Liverpool henti frá sér góðri forystu á tveimur og hálfri mínútu í kvöld á Emirates eftir að hafa barist eins og ljón í klukkutíma til að ná henni. Hrikalega svekkjandi að fara ekki með öll stigin af Emirates en eins skrítið og það nú hljómar megum við á endanum eiginlega þakka fyrir stigið.
Jamie Carragher hélt sæti sínu í byrjunarliðinu (í deildinni) á kostnað Skrtel og Enrique var ekki alveg tilbúinn í þennan leik og var á bekknum.
Reina
Wisdom – Carragher – Agger – Johnson
Gerrard – Lucas – Henderson
Downing – Sturridge – Suarez
Bekkur: Jones, Enrique, Skrtel, Shelvey, Allen, Borini, Sterling.
Leikurinn gat ekki byrjað mikið betur og okkar menn gerðu nákvæmlega það sem á að gera gegn hrikalega óstöðugri vörn Arsenal, settu pressu á hana. Það skilaði sér strax á 5 mínútu er Sanga hrasaði illa og Johnson nýtti sér tækifærið og náði boltanum, kom honum á Sturridge sem var í dauðafæri. Szczeny varði frá honum en boltinn barst út á Henderson sem kom honum á Suarez sem afgreiddi hann í netið.
Eftir markið settust okkar menn gríðarlega djúpt og var eins og það ætti strax að verja forystuna, eitthvað sem fer alltaf gríðalega vel hjá Liverpool. Arsenal var mikið sterkari aðilinn en Liverpool fékk flest öll hættulegu færin. Henderson var að vinna ágætlega án bolta og pressa miðjumenn Arsenal framarlega og Suarez og Sturridge stríddu varnarmönnum Arsenal mikið.
Suarez átti t.a.m. frábæra stungusendingu innfyrir Sturridge á 10.mínútu sem hann náði ekki nýta nógu vel og skaut framhjá. Daniel Agger var rétt búinn að stanga boltann í netið á 27.mínútu en vörn Arsenal sá við honum.
Staðan 0-1 í hálfleik og góð barátta hjá okkar mönnum þó mér hafi persónulega ekki fundist þetta eins merkilegur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum og mörgum öðrum. Þetta var mjög ólíkt Liverpool og liðið pressaði Arsenal mjög lítið og bauð hættunni heim með að leyfa þeim að vera með boltann. Arsenal á móti pressaði okkar menn látlaust, eitthvað sem flest lið eru farin að gera og of mörg með góðum árangri.
Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum nema Arsenal menn þyngdu sóknina til muna og á köflum fengu okkar menn varla að vera með. Það var því þó nokkuð gegn gangi leiksins þegar Henderson tók upp á því upp á sitt einsdæmi nánast að spóla sig í gegnum vörn Arsenal og skora af harðfylgi. Frábærlega gert hjá Henderson. Stuttu áður hefði Sturridge vel getað fengið víti þegar Vermalen fór í blak inni í teig án þess að dómarinn hafi séð það (enginn skandall þarna, bara eitthvað sem gerist…oft hjá Liverpool).
Staðan orðin 0-2 og rúmur klukkutími búinn og skv. kjarasamningum er líklega pása þá. Liverpool bara hætti að spila eftir þetta og var aftasta lína okkar kominn upp í stúku á tíma og Lucas tók við sem boltasækir.
Á 64.mín skoraði Giroud eftir aukaspyrnu frá Carzorla en hann fékk of frían skalla eftir að Agger missti af boltanum í loftinu. Enn eitt leiðinda markið sem miðverðir Liverpool fá á sig gegn stórum og sterkum sóknarmönnum. Þurfum að kynna okkar menn fyrir Lýsi.
Liverpool fær aldrei á sig eitt mark þessa dagana, það er eins og liðið brotni við minnsta mótlæti sem er kannski töluvert í takti við aldur sumra leikmanna sem við höfum verið að nota það sem af er tímabili, þó það sé ekki alveg afsökun sem heldur vatni í dag. A.m.k. tók það enga stund að tapa þessari forystu niður því tveimur mínútum seinna var Walcott búinn að jafna eftir sendingu frá Giroud. Varnarmenn Liverpool horfðu á sóknarmenn Arsenal spila sig í gegnum vörnina í aðdraganda marksins. Skotið hjá Walcott var reyndar frábært. Þetta er samt vandamál því það er óþolandi þegar tvö mörk duga ekki til sigurs…jafnvel þó við séum bara að spila við Oldham.
Þannig að í stað þess að sigla heim nokkuð öruggum sigri var maður með hjartað í buxunum á lokakaflanum. Liverpool fór að komast af og til yfir miðju þegar leið á seinni hálfleikinn og undir restina hélt ég að Suarez væri að klára þetta fyrir okkur. Það var þó ekki og jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða í hörkuleik þrátt fyrir góða stöðu okkar manna á tíma í leiknum.
Þetta Arsenal lið er mjög langt frá því að vera ósigrandi og ég bara get ekki verið sáttur við þetta stig ef ég að segja alveg eins og er. Liverpool pressaði ekki nógu vel og henti frá sér góðri forystu. Áður en Arsenal skoraði var verið að spyrja hvort við værum bara að bíða eftir einmitt því, að þeir skoruðu til að við gætum farið aftur að sækja.
En ef við lítum á heildarmyndina er jafntefli á Emirates auðvitað enginn heimsendir og það er margt jákvætt hægt að taka úr þessum leik. Það sem pirrar mig er að aftur leyfum við þeim alveg að stjórna leikjum gegn okkur, ég vil fá að sjá leik hjá Liverpool gegn Arsenal sem er líkari upplegginu sem Swansea fór með gegn Arsenal undir stjórn Rodgers. Það kemur á endanum.
Maggi var fulltrúi kop.is á leiknum og hann fékk a.m.k. hörkuleik.
