Liverpool 3 – Zenit 1

Alvöru Evrópuleikur á gríðarlega háværum Anfield í kvöld varð því miður síðasti bikarleikur liðsins okkar. Eftir þetta tap snýst málið bara um að týna saman nógu mörg stig til að næla í annað Evrópuævintýri.

Því ef þessi leikur var ávísun á eitthvað þá var hann hversu skemmtileg Evrópukvöld eru á Anfield, líka í Europa League svei mér þá.

Er eiginlega hálf svekkjandi að skrifa langa skýrslu um leikinn, maður sat fremst á stólnum í 30 mínútur eftir rússibanaferð sem endaði því miður ekki vel, en reynum samt. Fyrst liðið:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Gerrard – Lucas – Allen

Downing- Suárez – Henderson

Bekkur: Gulasci, Coates, Wisdom, Shelvey, Sterling, Suso, Assaidi.

Lucas fyrir aftan í miðjuþríhyrningnum með Allen og Gerrard sitt hvoru megin við sig, Hendo tekinn fram yfir Sterling á kantinn.

Leikurinn byrjaði eins og skák og lítið um færi, bæði lið að hápressa og mesta fjörið í kringum tæklingarnar. Þó áttu bæði Hendo og Gerrard skot áður en við grófum okkur enn dýpri skurð. Í Evrópuleik Carra nr. 150 (og þeim síðasta) gerði sá gamli arfaslæm mistök þegar hann kiksaði á bolta til baka á Reina, Hulk í gegn og sá einfaldlega klikkar bara ekkert á færum eins og þessum. Skelfileg einstaklingsmistök enn einn ganginn í vetur, í kvöld var komið að Carra. 0-3 samanlagt og game over?

NEI!

Níu mínútum seinna höfðum við jafnað, Agger átti flott hlaup upp völlinn, var felldur og úr aukaspyrnunni skoraði Luis Suarez jöfnunarmarkið okkar, kannski með fyrsta alvöru skotinu okkar á rammann. Leikurinn var áfram í járnum en á 43.mínútu skoraði Joe Allen gott mark eftir frábæran undirbúning José Enrique og Henderson. Markmaður Zenit varði fyrst frá honum en Allen tók frákastið sjálfur og skoraði afar mikilvægt mark. Staðan því 2-1 í hálfleik og ennþá séns.

Sá varð svo enn stærri á 59.mínútu þegar Luis Suarez skoraði STÓRKOSTLEGT mark úr aukaspyrnu af 35 metra færi og kom okkur í 3-1. Suarez hefur oft leikið betur heilt yfir en í kvöld en þessi mörk voru frábær í alla staði og ég er svo sammála Gerrard þegar hann segir bara Messi og Ronaldo honum fremri þetta árið.

Strax eftir markið skipti Rodgers tvisvar. Hendo og Allen fóru út og í stað þeirra komu Shelvey og Assaidi. Tvær skiptingar komu mér á óvart og enn meir að sjá Assaidi fá sénsinn svo snemma. Þeir tveir byrjuðu líflega og Shelvey dúndraði í hliðarnetið en svo kom lítið meir frá þeim. Því miður.

Það sem eftir lifði leiks reyndum við að pressa og sækja, náðum því um stund, Gerrard fékk besta færið en rússneski markmaðurinn varði vel frá honum. Eftir 80.mínútu dofnaði verulega yfir leiknum sem hafði farið fram á glæpsamlegu tempói, undir lokin vorum við að “yfirsenda” á okkar vallarhelmingi þannig að Zenit voru í raun nær í lokin að skora mark númer tvö en við númer fjögur.

Evrópudeildin…tékkum út.

Heilt yfir getur maður lítið sagt í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og ég held að þetta Zenitlið sé í fínum séns í þessari keppni. Hulk er hálftröll og þeir áttu fína kafla í leiknum. Engir Muggar þar á ferð (sorry frændi)…

Okkar lið lagði sig fram á fullri ferð. Carragher mun ekki sofna í kvöld og myndi hafa viljað enda Evrópuferilinn á annan hátt. Annars fannst mér varnarlínan góð að mestu leyti þangað til í lokin að þeir virtust gera einbeitingarfeila. Lucas er alltaf að leika betur og Allen sýndi rispur í fyrri hálfleik sem litu bara býsna vel út og vonandi ýtir markið við sjálfstraustinu hans.

Gerrard átti því miður ekki góðan dag, maður er kannski farinn að gera ómennskar kröfur en ég hélt alltaf að mark nr. 4 kæmi frá honum en það kom því miður ekki. Hendo lék fínt úti á kanti og ég var súr að sjá skiptinguna á honum, Downing var sprækur en sprakk á mínútu 70 held ég, Suarez var rosalega dekkaður og náði litlu flæði í leikinn, en mörkin hans héldu okkur í leiknum og hann er minn maður leiksins. Síðari aukaspyrnan kom frá Mars held ég. Shelvey var æstur og duglegur en fjaraði út, Assaidi sýndi mér lítið og Sterling fékk sennilega of lítinn tíma.

