Verulega gott viðtal við Alex Inglethorpe

Maður sér margar greinar og viðtöl á netinu í hverri viku, flest ratar þangað og maður missir yfirleitt af litlu. Eitt afar skemmtilegt og forvitnilegt viðtal hefur þó ekki verið aðgengilegt, enda ekki á því máli sem við tölum hér á landi, né hinni víðfrægu ensku. Nei, þetta er viðtal sem Torbjørn Flatin (einn af forsprökkum stuðningsmannaklúbbs Liverpool í Noregi) tók við Alex Inglethorpe, sem nýlega tók við varaliði Liverpool. Alex þessi var mjög virtur þjálfari hjá Tottenham og það kom mörgum í knattspyrnuheiminum í opna skjöldu þegar hann ákvað að söðla um og ganga til liðs við Liverpool Football.

En ekki er ég sjálfur góður í norskunni og hafði í rauninni ekki hugmynd um þetta viðtal. Frændi minn, Arnar Steinsson, vakti athygli mína á þessu og gerði sér lítið fyrir og snaraði því yfir á Íslensku fyrir okkur. Kann ég honum mínar bestu þakkir fyrir, en þetta sem sagt birtist í tímariti stuðningsmannaklúbbs Liverpool í Noregi, The Kopite. Þetta er ekki svona hefðbundið blogg, en um að gera að benda mönnum á góðar greinar þegar þær eru orðnar aðgengilegar. Og aftur, takk fyrir yfirsnörunina Arnar.

Spyrill: Hvað var það sem heillaði þig svo mikið að þú fórst til Liverpool frá Tottenham eftir velgengina sem þú upplifðir þar?

Alex Inglethorpe: Ég var ekki að leita að nýjum klúbbi og ég sótti heldur ekki um starfið. Aðalástæðan var Brendan, við höfum verið í miklu sambandi í gegnum árin og deilum sama brennandi áhuga fyrir fótbolta og hvernig hann á að vera spilaður. Við deilum sömu hugsjón og erum líkir í persónuleika. Og þegar það varð að möguleika að vinna með honum og hans hugsjón, þá fannst mér það vera spennandi verkefni sem ég varð spenntur að vera hluti af.

S: Hvernig kynntust þið?

AI: Brendan byrjaði sem unglingaþjálfari hjá Chelsea og tók síðan við varaliðinu, við kynntust á því tímabili þegar við vorum báðir að þróa unga leikmenn. Við héldum síðan sambandi eftir að hann fór til Reading og síðan til Swansea þar sem hann lánaði einn af leikmönnunum okkar, Steven Caulker fékk hann að láni út heilt tímabil. Það gerði það að verkum að við gátum talað mikið meira saman. Fyrst og fremst kom okkur vel saman því við deilum sömu hugmyndum um hvernig á að spila fótbolta.

S: Geturðu farið meira yfir þessar hugmyndir fyrir mig? Brendan hefur sótt mikið af sínum hugmyndum td. frá klúbbum eins og Barcelona og Ajax?

AI: Við erum mjög hrifnir af liðum sem geta haldið boltanum vel, unnið hann fljótt tilbaka en samtímis verið spennandi sóknarlega og skapa mikla skemmtanagleði. Okkur líkar vel við leikmenn sem eru flinkir í hreyfingum, sem geta spilað í mismunandi stöðum í uppsetningunni á liðinu,sem finnst gaman af að skemmta fólki. Við viljum halda boltanum meira en andstæðingurinn og vera skapandi og hugmyndaríkir. Barcelona og Ajax eru líklegast já, klúbbarnir sem hafa verið fremstir í að þróa sína eigin leikmenn sem hafa þessa eiginleika seinustu tuttugu árin.

S: Brendan hefur seinustu mánuði sem stjóri sýnt fram á það að hann er tilbúinn til þess að gefa ungum leikmönnum tækifæri?