Frammistaða leikmanna (mitt mat):
Pepe Reina var blessunarlega kominn í markið í dag og hann var að mestu mjög góður, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég held að hann hafi ekki mikið getað gert í þessum mörkum Nallara.
Wisdom virkaði frekar ungur á mig í dag og var stundum í basli gegn eldfljótum leikmönnum Arsenal, hefði viljað Enrique í liðinu frekar en hann en hann. Hann var samt ekkert hræðilegur, gef honum svona 6.
Johnson var skárri þó hann hafi steinsofið þegar Walcott kom fljúgandi yfir hann og skallaði rétt framhjá og er ekki eins góður vinstra megin. Walcott var oft mjög ógnandi og Arsenal var að komast of mikið upp hægra megin. Það hjálpaði Johnson kannski ekki að lengstum í leiknum var Suarez coverið fyrir hann á kantinum þó hann hafi leyst það hlutverk vel.
Agger hefði átt að gera betur í marki Giroud en var ágætur, Carragher við hliðina á honum var hinsvegar mjög öflugur og stjórnaði leiknum og spilaði sannarlega með hjartanu sem stundum hefur vantað í þetta Liverpool lið í ár, hann er óumdeildur leiðtogi inni á vellinum og með reynslu sem við þurfum. Hann er alveg stopp hvað hraða varðar og liðið fer alltaf miklu dýpra þegar Carragher er í liðinu en í dag skilaði hann sínu og vel það, næst besti leikmaður Liverpool í dag.
Lucas Leiva var að vinna nokkuð vel varnarlega í fyrri hálfleik en líklega var þetta erfiðasti leikurinn sem hann hefur spilað síðan hann kom til baka eftir meiðsli. Hann er langt langt frá sínu besta og var alveg sprunginn í restina og langt frá því að hafa kraft eða hraða í eldfljóta leikmenn Arsenal. Gerrard átti ekki heldur sinn besta leik í dag, a.m.k. ekki sóknarlega enda var Arsenal alltaf með boltann og stjórnaði miðjunni. Varnarlega var hann að vinna vel.
Henderson kemur að mér finnst best frá leiknum heilt yfir, hann lagði upp marki í fyrri hálfleik og hljóp gríðarlega fyrir framan miðjumennina og gaf Suarez og Sturridge pláss. Hann skoraði frábært mark í seinni hálfleik bara vegna þess að ég var búinn að gagnrýna hann sóknarlega í hálfleik en var mjög þreyttur í restina. Ég veit ekki hvort það segi meira um Henderson (og Lucas) eða Allen að það var ekki gerð breyting á miðjunni í dag. Liverpool mátti alveg við nýju blóði í restina.
Downing var ekki að gera neitt fyrir mig sóknarlega en hann hjálpar Wisdom gríðarlega varnarlega og líklega kláraði hann þennan leik á þeim forsendum. Suarez var að spila sem kantmaður/bakvörður nánast lengi vel í þessum leik og var alveg sprunginn í restina þegar hann fór fram. Flottur leikur hjá honum heilt yfir og auðvitað var það hann sem var rétt búinn að klára þetta í blálokin. Ég tæki Suarez ekki útaf í jöfnum leik þó hann þyrfti að spila með súrefnistank á bakinu.
Sturridge var síðan að linka ágætlega saman við Suarez á köflum og ógna vörn Arsenal. Þetta féll ekki fyrir hann í dag en það verður gríðarlega spennandi að fylgjast með honum þegar hann aðlagast leik liðsins betur. Hann styrkir þetta lið okkar gríðarlega, á því er enginn vafi.
Hefði viljað sjá meiri kjark frá Rodgers í þessum leik og nota bekkinn meira með það fyrir augum að ná í öll þrjú stigin, jafntefli gefa okkur bara ekki nóg í dag. Skil alveg rök samt að sætta sig við jafntefli á þessum útivelli.
Einkunn:
Spilamennska Liverpool fær 6,5. Ekkert hræðilegt en við brotnuðum og hentum allt of auðveldlega frá okkur góðri forystu gegn liði sem var vel hægt að vinna. Liverpool í dag getur alveg unnið á hvaða velli sem er (Etihad)… en jafnframt líka tapað sannfærandi.
Þessi leikur var klúður punktur.
Djöfulsins andleysi, hvað var Downing að gera??? Afhverju gaf hann ekki í gegn???
Úff, skelfilegt að missa þetta niður í jafntefli! Þennan leik áttum við að vinna.
Tap var ekki option en mikið agalega var svekkjandi að missa þetta niður.
En höldum haus, þetta er einn af erfiðari útileikjum sem við förum á.
nallarnir betri allan tímann en skelfilegt einbeitingarleysi í 4 mínútur kostaði okkur 2 stig
Liverpool heldur upteknum hætti á móti liðum í topp 10 okkur er bara ófært með öllu að vinna leiki gegn topp 10 liðunum þvílíky lélegt að klúðra þessu svona algjörlega glatað. Svo er það bara annað eins gegn city um helgina.
Liverpool átti leikinn í fyrri helming, svo hvarf bitið af miðjunni og liðið lagðist alltof langt aftur
Ég er fyrst og fremst ánægður með stigið, þó svo vissulega maður hefði viljað sjá öll 3 eftir frábæra byrjun. Þetta er í áttina og fínt á móti Nöllum úti.
Talandi um úti. @ Deus, vert þú endilega úti þessa umferðina.
En samt ekkert að því að gera jafntefli við Arsenal á útivelli. Munaði engu að við stælum þessu í lokin.
Mér finnst Hendo ekki virka almennilega fyrr en það eru orðnir allavega fimm mótherjar í kringum hann.
Held að vandræðalegasta móment mitt árið 2013 so far sé að sjá Giroud skora gegn liðinu okkar. Þetta er verri týpan af Charlton Cole.
