LIVERPOOL Í ÚRSLIT ENSKA BIKARSINS!
Fokking jááá!!!
Okkar menn gerðu sér lítið fyrir í dag og skelltu Englandsmeisturum Chelsea í undanúrsliitum FA bikarkeppninnar á Old Trafford. Evrópumeistararnir **unnu verðskuldaðan 2-1 sigur** í stórskemmtilegum og hörkuspennandi leik!
Fyrir vikið erum við núna komnir í bikarúrslitin og munum mæta sigurvegaranum í viðureign morgundagsins milli West Ham og Middlesbrough á Millennium Stadium í Cardiff þann 13. maí næstkomandi, eða eftir þrjár vikur!
Og vitið þið hvað? **ÞETTA VAR SVO SÆTT AÐ ÞAÐ ER VARLA HÆGT AÐ LÝSA ÞVÍ!**
Fyrir leikinn voru flest allir sammála um það að þetta yrði jafn og spennandi leikur, en menn töldu þó samt að Chelsea-liðið væri líklegra … þið vitið, af því að þeir eru svo góðir í deildinni og slíkt. En ef þeir eru betra deildarliðið þá erum við pottþétt með betra bikarliðið, eins og hefur margoft sannast síðustu árin. Þannig að þetta hefði í rauninni ekki átt að koma neinum á óvart. 🙂
Allavega, leikurinn gekk svona. Rafa kaus að byrja nákvæmlega með því byrjunarliði sem ég spáði:
Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise
Gerrard – Sissoko – Alonso – Kewell
Luis García
Crouch
**BEKKUR:** Traoré, Hamann, Morientes, Cissé.
José Mourinho kaus hins vegar að skíta í brók með þeirri stórundarlegu ákvörðun að stilla ekki upp einum einasta sókndjarfa miðjumanni í byrjun leiks:
Ferreira – Gallas – Terry – Del Horno
Makelele
Geremi – Lampard – Essien
Drogba – Crespo
**BEKKUR:** Cech, Carvalho, Joe Cole, Duff, Robben.
Fyrstu tíu mínútur leiksins eða svo fóru í mikið taugastríð. Chelsea-mönnum gekk betur að láta boltann ganga manna á milli og það virtist sitja einhver skrekkur í okkar mönnum, en það jafnaði sig þó fljótt. Eftir um fimmtán mínútna leik fékk Didier Drogba dauðafæri en skaut framhjá. Hann var kolrangstæður en einhverra hluta vegna var ekkert dæmt, þannig að það var eins gott að hann skoraði ekki.
Við þetta færi var eins og okkar menn vöknuðu og þeir fóru að ógna Chelsea meira sóknarlega. Á 23. mínútu braut John Terry síðan á Luis García rétt fyrir utan teig og aukaspyrna var réttilega dæmd. Steven Gerrard og Sami Hyypiä stilltu sér upp til að taka það en öllum að óvörum skaut **JOHN ARNE RIISE** boltanum í gegnum varnarvegg Chelsea og í bláhornið. Eitt-núll!!!
Eftir þetta mark tóku okkar menn öll völd á vellinum. Harry Kewell tók að sér að pynta *báða* bakverði Chelsea og Alonso og Sissoko voru eins og kóngar í ríki sínu á miðjum vellinum. Þrátt fyrir að hafa fengið mörg góð færi náðu okkar menn þó ekki að bæta við og staðan í hálfleik var því eitt núll.
Í hálfleik setti Mourinho Arjen Robben inná fyrir Asier Del Horno í tilraun til að ná að jafna leikinn. Það gekk þó eitthvað illa hjá þeim, okkar menn voru enn sterkari aðilinn og svo á 53. mínútu nýtti **LUIS GARCÍA** sér klaufamistök í vörn Chelsea, gaf í innfyrir og skaut svo óverjandi skoti frá vítateigslínunni upp í markhornið. Tvö-núll fyrir Liverpool!!!
Eftir það gerðist hið fyrirsjáanlega. Okkar menn héldu sínum stöðum og fóru að einbeita sér að því að verjast vel og halda boltanum innan liðsins. Það var einna helst þegar Harry Kewell fékk boltann að eitthvað sniðugt gerðist, en það var líka ekkert sem benti til þess að Chelsea væru að fara að minnka muninn. Ef eitthvað er voru þeir Luis García og Peter Crouch nær því að bæta við þriðja markinu en við að fá á okkur mark.