AI: Það er önnur ástæða fyrir því hversu freistandi það var að koma hingað. Mér finnst að við höfum unnið gott starf hjá Tottenham í að búa til ákveðinn stökkpall fyrir unga leikmenn til þess að fá tækifæri. Leikmenn eins og Steven Caulker, Tom Carroll, Andros Townsend og Harry Kane en það hefur verið mjög erfitt að gefa þeim virkilega möguleika til þess að komast að í fyrsta liðinu. Brendan hefur mikla trú á því að gefa ungum leikmönnum tækifæri til þess að sanna sig. Og sem stjóri fyrir aðalliðið held ég að hann hafi einnig mikla trú á því að það sé hægt að þróa toppleikmenn frekar. Jafnvel leikmenn eins og Gerrard og Reina. Og það er þetta umhverfi sem ég er spenntur fyrir að vera partur af.

S: Sem leikmaður spilaðuru 160 leiki og skoraðir 39 mörk?

AI: Ég held að ég hafi átt þokkalegan feril en ekki akkúrat stjörnuferil. Ég spilaði til að byrja með sem framherji sem vissi hvar markið var en endaði sem miðherji sem gat líka fundið markið af og til. En þegar ég var að spila var ég líka alltaf með lið sem ég var að þjálfa. Meira að segja þegar ég var tvítugur að spila hjá Watford þá var ég að þjálfa lið fyrir fullorðna á hverju miðvikudagskvöldi. Ég var þjálfari allan minn feril sem leikmaður.Frá því að ég var 23 ára var ég með U12 lið sem ég þjálfaði þangað til að þeir voru komnir uppí U18. Þannig að ómeðvitað nokkurn veginn var ég alltaf að undirbúa mig til þess að verða þjálfari.

S: Þú hefur td. verið stjóri hjá Exeter í league 2, afhverju tókstu þá ákvörðun að þjálfa yngri leikmenn?

AI: Ég hef þjálfað lið frá 6 ára og alla leið upp sem stjóri hjá atvinnumannaliði. Þannig að ég hef reynslu upp allt aldursferlið í að þjálfa og þróa leikmenn. Ég held að ég hafi gert þokkalega hluti sem stjóri hjá atvinnumannaliði. En ég hef gert það og vill ekki fara aftur í það hlutverk. Ég held að minn helsti hæfileiki sé aðallega að þróa leikmenn. Og ég vill helst vera úti á æfingarsvæðinu að vinna með ungum leikmönnum og hjálpa þeim með ferilinn sinn. S: Hérna hjá Liverpool verður þú aðallega að vinna með aldurshópinn á milli 18 og 21. Þar sem þú munt búast við að fá leikmenn upp sem eru mjög vel tæknilega þjálfaðir. Hver er aðaláherslan sem þú leggur í að þróa þess leikmenn?

AI: Við spilum núna eins og aðalliðið vill spila, þeir verða að þróa algjörlega nýjan og gjörbreyttan skilning á hvernig fótbolti er spilaður.Við leggjum mikla áherslu á að spila sóknarbolta, án þess að vera með mikið öryggi varnarlega, meiri taktískur og tæknilegur skilningur er nauðsynlegur og að vera öruggur með boltann er eitthvað sem mun vera skilyrði til þess að komast í og geta spilað með aðalliðinu.

S: Liverpool er klúbbur á heimsvísu, þannig að þú munt búast við leikmönnum sem koma frá ólíkum menningarheimum?

AI: Það er bæði mikil áskorun og mjög spennandi. 70% af leikmönnunum í premier league er erlendir leikmenn. Ein af aðalástæðunum fyrir árángri Liverpool eru uppalnir leikmenn sem koma í gegnum akademíuna eins og McManaman,Fowler,Owen,Gerrard og Carragher. Þetta eru leikmenn sem The Kop finnur mikla samkennd með, og ég vill gjarnan sjá þá týpu af leikmönnum koma upp úr akademíunni, en samtímis hafa menn hérna verið mjög góðir að ná í hæfileikaríka leikmenn fyrir utan Liverpool eins og Sterling og Wisdom sem eru komnir inní aðalliðið sem er frábært og það er pláss fyrir báða möguleikana.