Auðvitað hræðilegt að missa þennan leik niður í jafntefli, Arsenal menn bara virkilega hungraðir og hátt pressandi.. Þessi niðurstaða fannst mér þó bara sanngjörn og ég bjóst ekki við meira en einu stigi út úr þessari viðureign.
Einn góður punktur, Hendo gerði vel og setti eitt og það skal enginn segja mér annað en að sjálfstraustið hafi tekið smá hopp.
Friður
YNWA
Ekkert væl núna! Jafntefli á Emirates eru alltaf góð úrslit sama hvort við séum 1,2 eða jafnvel 3 mörkum yfir. Arsenal gjörsamlega lágu í sókn og áttu lágmark skilið jafntefli. Eina sem mér finnst Rodgers hafa gert rangt var að leggjast til baka nánast allan leikinn. Engu að síður gott stig…
Við skulum ekki missa okkur í bjartsýninni. Jafntefli er ekki gott á móti á Emirates ef þú ert þrem mörkum yfir.
Alveg rólegir í neikvæðninni hérna. Við gerðum jafntefli á útivelli á móti fu***** Arsenal! Ég hefði tekið 1 stig í byrjun leiks ef einhver hefði boðið mér það. Við réðum mjög illa við svakalega pressu þeirra í seinni hálfleik og enn og aftur var veikleiki okkar í föstum leikatriðum afhjúpaður. BR verður að fara að finna lausn á þessu. Getum þakkað fyrir stigið í þessum leik…..Hey Spurs náði bara jafntefli við Norwich á útivelli áðan. Horfum björtum augum til framtíðar. Getum alveg tekið stig á móti City. Ekki gleyma því heldur að við eigum eftir heimaleikina gegn Everton, Tottenham og Chelsea. Fáum fullt af tækifærum til að bæta stöðu okkar gagnvart top 10 liðunum. Verum jákvæð!
Mér fannst að eftir að við vorum komnir í 2-0 þá hættum við bara. Menn hættu að hlaupa og vilja boltann og lið eins og Arsenal kunna að nýta sér slíkt.
Alvöru lið hefðu bara spilað posession fótbolta það sem eftir lifði og Arsenal hefðu aldrei náð marki.
Svo er nátturlega enn og aftur lögreglumál þessi varnarleikur hjá Agger og Johnson. Held að menn ættu að endurskoða slíkt þegar þeir vakna á morgun. Vörnin er ekki upp á marga fiska þessa daganna.
Uppáhaldslag áhorfenda á Emirates virðist vera lagið “Búúúúúúú!”
Baulað á ákveðna leikmenn andstæðinganna, baulað á meidda leikmenn, baulað á alla dóma og svo baulað á sína menn. Classi.
Arsenal voru heilt yfir mun betri í leiknum. En við vorum algjörir aular að klúðra niður tveggja marka forskoti.
Það var enginn sigurvilji í liðinu eftir að Arsenal jöfnuðu sem sást glögglega þegar við fengum síðustu sóknina í leiknum.
Afhverju ætli voru ekki neinar skiptingar síðustu 20 mínúturnar til að vinna leikinn? Mér finnst bekkurinn vera orðinn nokkuð hress…Sterling, Borini, Jonjo
Spáði þessum sem jafntefli og er því sáttur, en þetta var óþarfi! Hvers vegna BR skipti ekki Hendo og Downing út eftir jöfnun….skil það ekki.
Úff hvað við vorum heppin þarna.
Ótrúlega gott að ná stigi út úr þessum leik. Við vörum betri allann tímann þangað til við skoruðum fyrsta markið. Eftir það gátum við ekki neitt. Ég er virkilega svektur með Wisdom í þessum leik. Alltaf ragur og hræddur, reyndar ósanngjarnt að taka hann út þar sem flestir voru slakir.
vonbrigði að klára þetta ekki Reina á allann tæiman að verja skotið frá Walcott var annars nokkuð góður. liðið féll alltof aftarlega í seinni hálfleik. stig er stig tökum bara 3 á sunnudaginn
Hver man eftir Lukasi í þessum leik. Ég á ekki orð yfir honum í leiknum. Þeir sem horfðu á leikinn sáu hann ekki fyrr en á 10 mín. í seinnihálfleik. Hann er heinlega eins og myndastytta á miðjunni. Menn eru alltaf að tala um að hann sé að vinna varnarvinnu á miðjunni, en ég bara spyr til hvers ef þú býrð ekkert til framávið.
Auðvita er maður sár en samt sáttur.
Þvílíkur leikur. Maggi var úti og fékk heldur betur dramatíkina.
Fyrir leik hefði ég tekið jafnteflinu fegins hendi. Get því ekki annað en andað léttar eftir þennan leik. Samt er drullusvekkjandi að missa niður tveggja marka forskot á þremur mínútum. Þetta lið okkar skortir þroskann og reynsluna til að loka leikjum þegar við erum komnir með sigurstöðu, eins og sannaðist enn og aftur í kvöld.
Verst fannst mér að sjá Gerrard og Lucas láta Wilshere og Cazorla rústa sér í kvöld. Miðjan þeirra var allt of hröð og vel pressandi fyrir miðjuna okkar. Best fannst mér að sjá frammistöðuna hjá þeim gamla, Carragher var einn af okkar bestu mönnum í kvöld.
Tap hefði verið skelfilegt en jafntefli, sérstaklega þar sem Tottenham, Chelsea og auðvitað Arsenal töpuðu líka stigum? Get lifað með því. Nú þarf bara að klára þennan City-leik, hvernig sem hann fer, og setja svo stefnuna á flottan endasprett eftir þann leik.
@JOL nr#23 “Menn eru alltaf að tala um að hann sé að vinna varnarvinnu á miðjunni, en ég bara spyr til hvers ef þú býrð ekkert til framávið.”
