Mansfield 1 Liverpool 2

Okkar menn heimsóttu utandeildarlið Mansfield Town í dag og unnu umdeildan 1-2 útisigur. Fyrir vikið er liðið komið í 4. umferð ensku Bikarkeppninnar þar sem liðið heimsækir þriðjudeildarlið Oldham Athletic.

Brendan Rodgers stillti upp nokkuð sterku liði í dag. Steven Gerrard, Pepe Reina, Glen Johnson, Daniel Agger og Nuri Sahin voru utan hóps á meðan Fabio Borini, Jose Enrique og Martin Kelly eru enn frá vegna meiðsla. Liðið var sem hér segir:

Jones

Wisdom – Carragher – Coates – Robinson

Allen – Lucas – Shelvey

Suso – Sturridge – Downing

Bekkur: Gulacsi, Flanagan (inn f. Wisdom), Skrtel, Henderson (inn f. Suso), Coady, Sterling, Suarez (inn f. Sturridge).

Mansfield Town v Liverpool - FA Cup Third Round

Það var ekki mikið búið þegar Daniel Sturridge skoraði fyrsta mark sitt í rauðu treyjunni. Jonjo Shelvey fékk boltann á miðjunni á 7. mínútu, gaf fína stungusendingu inn á Sturridge sem lagð’ann laglega framhjá markmanni Mansfield. Staðan orðin 0-1 og þrátt fyrir nokkur færi Sturridge í viðbót var það staðan í hálfleik eftir nokkuð tíðindalítinn hálfleik þar sem Liverpool var með stjórnina en lítið að gerast.

Seinni hálfleikurinn var öllu villtari. Mansfield byrjuðu af krafti og fengu einhver 3-4 dauðafæri á fyrstu 10 mínútunum. Þá setti Brendan Rodgers uppáhald allra, Luis Suarez inná fyrir Sturridge (það var líklega fyrirfram ákveðin skipting) og Suarez var ekki lengi að skora sjálfur og létta pressunni á Liverpool. Hann og Stewart Downing léku upp hægri hlið vallarins og inná teiginn. Þar reyndi Suarez skot sem markvörður Mansfield varði, boltinn hrökk upp í hendi Suarez og þaðan í markið. Ólöglegt mark en dómarinn og aðstoðardómarinn sáu hvorugur hendina og því var staðan orðin 0-2.

Við þetta varð allt vitlaust. Þjálfari Mansfield kvartaði sáran, stuðningsmenn þeirra bauluðu mikið á Suarez og hrópuðu dónaskap að honum, þulurinn á ESPN þar sem ég var að horfa gaf sér fimm mínútur í að hrauna yfir svindlarann Suarez og Twitter-tímalínan mín breyttist í sirkus þar sem Púllarar undruðust þessi ofurharkalegu viðbrögð og allir aðrir drulluðu yfir Suarez.

Sko, við verðum að vera hreinskilin: það er ástæða fyrir því að svona lagað eltir Suarez uppi. Hann hefur átt flekkaðan feril, það virðist alltaf reglulega gerast eitthvað umdeilt í kringum hann. Oft á hann sök og hann hefur svo sem átt frægari hendi í leik en þetta. En stundum er hann saklaus og samt kjöldreginn á netinu og víðar bara út af því að það er hann.

Í þetta skiptið fannst mér endursýningin algjörlega skýr: boltinn hrekkur upp í höndina á honum, hann gat ekkert gert í því og um leið og boltinn fór yfir línuna leit hann á dómarana eins og hann væri að bíða eftir að þeir flautuðu. Þeir dæmdu markið og þá faðmaði hann samherja sína en samt hálf skömmustulegur á svip. Mark er mark og ef dómarinn gerir mistök þá er það skítt en, þið vitið, shit happens.

En ekki þegar Suarez á í hlut. Af því að það er hann láta menn eins og hann hafi persónulega migið framan í þá sjö þúsund Mansfield-stuðningsmenn sem voru á vellinum, eins og hann sé glæpamaður sem hafi drepið sakleysi og eyðilagt æsku þessa smáliðs sem átti vissulega betra skilið.

Það er engin spurning í mínum huga að Daniel Sturridge hefði aldrei fengið þessi viðbrögð, eða Lucas, eða Stewart Downing. En af því að þetta var Suarez? Þetta ýkta hatur á drengnum er orðið meira en lítið þreytt.

Allavega, aftur að leiknum. Þetta mark hefði átt að gera út um leikinn en það gerðist síður en svo. Maður myndi halda að milljónalið Liverpool ætti að geta siglt 2-0 forystu gegn utandeildarliði í höfn en liðið var algjörlega á rassgatinu í síðari hálfleik. Mansfield-menn minnkuðu loks muninn þegar Green skoraði með um kortér eftir og þeir pressuðu stíft og hefðu hreinlega átt skilið að jafna, ekki bara út af ólöglegu marki Suarez heldur bara út á gang leiksins í seinni hálfleik. Brad Jones varði nokkrum sinnum vel og einhvern veginn héldu okkar menn út og innbyrtu óverðskuldaðan 2-1 sigur.

Svona er þetta stundum. Slæm frammistaða hjá okkar mönnum og heppnin sannarlega með okkur en sigur er sigur og Mansfield-menn geta borið höfuðið hátt, á meðan okkar menn fá að halda áfram í næstu umferð. Við kvörtum mikið þegar úrslit falla okkur í óhag, í dag féllu þau okkur í hag og við verðum að hafa breiðar axlir og viðurkenna það.