Svo ef við drögum þessar viðureignir saman þá er auðvelt að benda á færanýtinguna í Rússlandi og markagjöfina í kvöld ástæðu þess að við höldum ekki lengra í Evrópu. Þetta er bara áfram þetta “transition” ár í alla staði.

Meiri einbeitingu á báðum endum vallarins, með meiri gæðum, ætti að koma okkur lengra.

Stemmingin á Anfield var frábær í kvöld, mikið gaman að sjá gamla virkið virkilega skoppa af hávaða og þess vegna vona ég heitt að við sjáum Evrópuleiki næsta vetur, það á að vera áherslan fram á vor takk drengir mínir í rauðu!!!

94 Comments

  1. Frábær skemmtun, góður dómari, og flott frammistaða Liverpool. Suarez er ótrúlegur.

  2. Mikið rosalega vorkenni ég Carra kallinum að þetta hafi verið hans síðasti evrópuleikur!

  3. Liðið féll út með glæsilegum sigri og liðið getur borið höfuðið hátt eftir svona frammistöðu. Hrikaleg mistök frá Carragher sem skyldu þetta að, en þá er bara að einbeita sér að deildinni. Ég græt þetta ekki.

  4. staðan er 3-1 og okkur vantar eitt mark, við höfum algjört vald á leiknum og það eru 30 min eftir og hvað gerir hann… setur shelvey (sem gerði ekkert nema að brjóta heimskulega og klúðra einu dauðafæri) og Assaidi inná. FFS, noob þjálfari

  5. Er mögulega hægt að fá annan pistil um það hvernig maður kaupir ekki leiðtoga eins og Carragher??

    Annars flott barátta í liðinu, það vantar bara ennþá gæði í hópinn. Á meðan að Assaidi, Shelvey og Sterling eru okkar “leynivopn” þá vinnur þetta lið enga titla…

  6. Skelfilega sorglega nálægt þessu maður!

    Aumingja Carra kallinn…
    Annars þurfti ekki mikið til að þetta færi okkar leið, t.d. áttum við tilkall til vítaspyrnu. Maður hefur svo sannalega séð gefið víti fyrir minni sakir…

    Svekkjandi djöfull þetta…

  7. Þvílíkur karakter í liðinu að sækja þriggja marka sigur eftir klúður Carragher í byrjun leiks.

    Hryllilega leiðinlegt að komast ekki áfram en það kostar sitt að skora ekki á útivelli þar sem liðið fékk feykinóg af færum.

    Langt síðan ég hef upplifað svona mikinn tilfinningarússibana yfir fótboltaleik.

    Ég set samt spurningamerki við skiptingar Rodgers þar sem enginn varamaður hafði áhrif til hins betra að mínu mati.

  8. Hvernig á að drepa leikinn? Þessar skiptingar.

    Þessar skiptiingar voru stórkostlegar. Miðja okkar réð ekkert við Zenit-miðjuna eftir þessar skiptingar. Að koma boltanum frá varnarmönnum yfir til sóknarmanna varð helraun eftir þær. Við þurftum mark, en af hverju að breyta einhverju þegar við erum að skapa dauðafæri eftir dauðafæri.

    Með fullri virðingu fyrir þessum leikmönnum sem komu inn á völlinn þá fannst mér bersýnilegt að liðið varð veikara með innkomu þessara manna.

    Síðustu 30 mín voru léttar fyrir Zenit.

  9. Flottur leikur og flottur sigur en það var bara ekki nóg.

    Finnst hlægilegt að lesa hérna komment um hvað Rodgers er sorglegur með því að eyðileggja leikinn með skiptingunum, menn eru búnir að spila þvílíkt marga leiki á stuttum tíma og það verður að rótera mönnum. Maðurinn er að þjálfa Liverpool og þið eruð að horfa á þá spila þannig að eitthvað veit hann betur en við hinir

  10. Ég vil nú samt benda á að þó að Suarez sé frábær þá klikkaði hann einfaldlega á of mörgum færum í síðasta leik og það er það sem skilur okkur frá hinu liðinu. Okkur vantar útivallamarkið. Þessi leikur tapaðist fyrir viku síðan ekki núna.

  11. Erfitt að vera svekktur eftir svona leik. Ef ég á að finna þessu eitthvað til foráttu þá er það helst innkoma varamannana, vinnusemin datt niður en það var einna helst Assaidi sem sýndi eitthvað.

    Hins vegar verður að gefa liðinu það að byrjunarliðið var hryllilega vel stemmt og gerði alla réttu hlutina að mínu mati, utan við að gefa mark.

    Getum borið höfuðið hátt.

  12. Djöfullinn Rodgers! Fær hann borgað fyrir að eyðileggja leiki?? Hvað er hann að fokking hugsa þegar hann setur Assaidi, Shelvey og Sterling inná? Tekur Henderson, Downing og Allen útaf. Hélt ég yrði aldrei pirraður þegar að Allen færi útaf. Downing og Henderson eru fimmfalt líklegri til að gera eitthvað en hinir þrír. Djöfullinn!

  13. Ég verð bara að vera ósáttur við skiptingarnar. Liðið búið að skora 3 mörk og hálftími eftir og hann bætir þvílíkt í sóknina. Hefði verið betra að láta liðið halda áfram að spila sinn leik í staðinn fyrir að opna allt og hleypa hinum inn í leikinn.

    En ég ætla hins vegar að hrósa liðinu fyrir að gefast ekki upp þrátt fyrir þetta rosalega mótlæti, Suarez með frábær mörk og gaman að Allen skori!

    Við höldum áfram að berjast, BR lærir af reynslunni og Liverpool risinn vaknar sterkari en nokkru sinni fyrr!

    YNWA!

  14. Botninn datt algjörlega úr liðinu við skiptingarnar, þegar þriðja markið kom var ég viss um að þetta hefðist, en fimm mínutum eftir skiptingarnar var eg jafn viss um að þetta færi illa.

  15. Carra gerði jú mistök en við vorum ekkert í það miklum séns þá! liðið fór ekki i gang fyrr en eftir mistökin hans ! ENN DRULLUNA á Rodgers með hræðilegar skiptingar á kolvitlausum tíma !! Enn og aftur skita frá honum. Menn tala um að liðið se ungt og sé að læra og byggja upp en þessi þjálfari er að tefja það ferli allt alveg rosalega mikið !!

  16. Nokkuð sáttur við leikinn fyrir utan Carra misstök, sem hann á svosem inni og reyndar labbaði ég frá sjónvarpinu smá pirraður yfir Reina á 92 mín. Til hvers í andskotanum að gefa hann á Lucas sem getur ekkert gert nema gefa hann aftur niður í stað þess að bíða í 10 sek og bomba honum fram á Agger sem átti bara alls ekki að vera þarna aftastur. Töpuð mínúta jafnt og jafnvel tapað eitt færi. Dauði og djöfull..

    Er það ekki bara næsta ár??

  17. Sennilega síðasti evrópu leikur Liverpool næstu árin, en þetta var góður leikur

  18. spái því að við eigum svona 50 – 60 milljónir punda í sumar fyrir söluna á Suarez til Real eða Barca sem hann mun fara fram á! þá Getur Rodgers keypt annan Borini eða einhvern sem hann þjálfaði hjá Reading eða í unglingaliði Swansea eða einhvað

  19. Sindri #17 horfðu á þennan leik aftur og sjáðu sendingarnar frá Lucas á Suarez, þvílíkar stungusendingar sem hann þræðir í framhjá varnarmönnum. Suarez hljóp bara of snemma af stað og var því dæmdur rangstæður allavega tvisvar…

  20. Jæja við fórm allavegana út með höfuðið hátt. Ég er samt eigilega alveg viss um að við hefðum unnið þennan leik ef Rodgers hefði ekki komið með þessa fáránlegu tvöföldu skiptingu það er eins og hann hafi verið að reyna að komast ekki áfram í þessari keppni. Í fyrri leiknum þá erum víð að tapa 2-0 og hann gerir eina varnar sinnaða skiptingu á 70 og eitthvað mínútu og svo bara ekkert. Í þessum leik erum við algjörlega að dóminera nýbúnir að skora og koma okkur í virkilega góðan sjens og þá skiptir hann mótornum okkar út fyrir 2 leikmenn annan sem hefur eigilega ekkert spilað fyrir Liverpool og hefur ekki fengið leik síðan í október minnir mig og mann sem hefur verið mjög misjafn og hefur lítið spilað undanfarið. Það er spurning hvort olíuríkir rússneskir mafíósar og veðmálasvindlara hafi boðið honum feitan tékka.

  21. Hverju þarf að breyta þegar liðið er búið að skora 3 mörk og í þvílíkum gír? Tvöföld skipting í sömu andrá og liðið kemst í 3-1 drap gjörsamlega leikinn niður!!! Algert klúður þjálfara kostaði það að liðið datt úr keppni,,, fúll á móti

  22. Erum við að tala í alvörunni hérna? Sáu menn pressuna sem liðið var að spila fyrstu 65 mínúturnar? Miðjumenn, sérstaklega, spila varla 90+ mínútur á þessu tempói. Eitthvað varð Rogers að gera og mikið skal ég lofa ykkur að hann óskaði þess heitt að vera með betri varamannabekk.

    Tókum við engu hinti í fyrri hálfleik þegar helmingur kommenta snérist um að drulla yfir Allen… akkurat á meðan hann var að eiga sinn besta leik lengi og setja mark. Neinei, höldum bara áfram að moka þessa langt komnu holu!

    Tökum heldur undir með Anfield… YNWA.

  23. Hvernig fá menn það út að Rodgers sé sökudólgurinn hér ? Varamenn eru sendir inná til að breyta leikjum og vissulega gerði enginn það í kvöld en er það Rodgers að kenna ? Hafði hann betri option á bekknum eða skildi hann eftir leikmenn utan hóps ? Nei alls ekki og þeir sem komu inná hefðu bara átt að gera betur, Assaidi stóð sig ekki illa fannst mér, var sprækur vinstra megin og ógnandi, Shelvey hefði mátt gera betur þegar hann þrumaði í hliðarnetið en það er auðveldara að gagnrýna það heima í stofu. Sterling gerði svo ekki neitt á þessum sex mínútum sem hann fékk og það var ekki nógu gott.

