Liverpool leikmennirnir stóðu sig einna best af ensku leikmönnunum í [landsleik Japana og Englendinga](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/euro_2004/england/3764139.stm) samkvæmt BBC. Owen (hver annar?) skoraði mark Englendinga og Gerrard var besti leikmaðurinn.
Sven Göran-Eriksson fær reyndar verðlaun fyrir stórkostlegasta asnaskapinn á EM ef hann ætlar að hafa Stephen Gerrard á vinstri kantinum. Það er ágætis regla að þú spilar besta leikmanninum þínum í hans bestu stöðu. Þú notar ekki besta leikmanninn til að fylla einhverja vandræðastöðu!
Stephen Gerrard er besti leikmaður Englendinga. Punktur. Hann á að vera á miðjunni. Punktur. Houllier er sannarlega meistari í því að spila mönnum í vitluausum stöðum en m.a.s. hann lærði (af reynslunn þó) að spila Gerrard ekki á kantinum. Gerrard er góður á kantinum, á því er enginn vafi (ef hægt væri að klóna menn myndi ég klóna Gerrard og láta hann spila allar fjórar stöðurnar á miðjunni fyrir Liverpool :-)). Hins vegar er hann bara svo miklu, miklu sterkari inná miðjunni.
Allavegana, Gerrard fær [8 í einkunn](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/internationals/england/3767223.stm) og Owen 7. Aðeins einn annar fær 8 (Ashley Cole) og aðeins einn annar fær 7 (Rooney), þannig að þeir geta verið sáttir. Þá er bara að vona að Gerrard fái að njóta sín inná miðjunni. Það er alveg glórulaust ef hann verður ekki þar gegn Frökkum.
bara svona að spurja ertu ekki að tala um Seven Gerrard (veit ekki hver þessi stephen Gerrard er) 😯
Jú, Steven Gerrard. Ég veit reyndar ekki heldur hver “Seven” Gerrard er 😉