Það gerðist þó samt á 70. mínútu og var hálfgert slys. Boltinn kom hár inní teig hjá okkar mönnum og John Arne Riise, í stað þess að hreinsa frá með hægri, ákvað að skalla boltann beint upp í loftið. Hann féll niður í miðjan teiginn þar sem Didier Drogba náði að skalla hann áður en Pepe Reina náði til hans og í markið fór hann. 2-1 var staðan og erfiðar lokamínútur framundan.
Rafa setti þá Traoré, Cissé og Morientes inná fyrir Kewell (meiðsli), Crouch og Luis García á meðan José henti Damien Duff og Joe Cole inná til að reyna að jafna metin. Þeim gekk samt erfiðlega að spila sig í gegnum vörn Liverpool og það var helst á 92. mínútu að Joe Cole fékk dauðafæri í teignum en skaut hátt yfir.
Það var bæði fögnuður og léttir sem braust út meðal stuðningsmanna Liverpool á 95. mínútu þegar dómari leiksins, Steve Bennett, flautaði loksins til leiksloka og þar með var ljóst að Steven Gerrard á góðan séns á að lyfta enn einum bikar sem fyrirliði Liverpool! **The Rafalution continues!** 😀
**MAÐUR LEIKSINS:** Allt liðið eins og það lagði sig spilaði vel, allt frá Reina í markinu til varamannanna, en það var bar einn leikmaður sem bar höfuð og herðar yfir alla aðra á vellinum í dag. **HARRY KEWELL** lék í dag sennilega sinn besta leik fyrir Liverpool og meira og minna allt sem við sköpuðum fór í gegnum hann. Hann var svo dóminerandi í dag að hættulegustu sóknir okkar upp hægri kantinn komu þegar hann fór þangað yfir, ekki í gegnum Gerrard. Frábær leikur hjá þeim ástralska og ef við hömpum bikarnum eftir þrjár vikur verður hann ein af hetjum tímabilsins! Þvílík endurkoma hjá honum í vetur!!!
Jæja, njótið sigurvímunnar … 🙂
JÁÁÁÁÁ!!!! :laugh: 🙂 :laugh:
DÁSAMLEGT!!!! STÓRKOSTLEGT!!!!! ELSKA LIVERPOOL!!!! KEWELL MAÐUR LEIKSINS!!!! EKKI SPURNING. OHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH HVAÐ MÉR LÍÐUR VEL! TIL HAMINGJU ALLIR ÞARNA ÚTI SEM HAFIÐ GAMAN AF FÓTBOLTA!!!!!
YES, svona á þetta að vera og það eykur enn á gleðina að Mourinho klúðraði þarna annarri keppninni á árinu með sínum hroka, reyna að vera hetja með einhverjum furðulegum uppstillingum og mannavali, líkt og hann gerði á móti Barca, búinn að taka tvö alvörupróf á árinu og búinn að falla á báðum, við stjórnuðum þessum alveg þrátt fyrir smá sviðskrekk í byrjun og smá pressu í lokin, en jibíííííí´
kv Baddi
Yyyyyyndislegt :biggrin2:
Horfdi a leikinn med nokkrum slovenskum og islenskum Liverpool monnum a bar herna i Ljubljana.
Thetta var frabaer leikur og Liverpool betra lidid nema sidustu 20 minuturnar. Kewell var frabaer og Sissoko lika og svo eiga natturulega varnarmennirnir hros skilid fyrir ad standast gridarlega pressu. Thegar andstaedingarnir daela haum sendingum inna teiginn, tha lidur mer vel ad vita af Hyypia og Carra tharna.
Nuna er thad bara ad reyna ad redda ser mida til Cardiff 🙂
Újé !
Var að koma í bæinn, kíkti beint á Soccernet og missti andlitið þegar ég sá að Liverpool var 2-0 yfir. Vissi ekki einu sinni að leikurinn væri byrjaður (smá timezone rugl :blush:)
Fylgdist svo með leiknum á Soccernet, smá stress þegar Drogba minnkaði muninn en ég vissi að þetta tækist – glæsilegt. Hljótum að fara alla leið … ég meina Middlesbrough eða West Ham … common :biggrin2:
Mikið rosalega líður manni vel núna! Fannst Liverpool koma vel stemmdir til leiks og stjórna honum alveg í 70 mínútur. Hefðu getað skorað fleiri mörk en Chelsea hefði sosum getað það líka. Það var eins og Liverpool hefði bara ákveðið á 70. mínútu að hafa spennu í leiknum, bara svona upp á fönnið! Enda er adrenalínkikkið miklu skemmtilegra eftir svona spennuleik. Ekki hægt að setja út á neitt, nema mér fannst leiðinlegt að sjá bjórflösku koma fljúgandi inn á völlinn frá Liverpool aðdáendum.