    En að kenna Rodgers um hvernig fór er náttúrulega bull og vitleysa. Suarez fer illa með þrjú dauðafæri í Rússlandi og Carra gerir mistök í kvöld sem kosta mark. Sé bara ekki hvernig það er Rodgers að kenna, af hverju þarf alltaf að finna einhverja sökudólga ?

  24. Sakna Meistaradeildarinnar.. úff þessi leikur minnti á þá leiki.
    Frábær skemmtun, frábær leikur hjá okkar mönnum, frábær Anfield, frábær sigur.. vantaði bara að við kæmumst áfram.

    Maður er bara nánast með tárin í augunum eftir leikslok, sem sýnir hvað þessi leikur var frábær, þar sem þetta var “bara” 32liða úrslit í Evrópudeildinni.

    EN leikmenn meiga vera stoltir af sér, þótt en og aftur missum við leik útaf kjánamistökum.

    YNWA

  25. Tek undir með Johnny. Ég vonast eftir öðrum pistli frá Magga um leiðtogahæfileika Carragher og hvað hann sé ennþá með þetta. 🙂

    Annars tek ég undir með fleirum að þessar skiptingar á 59.mín drógu mestallan kraft úr liðinu og pressan hætti að virka. Assaidi byrjaði svosem vel en Shelvey sérstaklega var alveg skelfilegur og bara ekki á sama hraða og aðrir í liðinu. Var hreinlega ekki að koma sér í laus svæði nógu snemma og bara latur. Svo er mjög undarlegt að taka Henderson út enda maðurinn með langmesta þolið og pressugetuna í liðinu.
    Ég hefði sett Henderson á miðjuna með Lucas og Gerrard fyrir aftan Suarez. Assaidi eða Sterling inn fyrir Allen hefði alveg dugað sem góð innspýting.

    Alveg spurning hvort Rodgers hafi verið að stýra sínum síðasta evrópuleik með Liverpool. Stórefa að FSG séu sáttir við að vera dottnir úr öllum keppnum í febrúar og eiga nær engan séns lengur á CL hvað sem allri þolinmæði og loforðum líður.

  26. Nr.5 Johnny
    Ég trúi ekki að þú sért að segja þetta.. Ætlaru virkilega að hunsa öll þau undur sem Carra hefur gert fyrir klúbbinn. Vissulega voru þetta hrikaleg mistök og á sérstaklega slæmum tímapunkti. En hann reif þó upp hausinn og kláraði leikinn eins og maður og gerði það bara prýðilega fyrir utan þetta klúður. Allir geta lent í því að gera mistök, meira að segja leiðtogar.
    Svo veit ég ekki með ykkur en mér fannst Shelvey og Assaidi koma mjög ferskir inn.

  27. Meiru djöfulsins vælararnir hérna. Við unnum 3-1 og þá er fundið annað til að tuða yfir. Núna verður allt lagt í deildina og náð þessu fjárans 4 sæti.
    Hvað átti Rodgers að gera ? Setja Sturridge eða Coutinho inná.

  28. Ætli menn myndu ekki gagnrýna BR fyrir að hafa ekki skipt sókndjarfari miðjumönnum inn á ef hann hefði ekki gert það?

    Mér fannst þessi leikur stórkostleg skemmtun og við erum með svo miklu betra fótboltalið en þetta rússneska lið. Einvígið tapaðist í Rússlandi, eitt útivallarmark hefði gert gæfumuninn!

    Áfram með uppbygginguna!

    YNWA!

  29. frábær framistaða og leiðinlegt að komast ekki áfram… margir á brjálaðir fyrir leik að allan var í liðinu.. svo eru men brjálaðir að hann var tekinn útaf… auðvelt að sjá þetta eftir á… fanst liðið vera nálægt því að setja 4 markið allan tímann og sátur við leikinn, leiðinlegt fyrir carra að géra svona mistök. frábær framistaða og allir gáfu allt sit í leikinn…. Nú er það næsti leikur í deild og 3 stig í boði þar.

  30. Er þetta eitthvað grín. Hérna á kop úthúða menn Allen, Downing og Henderson, taka þá svo í sátt af því þeir geta eitthvað, hrósa Brendan og stefnunni eftir 5-0 sigurleik en hrauna svo eftir skiptingar í þessum leik. Hvernig væri að taka hausinn úr r….

    Ég hef sjaldan séð leik á hærra tempó-i í langan tíma einsog þennann. Þetta var einsog handbolti, nema annað liðið kastaði alltaf frá sér boltanum. Liverpool var ekki með Sturridge, Borini og ekki með Coutinho sem skilur Assaidi og Sterling 2 eftir sem sóknarmenn. Shelvey spilar líka sóknarhlutverk.

