Liðið gegn Mansfield

Það er nokkuð sterkt lið sem mætir til leiks gegn Mansfield í dag. Steven Gerrard fær frí og nokkrir aðrir líka en Daniel Sturridge byrjar:

Jones

Wisdom – Carragher – Coates – Robinson

Shelvey – Lucas – Allen

Suso – Sturridge – Downing

Bekkur: Gulacsi, Skrtel, Flanagan, Henderson, Coady, Sterling, Suarez.

Nokkuð sterkt lið og mjög sterkur bekkur. Býst við auðveldum sigri. Áfram Liverpool!

67 Comments

  1. Búinn að laga þetta, KAR er eflaust með auto correct eða eitthvað. Þetta er nærri því liði sem ég bjóst við og ætti að vera meira en nógu sterkt og vel spilandi til að sjá um þetta verkefni. Helst ósáttur við að sjá Lucas byrja þennan leik.

    Öskrar á mig að Sahin er ekki með og úr því að hann er ekki einu sinni á bekk í dag held ég að hann spili ekki meira með Liverpool. Botna ekkert í því ef ég á að segja eins og er. Sama má segja um Assaidi (veit ekki með Afríku keppnina samt?)

  2. Greinilegt að menn eru ekki að ráða við öll þessi S í liðinu, það þarf að skoða þetta við frekari innkaup á leikmönnum.

  3. Hvað er að frétta með Sahin#4 ?? hann er ekki á bekknum
    er ekki bara komin timi til að senda hann aftur til real

  4. Varnarlínan með litla leikreynslu saman, annað nokkuð sterkt. Orðið langt síðan Robinson og Coates hafa spilað. Vona að þeir standi sig og auðvitað ættu þeir að vera verkinu vaxnir. Vona bara að enginn meiðist og einnig væri gaman að sjá Coady koma aðeins inn á og sýna sig aðeins

  5. Kæru síðuhaldarar

    Hvað í ósköpunum er að commentakerfinu?
    Svona villur koma alltaf og svo stuttu seinna þá er búið að laga, geri ráð fyrir að þið séuð að snyrta til commentin…
    Warning: Missing argument 2 for wpdb::prepare(), called in /data/vhosts/andri/kop.is/wp-content/plugins/wp-ajax-edit-comments/lib/class.core.php on line 470 and defined in /data/vhosts/andri/kop.is/wp-includes/wp-db.php on line 990

  6. Leikurinn endar 1-3, Susu skorar sitt fyrsta mark sem og Allen. Downing klárar svo leikinn.

  7. Nr. 7
    KAR og EÖE þurfa að svara fyrir hvað þetta er en ég fæ þetta líka og þetta fer um leið (við gerum ekkert).

  8. Haha já ég er bara ekki vanur að skrifa Sturridge í Liverpool-liði. Eins er ömurlegt að halda utan um öll þessi S-nöfn: Shelvey, Sturridge, Sterling, Sahin, Suso, Skrtel og Suarez. Kommon! 🙂

  9. islogi (#7) – Ég skil ekkert af hverju þú ert að fá þessi skilaboð. Ég fæ þetta ekki hjá mér og er ekkert að breyta neinum ummælum.

  10. Frabært fyrir sturridge að fa að byrja þennan leik, frabært tækifæri þarna fyrir hann að skora sitt fyrsta mark i sinum fyrsta leik. Eg spai þvi að sturridge skori 2 i dag og verdi vel heitur fyrir old trafford næstu helgi. Þetta lið að komast orugglega afram ur þessari viðureign þo það geti auðvitað alltaf allt gerst i bikarnum.

    Ps er ekki hægt að festa inni nafnið manns og netfang? Verulega mikið oþolandi að skrofa i hvert einasta skipti nafn og netfang aður en eg kommenta, er i simanum að nota þessa siðu en i tolvu virðist þetta seivast inni.

  11. Þetta sem Islogi talar um kemur líka hjá mér, en fer svo.
    Þetta er byrjaði fyrir u.þ.b. viku síðan.

