Steven Gerrard, besti leikmaður Englands að mati leikmanna, segir í viðtali við The Guardian að Chelsea og Mourinho verði að byrja á að sýna Liverpool þá virðingu sem liðið á skilið. Mourinho sagði strax eftir leikinn á laugardaginn að LFC væri langt frá Chelsea miðað við heilt tímabil þ.e. 40 leiki. Gerrard [svaraði þessu með glotti:](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,1759804,00.html)
“That’s a shock. No, we’re not miles behind them. Obviously Chelsea have a better record against us over the last 10 games but we’ve won the two big matches. We’re progressing. We know Chelsea are a fantastic side with a lot of money behind them, and they can go out there and buy whoever they want, but Rafa’s building something here. I think Mourinho should start giving us a bit of respect.”
Síðan er [önnur grein í The Guardian](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,1760013,00.html) sem segir frá því að Mourinho ætti að læra að taka sjálfur ábyrgð á eigin gjörðum, ekki benda á alla aðra. M.a. segir hann:
“I think the biggest mistake of the first half was the decision of the free-kick. It doesn’t smell good.”
“You go for Mr Poll’s performance over the 90 minutes, you can say [there were] dozens and dozens of correct decisions. But two wrong decisions. Both crucial and both against Chelsea.”
Ástæðan fyrir því að Chelsea tapaði m.a. gegn Barcelona og Liverpool eru þessar:
“You need to be challenged from the beginning, to be under pressure a little bit. You could say we were guilty because you have to do it by your own [efforts] and you don’t need motivation from an exterior source, and I would have to agree. But the exterior factor is very important.”
ER EKKI ALLT Í LAGI MEÐ MANNINN?
Í lokinn er hann spurður um möguleika LFC á enska meistaratitlinum:
“I think in the Premiership they have no chance. Not over 40 matches. But maybe they surprise me.”
Hvað á maður að segja?
Ofdekruð börn hegða sér ekki einu sinni svona eins og Moan-inho gerir þessa dagana. Það er svolítið til sem heitir kurteisi og virðing sem allir framkvæmdastjórar verða að sýna. Moan-inho hefur að mínu mati komist upp með allt allt ALLT of margt á þeim tíma sem hann kom til Chelsea. Honum hefur tekist að fá dómara til að hætta dómgæslu sem er toppurinn á hans ferli að mínu mati. Það þarf að binda enda á svona helvítis rugl fyrr frekar en síðar.
Orðið “virðing” og orðið “Chelsea” eru algjörar andstæður, að mestu leiti þökk sé Special K.
Þessu væli varðandi aukaspyrnuna á Terry vísa ég beint til föðurhúsanna, stuttu áður var dæmd aukaspyrna á Peter Crouch fyrir nákvæmlega eins tæklingu á Terry.
Svo er handastaða Terry’s á öxlum Jon Arne Riise svo greinileg að ég skil ekki hvað Jose Moran er að pæla með að láta þessi orð út úr sér.
Jose þarf ekkert stöðugt að vera að minnast á hverjir séu að verða meistarar, það vita það allir sem fylgjast með íþróttinni, heldur á hann að sjá sóma sinn í því að óska bara Liverpool til hamingju með sigurinn! Þetta er önnur keppni með öðrum úrslitum og þannig er það bara. Það að vitna í þessa skömmu sigursögu Chelsea á móti langri og glæsilegri sigursögu Liverpool er bara eins og að pissa upp í vindinn. Það er nánast sama hvernig Liverpool og Chelsea eru borin saman, Liverpool á meiri sögu en það eina sem Jose getur bennt á er það sem hann bendir á í hverju einasta viðtali. Benitez á hrós skilið hvernig hann tekur á þessu sálfræðiprófi.
Það var dæmt á Terry vegna þess að hann fór með sólann á undan sér í bolta sem Garcia var líka að fara í…
Það sást líka greinilega að Garcia hætti við að sparka í boltann því hann sá löppina á Terry koma eins og hún gerði á móti sér… og þess vegna varð engin snerting… en ásetningurinn var vissulega til staðar…
varðandi markið sem dæmt var af honum……
hann hefði léttilega getað skorað löglegt mark hefði hann tímasett stökkið sitt betur… en hann tók upp á því að styðja sig við Rise… og það er brot sama hvað vælarinn segir…….