    Ég ætla bara að gefa mér það að ef Brendan hefði haldið óbreyttu þá hefðu menn hérna inni hraunað yfir hann fyrir að nota skiptingar seint eða ekki. Hann ákvað að taka örþreytta menn útaf og setja sína einu sóknarþenkjandi menn inná til að reyna fá ferska fætur í sóknina, það tókst ekki. En það er samt ekki við Brendan að sakast.

    Frábær leikur af Liverpool hálfu, allir lögðu sig 101% fram, en ein mistök kláruðu dæmið einsog svo oft.

    Það er gott að vera vitur eftir á, og of margir hérna á kop.is virðast vera snillingar í að finna eitthvað að og fókusa á það. Ekki koma fagnandi eftir næsta sigurleik þegar þið getið ekki gert annað en að úthúða leikmönnum eða þjálfurum eftir tapleiki.

  31. Væll í Johnny sem vart er takandi mark á.

    Annars er ég nú farinn að glotta út í bæði þegar hér er farið að gráta útafskiptindu Downing og Henderson. Manna sem margir vildu í burt frá klúbbnum. Ja hér.

    Greinilegt var að menn gáfu allt í leikinn og vonandi er Downing ekki mikið meiddur en það mátti sjá að hann var farinn að finna eitthvað til eftir þennan fáránlega snögga sprett til baka rétt áður en hann fór út af. Gæti skýrt afhverju honum var skipt útaf.

    Annars sáttur þannig lagað við 3-1 sigur og er svo sem sammála að rimman tapaðist meira á útileiknum en þessum leik.

    ES. Suarez er frábær….en þið vissuð það.

  32. @ Grétar Ég er alls ekki að segja að Rodgers eigi ekki að nota neinar skiptingar en liðið var í fanta gír búnir að vera að spila rosalega vel. Þeir eru nýbúnir að skora mark ég er nokkuð viss um að það hefði engin í liðinu drepist við að vera inná í 10-15 mínútur í viðbót Henderson er mjög fit og Allen er ekki búin að vera að spila mjög mikið í síðustu leikjum og ætti því að vera í formi til að spila lengur en í 59 mínútur. Það var allt að ganga upp hjá liðinu á þessum tímapunkti leiksins og algjör óþarfi að breyta strax nema þeir hafi báðir meiðst þarna á sama augnablikinu. Rodgers er ekki vanur að gera breytingar svona snemma í leikjum og hvað þá tvöfaldar skiptingar ég man nú bara hreinlega ekki eftir að hafa séð tvöfalda skiptingu hjá honum áður. Þetta klúður skrifast bara algjörlega á BR.

  33. Enn og aftur hörmungar 6.flokks mistök í vörn að kosta liðið gífurlega mikið. Virðist vera sama hver er þarna í hafsent. Maður er farinn að þrá að sjá Coates-svei mér þá!!!
    Ekkert nema snilld Suarez gaf liðinu von og hann upp á sitt einsdæmi. Liðið skapaði sáralítið með opnu spili og fyrirgjafir og hornspyrnur að vanda engu að skila. Hvað er með þessar hornspyrnur??? Við eigum svona 15-20 horn í leik og eigum ALDREI skalla eða skot á mark. ALDREI!
    Fannst skiptingar stjórans ekki gáfulegar. Liðið er með leikinn í höndum sér og 3-1 yfir. Af hverju að riðla takti liðsins svona?? Hefði mátt bíða með skiptingarnar til svona 20mín lengur.
    Af hverju stillir BR ekki upp með 2 frammi þegar liðið VERÐUR að skora mörk?? Þetta skil ég bara ekki. 4-5-1 enn og aftur enda skapaði liðið sárafá færi úr opnu spili. Hefði viljað sjá pung þarna og 4-4-2 með Sterling fremstan með hlaup og tosa vörn í sundir með hlaupum.
    Tímabilið endanlega ónýtt og maður er dauðhræddur um að Suarez yfirgefi liðið í sumar.
    Ég bið til Guðs um að sumarið framundan verði farsælt Liverpool á leikmannamarkaði. Klárum að losa sultur út og mönnum liðið þannig að það eigi möguleika á að blanda sér í topp 4.

  34. Góða kvöldið,

    það er í góðu lagi að Liverpool reyni að ala upp og búi til fótboltamenn. Að Liverpool skuli líka þurfa að reyna að ala upp framkvæmdarstjóra segjir í raun allt sem segja þarf um stöðu klúbbsins. Mr. Rodgers hefur nokkrum sinnum í vetur gert vægast sagt barnaleg mistök.
    “ Allen er hinn Wales-ki Xavi“. Einmitt leifðu drengnum bara að aðlagast í rólegheitum án þess að setja svona gríðarlega athyggli á hann.
    Svo er ég líka alveg gríðarlega ósáttur við skiptingarnar í kvöld. Liðið er komið í 3-1 og bullandi pressa í gangi þá skiptir hann Allen ( með bullandi sjálfstraust eftir markið) og Henderson (mauriðinn leikmaður) útaf fyrir Assaidi (hefur ekki spilað síðan í nóvember) og Shelvey (að mínu viti einn sá latasti í bransanum) og drepur þannig leikinn. Furðulegt í meira lagi en til að toppa þetta rugl að þá tekur hann Downing útaf, sem var klárlega að spila einn af sínum bestu leikjum fyrir Liverpool, fyrir Sterling (sem hefur ekki sýnt mér neitt annað en að hann getur hlaupið hratt án bolta). Við eigum kanski að fara tala um hvað við erum í góðum séns á 4. sætinu núna….F… O…Ef að næsta tímabil verður á svipuðu róli eftir ár að þá vil ég Mr. Rodgers í burtu frá klúbbnum.Eitt í lokinn, hvaða hroki er það að láta Andy Carroll fara? Hann hefði getað nýst okkur í fullt af leikjum í vetur.