Maður leiksins fyrir mér er hiklaust Harry Kewell. Djöfull var hann góður!
Rosalega sætur sigur…..
Það skiptir ekki máli hvað Liverpool leikur marga leiki við þetta chels$i lið – við erum að vinna mikilvægustu leikina á móti þeim og það er svo góð tilfinning.
TIL HAMINGJU ALLIR PÚLLARAR, NÆR OG FJÆR !
Það er bara hrokafullt að vanmeta Boro eða West Ham. West Ham að skína í efstu deild og Harewood, Reo Cooker og Ferdinand að meika það.
Svo hefur Boro unnið Man Utd og Chelsea mjög sannfærandi.
Verða erfiðir leikir en ég giska á West Ham í úrslitaleiknum 🙂
smá leiðrétting: Dómari leiksins var Graham Poll en ekki Steve Bennett.
Sennilega hefur leikskýrsluhöfundur verið að horfa á hádegisleikinn milli Arsenal og Tottenham því ef ég man rétt var Steve Bennett dómari þar en það er auka atriði hver var dómari, aðal málið er að okkar menn verða í Cardiff 13 maí og vill ég frekar fá West Ham því þetta ömurlega Middlesboro lið fer hrikalega í taugarnar á mér en veit einhver hvort það verður einhver skipulögð ferð til Cardiff t.d. hjá Icelandair eða Express?
Mourinho continued: ‘In the semi-final you cannot have every crucial decision against you. The free-kick for the first goal was a decision against us and the goal disallowed for (John) Terry is a decision against us.,, vá hvað þessi maður á við mikla erfiðleika að stríða, getur hann ekki bara sætt sig við það að Liverpool vann sanngjarnan sigur í dag, kom betur skipulagt í leikinn og vann!! :biggrin2: Held að hann ætti bara að senda Drogba áfram í viðtölin eftir leikinn!!!
HAHAHAHAHA Mourinho er svo ógeðslega tapsár að ég er að míga á mig úr hlátri….http://www.eoe.is/myndir/smilies/laugh.gif
:laugh: það er alltaf gaman að bíða eftir að þetta gerpi tjáir sig í fjölmiðlum. Svo er hann að minná að það eru 45 stig milli LIVERPOOL og chelsea síðustu 2 árin 04/05 og 05/06. Svo eru þeir líka Englandsmeistarar kemur hann inná…… gubb… Hann minntist ekkert á að chelsea væru Evrópumeistarar…….. bíddu bíddu nei nei það er LIVERPOOL…. æji
3x haha fyrir Jose Mourinhohttp://www.eoe.is/myndir/smilies/laugh.gif
:laugh:
Takk Kristján V YNWA
HAHAHAHAHA Mourinho er svo ógeðslega tapsár að ég er að míga á mig úr hlátri….
:laugh: það er alltaf gaman að bíða eftir að þetta gerpi tjáir sig í fjölmiðlum. Svo er hann að minná að það eru 45 stig milli LIVERPOOL og chelsea síðustu 2 árin 04/05 og 05/06. Svo eru þeir líka Englandsmeistarar kemur hann inná…… gubb… Hann minntist ekkert á að chelsea væru Evrópumeistarar…….. bíddu bíddu nei nei það er LIVERPOOL…. æji
3x haha fyrir Jose Mourinho
:laugh:
Takk Kristján V YNWA
ánægður með þig að velja Harry Kewell sem mann leiksins … ég hef oft blótað honum í vetur fyrir að vera slappur, en hann var frábær í dag.
Vona að það haldi áfram!
frábær leikur, frábær sigur.
Horfði á leikinn á bar og englendingarnir sem lýstu leiknum voru allan leikinn að spá í útaf hverju dæmt var á Terry. Hann snerti bara boltann. Ég er ekki að grínast með þetta. Þeir voru að leita að öðrum atvikum og svona. Englendingarnir ætla seint að fatta það að það er löngu búið að úthýsa sólatæklingum fyrir ofan mittisstað úr fótboltaheiminum!!
Frábær sigur á þessu leiðindaliði :biggrin2:
…
Að öðru, Mark Gonzales vill ekki hætta að skora, hann skoraði eitt markog Mikel Alonso(bróðir Xabi) skorað annaði í kvöld gegn Villareal….