Maður leiksins: Daniel Sturridge. Skoraði eina löglega markið okkar og var langbesti maður vallarins í fyrri hálfleik, áður en leikur liðsins hrundi. Þetta var bara utandeildarlið en sumar af hreyfingum hans og sum hlaupin gera mann bjartsýnan á að þarna sé loksins kominn maður sem Suarez getur spilað í kringum, maður sem hefur hraða til að hræða jafnvel bestu varnir. Ég hlakka til að sjá hann og Suarez saman í liði.

82 Comments

  1. Nóg til þess að spila ekki aftur á móti þeim. Sturridge virkar frábærlega á mig.

  2. Það hafðist en völlurinn eins og fjósið hjá bóndanum í Borgarnesi, já Sturridge virðis kunna fótbolta, alltaf erfitt að lenda á móti svona liði.

  3. Sælir félagar

    Naumara gat það varla verið. Eins marks sigur í kálgarði Manfield liðsins sem barðist eins og ljón og áttu ef til vill að fá víti og mark Suares að líkindum ólöglegt.

    Það sem helst gladdi var markið hjá Sturridge og frammistaða Carra sem virðist ódrepandi sem miðvörður Liverpool liðsins. Jones stóð sig einnig vel í markinu og þurfti á stundum á öllu sínu að halda. En sigur sem er frábært og Oldham Atl. næst á dagskrá í þessarri bikarkeppni. Góður dráttur það!?

    Það er núy þannig.

    YNWA

  4. Það var engin afgangur af þessu en sigur er sigur og eg er bara sattur. Einnig gott að hafa getað hvilt marga lykilleikmenn svo maður kvartar ekkert. Þessi vollur var heldur ekkert til að hropa hurra fyrir og einnig var þetta mansfield lið bara nokkuð gott og a allan heiður skilin fyrir sina barattu.

  5. Fyndið að sjá hvað menn eru fljótir að twitta og skrifa færslur á Facebook þegar Suarez snertir boltann með hendi innan teigs og fær í kjölfarið mark. Hversu oft hefur hann átt að fá vítaspyrnu síðustu mánuði?? Menn eru ekki jafn fljótir að henda fram staðhæfingum um það á twitter eða facebook.

    Annars var það miðjan sem var ekki nógu góð í dag og ástæða þess að Mansfield náði að vera svona nálægt Liverpool í leiknum. Ég vorkenni samt miðjumönnum okkar sem voru að spila á óspilandi grasi í dag sem andstæðingurinn er vanur að spila á.

    Maður leiksins? Sturridge þó að hann hafi nú átt að skora einn á móti markmanni snemma í leiknum, ef það hefði farið inn býst ég við að leikurinn hefði verið slátrun.

  6. Já ekki var þetta sannfærandi en menn reyndu nú samt að spila fótbolta á þessum líka hrikalega slæma velli og andstæðingarnir börðust eins og ljón og hefðu sennilega átt skilið að fá annan leik á Anfield.
    En ég var mjög sáttur með framlag Sturridge og hlakka fáranlega til að sjá hann spila með Suarez í næsta leik, strákurinn er góður fótboltamaður og gaman að sjá hann skora mark strax í fyrsta leik.

    Jones var góður í markinu og ég sé enga þörf á að kaupa Butland eða einhvern annan varamarkmann.
    Sá sem átti kannski versta leikinn var Suso og sennilega Coates sem virkaði mjög óöruggur og ég vona að þeir verði báðir lánaðir strax í januar til liða í úrvalsdeildinni og fái meiri reynslu og spilatíma.

  7. Af hverju kemur alltaf þetta hjá mér ?

    Warning: Missing argument 2 for wpdb::prepare(), called in /data/vhosts/andri/kop.is/wp-content/plugins/wp-ajax-edit-comments/lib/class.core.php on line 470 and defined in /data/vhosts/andri/kop.is/wp-includes/wp-db.php on line 990

    Eru fleiri að lenda í þessu ?

  8. Hrædilegur leikur heppnir ad vinna , markid hja suarez atti ekki einu sinni ad vera tekid en sigur er sigur,leist samt mjog vel sturridge held ad hann muni standa sig vel hja lfc.

  9. Þetta var nú meiri grísinn, þökk sé ólöglegu marki Suarez. En sigur samt.

    Það fór um mig kjánahrollur þegar ég las í upphitun og ummælum að menn voru að spá Liverpool 3-4 marka sigri. Ætla menn aldrei að læra af reynslunni og hætta þessu mikilmennsku brjálæði. Liverpool sigrar ekki á fornri frægð.

    Þetta er sennilega stæðsti leikur sem Mansfield Town hafa spilað og að sjálfsögðu mæta þeirra leikmenn brjálaðir til leiks. Liverpool stjórnuðu í fyrri hálfleik en gátu ekki rassgat í seinni. Ætli þar hafi ekki sama mikilmennsku brjálæði verið í hausnum á leikmönnum og stuðningsmönnum, héldu í hálfleik að leikurinn væri unninn af því að staðan var 0-1. Óþolandi.

    En hvað veit ég ?? Ég er bara stuðningsmaður Liverpool sem þolir ekki þegar menn missa hausinn af því að við vorum búnir að vinna tvo leiki og halda að þeir geti unnið allt og alla, jafnvel náð í meistaradeildarsæti.

    ( Vona svo innilega að ég þurfi að éta þetta allt ofan í mig.. )

    Hilsen Hallur

  10. Ég er hreinlega ösku illur eftir þessa hörmung. Ég var farinn að óska Manfirld jöfnunarmark í restina því þeir áttu inni útborgun á Anfield fyrir þessa framistöðu. Ágætis refsing fyrir LFC lið sem hafði ekki áhuga né vilja til að skíta sig út fyrir framan TV vélarnar.