Þetta kallast að vera varnartengiliður, þeir eiga að sjá um varnarhlutverk miðjunnar, það er þeirra hlutverk fyrst og fremst. Manstu eitthvað eftir því að Macherano hafi verið að skapa mikið framávið? Lucas á að gera það sem hann er góður í, ekki að þykjast vera meiri sóknarmiðjumaður en hann er, hann er nefnilega drullugóður í sinni stöðu. Hann er kannski ekki besti varnartengiliður deildarinnar en hann er ofarlega á þeim lista. Menn geta alltaf átt slæman leik og það má ekki gleyma því að hann er enn að ná sér eftir erfið meiðsli.
Einstaklingsmistök kostuðu okkur stigin. Alvöru lið missa ekki niður tveggja marka forystu það er bara þannig. Flott að ná í stig á Emirates en þegar maður er tveimur mörkum yfir þá er eðlilegt að svekkja sig á þessu. Eins mikið og ég fíla Agger þá verð ég að setja spurningarmerki við hann í mörg skipti varðandi varnarleikinn. Það virðast einhvern veginn allir ná að vinna hann í skallaeinvígum og setja hann úr stöðu. Svo má þessi Andre Wisdom fara á bekkinn takk fyrir. Nú þegar Enrique er kominn aftur þá vona ég bara að hann spili sem minnst nema bara í ítrustu neyð. Fannst hann allt í lagi (lesist la la) í vörninni en það kemur ekkert úr honum sóknarlega.
Sterkt stig a þessum utivelli en þad var svekkjandi ad missa forskotid nidur. Þetta er a rettri leid!
Hörkuleikur og gott stig í hús.
Mér fannst draga svo rosalega úr hraðanum í sókninni hjá okkur í seinni. Sturridge var orðinn þreyttur og svo fannst mér Suarez vera orðinn þreyttur þegar hann fór upp á topp enda var hann búinn að vera út um allt. Henderson var líka út um allt en Downing var frekar týndur. En þetta var samt toppleikur og vel gert hjá púllurum. Jafntefli er framför.
Downing týndur? Hann var bara í vörn. Ekkert vera með neitt rugl. Liverpool lá á sínum síðasta þriðjungi og mjög erfitt að eiga við Arsenal. Þetta var rosalega erfiður leikur, opinn, skemmtilegur og jafntefli nokkuð sangjörn úrslit. Eða öllu heldur mjög ásættanleg.
Ítalska varnarmenn til Liverpool á morgun, eða bara einhvern þjálfara með BR sem kann að láta lið verjast.
SÁTTUR er mitt framlag í umræðuna.
Gummi Ben samt alveg með þetta, Carra orðinn svo gamall að hann á erftitt með að standa á fætur. Hann var nú bara klæða sig í skóinn.
Er ég orðinn svona sljór eða var Lucas með ökklalóð á sér allan leikinn? Fannst hann virka ótrúlega hægur og átti ekki séns í Wilshere, reyndar enginn annar. Plássið sem hann fékk var ALLTOF mikið.
Komment númer 23# Hjá honum JOL hlýtur að fá verðlaun fyrir heimskulegasta komment í sögu.Kop.is. Ég legg til að við gefum honum bikar og einn löðrung i andlitið að gjöf.
Á venjulegum degi er jafntefli ekki svo ósættanlegt en að komast 2 mörk yfir og láta svo valta yfir sig er gjörsamlega ósættanlegt, Liverpool menn voru alltaf einu skrefi á eftir Ars mönnum eftir að þeir byrjuðu að pressa á Liverpool sama hvort við eða þeir voru með boltan þá voru þeir ekki í sama takt,, Svo í restina þegar leikurinn var að klárast og við loksins að komast aðeins inn í leikinn þá var enginn vilji að keyra í sókn, skokkað fram svo e-ð puð á 2 mönnum frammi,,,, meðan Ars menn voru alltaf 3-4 frammi þó það væri hraðupphlaup. Vantaði allan vilja að klára þetta. Held að öll lið ( t.d eins og sást á móti Oldhamm og nú Ars ) séu búinn að læra inn á þessa spilamennsku han BR,, pressa bara og þá missa þeir boltan strax, kunna ekki að fara í hraðupphlaup. Fokking pirrandi
Sanngjörn úrslit. Henderson maður leiksins. Súarez er stjarna. KAR vinsaml ekki ritskoða og eyða ùt þessari aths takk.
Flottur leikur hjá okkar mönnum á köflum þó svo að arsenal hafi algjörlega haft yfirhöndina í seinnihálfleik.
Það voru hins vegar bara 5 mínútur í þessum leik sem að töpuðu leiknum, og alveg þvílíkt svekkjandi að Suarez skyldi ekki skora þarna alveg í blálokin.
Hér er hins vegar skemmtilegt fótboltamyndband til að hressa mann aðeins við!
http://www.youtube.com/watch?v=P02mD6ETlgA
En sáuð þið Carra þegar hann fékk boltann í magann eftir aukaspyrnuna, hann ætlaði að leggjast niður en sá að sóknin hélt áfram. Hann reif sig upp og bjargaði meistaralega 5 sekúndum síðar. Hann lagðist ekki niður fyrr en boltinn fór úr leik. Snillingur.
Það er alltaf hægt að segja það að vera kominn tveimur mörkum yfir þá á leikurinn að vera unninn. Þetta er bara barnalegt sjónarmið. Það má líka segja að mörk Liverpool hafi verið frekar ódýr eftir frekar lélega varnarvinnu Arsenal. Að mínu viti stóð vörnin sig vel og Reina varði vel (vil engan annan milli stanganna en hann) og tvisvar meistaralega (líkt og markmaður Arsenal) Það lá bara rosalega á Liverpool og að endingu “sprakk verjan og allt lak inn”. Svona er þetta.
Magnaður leikur og ásættanleg úrslit. Hættið að rakka niður einstaka leikmenn. Allir stóðu sig vel á erfiðum útivelli.
