Mark Gonzalez átti stóran dag í gær. Fyrst var það tilkynnt opinberlega að Liverpool hefðu sent inn nýja, formlega beiðni til yfirvalda á Englandi í þeirri von að hann fái atvinnuleyfi í þetta sinn, eftir að hafa verið neitað fyrir tíu mánuðum síðan.
Margt hefur breyst síðan þá. Gonzalez er heill og að spila fantafótbolta á Spáni, en þá var hann meiddur. Við erum að semja um hann á þriggja ára samning, en í fyrra vorum við bara að tala um lán. Chile voru ekki í topp 70 á heimslista FIFA fyrir ári síðan, en eru nú í 64. sæti. Og síðast en ekki síst, þá eru allir og ömmur þeirra líka búnir að tjá sig í fjölmiðlum um það hversu mikilvægur leikmaður Gonzalez er fyrir Liverpool og Rafa Benítez. En nú er þetta endanlega úr höndum okkar manna, nú veltur þetta bara á jakkafötunum í London að taka rétta ákvörðun. Vonandi verða fréttirnar þaðan jákvæðar á næstunni.
Nú, og í gærkvöldi spilaði ‘Speedy’ Gonzalez síðan landsleik fyrir Chile gegn Írlandi, á heimaslóðum síðarnefnda landsins. Þessi leikur var í beinni á Sky í gær og eflaust hafa maaargir Liverpool-aðdáendur fylgst spenntir með, verið að berja drenginn augum í fyrsta sinn. Og miðað við þessa leikskýrslu fór Speedy á kostum í fyrri hálfleik, lagði upp sigurmark Chile-búa og slakaði síðan aðeins á í þeim síðari þegar sigurinn var í höfn. Vonandi hafa jakkafötin í Lundúnaborg líka verið að horfa.
Eftir leikinn sagðist Speedy bara vilja spila fyrir Liverpool. Hann getur víst ekki beðið eftir að fá að spila í Úrvalsdeildinni. Við getum ekki heldur beðið, Speedy ….
Morientes farinn til Valencia???!!!
Já hann er farinn, staðfest á
Liverpoolfc.tv
Úff, maður er ekki nógu vakand – var netsambandslaus og sá þetta ekki fyrr en núna.
er þetta enn eitt vandræðabarnið?