Það kemur mér í rauninni ekkert stórkostlega á óvart. Og þó…. hvað hefur Nando fram yfir hina leikmennina? Hann hefur ekki verið mjög iðinn við kolann í vetur, en hann býr yfir mikilli reynslu sem gæti komið sér vel á HM. Villa er búinn að vera besti framherji Spánverja í vetur og Torres er frábær. Luis Garcia og Reyes eru þarna líka. Raúl verður ekki skipt út fyrir neinn.
Við eigum þrjá leikmenn í hópnum, Reina, Xabi og Luis Garcia. Það verður að teljast gott en líklega verður bara einn þeirra í byrjunarliðinu, Xabi Alonso. Það verður samt sem áður nóg af mönnum til að styðja á HM í sumar….
Markmenn:: Iker Casillas (Real Madrid), Jose Reina (Liverpool), Santiago Canizares (Valencia)
Varnarmenn: Carles Puyol (Barcelona), Michel Salgado (Real Madrid), Sergio Ramos (Real Madrid), Carlos Marchena (Valencia), Asier Del Horno (Chelsea), Antonio Lopez (Atletico Madrid), Pablo Ibanez (Atletico Madrid), Juanito Gutierrez (Real Betis)
Miðjumenn: David Albelda (Valencia), Xabi Alonso (Liverpool), Joaquin Sanchez (Real Betis), Cesc Fabregas (Arsenal), Andres Iniesta (Barcelona), Xavi Hernandez (Barcelona), Marcos Senna (Villarreal)
Framherjar: Jose Antonio Reyes (Arsenal), David Villa (Valencia), Fernando Torres (Atletico Madrid), Raul Gonzalez (Real Madrid), Luis Garcia (Liverpool).
Þó Garcia sé þarna flokkaður sem sóknarmaður þá getur hann auðvitað leikið á kantinum. Það kæmi mér ekkert á óvart að sjá hann þar í byrjunarliði.
Mér finnst allir þrír nógu góðir til að vera í byrjunarliðinu.
Ég myndi tippa á að Xabi og Xavi verði þarna á miðjunni og að Luis Garcia verði á kantinum.
Reina verður á bekknum – nema að Casillas meiðist.
Verð að viðurkenna að ég hefði orðið meira hissa á því að sjá hann í hópnum en öfugt. Morientes hefur ekkert sýnt í vetur sem verðskuldar að hann sé valinn í landslið Spánverja.
Það er gaman að sjá hversu margir ungir og sprækir leikmenn eru valdir. Þetta lið á eftir að fara langt í keppninni.
Verður spennandi að sjá hversu mikið leikmenn Liverpool fá að spreyta sig. Alveg ljóst að maður á eftir að hafa miklar taugar til liðsins.
Annars sakna þess að sjá ekki Ruben Baraja í hópnum, hann hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér.
Kveðja
Krizzi
Er ekki Baraja meiddur?
Nei Einar sé hvergi talað um að hann sé meiddur, Baraja spilaði síðasta leik Valencia.
Þeir hjá Soccernet telja að Senna hafi verið tekin fram yfir hann í landliðið. Annars er mín tilfinning að Andres Iniesta hafi verið valinn í hópinn á kostnað Baraja.
Einnig er Vicente ekki í hópnum þrátt fyrir að vera orðin góður af ökklameiðslum. Frábær leikmaður þar á ferð sem brilleraði með Spánverjum á síðasta EM.
Annars var Klinsmann að velja hópinn hjá þjóðverjum, þar sem hann kúkaði uppá bakið á sér (að mínu mati). Hann kaus að velja ekki Hamann í hópinn, heldur valdi í staðin Thomas Hitzlsperger (var hjá Aston Villa) sem dæmi. Hvað er hann að hugsa????? 😡
Það er ekki svo að Klinsmann sé að velja einhver unglömb í liðið því Jens Nowotny, Bernd Schneider og Oliver Neuville eru í hópnum.
Ég skil ekki hvernig hann getur horft framhjá Hamann, því satt best að segja er þessi hópur Þjóðverja frekar slakur.
Krizzi
Þjálfarinn spænski segist vera að einbeita sér að [því að taka unga leikmenn](http://www.marca.com/edicion/marca/futbol/camino_al_mundial/es/index.html) til Þýskalands, sem útskýri af hverju Nando og Baraja eru ekki þarna.
Það vekur alltaf furðu mína að það þurfa alltaf að vera 3 markverðir í hópnum já liðunum. Afhverju hefðu t.d. Spánverjar ekki geta skellt Morientes sem aukamanni í framlínuna á kostnað markvarðanna? Þeir þurfa að vera gífurlega lánlausir ef að þeir missa 2 markverði í meiðsli yfir mótið.