    Ég veit að þetta var FA bikar og mikill minur á liðum á pappír en maður væntir að leikmenn sýni 100% áhuga þegar LFC treyjan er klæðst. Þetta er munurinn á að hafa getuna til að ná 4.sætinu indeild og að vera miðlungs. Menn þurfa alltaf að spila vel sama hverjum þeir mæta. Þokkalegt pirr í gangi hér.

  11. HALLÓ !!
    Mansfield spiluða á sama velli og við !! Hættið að kenna vallaraðstæðum um.

  12. Ég sá markið hjá Suarez sem hann slái boltann áfram og geri þetta viljandi. Hann er bara þessi týpa sem lætur sig detta og/eða gerir það sem þarf til að vinna leiki. Þið getið bölvað mér og sent á mig hatursbréf en þetta breytir ekki því hvernig Suarez er, því miður.

    Ef hann væri að spila fyrir “ónefnt lið” væru viðbrögð LFC fans frekar neikvæð. Ég þoli ekki þessa hlið hjá Suarez en hann sýnir að hann er topp 10 í heiminum þegar hann er að spila fótbolta án svindls.

  13. Hæ til hvers að hafa þennan laiðindagaur #13 hér inni. Hann getur um hatur sitt á leikmanni LFC en það á ekkert erindi hér inn. Burt með hann!!!

  14. Hallur Sig, munurinn er sá að Mansfield eru vanir að spila í svona kálgarði og akkúrat þess vegna ákváðu þeir að æfa á velllinum í gær þ.e. til þess eina að gera aðstæður erfiðari fyrir Liverpool.
    Öllum brögðum beitt, skiljanlega.

    Algerlega sammála leikskýrslunni, horfði einmitt á ESPN úsendinguna líka og furða mig á hvernig þulirnir þar fjölluðu um atvikið, döpur umfjöllun.

    En sigur er sigur hvernig sem hann kemur og því ber að fagna.

    Til lukku.

  15. Ekki sanngjarnt en það er ekki Liverpool að kenna að Mansfield nýttu ekki færin sín.
    Fáranlegur leikur í alla staði hjá okkar mönnum sérstaklega seinni hálfleikur. Svona hálfleikur á bara ekki að sjást hjá úrvaldsdeilda liði. Lucas mjög slakur og það fór allt í gegnum hann, Allen með enn einn slakan leik og Coates er líklegast á leiðinni í lán. Hann hefur ekki getuna til að spila með Liverpool að sinni. Suso var svo sem að reyna en lítið kom út úr honum. Aðrir voru bara þokkalegir, engin svo sem frábær enda erfitt að mótivera sig gegn utandeildarliði. En mér finnst einkennilegt að Brad Jones sé ekki valinn maður leikins. Hann bjargaði Liverpool trekk í trekk og var maðurinn sem sá til þess að Liverpool fór áfram en þurfti ekki aukaleik.

    Svo með þetta Suarez mál, þá má benda á það að dómari leiksins Andrew Marriner er engin nýgræðingur. Þetta er dómari sem er að dæma stræstu leikina á Englandi. Hann á bara að sjá svona lagað og aðstoðardómara líka. Dómara á Englandi eru atvinnumenn og eiga ekki að missa af svona löguðu.

  16. Hæ koparar, hvað er með þetta Warning dæmi sem kemur á mjög mörgum kommentum?

  17. Þetta var ákaflega ósannfærandi hjá okkur í dag en svona er FA Cup. Utandeildarlið geta troðfyllt sinn heimavöll og spilað leik lífsins…og strítt stóru liðunum sem senda jafnan varalið í svona leiki og mæta ekki með fókusinn í botni.

    Það eru nokkuð margir mánuðir síðan svona mörg vafaatriði féllu með okkar mönnum því með réttu hefði Mansfield alveg getað fengið víti og mark Suarez átti ekki að standa. Hann gerði þetta samt greinilega ekki viljandi og það er orðið ótrúlegt að ESPN leyfi Jon Champion að lýsa leikjum Liverpool ennþá. Annað eins hatur hefur maður varla séð í sjónvarpi. Blessunarlega hafði þjálfari Mansfield klassa til að drepa þessa umræðu í fæðingu sem og John Barnes sem var sérfræðingur þeirra í dag.

    Nokkrir leikmenn að spila hræðilega, sérstaklega fannst mér Suso og Allan standa uppúr í þeirri deild þó Coates og Lucas geri tilkall líka. Það er samt erfitt að dæma þetta enda aðstæður ekki eðlilegar. Vissulega spila bæði lið á sama velli en það helsta sem ég les út úr þessu er að Mansfield er líklega mun betra en Liverpool í mýrarbolta. Völlurinn var hræðilegur til að byrja með en orðinn eitt svað í restina.

    Heppni að sleppa við annan leik á Anfield, frammistaða til að gleyma, job done. Manchester United næst takk…

  18. Típískur fótbolti.net! Suarez TÓK boltan með hendinni. Ekki fékk boltann. Ég hélt að þeir væru hættir þessu bulli. Leiðinlegt.

  19. Ég bara verð að koma inná það hvernig fréttamiðlar á Íslandi fara með fréttir um þennan leik. Það er ógeðslegt hvernig þeir ala á hatri gegn þessum einum besta leikmanni í heimi. Fyrirsagnir eins og, “Liverpool áfram í bikarnum – Suarez með ólöglegt mark” Suarez skoraði með hendinni og fréttir þar sem alið er á hatri gagnvart honum. Maður spyr sig, hvernig manneskjur eru það sem eru að vinna á þessum fréttamiðlum í dag, eru þetta allt einhverjir smákrakkar eða eru þetta rasistar upp til hópa. Þola þeir ekki hvað hann er góður, þola þeir ekki Liverpool FC eða hvað er það eiginlega ? Hafa einhverjir tekið eftir þessu fleiri en ég ? eða er þetta bara ég ?