  35. Ef Rodgers hefði ekki gert þessar skiptingar og við ekki skorað mark!

    Þá hefði grátkórinn blammerað Rodgers fyrir að gera ekki skiptingar!

    Og menn sem ætla eitthvað að fara dissa meistara Carra, og eru að benda eins og einhverjar leikskólakrakkar á leiðtogapistillinn sem birtist hér á síðunni um daginn og eitthvað að skjóta á Magga með það!

    Hvað er það? Eru menn virkilega ekki búnir að fylgjast með Carra síðustu 15 ár eða svo og ætla fara væla yfir þessum mistökum hjá honum í hans síðasta evrópuleik og fara efast um hæfileika hans sem leiðtoga?

    Get lofað ykkur því að það er enginn svekktari með þetta hann sjálfur!

    En tökum Anfield okkur til fyrirmyndar, þeir studdu okkar menn alveg þangað til lokaflautan gall!

    YNWA

  36. Skýrslan komin.

    Las kommentin eftir að hún kom en ætla að sitja hér með hálffullt glasið áfram. Ég er alveg sannfærður um það að þessi leikur skilaði heilmiklu í reynslubanka þjálfarateymisins og margra leikmannanna sem mun þyrsta í fleiri Evrópukvöld eftir svona læti og fjör.

    Það er nú varla vandamál fyrir þá sem vilja lesa um Carra aftur að finna um það lesningu. Menn tala mikið um pistilinn minn en það er t.d. hægt að lesa það sem Rodgers, Gerrard og fleiri töluðu um á undan mér. Og ég stend við allt sem ég skrifaði um hann. Minni menn en hann hefðu farið í kerfi og brotnað en það fannst mér hann alls ekki gera. En mistökin á hann, eins og margir aðrir áður í vetur. Því miður.

    Og varðandi skiptingar þá er alltaf svo gott að vera vitur eftirá. Ég hefði viljað halda Hendo inná og ekki nota Assaidi en eitthvað hlýtur hann að sýna á æfingavellinum sem hefur þýtt að Rodgers taldi hann geta breytt leiknum. Sem því miður kom ekki að þessu sinni.

    Svo tek ég undir það að ég er glaður að sjá menn lýsa ánægju sinni með Henderson, Downing og Allen. Það veit á gott held ég!!!

    Svo væri gaman ef einhver hefur grafið upp hvers vegna Skrtel var ekki í 18 manna hóp, er Rodgers að frysta hann núna eða var hann meiddur???

  37. Flott barátta hjá leikmönnum. En því miður too little too late. Leikurinn byrjaði í síðustu viku í Rússlandi.

    Rodgers hins vegar ekki jafn flottur. HÖRMULEGAR skiptingar hjá honum í kvöld.

    Shelvey alveg gagnslaus, búinn að missa trúna á honum.

    En hey, kannski er bara fínt að vera dottinn úr þessari keppni. Liðið getur núna einbeitt sér að því að ná 4. sætinu. Eða nei, bíddu…..

    Að lokum, Suarez er ekkert minna en stórkostlegur leikmaður og það verður risastórt helvítis kraftaverk ef við náum að halda honum í sumar. Það kraftaverk þyrfti að vera í formi stórinnkaupa hjá eigendunum, FSG. Það myndi mögulega fá þennan snilling okkar til að fá trú á því að liðið ætti einhvern séns á árangri á næsta tímabili. En eins og ég sagði, þá yrði það kraftaverk (lesist: “sé það ekki gerast – en FSG, plís troðið sokknum upp í kjaftinn á mér í haust”).

    Góðar stundir.

  38. Johnny #5: Fáranlegasta komment sem ég hef séð á þessari síðu, fyrr og síðar – kjáni.

  39. Varðandi það að skella skuldinni alveg á Rodgers þá bara það sem Grétar Magg sagði (Nr. 25).

    Það er hundlélegt að falla úr leik fyrir þessu liði en eftir að hafa lent 0-3 undir samanlagt (sem er hroðalegt, hreint út sagt hroðalegt) þá kom liðið vel til baka og spilaði að eðlilegri getu.