S: Maður veit líklegast aldrei hvenær maður fær sjénsinn, þannig að leikmenn verða alltaf að vera reiðibúnir ef hann skyldi koma:

AI: Það er mjög góður punktur, þetta er líklegast erfiðasti aldurshópurinn af því leitinu til. Þegar þú ert í yngri liðinum þá ertu alltaf að sækjast eftir því að komast til Melwood, eða alltaf eftir næsta þrepi. Ef þú ert leikmaður eins og Luis Suarez þá veistu sem reglu hvenær þú ert að spila næsta leik eða ekki. Ef þú ert ungur leikmaður sem ert kominn nálægt aðalliðinu. Þá veistu aldrei hvenær tækifærið kemur. Og þú þarft alltaf að vera tilbúinn. En ef þú ert af einhverjum ástæðum óundirbúinn einhvern tímann, þá geturðu bókað að síminn hringir frá Melwood í það skiptið. Þannig virkar lífið oft og þess vegna þarftu alltaf að vera tilbúinn andlega og líkamlega sem er mjög mikil áskorun fyrir ungan leikmann.

S: Hver er þín aðalábyrgð hérna?

AI: Að leiðbeina og þróa leikmenn í U21 liðinu. Að ná góðum árángri með liðið, en það sem er mikilvægara en að stjórna liðinu og ná árángri er að þróa hvern einstakling sem leikmann. Það eru margir Lögfræðingar, læknar og pípulagningarmenn sem eru með medalíu uppá vegg eftir að hafa unnið bikar með yngri flokkunum, en það eru líka margir toppleikmenn sem hafa aldrei verið nálægt að vinna bikara þegar þeir spiluðu með yngri flokkunum, því liðið sem þeir voru í var aldrei nægilega gott.

S: Hefur þú eitthvað með það að segja um að ná í leikmenn?

AI: Ég er á þeirri skoðun að það sé mjög mikilvægt að þjálfari hafi alltaf eitthvað að segja með hvaða leikmenn eigi að ná í, en þeir sem vinna hérna hafa gert mjög vel í þeim málum.

S: Þegar þetta viðtal er tekið þá er liðið þitt en ósigrað?

AI: Stærsta áskorunin er að vera áfram ósigraðir en jafnframt að spila meiri sóknarbolta og opnari leik. Það er mikilvægt að ungir leikmenn eins og Brad Smith og Ryan McLaughlin, bakverðirnir okkar. Að þeir spili núna á lengra frá miðvörðunum á svæðinu fyrir ofan. Ef þú fylgist með Glen Johnson þá er hann meira á vallarhelmingi andstæðingsins en hjá vallarhelmingi Liverpool. Ef þessir leikmenn aðlaga ekki sinn leikstíl þannig, þá geta þeir ekki veitt leikmanni eins og Johnson samkeppni og ekki komist í aðalliðið. Í seinustu tveimur leikjum í NextGen series á móti Dortmund og Inter gátum við séð að við erum að verða betri og þeir spiluðu mjög vel.

S: Þegar Rodolfo Borrell var þjálfari hjá U21 liðinu þá spiluðu þeir í 4 2 3 1 uppstillingu, munuð þið spila meira í 4 3 3 uppstillingu?

AI: Já við munum spila meira í þeirri uppstillingu en leikstíllinn er mikilvægari en uppstillinginn. Hvernig þeir spila. Ég man eftir hvernig Liverpool spilaði á 80.áratugnum það var ekki bara lið sem hafði algjör yfirráð yfir öðrum liðum og vann flest alla leiki heldur gerðu það með stíl og sóknarfótbolta. Það er sú leið sem þessi klúbbur vill fara.

