Svo virðist sem hlutirnir séu að gerast hratt hvað framtíð Fernando Morientes hjá Liverpool varðar. The Guardian segir frá því að nú þegar hafi honum verið sýndur áhugi frá spænsku liðunum Espanyol og Real Betis, sem og tyrkneska liðinu Fenerbache sem er að leita að stóru nafni til að kaupa í tilefni af aldarafmæli klúbbsins.
Tilvitnanir fréttarinnar eru svo sem ekki nýjar; við sögðum fyrst frá þeim fyrir viku síðan, en þetta virðist samt allt vera að gerast. Það er svo sem ennþá möguleiki á að þetta sé allt órökstutt slúður og að Nando verði áfram hjá Liverpool á næstu leiktíð, en ég persónulega legg trúnað á þessar sögur því mér finnst bara augljóst að hann verður að fara. Bæði hans vegna og okkar; Nando myndi örugglega spila miklu betur og líða fyrir vikið miklu betur hjá liði í spænsku deildinni, þar sem hann kann best við sig og fótboltinn hentar honum betur. Við aftur á móti höfum ekkert við framherja sem er allur af vilja gerður en man varla í hvaða átt markið snýr að gera. Nando er drengur góður og hefur gefið allt í sölurnar til að sanna sig á Englandi en það virðist bara ekki ætla að ganga upp fyrir hann, og því tel ég einfaldlega bestu lausnina fyrir alla aðila að hann finni sér nýtt heimili.
En á endanum er þetta alltaf spurningin eilífa, hver kemur í staðinn? Ef Fernando yfirgefur okkur á næstu dögum/vikum getið þið bókað að slúðrið um alla framherja sem eru á lausu í dag tífaldast … nú þegar eigum við að vera við það að kaupa Jermain Defoe, Darren Bent, Andy Johnson, Riki, Ludovic Giuly og eflaust Ruud van Nistelrooy líka en þeir verða örugglega fleiri orðaðir við Liverpool áður en hið sanna kemur í ljós.
Og hvað Rafa varðar, þá hefur hann gert það að hefð síðustu tvö árin að kaupa þá leikmenn sem okkur grunaði hvað síst að kæmu til okkar. Momo Sissoko, einhver? Bolo Zenden? *Peter Crouch?* Jan Kromkamp?
En auðvitað stoppar okkur ekkert í að giska … 🙂
**VIÐBÓT:** Þessi grein Guardian hér að ofan vísar víst í upprunalega og ítarlegri grein Daily Post í Liverpool-borg. Mæli eiginlega frekar með að fólk lesi þá grein en hina, þar sem hún er mikið ítarlegri og betri. 🙂
En hvað gerist þá með þann hollenska Dick eða hvað hann nú heitir.
Nú er hann búinn að lýsa því yfir að hann vilji fara til Newcastle!!
Er maðurinn á lyfjum?? :confused: