinni þangað næstu árin drögumst bara lengra afturúr. Þetta er bara því miður staðreynd sem maður verður víst að fara að sætta sig við ef maður á að halda geðheilsu.

  19. Swansea mun hættulegri og það verður hrein tilviljun ef Liverpool skorar með þennan mannskap.

  20. Miðað við þetta slitrótta stream sem maður sér þá er Shelvey nánast sá eini sem eitthvað er að gera sóknarlega. Sammála því að Yesil ræður engan vegin við þetta level enn og Cole er lítið að gera. Almennt eru menn alltof óþolinmóðir og halda boltanum bara nánast ekkert. Jones sparkar alltof mikið langt og því náum við lítið að halda bolta.

    Í kjölfar helgarumræðunnar þá verður að hrósa dómaranum, er þetta ekki Probert? Sýnist hann hafa spilað nánast gallalausan leik. Vonandi er maður ekki að jinxa þessu…

  21. Geisp hvað þessi leikur er boring spurning hvort maður eigi ekki bara að snúa sér að öðru í kvöld. Horfa á málingu þorna t.d. örugglega talsvert meira spennandi.

  22. Henderson útaf fyrir Sterling og Downing þá í bakvörðinn. Yesil útaf fyrir Suarez. Svo eftir svona 20 mín af seinni hálfleik, Cole út af fyrir Suso. Getur ekki klikkað.

  23. ég þoli ekki þegar við erum ekki með menn við stangirnar í hornum. Þetta hefði sennilega aldrei orðið mark ef maður hefði verið við stöngina.

  24. @Ívar Örn Suarez er að sjálfsögðu ekki inná þess vegna er dómgæslan í lagi bíddu bara hún fer í rugl um leið og hann kemur inná.

  25. Twitterfeed frá Anfield segir að Gerrard komi inná í hálfleik…

    Vonum að hann fari heill í gegnum leikinn, en auðvitað þarf að skerpa sóknarleikinn sem er einfaldlega búinn að vera skelfing…

  26. Sýnist Suarez vera að hita upp líka með Gerrard, ætli þeir fari beint báðir inn?

  27. Og verðlaunin fyrir mest niðurdrepandi commentið í kvöld…hlýtur….Nr.42!!! Vel gert….

  28. Ég vona Allen ég persónulega fýla ekki þann leikmann. Hann gefur boltann til hliðar og já svo búið. Bæði Gerrard og Suarez inná! Cole og Yesil útaf.

  29. 42 – spurning um að renna þessu gegnum spell check áður en þú ýtir á “senda” og taka jafnvel einn öl til að létta lundina.

  30. Úff… Við erum búnir að eiga 4 skot á rammann það sem af er leik… ekki gott

  31. Miðað við hvernig leikurinn er búin að vera fyrstu 60 mín þá hlýtur Joe Allen bara að hugsa, því í andskotanum var ég að fara frá Swansea, þeir eru gjörsamlega að að owna þennan leik og er í þessum skrifuðu orðum að skora annað markið sitt, þessi framistaða hjá liðinu í kvöld er umhugsunarverð.

  32. Nú vil ég sjá Brendan skamma okkar menn hressilega. Ég tryllist ef hann fer að tala í klisjum um good performance etc.

  33. Nú er um að gera að halda bara boltanum. Það virkar svo vel. Bara að ná 70% posession. Það ætti að nægja.

  34. Var að hringja í 365 og segja upp áskriftinni á Stöð2sport.

    Þegar hann spurði hver ástæðan væri sagði ég:

    “að þið sýnið ekki leikinn. Mér finnst það fyrir neðan allar hellur”.

    Skora á ykkur sem eruð með áskrift að gera slíkt hið sama!!

    kv.
    Haffi

  35. Þetta er sennilega lélegasti leikur sem ég hef séð Joe Allen spila fyrir félagið, en það er svosem ágætt að hann kom í deildarbikar en ekki stærri leik….

  36. Suarez!! Hef varla séð svona lélegan varnarleik í föstu leikatriði

  37. Haffi 70
    Þeir geta ekki sýnt hann. Mega það ekki. Veit ekki hvað þú viljir að þeir geri.

  38. Vá hvað Downing er að fara illa með þessa krossa! Verður aðstíga upp

  39. Geturu i alvoru engin sagt mer hvort staðan se 1-2 og hvað er mikið eftir ?

  40. Staðan er 1-2 en veit ekki hvað er mikið eftir, erum ekki komnir í uppbótatíma allavega….

  41. Er einhver leikur í gangi? Strákar ég er að segja ykkur það að ég er búinn að minnka Liverpool áhorf mitt um svon 75%, tek stærstu leikina ef ég er í vondu skapi fyrir, en það hefur stórlega bætt andlega heilsu mína. Mæli með þessu 🙂

  42. ef liverpool myndi spila alla sína leiki á útivelli þá yrðu þeir í topp 2 í öllum keppnum held ég bara, þessi heimavöllur er ekki að hjálpa til

  43. Staðan er 1-2, lítið eftir og of lítið að gerast í augnablikinu.

  44. Rodgers var ekkert að gera góða hluti með þetta Swansea lið. Hann hélt þeim niðri.

  45. Dísus kræst 3-1 þvílíkt dapurt ég veit ekki með ykkur en ég er að missa þolinæðina á Rodgers

  46. Góður leikur. Menn mættu augljóslega virkilega vel mótiveraðir. Yesil og J. Cole voru hættulegustu mennirnir á vellinum og hreinlega óðu í færum, ótrúlegt að þeir hafi ekki náð að pota boltanum inn. Anfiel alltaf sama virkið og varnamúrinn hleypir engu framhjá sér, nema þessum tvem mörkum. Frábært kvöld í alla staði.

  47. Eruð þið ekki að grínast – yfirspilaðir af Swansea á löngum köflum á heimavelli – það var enginn óheppni í þessu – miklu betra liðið vann – ég á bara ekki til orð….

  48. ég vil Brendan burt ásamt könum og ég vil Kóngin aftur takk fyrir. Þetta er að verða hlæilegt.

  49. Byrjar commentaflóðið frá “sönnum” Liverpool stuðningsmönnum. Spurning að anda aðeins áður en menn setja vanhugsaðar athugasemdir hérna inn?

  50. Jæja, nú hefur Brendan Rodgers misst mitt atkvæði, ég er farinn að sakna Hodgson.

  51. Vá, þetta var dapurt. Swansea mun betri aðilinn og áttu sigurinn skilið.

  52. Það er eitthvað við Michu sem minnir mig á Preben Elkjær. Frekar svalur gaur, bara í vitlausu liði

  53. Swansea er bara virkilega flott lið og vel spilandi, og eru sterkari en við á lang flestum sviðum eins og staðan er í dag þannig að útkoman þurfti ekki að koma neinum á óvart það er kannski leiðinlegt að segja það en þetta er bara staðreynd.

  54. Alltaf gaman af þessum “sönnu” stuðningsmönnum sem telja sig betri og meiri stuðningsmenn en hinir og þessir því þeir setja aldrei út á liðið og segja mönnum að anda með nefinu því þetta sé allt að koma. Það er alveg satt, rúmlega 20 ár er engin bið ef þú pælir í því. Þið sem skammist út í liðið, SKAMMIST ykkar, þið eruð ekki sannir stuðningsmenn greinilega…

  55. Andið þið oní drykkinn ykkar það er leikurinn um helgina sem skiptir máli

  56. Ég er ekki að grínast! Hver einn og einasti sem setur inn komment eins og “Jæja, nú hefur Brendan Rodgers misst mitt atkvæði, ég er farinn að sakna Hodgson” Þetta fólk á skilið að vera löðrungað fast í andlitið.

  57. Við unnum þennan bikar víst í fyrra og ég sé ekki að það hafi glatt nema örfáa (ég var reyndar einn af þeim).
    Það er því engin ástæða til þess að missa sig yfir þessum úrslitum þó ég hafi ekki verið ánægður með það sem ég sá af leiknum. En það er alveg óþolandi að hlusta á þessar brottrekstrarheimtingar endalaust. Hvaða vandamál hafa verið leyst með því so far ?

    Fyrir mitt leyti þá hóf ég að fara reglulega á þessa síðu eftir að ég fékk nóg af tuðinu á liverpool.is. Þetta var kærkomin tilbreyting. En núna sé ég orðið engan mun á þessari síðu og liverpool.is.

  58. Sá bara seinni hálfleik.. eða frá 45-85.. fannst við vera yfirburðalið á þeim tíma eða er ég að rugla? :/

  59. Shit maður!! eru menn alveg að missa sig yfir að detta úr deildarbikarnum þetta er engin heimsendi, Rodger verður að fá móta lið sem hefur verið í frjálsufalli síðustu 3 árin það næst engin stöðuleiki með að vera alltaf að skipta um stjóra auk þess vill ég benda á að við töpum fyrir úrvalsdeildar liði sem er nánast með sitt sterkasta lið meðan við vorum með varalið, þannig anda inn og anda út ef það gengur ekki nú haldið bara áfram að fá útrás á Kop

  60. Greinilega ágætt að hafa misst af þessum leik. Ég veit ekki tilhvers er verið að setja Suarez og Gerrard inná í svona leikjum. Hinir hljóta þá að hafa verið mjög lélegir!

  61. Ætla allir að fara á túr þó þessi leikur hafi tapast?

    Allen var eini byrjunarliðsmaðurinn í liðinu, og þessi keppni einfaldlega í fjórða sæti. Allir leikir voru bónusleikir. Sumir gerðu sér enga greiða í kvöld, og við vorum minntir á hvað hópurinn okkar er þunnur. Engu að síður var þetta 50/50 leikur, og mér persónulega fannst síðari hálfleikur fínasta skemmtun hjá tveimur góðum fótboltaliðum.

    Ég sagði við sjálfan mig fyrir seasonið að þetta yrði upp og niður. Góðir leikir og lélegir leikir í bland. Staðan er bara ennþá sú sama. Okkar stærsta áhyggjuefni kom þó vel í ljós í kvöld – Suarez er eini sóknarmaðurinn í öllum hópnum. Punktur. Yesil og Morgan og hvað þeir heita eru bara 2-3 númerum of litlir og hafa EKKERT erindi í þessa deild. Og Joe Cole er bara eins og ég mundi eftir honum, útbrunninn farþegi. Þá finnst mér síðustu leikir hafa sýnt það vel, að uppspilið hjá liðinu versnar um allan helming við að missa Reina úr liðinu. Jones er bara ekki nógu “cool á því” og gjarnari á að negla bara eitthvert.

    Annars var eiginlega enginn sem hækkaði eða lækkaði í áliti hjá mér í þessum leik. Hefði verið gaman að vinna, en ég missi engan svefn í nótt.

  62. Jæja, fínt að vera dottnir út úr þessari keppni. Þvílík sóun á orku og tíma. Sjitt happens, það koma daprir leikir. Þið sem viljið Brendan burt eftir þetta eruð vangefnir. Nú verður bara allt púður sett í deildina og top 4, liðið lítur mjög vel út og jákvæð teikn á lofti. Alveg spurning hvort að menn sem sjá það ekki hætti að horfa á fótbolta og skelli í sig einni stútfullri skeið af grjáthaltu kjafti.

    Góðar stundir
    Bjössi

  63. Það er erfitt að vera stuðningsmaður Liverpool í dag.
    Og við erum víst allir jafnir stuðningsmenn hvaða skoðun menn hafa á stöðu mála.
    er glasið hálf fullt eða hálf tómt?
    Ég sjálfur er bara rólegur ég gerði mér ekki miklar vonir fyrir tímabilið.
    þetta mun taka tíma. Liverpool er að láta 17-18ára drengi spila stórthlutverk.
    þeir hafa staðið sig vel. En þeir eru alveg reynslulausir og blautir bakvið eyrun.

    Liverpool hefur verið að dragast aftur úr lengi. lesiði yfir leikmannalistann og segið mér að Rodgers sé að gera ömurlega hluti.

    liðið sem sló Liverpool út í dag er liðið sem B.Rodgers byrjaði að byggja upp og núverandi stjóri er að byggja ofan á.

    Menn væla mikið um dómgæslu og það réttilega Liverpool hefur ekki verið að fá mikið með sér í þeim efnum.
    ástæðan er sú að liðið er upp fullt af krökkum sem eiga eftir að vinna sér inn virðingu.
    það vita allir að Gerrard,rooney,terry og svona menn fá frekar dóma með sér en t.d. Sterling,suso og framveigis.

    Það er allavega kominn skýr stefna hjá Liverpool það á að búa til grunn af leikmönnum sem verður svo hægt að byggja ofan á á hverju ári. ekki 8 út og 8 inn í hverjum glugga.
    ég held að í endan á þessu verða menn ánægðir.

Kop.is Podcast #29

Liverpool 1 – Swansea 3