@Einar Jónsson. Nenniru að hætta að auglýsa þessi video, þetta eru ekki einu sinni fótbolta-video heldur úr tölvuleik..
En annars er ég sáttur með stig á útivelli, Arsenal heilt yfir sterkari í leiknum en samt sem áður grátlegt að tapa niður 0-2 forskoti
Sammála Kristjáni með miðjuna. Lucas og Gerrard litu vægast sagt illa út í einvíginu við Wilshere og Cazorla, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Það virtist sem menn væru orðnir gallsúrir síðustu 30 mín. Liðið féll alltof aftarlega, hélt ekki boltanum og hefði ekki kraft í að sækja. Langar og tilviljanakenndar sendingar einkennandi í seinni hálfeik.Verð að játa að var hissa að Rodgers gerði aðeins eina skiptingu í öllum leiknum þar sem menn voru orðnir áberandi þreyttir, auk þess sem aðeins eru fjórir dagar í næsta leik gegn ríkjandi meisturum. Hugsanlega má líka kenna um veiku sjálfstrausti hjá mörgum leikmönnum um hvernig leikur liðsins hrundi. Liðið hafði ekki kjarkinn að halda 2-0 forystu gegn sterku liði á útivelli. Það var eins og að þessi staða hefði komið leikmönnum í opna skjöldu og menn höfðu ekki trú á sjálfum sér að klára dæmið. Í stað þess að keyra upp hraðann og brjóta andstæðinginn endanlega fóru menn í skel. Lucas gaf ódýra aukaspyrnu, Agger gerði sig sekan um slæma dekkningu og liðið hleypti Arsenal aftur inní leikinn. Eftir það brotnaði liðið endanlega saman og spurningin var einfaldlega hve langt liði þangað til jöfnunarmarkið kæmi.
Hins vegar má taka margt jákvætt útúr leiknum. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og liðið hefði hæglega geta verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Þá gaf liðið ekki mörg færi á sér og leikmenn virkuðu öryggir í sínum sóknaraðgerðum. Ef sama skipulag hefði haldist út leikinn er ég ekki nokkrum vafa uppskeran hefði verið meiri en eitt stig.
Ánægður með byrjunarliðið í dag, gaman að sjá Enrique koma aftur í hópinn. Ef liðið nær sömu frammistöðu allan leikinn næsta sunnudag eins og það gerði í fyrri hálfleik, má alveg búast við amk einu stigi.
Mér fannst Reina mjög góður í kvöld, tók marga krefjandi bolta. Veit ekki hvort að hægt sé að kenna honum um annað markið eins og sumir vilja gefa í skyn. Velti fyrir mér staðsetningunni á Johnson í því marki og talningunni í vörninni amk fengu menn ansi góðan tíma með boltan fyrir utan teiginn. Svo má ekki taka það af Walcott að skotið er gríðarlega fast og hnitmiðað. Af útileikmönnunum fannst Carra standa uppúr. Var með góðar staðsetningar og stoppaði margar sóknir. Rock solid.
Í heildina eru 2-2 ásættanleg úrslit, liðið hefði geta stolið þremur stigum í restina og hefði auðveldlega geta farið stigalaust útúr leiknum, Reina og dass af heppni sáu til þess að svo fór ekki.
Findið þegar menn segja að alvöru lið eiga ekki að tapa niður svona forskoti
Hvernig unnum við síðast Meistaradeildina?
VIð vorum bara undir mikilli pressu allan síðarihálf leik, Þökk sé Reina þá náðum við jafntefli.
Já grátlegt ,yngri sonur minn grét þegar Liverpool skoraði og ég öskraði eins og óður indjáni (já hann fór að gráta í bæði skiptin)svo fór ég að skæla þegar arsnal jafnaði þannig að þetta er grátlegt og bara arsnalegt
Sama sagan þegar Carra spilar alltaf stig sem lfc fær út úr því. Hvet menn til að skoða stigasöfnun síðasta tímabils þegar Carra spilar. Einnig þetta tímabil. Þessi nýju stjórar sem skoða tölfræði svo mikið ættu sð renna yfir þær tölur og þá er Carra og Lucas fyrstu menn í liðið.
Fyrirliðin má taka sig saman í andlitinu, orðið mun algengara að hann sé kreptur í andlitinu og með allt niðrum sig. Ef hann væri rauðhærður og frá tjaaa kannski Noregi þá væri búið að drepa hann hér á commenta kerfinu.
Ef Carra spilar á móti City þá erum við að tala um annað stig þar.
Arsenal skoraði 3 markið í leiknum og það fljótlega eftir okkar nr 2.
Það er bara þekkt að 3 markið breytir öllu. 3-0 eða 2-1
Það er lítið annað að gera en að sætta sig við stig! takiði eftir því! það eru lang flestir að tala um að sætta sig við stigið eða sætta sig ekki við stigið.
Og Liverpool var að spila gegn Arsenal úti!
Það segir okkur að liðið er á réttri leið og menn eru fúlir með þetta stig á einum af erfiðari útivöllum á englandi.
Djísús hvað margir eru að tapa sig í neikvæðninni. Það er greinilegt að þá líður þeim betur.
Nokkur atrið í viðbóti. Arsenal spilaði vel og oft á tíðum frábærlega. Gríðarlega hraðir og það sást oft í skyndisóknum þeirra, sérstaklega í seinni hálfleik, eftir hornspyrnur okkar manna. Walcott er að spila frábærlega, sitt besta tímabil hingað til. Virðist loks ætla að verða sá leikmaður sem margir vonuðust eftir. Kannski hefði Liverpool mátt spila aðeins fastar en það hefði leitt til fleiri aukaspyrna á hættilegum stöðum. Arsenal var líka með griðarlega hápressu sem okkar menn áttu fá svör við og duttu fljótt aftur um leið og boltinn tapaðist. Ekki ólíkt okkar spilamennsku á heimavelli. Lið spila ekki betur en andstæðingurinn leyfir.