    Ég hef ekki verið mikill aðdáandi þess að hafa Carragher í liðinu í vetur og finnst hann ekkert hafinn yfir gagnrýni, hann gerði sjaldséð mistök í kvöld sem kostuðu okkur ÞENNAN leik en einvíginu töpuðum við í Rússlandi með klúðruðum færum þar og ódýru seinna marki sem við fengum á okkur. Miðvörðum Liverpool líður mjög augljóslega ekki vel í þessu leikkerfi og gengur oft hræðilega að spila sig út úr vandræðum og hafa fáar lausnir þegar lið pressa þá svona ofarlega eins og Zenit gerði í kvöld. Það getur kostað svona mistök, Carra gerði þau í kvöld, Agger og Skrtel hafa verið að gera þetta í allann vetur og Coates gerir svona án undantekninga fái hann séns, sama gegn hvaða liði. Flest lið virðast ná að refsa okkur fyrir þetta líka. Rodgers þarf að finna lausn á þessu og gerir það í sumar, alveg pottþétt.

    Hvað skiptingar varðar þá var þetta ekki tíminn fyrir tvöfalda skiptingu enda mikið momentum með liðinu. Fannst í lagi að skipta Allen út fyrir Assaidi/Sterling en ég hata þessar Henderson skiptingar. Ég greinilega sé ekki þessu voðalegu þreytu merki á honum og finnst við alltaf missa bitið af miðjunni þegar hann fer útaf.

    Annars fannst mér miðjan mjög góð í dag, Gerrard og Lucas mjög góðir, hrikalegur kraftur í Henderson og þetta var besti leikur Allen í mjög langan tíma sem var gott að sjá.

    Downing gefur okkur hrikalega lítið sóknarlega og endar allt of margar sóknir Liverpool. Hann gerir nánast allt annað mjög vel en ég vona að Liverpool fari bráðum að spila manni í þessari stöðu sem hefur ekki þann helsta kost að vera ekki fyrir sóknarhlaupum bakvarðarins. Reyndar kom ekki nógu mikið út úr hægri vængnum í dag því þetta var ekki besti leikur Johnson frá upphafi.

    Assaidi fannst mér koma vel inn í þennan leik og skil ekki alveg afhverju hann hefur verið frystur svona rosalega í vetur. Til hvers í fjáranum var verið að kaupa hann? Hann virðist alveg kunna smá í fótbolta a.m.k.

    Downing út fyrir Sterling þegar 6 mínútur voru eftir er svo varla skandall?

    Risa skita Liverpool í sumar varð okkur líklega að falli í þessu einvígi því ég er nokkuð viss um að annar sóknarmaður með Suarez hefði litið á þessa leiki sem veislu. Það er ekki hægt að lýsa því hversu illa við söknuðum Sturridge, sérstaklega í fyrri leiknum þar sem við áttum fullt af færum.

    Það segir samt of mikið um varnarleikinn að það dugi Liverpool ekki að skora þrjú mörk á Anfield í 32 eða 16 liða úrslitum Europa League (ég nenni ekki að athuga hvaða umferð þetta var). Þetta eins og gengið í deildinni þarf að stökkbreyta á næsta tímabili og er vel hægt.

    Þetta tímabil er svo gott sem búið núna í febrúar. Það er ekkert sem truflar okkur núna í deildinni og leikjaprógrammið ekki það erfiðasta. Það er því engin afsökun núna fyrir því að spila þá leiki ekki af fulllum krafti. Þeir sem eru ekki tilbúnir í það eru líklega ekki tilbúnir í að spila fyrir Liverpool mikið lengur.

    Liverpool verður að enda tímabilið af krafti, ef sama vonleysi verður upp á teningnum núna og á síðasta tímabili er ég nokkuð viss um að fjölmörg lið sjái sér leik á borði og reyni að ná Suarez í burtu. Hann verður ekki mörg tímabil í viðbót hjá liði sem endar tímabilið í febrúar. Hann er líka lykillinn að því að koma okkur á næsta level, það sáum við í kvöld og höfum séð í nánast hverjum leik síðan hann kom.

  40. Hrikalega stoltur af spilamennsku liðsins í kvöld og illa súrt að detta út úr keppninni þegar það er klaufa/aulaháttur leikmanna sem eru að tapa þessu einvígi en ekki skiptingar hjá Rodgers eins og sumir hér eru að tuða um, Carra….. hokin af reynslu gerir stjarnfræðileg mistök og reynir sendingu með vinstri undir pressu mjög ofarlega á vellinum, hann á að vita betur að ef að hann klikkar þá er hann búin að gefa mark, sem og hann gerði, hann sefur lítið í nótt. Suarez misnotaði 2 dauðafæri í fyrri leiknum þar sem hann var einn á móti markmanninum. Þessi 3 atvik hafa nákvæmlega ekkert að gera með Rodgers.

    Allen var að spila sinn 1. byrjunarliðsleik í 5 vikur og hefur að öllum líkindum verið sprungin og Henderson var búin að vera mjög hreifanlegur og djöflast í andstæðingnum um allan völl, er ekki frá því að Hendo hafi spila allar stöður vallarins nema GK í kvöld, mögnuð yfirferð á stráknum.

    Þegar liðið er búið að vera spila háa pressu í 60 mín að þá verður stundum að breyta til að fá meiri ferskleika, en breiddin margumtalaða í Liverpool er bara ekki meiri en þetta….. sorry! En hún verður meiri og betri á næsta og næstu tímabilum.