  20. Nr. 20
    Því miður er þetta stóra “fréttin” eftir leik og það er ekkert bara hér á landi.

    Áhugavert samt að 4. dómarinn sagði (skv. Rodgers) að dómarinn hefði séð þetta og metið þetta sem “bolti í hönd” og því ekki ólöglegt.

    Persónilega er ég ekki sammála því en það er nákvælega ekkert við Suarez að sakast.

  21. Nú er e-ð major fokk up í gangi með síðuna…fer sjálkrafa inn á mobile síðuna og allt morandi í villuskilaboðum, komst samt hingað inn í kommentin.

  22. Þetta byrjaði vel og Sturridge leit vel út til að byrja með, en hefði átt að setja fleiri en eitt mark. Mér fannst okkar menn allt of rólegir, og á meðan Mansfield voru slakir í fyrri hálfleik var það allt í lagi.

    Síðari hálfleikur var annars eðlis, enda Mansfield mun hressari og blakhæfileikar Brad Jones það eina sem hélt þeim frá því að jafna. Spil sást ekki hjá Liverpool nema þegar Stewart Downing, ásamt fleirum, kom upp hægri kantinn. Sturridge hvarf í síðari hálfleik og eins gott að Bitið var á bekknum.

    Mark Suarez var mér ekki að skapi en senter er senter og skilar boltanum í markið, sjálfsagt nokkuð ósjálfrátt, knúið áfram af keppnisskapinu. Dómararnir eiga sök á þessu marki, það var þeirra að dæma það af. Höfum verið rændir nógu oft, þ.e. verið á hinum endanum á svona atvikum. Leitt að þurfa að þiggja það gegn svona lægra skrifuðu félagi, svona á að gerast á móti Man Utd eða Arsenal.

    Frammistaða liðs okkar fannst mér slök og Mansfield hefði verðskuldað að fá heimsókn á Anfield. Liðsvalið fannst mér full bjartsýnt, sókn og miðja OK, nýr maður spilaður inn frammi og bekkjarsetumenn með honum. En þessi tréhesta/jólasveinavörn var uppskrift að stórslysi og t.d. hefði Reina betur verið í markinu. Carragher var í kickinu og rönninu.

  23. Mikið sem fjölmiðlar geta ekki fjallað um málið á hlutlausan hátt, eða er þetta bara gert til að fá nákvæmlega þau viðbrögð sem þeir vilja eins og ég er að gera með því að linka og fjalla um þetta

    “Markið hefði þó aldrei átt að standa þar sem Suarez tók boltann með hendi áður en hann skoraði.”
    Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/news/06-01-2013/naumur-sigur-liverpool-a-utandeildarlidinu#ixzz2HDwns1xP

    Fyrirsögnin – Liverpool áfram í bikarnum – Suárez með ólöglegt mark
    Suárez lagði boltann aftur á móti fyrir sig með hendinni í aðdraganda leiksins og átti markið aldrei að standa.
    Visir.is

    “Suarez lagði boltann fyrir sig með hendinni”
    Hansi Bjarna í RÚV fréttunum

  24. Þetta hatur á Suarez er bara hrein og bein öfund! Og er öfund ekki ein af dauðasyndunum sjö? Ég meina við værum nákvæmlega eins ef eitthvað annað lið á bretlandseyjum væri með svona leikmann, Ronaldo anyone? Maðurinn sem við elskuðum að hata því hann var ekki í okkar liði! Svona er þetta bara, þó ég geti alveg viðurkennt að Suarez er örugglega grófasta dæmið um hvað menn reyna finna honum allt til foráttu. En það er bara líka því hann langtumbesti alhliða knattspyrnumaður sem spilar á Englandi í dag 🙂 Þetta er hrein og bein öfund útí náungann því hann er svo viðurstyggilega góður í fótbolta og það eru allir skíthræddir við hann 😉

  25. Mansfield eiga stórt hrós skilið, voru betra liðið á vellinum nær allann seinni hálfleikinn og part af þeim fyrri, þessi dökki vinstri bakvörður var svakalega góður.

    Flott hjá D.Sturridge að skora eftir gríðlega flotta sendingu hjá Shevley

    Samt, sigur er sigur og við mætum þá Oldham Athletic 🙂 (held ég)

  26. Suarez var settur inná með eitt markmið í huga að vinna leikinn hann gerði það.
    Okkar menn voru samt alltof ósannfærandi í seinni hálfleik þvílikt og annað eins.
    Oldham bring it on.

  27. Hvað er málið. Boltinn fór í hendina á honum og þó hann hafi teygt sig eftir boltanum með skrokknum á þessu sekúndubroti gerir það hann ekki að svindlara- í þetta sinn. Bolti í hönd-hönd í bolta er bara bull. Þetta var hendi og ef dómarinn heldur öðru fram er hann á hálum ís. Markið var ólöglegt en samt dæmt gilt, shit happents eins og nefnt hér að ofan. Næsta mál takk.
    Hvað varðar einelti gegn Suarez að þá er það nú þannig að það tekur tíma að losna við slæmt orðspor. Minni á að Nani hefur ekki látið sig detta “að neinu ráði” síðustu 2 ár, samt er hann enn stimplaður svindlari og “portúgali”

  28. Finnst þetta vera spot on: “Why didn’t the Everton defenders tell the referee/linesman that Suarez was onside for his late winner in the Derby this year? CHEATS”

  29. Sá ekki leikinn…hvernig var frammistaða leikmanna?

    2-1 sigur á utandeildarliði er sigur eftir sem áður.

  30. Suaréz er bara að fá svipaða sneið og Drogba fékk frá flestum þegar hann var uppá sitt besta/versta með Chelsea, þessu verður aldrei breytt og svona umfjöllun selur og pirrar mig ekki neitt, hann er einstakur leikmaður og sigurvilji hans er ódrepandi.