Síðan er spurning hvort BR hefði ekki átt að breyta fyrr um liðuppstillingu (strax eftir mark tvö), þ.e. að taka Sturrige útaf, færa Suarez upp á topp og setja Enrique inn á (gott að vera vitur eftir á). En aldrei hef ég séð Suarez farið jafn aftarlega og í varnarvinnu og í þessum leik. Sýnir bara hvað Arsenal sóttu.
Erfiður leikur, eitt stig og bara sáttur, þó það sé svekkjandi að tapa niður tveggja marka forystu, en svona er boltinn (besta íþrótt í heimi). Það kemur að því að Liverpool vinnur lið á topp 10. Sanniði til. Upp með brosið.
Annars hef ég aldrei skilið af hverju menn eru eitthvað að svekkja sig á því að Liverpool hafi ekki unnið lið sem eru fyrir ofan sig. Veit ekki betur en að það sama eigi við um bæði Manchester liðin.
er liverpool ekki búið að spila útileiki við öll top 12 liðin eða eitthvað þvíumlíkt, getur einhver komið með hvaða leiki liverpool á eftir, held það sé fremur auðvelt prógram…
Ég er almennt mjög jákvæður í garð Liverpool, er stuðningsmaður Rodgers og líst ágætlega á það sem hann er að gera. En mér fannst frammistaða Liverpool í kvöld skammarleg! Við vorum eins og lélegt pöppalið sem fyrir tilviljun skorar tvö mörk á móti miklu betri andstæðing og ætlar að halda þeirri forystu með því að setja alla menn inní eigin teig. Það var reyndar einnig þannig eftir að við settum fyrsta markið.
Ef Arsenal hefði þó ekki væri nema Half decent vörn þá hefðum við ekki skorað neitt enda þurfti að gefa okkur bæði mörkin.
Arsenal las í mesta veikleika Liverpool og pressaði boltamanninn mjög hátt mest allan leikinn. það skilaði sér í því að við gátum aldrei byggt upp eina einustu sókn. Þó það væru þrír leikmenn í boltamaninum þá gat hann ekki fyrir sitt litla líf fundið samherja. Mancini hefur augljóslega tekið eftir þessu og við megum búast við því að Man city pressi okkur stíft á sunnudaginn. Þeir eru með miklu betri vörn en Arsenal svo við megum eiga margfalt betri leik til að fá eitthvað út úr honum. Þurfum allavega að drattast til þess að fara með leikinn til þeirra og spila hann á þeirra vallarhelmingi en ekki okkar.
Mér almennt leiðist svona leiðindaröfl en læt þetta flakka vegna almenns pirrings útí þessar pissudúkkur sem létu aumt lið Arsenal vaða yfir sig.
Ég var á þessum leik (rétt fyrir ofan Magga og félaga) og er guðslifandi feginn að ná jafntefli. Arsenal stjórnaði leiknum algjörlega að mínu mati og hefðu auðveldlega getað tekið öll þrjú stigin. Ég er algjörlega ósammála að Henderson hafi verið besti maður Liverpool, of margar feilsendingar og hann virtist eitthvað taugatrekktur greyið. Carragher finnst mér tvímælalaust besti maður Liverpool í þessum leik, barðist allan tímann og hélt uppi samskiptum þarna aftast.
Hann Suarez vinur minn var hársbreidd fyrir að skila mér 150 pundum í veðmálum í þessum leik…2-3 var mín spá og við vorum grátlega nálægt því að vinna Gunners annað árið í röð í London.
Eins og skýrslan segir eru tvær leiðir að líta á, stig unnið eða tvö töpuð. Ég ákveð mig á morgun…en í kvöld og horfandi á leikinn úr stúku en ekki sjónvarpi þá bara get ég ekki annað en minnst á þátt dýrðlinganna Carragher og Gerrard. Við vorum að verjast og berjast lengi í dag og þessir tveir voru algerir lyklar að þessu stigi, auk Henderson í síðari hálfleik. Sat beint ofan við LFC-aðdáendur og þeir (og ég) fóru nokkuð sáttir af velli. Arsenal ætluðu að klára okkar keppni um 4.sæti í kvöld og voru nálægt því, en tókst ekki.
Ég er sannfærður um það að þessi leikur var ákveðin uppreisn æru eftir ömurleika helgarinnar og önnur úrslit (jafntefli Spurs og Chelsea) hafa þýtt jákvæða rútuferð upp á Merseyside í kvöld.
Kom mér á óvart fyrst í stað að Rodgers skipti bara einum manni, en að leik loknum er ég sannfærður um að hann vildi verja stigið og þá er stóra málið að halda mönnum inni sem skilja “syncið” sem er í gangi á grasinu. En við skulum átta okkur á því að Joe Allen sofnar í kvöld og hugsar sín mál…á hreinu.
Hálffullt glas í London í kvöld, nú bara að liggja á F5 á morgun og ná í vinstri bakvörð, ná í stig á Etihad og horfa á framfarir.
Bið ekki um mikið!
Þetta var skemmtilegur leikur eins og svo oft á móti Arsenal, leiðinlegt að missa niður tveggja marka forystu en ég er heilt yfir sáttur með þennan leik, sérstaklega eftir afhroðið á mót Oldham. Henderson var frábær og fær mitt motm.
Illa svekkjandi jafntefli sem gæti, þegar upp er staðið reynst ansi dýrkeypt.
Nú á liðið eftir 14 leiki í deildinni, möguleg 42 stig
7 heima og 7 útileiki.
Heimaleikirnir eru við
WBA(9), Swansea(8), Tottenham(4), West Ham(13), Chelsea(3), Everton(5) og QPR(20).
