Tveir dagar í úrslitaleikinn

reina_celebration.jpgJæja, það er kominn *fimmtudagur* og nú eru aðeins tveir dagar í bikarúrslitaleikinn gegn West Ham. Ég væri heimsins mesti lygari ef ég segðist ekki vera orðinn s-s-sp-sp-spenntur fyrir **STÓRLEIK ÁRSINS** (eruð þið sáttir með þetta? ) …

Annars vill ég óska Steven Gerrard og Pepe Reina hjartanlega til hamingju með verðlaunin. Gerrard, auk þess að vera okkar markahæsti maður, fyrirliði, besti leikmaður, hetja, stórstjarna, stærstur flottastur frekastur bestur mestur og svo framvegis, var kjörinn leikmaður Aprílmánaðar í ensku Úrvalsdeildinni. Skrýtið að Rafa hafi ekki verið valinn þjálfari mánaðarins, miðað við að við unnum alla okkar leiki í apríl.

Pepe Reina, hins vegar, hefur verið verðlaunaður með hinum margfrægu Gullhönskum, en þau fær sá markvörður í Úrvalsdeildinni sem heldur marki sínu oftast hreinu yfir tímabilið. Þetta árið var það Pepe sjálfur sem á heiðurinn, en hann hélt marki sínu hreinu í alls 20 skipti í 33 deildarleikjum í vetur! Geri aðrir betur! Þá er rétt að minnast á það að Jerzy Dudek spilaði fimm deildarleiki fyrir okkur og hélt að mig minnir þrisvar sinnum hreinum í þeim, sem er ekki slæmt heldur.

Annars er það helst í fréttum í dag að Liverpool varð í þriðja sæti á Englandi yfir þau lið sem þénuðu mest í sjónvarps- og verðlaunafé í vetur. Fyrir ofan okkur voru Arsenal, sem stórgræddu á útsendingarréttum í Meistaradeildinni, og svo Englandsmeistarar Chelsea, en athygli vekur að Man U voru í fjórða sæti í þessari töflu. Örugglega ár og dagar síðan þeir hafa verið svo neðarlega.

Þá er Harry Kewell ekki á förum frá Liverpool. Ég endurtek: eini kantmaðurinn sem við eigum sem getur eitthvað ER EKKI AÐ FARA FET!!!

5 Comments

  1. Ég vil taka undir hamingjuóskirnar til Pepe og Stevie G. Einnig er ég orðinn hrikalega spenntur fyrir leiknum á laugardag, enda verður maður á staðnum. :biggrin:

    Dudek spilaði í 6 deildarleikjum, 5 fulla og koma inná á móti Chelsea. Hélt tvisvar hreinu.

    Þannig að 22 clean sheet er mjög gott, 25 mörk fengin í 16 leikjum er allt í lagi, sér í lagi þar sem Chelsea skoraði 6.

  2. Er sammála þér í öllu nema við eigum annan góðan Vinstri kantmann; Bolo Zenden! 🙂

  3. Sáttur……!

    Glæsileg viðurkenning fyrir Pepe ! Tími til kominn að viðurkenna snilli Gerrard´s !

    Eigum við ekki einn (stórkostlegan) vinstri kant sem hefur aldrei náð að spila á enskri grundu (Speedy G.) ? Ef Kewell yrði seldur til þessa liðs þá myndi ég vilja skiptidíl og fá Aimar í staðinn….

    STÓRLEIKUR ÁRSINS verður hörkuskemmtun þar sem að okkar menn taka þetta jafnvel og Boro klúðruðu sínum leik (þ.e. við vinnum 4-0 fyrir þá sem misskilja hlutina greinilega) :biggrin2:

  4. Þú minntist á að þú værir hissa á að Rafa hafi ekki verið valinn stjóri mánaðarins núna síðast (þar sem við unnum alla okkar leiki). Ég verð víst að vera sammála þér þar og lýsa frati mínu á þá nefnd sem velur þetta. Þeir hafa ALDREI kosið José Mourinho sem þjálfara mánaðarins sama þótt hans lið vann fyrstu 9 leikina í deildinni sem hefði nægt til að vinna verðlaunin fyrir ágúst eða september. Skrýtið að framkvæmdastjóri sem er síðan valinn stjóri ársins hafi aldrei unnið titilinn stjóri mánaðarins!??!?!?! Kannski á maður ekkert að skilja þetta…….hver veit!

Slúðurvika

Reina og Bolo