  31. Vorum ekki sannfærandi í dag.En sigur er sigur og meðan við höldum okkur á þeirri braut þá er ég sáttur.

  32. Fyndnast finnst mér þó þegar menn segja að Suarez hafi skorað ólöglegt mark. Markið er löglegt ef dómarinn dæmir ekki leikbrot í aðdragandanum.

  33. Þegar sá dagur kemur að fjölmiðlar hætti að hrauna yfir Suarez þýðir það að hann hafi ekkert getað í langan tíma…

  34. Sigur er sigur, já takk. Að sjálfsögðu vill maður alltaf sjá Liverpool vinna stórt en ég tek á móti “litlu” sigrunum jafn glaður.

    Skrifa markið hans Suarez á karma þeas hann/Liverpool hafi átt þetta inni miðað við þetta: http://www.youtube.com/watch?v=LeCZQ7nwD-Q&feature=youtu.be

    Varðandi neikvæðar fréttir í garð Liverpool/Suarez þá lýsir Ryan Holiday því ágætlega í bókinni sinni: “Trust Me I´m Lying, Confessions of a Media Manipulator” (http://www.ryanholiday.net/) að besta leiðin til að dreifa fréttum á netinu er að skapa reiði. Engin tilfinning dreifir fréttum/færslum um netið eins hratt og reiði. Á mörgum miðlum er fréttin í raun auka atriði svo lengi sem hún skapar flettingar/dreifingu. Ákveðnir miðlar eru bara að auka flettingar sýnar með því að henda fram fréttum sem nýta sér reiði stuðningsmanna annara félaga í garð Suarez og reiði stuðningsmanna Liverpool útí í reiði hinna. Stóla á svona fréttir til að auka flettingar inn á síðuna sýna. Þetta er ein stór hringavitleysa:)

    Við elskum að hata leikmenn hjá öðrum liðum alveg eins og fólk elskar að hata Suarez. Það skapar umtal sem miðlar nýta sér. So be it.

    Annars er meistari Douglas Adams líka með þetta: “Nothing travels faster than the speed of light with the possible exception of bad news, which obeys its own special laws”

    Djöfull hlakka ég til næsta leiks. Bring it on! http://www.youtube.com/watch?v=IGAusKj8FPI

  35. Djöfull er ég ánægður með Suarez, hann er snillingur. Ég var mjög ánægður með hlaupin og hreyfinguna á Sturridge.

  36. Sá ekki leikinn og ætla ekki að kommenta almennt um hann fyrr en ég hef náð því.

    En það er alveg nákvæmlega eins og Elías kemur inná hér að ofan, dómari sem metur atvikið bolti-í-hönd frekar en hönd-í-bolta er þá að sjálfsögðu að meta atvikið ekki sem leikbrot.

    Þessi mest rædda regla í boltanum er klárlega sú erfiðasta fyrir dómara og þar er reynt að horfa út frá því með hvaða hætti boltinn fer í höndina, af hvaða færi og hvar hún er staðsett. Þessa ákvörðun tekur Marriner á sekúndubroti og Luis skorar.

    Það hafa nú stærri mistök en þessi verið gerð með dómaraflautu, við sem sjáum endursýninguna metum það svo eftir milljón endurtekningar hvað gekk á, en á meðan að sjónvarpsdómarar eru ekki með í leiknum þá er það þessi sekúnduákvörðun dómarans sem ræður.

    Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá þarf þetta mat að koma til, hönd-í-bolta eða bolti-í-hönd…

  37. Góður punktur hjá BR um manninn sem við elskum en allir aðrir hata… “He’s a wonderful professional – we have to make sure we enjoy it while he’s here in this country. He’s a brilliant talent, a good man as well – a family man.”

    Fínn sigur á móti liði sem gaf allt í þetta, leikur lífsins fyrir þá og koma þal dýrvitlausir inn. Áfram í bikar, Sturridge og Suarez skoruðu og enginn meiddist, einfaldlega frábær dagur. Mansfield fær plús í kladdann fyrir virðingu fyrir 96.

    Nú er það bara Man Utd næst, get ekki beðið, bring it on!!!

  38. Flott að taka sigur í leik sem þessum þar sem vallaraðstæður voru afar erfiðar og okkar menn almennt ekki að spila nægjanlega vel. Mér fannst þetta byrja vel og kunni að meta hversu vel Shelvey og Sturridge náðu saman. Mansfield liðið á hrós skilið fyrir mikla baráttu og hefðu alveg átt meira skilið út úr þessum leik.

    Leiðinlegt að atvikið með Suarez skuli standa upp úr, persónulega hefði ég dæmt hendi eftir að vera búinn að sjá þetta margoft en hitt er svo annað mál að það er fáránlegt að öll fjölmiðlaumræða skuli snúast um þetta eina atvik sem í raun er lítið annað en dómaramistök. Suarez var með hendina uppi og hann fékk boltann í hana…punktur. Ef þetta atriði er þess valdandi að menn froðufelli af bræði þá þurfa þeir hinir sömu að staldra aðeins við og líta í eigin barm.

    En að okkar blessaða liði, þá velti ég fyrir mér hvort Nuri Sahin sé ennþá að jafna sig af nefbrotinu eða sé hreinlega bara á útleið (sem mér finnst í raun líta út fyrir). Hefur einhver upplýsingar um hans stöðu í dag?

    YNWA
    alexander

  39. Cox instead questioned referee Andre Marriner and his assistants, saying: ‘That’s when you need a referee or a linesman to spot those kind of things. I don’t think he [Suarez] did anything wrong.
    Þjálfarni Mansfield sagði þetta eftir leikinn:

    ‘I don’t want to say anything bad about him. He is a fabulous talent, and if the shoe was on the other foot then we would have taken it. But when you’ve officials at that level, you expect them to pick up on it.’