    Nota Safari á Mac.
    Ætti kannski að prufa annan vafra?

  12. Sturrige verður að skora a.m.k. 2 mörk, annars byrjar Ba Vs. Sturrige samanburðurinn.

  13. Sigurvegari í þessum leik mætir svo Oldham á útivelli í næsta leik.

  14. Ánægður með liðið, vonandi ætti þetta að duga vel.
    Lucas er bara þarna til þess að safna leikjum undir beltið til að koma honum í betra form.

    Koma svo rauðir, YNWA!

  15. Þetta virðist koma á meðan ég hef enþá tíma til að laga commentið, svo fer þetta.

  16. Hlakka mikið til að fá uppstillingu með 7 essum á fremri hluta vallarins. Held án gríns að það væri ein af sterkari uppstillingum. Með Shevley, Sahin, Sterling, Susu, Suarez, Sturridge og síðan jafnvel Steven. Ég er búinn að horfa á hann svo lengi að mér finnst ég þekkja hann nógu vel til að kalla hann Steven.

  17. 7 Varnarlínan á að hafa það lítið að gera í svona leik að spilatími saman á ekki að hafa áhrif.

    Nú er bara að keyra yfir þetta lið frá fyrstu mínútu og klára þetta sannfærandi

  18. Þetta mansfield lið á hrós skilið fyrir hetjulega baráttu, sérstaklega fyrir þessar last minute tæklingar þegar downing og wisdom voru í dauðafærum.
    Annars ágætur leikur hjá okkar mönnum, flott fyrir sturridge að fá mark.

  19. Mæli með þessum link ef þið eruð með sopcast

    sop://broker.sopcast.com:3912/139306

  20. Sturridge byrjar bara vel. Kominn með eitt mark og óheppinn vera ekki kominn með annað mark.. Annars á Mansfield hrós skilið fyrir fínan fyrri hálffleik. Vill sá Coates skora eitt.

  21. Völlurinn er greinilega erfiður yfirferðar, laus í sér og ekki í þeim standard sem okkar menn eru vanir.
    Sýndist Sturridge vera orðinn frekar þreyttur eftir 45 mín, grunar að honum verði skipt út eftir c.a. 60 min.
    1 mark er því miður ekki næganleg forusta til að hægt sé að afskrifa Mansfield.

  22. Með smá heppni væri Sturridge búinn að setja eitt til tvö mörk til viðbótar og bara formsatriði að klára leikinn. Sýnir flotta takta og góð kaup að mínu mati. En er ég bara einn um það að finnast Suso dapur í dag? Finnst hann slakur og er að missa boltann of oft.

  23. Veldur mér áhyggjum að okkar B-lið ráði ekki betur en þetta við Mansfield en raun ber. Líður ekkert of vel 0-1 yfir. Þykir slæmt ef við þurfum í alvöru að nota Suarez til að klára lið sem er 93 sætum fyrir neðan okkur!

  24. Voðalega ætla okkar menn að gera sér þetta erfitt eitthvað með lélegum sendingum og almennri taugaveiklun.

  25. Þetta er það sem maður elskar við FA CUP allt getur gerst og litlu liðinn að spila sinn stærsta leik á ferlinum gefa allt í leikina og veita stóru liðunum harða keppni.
    Þessi keppni er sú besta í heiminum í dag að mínu mati(ef við erum að tala um skemmtanagildi)

  26. Hvaða grín er þetta?

    Warning: Missing argument 2 for wpdb::prepare(), called in /data/vhosts/andri/kop.is/wp-content/plugins/wp-ajax-edit-comments/lib/class.core.php on line 470 and defined in /data/vhosts/andri/kop.is/wp-includes/wp-db.php on line 990
    Deus segir:
    06.01.2013 kl. 17:16

    Warning: Missing argument 2 for wpdb::prepare(), called in /data/vhosts/andri/kop.is/wp-content/plugins/wp-ajax-edit-comments/lib/class.core.php on line 470 and defined in /data/vhosts/andri/kop.is/wp-includes/wp-db.php on line 990

    Voðalega ætla okkar menn að gera sér þetta erfitt eitthvað með lélegum sendingum og almennri taugaveiklun.