Hér má finna highlight úr leiknum. Snilldin er síðustu fimm sekúndurnar þegar Mourinho er sýndur á vellinum “þakka” Lampard fyrir leikinn… Hann virðist ætla að klappa honum á kinnina, en rekur honum síðan dúndur löðrung… :laugh:
hehe já lampard fann greinilega vel fyrir þessu :laugh:
vitið þið annars hvort Kewel meiddist eitthvað alvarlega??? væri synd að missa hann nú þegar hann er loksins að ná gamla Leeds frominu sínu…
Þetta var virkilega sætur sigur og fyllilega verðskuldaður hvað sem öllu væli frá Mourinho og stuðningsmönnum Chelsea líður. Reyndar gerir það sigurinn bara skemmtilegri að vælið úr herbúðum Chelsea er svona mikið. Móri hefur alltaf verið tapsár og að blanda ágætum dómara eða stöðunni í deildinni inn í málið er auðvitað bara hlægilegt. Síðan hvenær hefur staðan í deildinni skipt máli í leikjum FA Cup? Greinilegt að Móri á eitthvað eftir ólært hvað útsláttarkeppni varðar. Annars dæma ummæli hans sig sjálf og sömuleiðis framkoma hans gagnvart Benitez eftir leikinn.
Við nýttum færin okkar í dag, spiluðum vel í klukkutíma og unnum góðan sigur. Mér fannst við falla alltof langt til baka síðasta hálftímann og pressan var töluverð. Það var algjör óþarfi að gefa Chelsea öll ráð á vellinum síðasta korterið. En Chelsea skoraði bara einu sinni og síðast þegar ég vissi þá voru það mörkin sem ráða úrslitum í leikjum!
Við eigum eftir erfiðan úrslitaleik gegn West Ham / Middlesbrough og þurfum að spila almennilega til að vinna þann leik. Það má alls ekki fara inn í þann leik með eitthað vanmat. En reynsla þessa Liverpool liðs af úrslitaleikjum er mikil og ég er því ágætlega bjartsýnn.
En annað árið í röð hafa Liverpool menn slegið skugga á sigurgleði Chelsea manna í Úrvalsdeildinni. Ég veit ekki um ykkur hin en mér finnst það æðislegt :laugh:
Frábær sigur og athyglisvert að hlusta á ensku þulina. Reyndar vinnur Terry boltann á undan Garcia en come on sólatækling rétt neðan við brjósthæð. Fyndið líka að heyra vælið í JM yfir að það skyldi vera dæmt á Terry þegar hann klifraði upp á varnarmanninn og hékk á honum þegar hann skallar boltann.
Öll mörkin komu eftir varnarmistök og það er bara svoleiðis. Eini mínusinn fannst mér hvað okkar mönnum gekk illa að halda boltanum síðustu tuttugu mínúturnar og ég var að verða brjálaður (eins og Benitez) á Cisse og hversu snöggur hann var að gefa Chelsea boltann í restina.
En geggjaður sigur. Hvað er annars með Eið ? Ekki í hópnum í undanförnum leikjum ? Whats up ! 😯 😯
Kristinn J – ég tek undir með þér varðandi Cissé. Munurinn á hugarfari hans og hugarfari Morientes þegar þeir komu inná var eins og munurinn á svörtu og hvítu. Morientes fékk tíu mínútur og barðist eins og ljón, vann nokkra bolta og gerði allt sem hann gat til að vera fyrir og eyðileggja uppbyggingu sókna þeirra. Cissé nennti varla að vera þarna inná, nema þegar hann fékk boltann á kantinum.
Það er einmitt ástæðan fyrir því af hverju Cissé fer pottþétt í sumar, á meðan Morientes gæti fengið eitt tímabil í viðbót til að sanna sig. Hugarfarið. Morientes hefur leikið illa og ekki staðið undir væntingum, en hann hefur *alltaf* gefið allt sem hann á í leiki og *aldrei* kvartað undan því að vera á bekknum og/eða tekinn snemma útaf. Það sama er ekki hægt að segja um Cissé.
Las einhverstaðar að Eiður væri veikur. Það hefði engu skipt m.v. hvernig taktík stjóri Chel$kí spilaði hann var einfaldlega útspilaður á þeim vellinum. Oft er það sagt svo að skiptirðu öllum varamönnum snemma í leiknum er það merki um að taktíkin hafi verið vitlaus. Skipti hann ekki tveimur útaf um daginn eftir rúmar 20 mínútna leik?
Samkvæmt tölfræðinni í bikarnum fyrir þennan leik hafði Liverpool nýtt færin sín mun betur, fengið færri skot en hlutfallið af þeim á mark verið mun hærra. Það sýndi sig í dag að tölfræðin virkar. Chel$kí náði aðeins að setja eitt. Nóg af dauðaðfærum framhjá og fá sem gerðu Reina erfitt fyrir.