S: Í 4-1 sigrinum á móti Inter komst liðið áfram í NextGen series, liðið sýndi meira en sóknarbolta, þeir sýndu mikinn aga líka?

AI: Við reyndum að halda boltanum í þeim leik og að halda boltanum meira en lið sem er eins gott og Inter er afrek útaf fyrir sig. Við stjórnuðum þar að auki spilinu og sköpðum þá sjénsa eins og við gerðum, það sýnir ekki bara hversu vel liðið spilaði, það er sönnun um hversu einbeitt liðið var allan leikinn.

S: NextGen er áhugavert mót?

AI:Mér finnst þetta vera frábært mót að taka þátt í. Það setur málstokkin hærra að keppa á móti liðum eins og Inter, Ajax og Barcelona osfv. Deildin heima er góð og við þurfum á henni að halda, en reynslan fyrir þessa stráka að keppa í Evrópu er frábær.

S: Þú ert frá London hvernig hefur það gengið að setjast að á Merseyside?

AI: Það hefur verið mjög auðvelt fyrir mig, fjölskyldan á eftir að koma en hún kemur í mars og mig hlakkar mjög mikið til. Samstarfsmenn mínir og leikmenn hafa gert mér mjög auðvelt fyrir að setjast að, mér finnst borgin líka mjög falleg. Ég var hérna fyrir 10 árum síðan og hún hefur gjörbreyst, þetta er borg sem hefur alltaf varðveitt menningu og sögu sína en það er miklu flottara að líta í kringum sig núna.

S: Og það hefur alltaf verið mikill ástríða fyrir fótbolta hérna?

AI: Það er æðislegt, þú getur verið í London þar sem það eru kannski 15 atvinnumannaklúbbar en manni finnst áhuginn hafa þverað svolítið út. Þú getur farið inn í leigubíl í London og það er áhugi fyrir fótbolta en fólk er ekki eins spennt fyrir honum lengur. Ef þú ferð inní leigubíl hér þá veistu að spurningin er rauður eða blár? Ef þú ferð út að versla þá veistu að fólk er tala um leikinn sem var um helgina. Og alls konar fyrirtæki eru með sína eigin minjagripi sem sýnir hvað lið það styður. Þetta er frábært andrúmsloft. Áhugin hefur ekki minnkað hérna. Það er mikill fókus á tvö lið hér. Og þetta er æðislegt umhverfi að vinna í.

10 Comments

  1. Takk fyrir þetta. Mjög áhugavert viðtal og ljóst að það er verið að vinna á fullu í því að samhæfa leik aðalliðsins og 21 árs liðsins og slík vinna mun taka tíma. Hvort sem Rodgers og hans þjálfarateymi eru réttu aðilarnir fyrir LFC þá er alveg ljóst að núna er ekki rétti tímapunkturinn til að kveða upp dóm yfir þeim. En líka ljóst að samhliða þessari framtíðarvinnu þarf að styrkja aðalliðið með kaupum á reyndari leikmönnum sem styrkja byrjunarliðið og karakter þess strax. Vonandi hefst sú vinna í sumar.

  2. Mjög áhugavert viðtal. Ég hafði ekki gefið Inglethorpe mikinn gaum eftir að hann tók við liðinu í haust en sem hálfgerður arftaki Pep Segura innan strúktúrsins í kringum Rodgers er eðlilegt að maður kynnist honum aðeins.

    Það jákvæðasta við þetta er að hann skuli bæði vera vinur og skoðanabróðir Rodgers. Ef við ætlum að styðja almennilega við BR verða menn að gefa honum rétta umhverfið svo að hans hugmyndir nái að blómstra. Rafa barðist fyrir því í mörg ár og fékk á endanum (í stuttan tíma) og nú virðist Rodgers hægt og rólega vera að koma sínum taflmönnum fyrir á borðinu. Inglethorpe gæti leikið lykilhlutverk í að skila fleiri framtíðarmönnum inn í lið Rodgers á næstu 2-3 árum.