    Although Mansfield fans chanted ‘cheat’ at Suarez, Cox added: ‘I don’t want to get involved in that. What he did was instinctive.

    ‘If [Stags striker] Matt Green had done it we would have accepted it. I can’t be two faced on that.’

    Og Graham Poll sagði þetta

  40. Sá þetta á Twitter:

    “Daniel Sturridge has scored the fastest #LFC debut goal as a starter since Bob Glassey scored against Preston after 5 mins in December 1935!”

  41. Sagan hefur sýnt að Suarez á þetta til burtséð frá því hvort atvikið í dag hafi verið viljaverk eða ekki og því kannski ekkert óskiljanlegt að sumir dragi heiðarleika hans í efa. Hann er líklega eini maðurinn í heiminum sem veit sannleikann svo nema Suarez sjálfur skilji eftir komment hérna held ég að umræður um þetta atvik hafi akkúrat ekkert upp á sig, yrðu ekkert nema vangaveltur án niðurstöðu eða stefnulaus skot út í bláinn sem skilja ekkert. Markið stóð og Liverpool vann. Allir sáttir.

    Þess utan fannst mér fyrri hálfleikurinn mjög skemmtilegur áhorfs, tók eftir possession eftir 5 mínútur 90%-10%.
    Gaman að sjá Sturridge, virkaði vel á mig og hlakka til að sjá hann í komandi leikjum.
    Ég set þó spurningamerki við að Lucas hafi verið látinn spila allan leikinn á lélegum vellinum og nýstiginn upp úr meiðslum, jafn mikilvægur og hann er liðinu.
    Einnig, hvar eru Sahin og Assaidi? Meiddir?

  42. Assaidi er held ég á afríkumótinu. Deili með þér spurningunni með Sahin. Af hverju er þessi maður ekki notaður, það hlýtur að vera einhver ástæða…

  43. ég sá ekki leikinn í dag og sakna þess að fá greiningu á frammistöðu leikmanna í skýrsluna, sérstaklega þar sem margir sem spiluðu leikinn spila ekki reglulega og spurning hvernig þeir nýta sín tækifæri. Mér finnst það allaveganna áhugaverðara en umræðan um ólöglegt mark. Það er allt sem bendir til þess að þetta mark hafi verið óviljaverk og algert klúður dómara. Það er að sjálfsögðu ekki verk Suarez að dæma markið af, líkt og það er ekki verk varnarmanna að dæma víti þegar þeir brjóta af sér inní teig.

    Hvernig voru menn eins og Coates, Robinson, Jones, Suso og Shelvey að standa sig? Ætti það ekki að vera umræðuefnið í leikskýrslunni?

  44. Ég held að við ættum ekki að velta okkur uppúr marki Suarez, við sáum það í endursýningu að hendi var notuð og ansi margir hafa notað hendi ef ekki bara flestir fótboltamenn í gegnum tíðina og er nóg að nefna, hendi guðs. Engin hefði orðið svektur ef markið hefði verið dæmt af en svona er þessi íþrótt, stundum fá menn að komast upp með allan fjandan og stundum ekki en átti Suarez bara ekki þetta skilið, eftir allt sem hann hefur ekki fengið, smá réttlæti.

  45. Fínn sigur í erfiðum leik og enginn meiddur!

    Ég vona innilega að við vinnum leikinn næsta sunnudag og þá helst aftur með svona umdeildu atviki…

  46. Þetta hefur ekkert með hönd í bolta eða bolta í hönd. Dómarinn sá þetta ekki og “so be it”, ég hefði ekki skammast mín fyrir að skora svona mark.

    Ég vill fá Coates meira inn í byrjunarliðið. Það yrði synd ef hann myndi fara annað út af litlum spilatíma. En ég skil hann ef hann biður um það. Þessi gaur getur auðveldlega spilað hjá Juventus eða öðrum stórliðum. Það sorglega fyrir hann er að Skrtel og Agger hafa verið að ná vel saman undanfarið og þeir gætu þess vegna spilað sem miðverðir hjá Liverpool næstu 5 árin. Það skrítnasta er reyndar hvað Agger hefur spilað mikið án þess að meiðast.

    En líklega heldur Brendan honum Coates rólegum í bili því þeir vita að hann kemur beint inn í liðið um leið og einhver meiðist eða spilar illa.
    Carra mun aldrei fara að spila heilan leik á meðan Coates er hjá klúbbnum, heldur mun hann koma inn á eins og undanfarið til bæta spilametið sitt.

  47. Ja hérna hér! Luis Suarez er tekinn meira af “lífi” fyrir af FÁ boltann í hendina en þegar Maradona kastaði boltanum í netið á HM árið 1986 😉

  48. ég er ekki sammála því að markið hans suarez hafi verið ólöglegt. Hendi er hluti af líkamanum og í raun eins hver annar líkamspartur í fótbolta, nema að þú mátt ekki nota hendurnar viljandi.. hafið oft heyrt þetta bolti í hönd, hönd í bolta..
    því er það svo að til þess að fá á sig dæmda hendi þarf dómarinn að meta það svo að suarez hafi notað hendina viljandi. Sem hann gat nú varla hafa gert, enda gerðist þetta á augabragði.
    Löglegt mark 😉

  49. Erfiður leikur hjá okkar mönnum og skil vel að Mannsfield menn séu svekktir, Suares er náttúrulega snillingur, bara svo það sé á hreinu, skil ekki hvað menn eru að kalla hann svindlara, dettur þegar það er sparkað í hann, ein dýfa sem ég veit um, hann gat ekkert gert að því að boltinn fór í hendina á honum, var greinilega ekki viljandi. Það talar enginn um að Carragher sé svindlari þó boltinn hafi farið í hendina á honum. Ég bíð svo bara eftir næsta leik og sé MU menn stoppa í hvert skipti sem boltinn fer í hendina á þeim og neita að taka innköst, hornspyrnur, aukaspyrnur og vítaspyrnur sem þeir eiga ekki að fá, hafa sennilega gert það í öllum sínum leikjum í vetur.