Fyrra markið… Hvað var málið? Gerrard og Riise stóðu alveg við boltann eins og hvorugur ætlaði að skjóta… En Hyypia stóð þar sem a.m.k. Riise er vanur að vera þegar hann skýtur úr aukaspyrnum. Var kannski búið að kortleggja það að varnarveggur Chelsea í aukaspyrnum væri eins og aumingi? Eða… Frank Lampard sást náttúrlega ekki allan leikinn – sýndist Riise kannski vera 40 cm gat í varnarveggnum… :biggrin:
Glæsilegur sigur!
Sammála þessu með Cisse, hann er einhvern veginn ekki að falla inn í liðið. Maður sá það svo greinilega að hann var ekki að spila fyrir liðið, alltaf með hangandi haus og gaf sig ekki í alla bolta.
Nú er bara a ná sér í miða í maí og skella sér út!!!
p.s.
þið verðið nú að breyta um tímabelti stákar, við erum ekki á LONDON tíma þótt leikirnir eru það!!!
😉
Þessi er gull
það er ansi gaman að lesa ummæli moriniho á teamtalk. hann er alveg að missa sig. vill meina að dómarinn hafi klikkað þegar við fengum aukaspyrnu og riise skoraði og að markið þeirra hafi verið dæmt af. mér fannst versti dómurinn þegar drogba fékk færið í upphafi leiks, greinilega rangstæður og ekkert dæmt.
annars óskaði hann liverpool velgengni í umspilinu fyrir meistaradeildina á næsta tímabili til að reyna svekkja okkur. tókst nú eiginlega ekki.
Ætlaði ekki að vera með neinn hroka í garð Middlesbrough og West Ham, enda bæði liðin mjög óútreiknanleg og náttúrulega minnistætt þegar Boro tók United og Chelsea í kennslustund. Er soldið hrifinn af West Ham einnig, fór m.a á Stamford bridge og sá þá etja kappi við Chelsea núna í byrjun apríl … hélt að sjálfsögðu með þeim þar.
Þetta var meira sett fram í gamni, enda þegar LFC er búið að leggja united og chelsea að velli, þá ÆTTU Middlesbrough og West Ham ekki að vera hindrun. En fótboltinn er óútreiknanlegur, enda gerir það hann þeim mun meira spennandi!
Sælir og innilega til hamingju!
Mikið var þetta ógeðslega gaman. Nú má hlusta á Moriniho væla eins og skólastelpa um það að eitthvað hafi verið ósanngjarnt við leikinn. Spurning hvort hann haldi vinnunni? Vill Abramo.. ekki meira fyrir peninginn en einn bikar á ári. Ég held að hann sé ekki sáttur við árangurinn og við gætum alveg séð breytingar á Brúnni á næsta ári.
En Kewell var frábær, Sissoko er æðislegur og Carra og fleiri stóðu sig vel. Reina er frábær markvörður þó hann eigi nú markið í gær en að öðru leiti þá er þetta frábær markvörður enda búinn að halda hreinu ca. 40 sinnum á þessu tímabili. Allavega til hamingju með þetta,
kv. Clinton
Yndislegt!!!!
Til hamingju púllarar…
Klassa sigur og ekki verra að þetta var Chelsea. Já við vinnum þá þegar mest á reynir og í raun var þetta í fyrsta skiptið sem mér fannst við algjörlega yfirspila þá lengi vel. Alveg þangað til Riise og Reina gerðu mistökin í markinu sem Drogba skoraði. Óþarfa panic en sigurinn klárlega sanngjarn.
eitt í lokinn… af hverju erum við ennþá að nota þennan Cisse? hann er alveg farinn…
ÞETTA VAR NÆSTBESTA TILFINNIG SEM ÉG HEF FENGIÐ… Besta var náttúrulega í meistaradeildinni þegar við rúlluðum yfir þá einsog við gerðum núna!!! :laugh:…… Þetta var leikur kattarins og músarinnar í fyrri hálfleik…. liverpool stjórnaði leiknum einsog lófinn á sér vissu veikleika chelsea upp á hár og spiluðu bara þannig á þ….. ENN ÞETTA S’YNIR AÐ LIVERPOOL ERU MEÐ MJÖG GOTT LIÐ OG AÐ RAFA ER AÐ GERA GOTT LIÐ ÞARNA Á ANFIELD!!!! GOTT MÁL…. ef maður spáir í það er þetta enginn árangur hjá chelsea að ná bara einum bikari á þessu seasoni með allan þennan pening bak við sig…..Mourinho með sinn hroka hefði aldrei getað þetta án peninga :tongue:
🙂
🙂
🙂
🙂
🙂
🙂 🙂 🙂 fyrir LIVERPOOL þeir geta allt sem á þeirra vegi er statt