Útileikirnir eru við
Man City(2), Wigan(18), Southampton(16), Aston Villa(19), Reading(17), Newcastle(15) og Fulham(12)
Talan í sviganum er deildarsæti liðsins eftir 24 umferðir.
Að undanskildum Man city þá eigum við að geta gert kröfu á sigur í 4-5 útileikjum.
Heimaleikjaprógramið finnst mér vera öllu erfiðara, West Ham finnst mér í raun vera eini leikurinn sem ætti að skila
3 punktum í hús, allir hinir leikirnir bjóða uppá erfiðar viðureignir.
WBA með Steve Clarke sem stjóra gætu strítt
okkur, Swansea með hápressu og hratt spil sem virðist ekkert eiga alltof vel við LFC eins og sannaðist í leiknum í kvöld, Tottenham, Chelsea og Everton eru öll í bullandi baráttu um CL sæti og þessir þrír leikir verða bara eins og úrslitaleikir í bikar og QPR er
lokaleikur tímabilsins og ef að þeir verða ekki fallnir fyrir lokaumferðina og verða í séns á að halda sér uppi í PL þá verður það einnig úrslitaleikur, fyrir þá allavega.
Það er nokkuð ljóst að það verður gríðarlega erfitt fyrir LFC að ná CL sæti þrátt fyrir að það séu einungis 7 stig í Tottenham sem eru 4. sætinu í dag.
Tímabilið 09/10 enduðu Tottenham í 4. sæti með 70 stig
Tímabilið 10/11 enduðu Arsenal í 4. sæti með 68 stig
Tímabilið 11/12 enduðu Tottenham í 4. sæti með 69 stig.
LFC er nú með 35 stig eftir 24 umferðir og tel ég að það þurfi kraftaverk til að ná CL sæti á þessu tímabili.
Þrátt fyrir að liðið eigi einungis eftir að mæta einu toppliði á útivelli þá er langt frá því hægt að tala um að það sé eitthvað létt program framundan.
Ég er reyndar alveg sammála því að Carra hafi átt frábæran leik, en hver var fórnarkostnaðurinn?
Vera Carra inn á vellinum þýddi að vörnin lá mun dýpra en hún gerir venjulega sem gaf Arsenal færi á að pressa okkur ansi hátt. Það þýddi að Liverpool bauð upp á lítinn sem engan sóknarleik. Alltaf gott að vera vitur eftir á, en þetta finnst mér vera á ábyrgð Rodgers. Arsenal stillir upp einhverju sem á ekkert skylt við vörn (btw, þeir þurftu síðan að veikja hana enn frekar í fyrri hálfleik) og við reynum varla að sækja á það. Það hefur sýnt sig að lið sem sækja á þetta Arsenal lið vinna þá oftar en ekki. Get ekki verið sáttur við þetta stig.
Hefði viljað sjá Suarez fá lausan tauminn til að kála þeim ásamt Sturridge. Með Skrtel og Agger í vörninni hefðum við getað þjarmað verulega að þeim og ýtt þeim út. Fengum að vísu tvö heppnismörk en mér fannst það allan tímann deginum ljósara að við myndum ekki halda hreinu.
Niðurstaða, Carra var góður en hver var fórnarkostnaðurinn? Taktísk mistök af hálfu BR að mínu mati.
Við þetta má auðvitað bæta þeirri spurningu af hverju mönnum var ekki skipt. Hefði verið gulls ígildi í stöðunni 2-0 að breyta til og reyna að drepa leikinn. Þar fær Rodgers líka mínus.
Ekki það að ég sé ósáttur við hann, hef mikla trú á því sem hann er að gera. Við hins verðum að fara að vinna leiki gegn liðum fyrir ofan okkur. Eins og þetta spilaðist í gær var liðið að spila upp á heppni og ekkert annað. Það virkar stundum en klikkar líka rosalega oft.
Þetta var að mörgu leyti svekkjandi að hafa tapað þessu niður, en ég held að við getum miðað við frammistöðuna ekki verið ósátt með eitt stig.
Aðaláhyggjuefni mitt efti þennan leik var hversu vonlaus miðjan okkar var – sérstaklega þá Lucas (sem ég elska). Hann er einfaldlega ekki nálægt því að ná sér uppá sama level og hann var fyrir meiðsli. Það mun gerast á endanum er ég sannfærður um, en núna þarf hann meiri tíma til að koma sér í form. Útileikur gegn Arsenal hefði samkvæmt bókinn átt að vera leikur þar sem að Lucas myndi brillera, en hann var því miður mjög slappur í gær.
Ég hefði líka viljað sjá Allen inn á einhverjum tímapunkti til að reyna að ná upp einhverju spili á miðjunni, en ég skil svo sem að tækifærin séu fá hjá honum þessa dagana.
Hversu lengi þurfum við að horfa á Downing skemma 80% af sóknum Liverpool, hann er örugglega geðveikt góður á æfingum.
Missti af leiknum en horfði á samantekt BBC í gær þar sem Shearer og Hansen voru í settinu. Þeir töluðu um að Arsenal hefði verið ljón heppið að sleppa með yfir höfuð stig frá leiknum, þar sem vörnin þeirra og djúpa miðjan var í algjöru rugli mest allann leikinn. Það má svosem gagnrýna færanýtinguna og allt það eins og þeir sögðu.
Þeir voru hinsvegar á því og ég er nokkuð sammála því, að LFC sat of djúpt í skotgröfunum, þannig að þegar það kom möguleiki á “counter” attakkinu þá var svo langt að fara og auðvelt að ná okkar mönnum. Líka þegar menn náðu boltanum svo af þeim, þá var sett á okkur mjög á pressa af fljótum mönnum sem mér sýndist að okkar menn eiga í vandræðum með að losana út úr.