  27. Jæja, Hendo og Suarez inná fyrir Suso og Sturridge. Vonandi náum við aftur stjórn á þessu rugli. Frekar skrítið að segja frá, en Mansfield búnir að yfirspila okkur í þessar fyrstu 10mín af seinni hálfleik.

  28. Tilhvers var Jones að slá hann þarna út? var of erfitt að grípa boltann?

  29. Sammála #41 !! Okkar menn afspyrnuslakir á fyrstu mínutum seinni hálfleiks og með sama áframhaldi verður Mansfield búið að jafna. Jæja…… Suarez að koma inná. Hann setur tvö! Og Suso búinn að vera arfaslakur og ekki skrýtið að hann sé tekinn útaf!

  30. Var Sturridge eittvhvað meiddur? Afhverju var hann tekin svona snemma út af? Er hann kannski bara í svona lélegu leikformi

  31. Suarez strax búinn að skora, ekki lengi gert. Reyndar frekar augljós hendi, en það er kominn tími til að eitthvað svona falli með okkur.

  32. Vel gert Suarez, tilbúinn að beygja reglurnar aðeins til að vinna. Gott að hafa leikmenn með svona drápseðli

  33. Hendi í bolta, bolti í hendi …..
    Hann var kjurr svosem með hendina karlinn og var ekkert að teygja sig eitt eða neitt, ergó ekki hendi fyrir mér.

  34. This is the work of a cheat sögðu þulirnir. Ekkert verið að spara það þarna, þvílíkir apaheilar, boltinn hrökk af tveggja metra færi upp í hendina á Suarez.

  35. Af hverju af öllum mönnum þurfti Suarez að skora svona rosalega ólöglegt mark. Nú verður bara tuðað yfir því að hann hafi verið að svindla og bla bla…

  36. Mjog sattur við sturridge og hlakkar mjog til að sja meira af honum, akaflega spennandi leikmaður. Hefdi viljað sja hann og suarez fa sma tima saman en það verdur þa bara a sunnudaginn i staðinn 🙂

  37. Ótrúlega heimskir þarna að lýsa. Tala um að svo kórónar Suarez þetta með því að ögra stuðningsmönumum með því að kissa hendina á sér.
    Suarez gerir þetta eftir hvert einasta mark sem hann skorað og er ástæðan sú að nafn dóttir hans er á hendini.
    Hann fékk boltan í hendina af 1 meter færi hélt áfram og skoraði.
    Var þetta hendi? já
    Var þetta viljandi? nei
    Átti Suarez að halda áfram og skora? Já

  38. Þetta var rosalegt handarmark en við eigum þetta inni og rúmlega það…..núna fer Fergí hamförum á næsta blaðamanna fundi haha

  39. Gaman að segja frá því að rétt í þessu var að fara útaf leikmaður Mansfield sem heitir Chris Clements og spilaði með ÍBV í Pepsi 2009.

  40. Suarez þetta með því að ögra stuðningsmönumum með því að kissa hendina
    á sér.

    Common …. það er lágmark að menn kynni sér hlutina áður en þeir fara að bulla. Annaðhvort hefur þú ekki séð Suarez skora áður eða ert blindur.

  41. Sigur er sigur. Okkar menn áttu að klára þetta í fyrrihálfleik en ekki með auglósri hendi

  42. @64

    Lestu aftur kommentið sem þú ert að dissa og lokaðu svo munninum…

  43. Nr.63
    Fór í viðtal á ESPN eftir leik, þurfti að meðhöndla þetta eins og þátt af Nágrönnum. Framleiðir kjánahroll.

Mansfield Town á morgun

Mansfield 1 Liverpool 2