  50. Þetta var nú hörmulegur leikur og margir af Liverpool leikmönnum sem liti bara illa út í þessum leik. Það er endalaust hægt að kenna boltanum, vellinum eða vindáttini en maður setur samt kröfu á þetta lið að það klári svona leiki nokkuð örugglega. Ég er sammála þeim sem segja að Brad Jones væri maður leiksins því mér fannst hann nú bara bjarga liðinu þó nokkrum sinnum í þessum leik.

    Robinson var ekki að sýna að hann væri tilbúinn í þennan bolta gerði allt of mikið af mistökum.

    Coates og Carra voru að láta sóknarmann í utandeildini fara hræðilega illa með sig sem segir eitthvað um þeirra spilamensku. Wisdom var að mínu mati sá eini í varnarlínuni sem var að standa sig hann var síðan tekinn útaf og Mansfield skoraði mínútu seinna. Einhverntíman var mér nú sagt að maður ætti aldrei að skipta út varnamanni þegar það er fast leikatriði hjá mótherjunum.
    Lucas var slakur en Allen sennilega lélegasti maðurinn á vellinum og ég skildi ekki afhverju hann fékk að hanga inná allan tíman.

    Shelvey var góður í 15 mín en síðan sást hann ekki eftir það.

    Downing fannst mér sennilega besti úti spilarin í dag ekki að hann hafi verið eitthvað frábær en hann var alla vega að reyna að búa eitthvað til sem tókst stundum.

    Sturridge fannst mér bara ekki nógu góður fyrir utan þetta mark sem hann skoraði hann klúðraði síðan dauðafæri einn á móti markmanni en hann er ný stiginn upp úr meiðslum og því hægt að fyrirgefa honum þetta.
    Suso var lítið sýnilegur.

    Suarez sýndi afhverju hann er umdeildur því hann var sífellt ógnandi þegar hann fékk boltan.
    Henderson var líka ágætur eftir að hann kom inná.

    Annars finnst mér að þegar leikmenn sem eru ekki að fá að spila mikið eigi einmitt að nýta sér svona leiki til að sýna getu sína. Það er náttúrlega skammarlegt að ná að vinna utandeildar lið með vafasömu marki. Alveg sama þó þeir séu að spila leik lífssíns þá eru breytsast þeir ekkert í góða knattspyrnumenn á einum degi.

  51. Verð að koma með tilvitnun úr Gordon Strachan í gær:

    “If you park on a double yellow line and get away with it, you don’t phone up the council & say you owe £85”

  52. Sammála Auðunn #59. Þetta var hörmulegur leikur og ótrúlegt að menn nýti ekki betur svona tækifæri. Sammála með að Downing leit best út. Hann gæti pottþétt staðið sig í utandeildinni.

    Suarez gerði mörgum greiða með að skora með hendinni og draga alla athyglina að sér.

  53. Það var bara ekki séns að spila boltanum á jörðini á þessum velli sem er það sem Liverpool reyndi að gera án mikil árangurs alveg skiljanlega og Mansfield nýttu sér það mjög vel í gær + þeir börðust eins þetta væri þeirra síðasti leikur.

    Þið sem haldið að það sé létt fyrir lið eins og Liverpool að spila á móti svona liði í þessum aðstæðum ættuð að kíkja á úrslit í bikarnum síðustu ár þar sem stórlið detta nánast undantekningarlaust út í þessum fyrstu umferðum á móti baráttuglöði neðrideildarliði.

    Mjög ánægður með sigur sérstaklega á þessum velli á móti þessum mönnum sem gáfu allt í þetta!

  54. Auðunn #59. Wisdom var tekinn útaf vegna þess að hann var farinn að fá krampa og lá á vellinum. Held að markið hafi komið án þess að skiptingin hafi náð að eiga sér stað og því vorum við manni færri þegar markið kom, er samt ekki 100% viss um þetta. En get þó fullyrt að Wisdom hafi verið tekinn útaf vegna krampans.

  55. Fotbolti.net ennþá að drulla upp á bak með hatrið sitt á Suarez/Liverpool. Posta ekki einu sinni viðtalið við þjálfara Mansfield sem ver Suarez. Ef hann hefði drullað yfir hann væri það feitletrað líklega hjá þeim.

  56. United verður með fullskipað lið á móti okkur. Howard Webb mun sjá um dómgæsluna.

    Djöfull er maður orðinn spenntur. Verður frábær leikur.

  57. Þá vitum við það að það byrja 12 leikmenn MU inná í leiknum móti Liverpool með Howard Webb

  58. Upp í horni stendur – Næsti leikur: Man Utd, Old Toilet??? – Keep it professional og sýnið smá virðingu strákar. Það er ekki langt síðan það kom pistill hérna þar sem farið var yfir þá miklu óvirðingu gagnvart mótherjanum og öllu tengt því. Hvernig við stuðningsmenn ættum að hugsa okkar gang og hætta að drulla yfir allt og alla og persónulega finnst mér það að kalla heimavöll erkifjenda Liverpool ‘Old Toilet’ vera rosalega barnalegt og lélegt. Vonandi breytið þið þessu

  59. Vel mælt hjá ummælanda nr. 68 😉

    Dassinn þíðir í Noregi Klósett, ekki að það komi MU nokkuð við 😉

    ?… Hvar fengu (www.visir) vísismenn þá vitneskju um að H. W. væri besti dómarinn í Enska boltanum í dag? Ég finn ekkert um þá staðhæfingu, hvorki hjá FA né öðrum… um að svo sé!