Eftir á að hyggja er maður svosem sáttur með jafntefli alltaf frá Emerates vellinum en stundum er styttra í sigur en maður heldur. Verð hinsvegar að taka undir með Magga, að Carrager á klárlega skilið að meiri spilatíma ef hann spilar svona. Snillingur þessi höfðingi.
YNWA.
Sæl öll.
Allt er betra en tap…eitt stig á sterkum útivelli gegn liði sem við höfum aðeins einu sinni unnið og það var í fyrra……..ég er bara sátt. Arsenal einu sæti fyrir ofan okkar og 3 stigum á undan það sýnir okkur að við erum á svipuðu róli og þeir að ná jafntefli.
Ég gerði allt eftir bókinni en kannski var ég ekki með rétta tegunda af rauðvíni, þeir sem vita um gott rauðvín sætt og bragðgott endilega segið frá því og þegar sigurrauðvínið finnst þá verður nú gaman hjá mér.
Þangað til næst….YNWA
E.S Þegar börn byrja að ganga þá detta þau ansi oft en rísa aftur á fætur þar til þau ná fullum styrk og fara að hlaupa og rífa og tæta. Liðið okkar er ungt og nýr stjóri að byrja auðvita detta þeir og meiða sig en þeir standa á fætur aftur og verða styrkari og styrkari með hverjum leiknum sem þeir spila. Ég hlakka til þegar þeir fara að hlaupa og rífa í sig önnur lið og tæta þau sundur og saman og koma með fleiri og fleiri stig heim á Anfield.
Það er tvennt sem ég vill taka út úr þessum leik.
Lucas var ekki svona slæmur, alls ekki en hann var orðinn mjög þreyttur í lokin eins og reyndar Gerrard og Hendo. Hefði alveg mátt setja Allen inn fyrir Hendo á 75 mín.
Þeir sem gagnrýna Lucas og finnst hann ekki geta neitt ættu að taka hann fyrir og fylgjast bara með honum í nokkrum sóknum andstæðinganna. Hann er ekkert annað en MAESTRO í sinni stöðu. Ótrúlega skynsamir og stundum læðist hann í svæði en stekkur svo inn á nákvæmlega réttum tímapunkti og vinnur boltann. Hann hendir sér nánast aldrei í tæklingar heldur stígur menn út og gerir þeim erfitt fyrir. Hann gefur bakvörðum líka tækifæri á að fara hærra upp (sérstaklega Johnson) því það er engin betri í því að covera auð svæði en Lucas (þetta sjá ekki þeir sem horfa á leiki í tvívídd). Auðvitað fékk hann ekki mikinn tíma til að spila boltanum upp völlinn á móti Arsenal á útivelli og auðvitað var hann orðinn þreyttur, er á uppleið eftir erfið meiðsli. Hann var mjög góður í fyrri hálfleik en svo dró af honum. Lucas er ennþá priceless!!! þó hann sé ekki alveg með kraft ennþá til að klára útileik á fullum dampi.
Hitt atriðið er það hvernig Brendan ætlar að spila Suarez og Sturridge á móti erfiðari liðum á útivelli. Ég efast stórlega um að hann geti spilað með Suarez á móti Zabaleta sem kemur mikið upp völlinn. Gæti alveg trúað að hann taki Sturrige út og Suarez upp á topp í þeim leik. Styrkur Suarez er allavega ekki nýttur til hins ýtrasta þegar hann spilar nánast 50% af leikjum sem bakvörður. En þetta er svokallað lúxusvandamál nú þegar fleiri leikmenn banka á liðsdyrnar. Bekkurinn hjá okkur hefur allavega aldrei verið sterkari og í gær, og ekki versnar það þegar Coutinoh reimar á sig skóna!
Sælir félagar
Takk fyrir góðaleikskýrslu Babu. Hefði verið sáttur við eitt stig fyrirfram en samt grátlegt að tapa þessu niður í jafntefli. Er samt sáttur og fannst allir vera leggja sig fram í leiknum.
Það var greinilegt að nokkrir voru sprungnir síðasta korterið sem þýðir að menn höfðu legt sig fram að fullu. Carra maður leiksins að mínu viti en Hendó og Suares mjög góðir líka. Miðjan gerði eins og hún gat en átti á stundum við ofurefli.
Tækling Gerards í lok leiksins sýndi að hann var gersamlega sprunginn. Hefði alla daga náð þessu án þess að fá spjald í fyrri hálfleik. En sem sagt ásættanleg niðurstaða þrátt fyrir allt.
Það er nú þannig.
YNWA
53 Ísak Stef, flottur pistill hjá þér.
Við erum enn að gera okkur veikar vonir um að ná 4. sætinu, gott og vel. Ég hef reyndar alltaf sagt að við erum því miður ekki komnir með nægilega sterkt og stabílt lið enn. Vantar sárlega breidd. Erum á réttri leið og vonandi gerum við alvarlega atlögu að 4. sætinu næsta season og verðum þá væntanlega búnir að styrkja mannskapinn verulega.
Er sammála úttekt þinni varðandi útileikjaprógrammið en þú ert heldur svarstýnn á heimaleikjaprógrammið?! Ég segir bara einfaldlega, ef við náum ekki að vinna heimaleikina gegn Tottenham, Chelsea og Everton þá er það einfaldlega staðfesting á því að við erum bara alls ekki komnir á þann stað sem við viljum vera á og verðskuldum þ.a.l. ekki 4. sætið (að þessu sinni a.m.k.). Einfalt mál, punktur.
Annars er hellingur af stigum í pottinum og sjö stig eru fljót að hverfa (sérstaklega þegar við eigum innbyrðis viðureign við Spurs eftir). Við erum bara því miður enn frekar óstabílir og því ótttast ég að við eigum eftir að misstíga okkur enn frekar í þessari baráttu, en hey það er mun skemmtilegra að vera í baráttu um 4. sætið en að vera í einhverju fucking miðjumoði 🙂