    Flott viðtal, þakka fyrir þýðinguna.

  3. Ég vill bara þakka fyrir að þetta viðtal fór ekki framhjá mér. Vonandi njóta þess sem flestir. Það er gott að fá meiri innsýn í því sem er að gerast hjá klúbbnum. Hreint út sagt frábært viðtal hjá Torbjørn. Það kom mér mjög á óvart að Inglethorpe skyldi fara frá Tottenham. Hann er mjög virtur þjálfari og margir hafa klórað sér í hausnum að hann sé í akademíustarfi en ekki að reyna fyrir sér sem manager sem hann getur hæglega gert. Og ég hafði ekki hugmynd um samband hans og Rodgers, og það sýnir vel hversu mikla trú hann hefur á Rodgers. Annars myndi hann ekki taka þessa áhættu.

    Ég hélt bara að þetta væri eðlileg þróun og mjög góðir starfshættir innan félagsins, eftir að Segura fór. Að Borrell skyldi fá stöðuhækkun sem tæknilegur stjóri akademíunar. Rafa hefur þar með staðið við sín loforð án þess að vera á staðnum. Að bæði Segura og Borrell gætu fengið sanngjarna meðhöndlun í sínu starfi. Eitthvað sem Barcelona bauð ekki uppá þar sem fyrrverandi leikmenn fá áreynslulaust toppstöðunar hjá klúbbnum.

    Og það er alls ekki auðvelt að fylla í skó Borrell sem þjálfara, þegar Guardiola var spurður um hvaða menn hann hefði mótað sig eftir sem þjálfari og stjóri, nefndi hann Sacchi, Benitez og Borrell. Hann nefnir þessa menn framyfir, Cryuff, Van Gaal, Juanma Lillo og Marco Bielsa ásamt fleirum sem hann þekkir vel.

    Það er líka mjög gaman að heyra að Borrell sé hæstánægður með þessa þróun og njóti sín í nýju hlutverki og Liverpool yfir höfuð. Það sýnir vel hversu mikið trausts Alex Inglethorpe nýtur ef honum sé treyst að fylla skó Rodolfo Borrell. Og mjög gaman að heyra hvað hann hefur að segja.

    Þetta sýnir líka að mínu mati að FSG séu að líta meira en bara eitt eða tvö ár fram í tímann. Heldur 5 til 10 ár. Þess ber að geta að Borrell er bara 42 ára og Inglethorpe janfaldri hans.

  4. Vill líka bæta við smáinnskoti að Robbie Fowler hefur verið að þjálfa í akademíunni og fær þjálfararéttindi sín eftir sirka 16 mánuði. Og hann hrósar starfseminni hástert.

  5. Algjörlega frábært og bestu þakkir fyrir að koma með þetta hingað, þýðinguna og það allt saman!

    Ég hef verið spenntur fyrir BR frá fyrsta degi og vil gefa honum tíma en eftir að hafa lesið þetta þá krefst ég þess að hann fái sinn tíma. 2-3 ár er ekkert óeðlilegt miðað við vinnuna sem þarf að klára svo að góður árangur fari virkilega að sjást.

    Framtíðin er svo sannarlega björt hjá okkur þó vissulega séu tímarnir erfiðir fyrir okkur stuðningsmennina því við erum kröfuharðir og viljum bara sjá Liverpool í fremstu röð. Ég hef upplifað marga sigra sem Liverpool maður og er þess fullviss um að þeir verða fleiri undir stjórn BR og hans sveit!

    YNWA!

    p.s. Hvaða gutti vill ekki hafa Robbie ,,Guð” Fowler sem þjálfara??

Liverpool 5 – Swansea 0

Hvar stöndum við?