Verður Daniel Agger Evrópumeistari í sumar?

220308_normal.jpg
Daniel Agger og félagar hans í U-21 landsliði Dana eru að gera sig klára fyrir [lokamót Evrópukeppninnar U-21 árs](http://www.uefa.com/competitions/under21/index.html) sem fer fram í Portúgal frá 23. maí til 4. júní.
Agger segir í viðtali við Berlingske í dag að hann dreymi um gull á mótinu og telur að liðið sé nægilega sterk. Í liðinu ásamt Agger eru m.a. Leon Andersen (Werder Bremen), Thomas Kahlenberg (Auxerre), Kevin Stuhr Ellegaard (Hertha Berlin) og nýjasta undrabarn Dana hinn 18 ára Nicklas Bendtner sem er framherji og spilar í unglingaliði Arsenal.

Agger ræðir m.a. um sitt fyrsta tímabil hjá Liverpool og er hann þokkalega sáttur þrátt fyrir að meiðsli hafi gert honum erfitt fyrir. Hann segir það hafa verið mikið stökk að fara í ensku deildina og það taki tíma að átta sig á hraðanum og hörkunni. Hann fagnar komu Pauletta til félagsins og segir það einungis gera sig að betri leikmanni að hafa samkeppni. Þegar hann var spurður um möguleika sína á byrjunarliðssæti á næsta tímabili þá segir segist hann ætla að svara eftir 6 mánuði.

Staðreyndir um Agger:
Fullt nafn: Daniel Munthe Agger
Fæðingardagur: 12. desember 1984
Hæð: 187 cm.
Þyngd: 75 kg.
Félög: Rosenhøj Boldklub, Brøndby IF, Liverpool.
4 A-landsleikir (3 sigrar, 1 jafntefli, 1 mark).
7 U/21-landsleikir (6 sigrar, 1 jafntefli, 3 mörk).
9 U/20-landsleikir (2 sigrar, 3 jafntefli, 4 töp, 1 mark).
Seldur til Liverpool í janúar 2006 fyrir 5,2 millj. punda (met fyrir danskan leikmann sem kemur frá dönsku úrvalsdeildinni)

Uppgjör Liverpoolbloggsins á tímabilinu 2005/06

Melli á leið til Anfield?