Reina og Bolo

Það er óvenju lítið um fréttir í dag, finnst mér. Ekki einu sinni slúður að hafa. Sem er kannski eðlilegt, á meðan það er einn leikur eftir. Ég myndi halda að slúðrið hefjist fyrir alvöru eftir helgina, þegar okkar menn eru komnir í sumarfrí.

Annars er það helst að frétta í dag að okkar menn æfa víst stíft fyrir úrslitaleikinn. Ég veit ekki með ykkur, en það er *skrýtið* að sjá Djib brosa á heilum tveimur myndum! Svo er gaman að sjá að Robbie Fowler æfir með liðinu þrátt fyrir að vera ólöglegur á morgun, og þá er líka gaman að sjá Bolo Zenden æfa með mannskapnum. Ætli hann eigi séns á að vera í hóp á morgun?

Annars er Reina maður líðandi stundar. Hann vill ekki vera hetja og fer síðan fögrum orðum um liðsfélaga sína. Þessi drengur er svo mikill ‘leader’ eins og sagt er, það kæmi mér ekkert á óvart þótt hann verði fyrirliði eftir einhver ár, þegar SG og JC eru hættir að spila (markmenn endast lengur) …

Föstudagurinn líður hægt. Upphitun kemur eftir hádegið, og svo er stóri dagurinn á morgun. Góðar stundir.

9 Comments

  1. Pepe er stórkostlegur markvörður og virðist hafa þennan leadership í sér sem að mínu mati er gríðarlegur kostur fyrir markmenn. Mér finnst alltaf traustvekjandi að markmenn séu fyrirliðar og eins og þú segir Kristján þá kæmi manni ekkert á óvart að hann myndi taka við fyrirliðabandinu eftir nokkur ár.

    Líst ill á að Bolo komi þarna kaldur inn fyrir utan það að hann hefur ekki náð að heilla mig í nokkur ár fyrir utan náttúrulega stórkostlega hárgreiðslu 🙂

    Liverpool 3 West Ham 1.
    Crouchie 1stk Stevie 2stk.

  2. Pepe segist aldrei hafa leikið í úrslitaleik. Ég vil nú meina að það sé ekki alveg rétt hjá honum því hann stóð á milli stanganna þann 26. ágúst síðastliðin er við sigruðum Stórbikar evrópu. Kannski ekki stæsti úrslitaleikur sem um getur, en úrslitaleikur engu að síður.

  3. Þeir tala um það á YNWA að Bolo hafi verið í útvarpsviðtali, og sagt að hefði leikurinn verið 2 vikum seinna hefði hann getað spilað.

  4. Ég er ekki frá því að það sé bara rétt hjá þér Einar :biggrin:

Tveir dagar í úrslitaleikinn

West Ham í bikarnum á morgun!