2 vikur?

Jæja, Rick Parry virðist ætla að klára þjálfaramálin á næstu tveim vikum. Áður hafði hann sagt að þetta gæti orðið einn mánuður en hann hefur minnkað þetta [niðrí tvær vikur](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/3764431.stm)


Já, og svo er [Ronaldinho orðaður við Chelsea](http://www.skysports.com/skysports/article/0,,1-1137601,00.html). Ritstjórum þessarar síðu er ekki skemmt við svona tilboð hjá Chelsea.

Ronaldinho ætti reyndar að vita það að landar hans hafa ekki farið vel útúr því að fara frá Barcelona. Ronaldo var án efa besti leikmaður í heimi á seinna tímabilinu sínu hjá Barcelona en hvarf algerlega í meiðslum og veseni hjá Inter. Rivaldo var einnig besti leikmaður í heimi þegar hann var hjá Barcelona en hvarf alveg hjá Milan. Ætli Ronaldinho fullkomni þrennuna?

Það er alveg ljóst að þetta er alveg í höndum Ronaldinho. Það munu einhver lið vera tilbúin að borga “buy-out” klausuna í samningnum hans, svo hann ræður því hvar hann verður.

Ég hef þó fulla trú á því að hann kjósi Barcelona.

Vangaveltur um leikmannahópinn

Ranieri rekinn