Maðurinn er fáviti sem hefur ekki þroska til að taka tapi eins og sannur herramaður. Hann neitaði að taka í höndina á Rafa eftir leikinn á laugardag, eins og Rafa hefði gert honum eitthvað persónulega. Svoleiðis haga bara þrettán ára drengir sér … og ‘The Special One’ …
Ég hálf skammast mín fyrir að hafa viljað sjá hann sem Liverpool-stjóra þegar hann vann Meistaradeildina með Porto. Nú, tveimur árum síðar, er svo gjörsamlega ljóst af hverju Rafa er miklu, miklu, miklu, endalaust betri kostur fyrir okkar frábæra klúbb.
Leikmennirnir eru líka tapsárir. Sjá t.d. þessi komment frá metnaðarlausasta markmanni í heimi, Carlo Cudicino í [Guardian](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,1759804,00.html):
>”The first goal came from a free-kick that wasn’t a foul. Then the ball went through Frank [Lampard] and Paulo [Ferreira] and it was impossible for me to get to it. But their second goal killed us. I don’t know how it went in. I don’t think he meant to put it there but there was nothing I could do.”
Skemmtileg síðasta línan. Ef að Luis Garcia ætlaði ekki að setja boltann í markið, hvert átti hann þá að fara? Snillingur. En Carlo fær launin sín áfram þrátt fyrir þetta, þannig að hann þarf varla að hafa miklar áhyggjur.
Hingað til hef ég látið vitleysinginn hann Mórinjó pirra mig, en það breyttist eftir undanúrslitaleikinn á laugardaginn. Ég gat ekki annað en hlegið að vitleysunni sem kom út úr honum í viðtalinu sem var tekið við hann eftir leikinn og ég mun sennilega hlægja að honum framvegis….þvílíkur og annar eins bjáni :smile:.
Svo virðast chelsea leikmennirinir taka undir með honum…allavega hinn frábæri cudicini. Eins og einhver sagði þá er eins og chelsea menn hafi ekki skoðun fyrr en mórinjó segir þeim hvaða skoðun þeir eiga að hafa. Æi maður getur ekki annað en brosað að þessum greyjum.
Svo kom í ljós munurinn á því hvaða mann Steven Gerrard hefur að geyma miðað við Mórinjó eftir leikinn. Á meðan Gerrard segir: “Then the onslaught came and we were expecting it because they are a class side”. þá bullar Portúgalinn: “The better team did not win today”.
Gerrard segir chelsea vera klassalið sem það vissulega er en mórinjó segir að Liverpool hafi verið lélegra liðið í leiknum og ekki átt skilið að vinna leikinn. Þá hlýtur maður að spyrja sig: Ef Liverpool skoraði 2 mörk en chelsea 1, átti þá chelsea skilið að vinna leikinn frekar en Liverpool? Svarið er einfalt: NEI VEGNA ÞESS AÐ ÞEIR SKORUÐU EINU MARKI FÆRRA EN LIVERPOOL.
Það er kominn tími á að maðurinn fari að sýna öðrum en sjálfum sér virðingu, þó það væri ekki nema vottur af virðingu.
P.S. Eftir þessi skrif þá uppgötvaði ég að mórinjó fer ennþá í taugarnar á mér. En ég mun samt sem áður hlægja að honum í hvert sinn sem hann vælir bullinu sínu í fjölmiðla.
Skemmtilegur aukaplús við leikinn var að horfa á hann með ensku tali.
Þulirnir kölluðu þjálfara chelski The Special One. Í miðri útsendingunni. Hárbeitt enskt háð sem hitti beint í mark hjá mér.
Reyndar eru þessi ummæli frá Joe Cole [til fyrirmyndar](http://sport.independent.co.uk/football/chelsea/article359764.ece). Þegar hann er spurður um dómarann:
>”No, let’s not go on about that. A lot of the time you hear players moaning and miserable about referees’ decisions. Let’s just hold our hands up and say that Liverpool won the game.”
Maðurinn rúllar bara ekki á öllum…..það er deginum ljósar. 😡
Þegar hann vinnur leiki þá er það af því hann er svo frábær og ég veit ekki hvað og hvað….þegar hann tapar þá er það eitt stórt samsæri….
Ég er virkilega farinn að trúa því að Jose Mourhino sé ekki alveg heill á geði…..Þjálfarar sem haga sér eins og hann eru bara ekki alveg “ret i hoveded”.