    L F C 4 L I F E –

  60. Strákar strákar…. Howard Webb gaf okkur fyrstu vítaspyrnuna á tímabilinu , hann er að fara dæma leikinn fair 🙂

  61. http://www.ruv.is/frett/lysandi-sagdi-suarez-svindlara-skammadur

    “Breskur sjónvarpslýsandi hjá ESPN sjónvarpsstöðinni var skammaður af yfirmönnum sínum fyrir að segja Luis Suarez, framherja Liverpool, vera svindlara í lýsingu sinni á leik Liverpool gegn Mansfield í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu.

    Suarez skoraði síðara mark Liverpool sem vann utandeildarliðið Mansfield, 2-1 í gær. En áður en hann skoraði markið mikilvæga lagði hann boltann fyrir sig með hendinni og Jon Champion, sem lýsti leiknum fyrir ESPN, sagði þegar atvikið var endursýnt: “Ég er hræddur um að þetta sé verk svindlara.” ESPN birti í morgun yfirlýsingu þar sem stöðin fordæmir ummæli Champions. “Ritstjórnarstefna ESPN er að lýsendur eiga að vera hlutlausir og heiðarlegir og að þeir eigi að segja hluti eins og þeir sjá þá” segir í yfirlýsingunni. “Óhjákvæmilega felst í þessu að menn verða að feta eftir mjórri línu á stundum, sérstaklega í hita augnabliksins. Ummæli í leik Liverpool gegn Mansfield móðguðu suma þótt þeim væri alls ekki ætlað að gera það og við höfum rætt við lýsandann um þetta atvik.”

    Atvikið er aðeins það síðasta í langri röð þar sem Suarez kemur við sögu, en hann þykir einkar lunkinn við að koma fólki upp á móti sér. Skemmst er að minnast átta leikja bannsins sem hann var dæmdur í á síðustu leiktíð fyrir að beita Patrice Evra, leikmann Manchester United, kynþáttaníði. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði eftir leikinn að líklega myndi atvikið ekki vera til umræðu ef einhver annar leikmaður hefði handleikið boltann. “Stundum fylgja svona hlutir bara leikmönnum. Þetta er hluti lífs hans. Hann tekur því ótrúlega vel. Hann hefur breitt bak og hefur haft það allt sitt líf” sagði hann í viðtali.”

    Kominn tími til að taka þessa pappakassa og skamma þá… mætti taka fleiri fréttamenn hérlendis svona í gegn

  62. 69 visir.is hefur eflaust þá vitneskju að Webb er eini enski dómarinn til að dæma bæði úrslitaleik HM og CL á sama ári. Einn mesti heiður sem dómari getur fengið. Svo dæmi hann held ég undanúrslit í ár á EM.

  63. Takk fyrir að breyta þessu með heimavöll Man.Utd strákar. Það er líka miklu skemmtilegra að vinna þá á Old Trafford fyrir framan þeirra stuðningsmenn heldur en á einhverju gömlu klósetti 😉

  64. Þessi leikur snérist um að gera nóg og ekkert meira en það. Lykilatriði að forðast meiðsli í kartöflugarðinum, það er ástæðan fyrir þessari slöku framistöðu…

    End of story, ekkert til að hafa áhyggjur af…

    YNWA

  65. Jæja þá getum við gleymt sigri um helgina þar sem Howard Webb er að dæma. Hann hefur löngum sýnt að hann er mjög svo hliðhollur Man Utd og jafnan verið kallaður 12 maður þeirra.

  66. Bara benda ykkur a það að inna 433.is er konnun um hvor er betri persie eða suarez, okkar maður er að tapa þar með einhverjum 70 atkvæðum og vil eg þvi biðja ykkur öll um að fara inna 433.is og kjosa suarez til að þagga aðeina niðri man utd hrokagikkjunum…

    Hvernig i oskopunum er samt hægt að velja persie betri en suarez, mer finnst þetta fraleitt, sja það i alvorunni ekki allir að suarez er miklu miklu betri knattspyrnumaður en suarez ?

  67. Hættum þessu væli, lykilatriði að spila eins og menn á sunnudaginn og kveða þetta Webb dæmi niður… Það er kominn fnykur af því að dómarar séu að sameinast gegn gamla skrýmslinu eftir að hann stappaði á Michael Oliver um daginn, um að gera að nýta sér það…

  68. Það atti að sjalfsogðu að standa i endann hja mer sja ekki allir að suarez er miklu betri knattspyrnumaður en persie…

    Það virkar aldrei i simanum hja þer að gara i edit til að breyta kommenti minu, ef eg fer i edit þa hleðst aldrei inn kommentið mitt sama hversu lengi eg bið…

    En koma svo allir inna 433.is að velja suarez betri en perse i konnunninni þar

  69. Viðar: Efað þú gætir póstað link, þá væri þetta mun auðveldara, ég til dæmis finn þetta hvergi.

  70. Ég verð að segja eins og gáttaður á þeirri meðferð sem Suarez fær hjá blaðamönnum og ýmsum öðrum.
    Ég man ekki eftir því að nokkur varnarmaður hafi verið kallaður SVINDLARI já með stórum stöfum fyrir að toga sóknarmann niður og svipta marki. Ég man heldur ekki því að varnarmaður hafi kallað á dómarann til að segja dómaranum að hann hafi haft rangt við með því að toga eða sparka einhvern niður og það ætti að dæma vítaspyrnu.

Liðið gegn Mansfield

Kop.is Podcast #32