    Þrátt fyrir að detta úr keppni í kvöld er glasið allan daginn hálf fullt.

    YNWA.

  41. Þetta var stórkostlegur leikur hjá okkar mönnum og getum við borið höfuðið hátt eftir þetta, Carra var gríðarlega óheppin í þessu atviku þegar að Hulk skoraði en spilaði þrátt fyrir það frábærlega. Held að engum manni hafi langað meira að vinna þennan leik en Carra og var hann oft á tíðum frábær en ég vorkenni honum að ljúka evrópuferlinum sem leikmanni Liverpool svona, spái því reyndar að hann eigi eftir að upplifa mörg evrópukvöld í framtíðinni sem þjálfari okkar manna. Liverpool liðið heilt yfir var flott og mjög gott spil , frábær mörk og geðveik stemmning sem að skilaði sér vel inn í stofu. Við getum ekki farið fram á meira og vorum við óheppnir að ná ekki að skora á útivelli og var það sem að felldi okkur þetta er stundum bara spurning um stöngin inn eða stöngin út og var það okkar raun í þessu einvígi. Framtíðin er björt hjá okkur og erum við loksins komnir með lið sem að spilar dúndrandi sóknarbolta með fullt af ungum og efnilegum leikmönnum og stjóra sem að þorir að tefla djarft og á það eftir að skila sér. Næsti leikmannagluggi er gríðarlega mikilvægur ef að við náum að halda okkar bestu leikmönnum og kaupum c.a 2 alvöru leikmenn þá erum við komnir upp að hlið allra bestu liða í evrópu, vill að við kaupum gæði en ekki magn í næsta glugga. Horfaði á leikinn með ungum syni mínum og var þetta hin mesta skemmtun og mun ég leggjast á koddan í kvöld með góðar minningar um alvöru evrópukvöld. Öndum með nefinu og stöndum í báðar fætur þetta er að koma hjá okkur framtíðin er björt.

    YNWA

  42. Frábær leikur, frábær skemmtun, hetjuleg barátta og mm frá því að vera kvöld sem hefði verið talað um næstu 20 árin. Takk fyrir mig LFC, takk fyrir mig Brendan Rodgers og síðast enn ekki síst takk mig og fyrir alla 150 Evrópuleikina Carra !

  43. Asskotans óheppni hjá okkar varnarmönnum stundum en skemmtilegur leikur.

  44. HFF. Suarez snillingur, Carragher var, er og verður LEGEND þó svo að ein sending hafi klikkað. Einhverjir að hlæja að ” team of Carraghers ” 🙁 skammist ykkar og hugsið áður en þið sendið svona inn því þeir eru ekki margir eins og hann, því miður. En núna bara 4. sætið.
    YNWA

  45. Skrtel meiddist á æfingu Maggi, fékk högg á hnéð en er ekkert alvarlegt held ég. Takk fyrir skýrsluna og mikið svakalega var gaman að horfa á þennan leik. Vildi óska þess að ég hefði verið á þessum leik. Þvílík stemmning. YNWA.

  46. Lungað af peningum í sumarglugganum fer í að finna arftaka Carra. Skrtel og Agger hafa sýnt það í vetur að þeir eru ekki að fúnkera saman. Gerrard verður 33 ára núna í maí og hver á að taka við af honum?Ég segji það enn og aftur…ég hef ekki trú á að Sterling verði þungaviktarmaður í ensku úrvalsdeildinni og Shelvey er ekki að heilla mig.Ég nenni ekki að fletta því upp……en af hverju var Dalglish látinn hætta?Mig hefur lengi langað til að sjá Barcelona spila við Stoke. Er einhvar alveg sannfærður um að reitarboltinn sem Mr. Rodgers vill spila, líkt og Barca gerir, virki eitthvað á Englandi?Mesti snillingur enskrar knattspyrnu á okkar tímum (ég efast um að árangur hans verði toppaður) “Sörinn” hefur allað tíð látið sitt lið bara spila beinskeittan fótbolta ekkert dúttl. Verjast þegar þess þarf og sækja þegar liðið er með boltann og bara skora meira en andstæðingurinn. Einfallt og árangursríkt og liðið ekki skipað dvergum.Hvað ætli meðalhæð leikmanna Liverpool hafi lækkað mikið við komu Mr. Rodgers og hans kaupstefnu?

  47. Varðandi Carragher þá var þetta auðvitað slæmur endir á glæsilegum ferli í Evrópukeppnum. Ein mistök í Europa League koma samt líklega ekkert til með að svíða mikið meira en í kvöld og nótt. Þegar hann hættir man enginn eftir þessu heldur þessu:

  48. Ánægður með skiptingarnar. Alltaf nauðsynlegt að taka tvöfalda skiptingu þegar lið er búið að skora 3 mörk á 60 min. Þýðir einfaldlega að liðið hafði of mikla yfirburði og það þurfti að jafna liðin annars hefði 4 markið komið. Áfram uppbyggingin. #TacticalGenius

  49. frábær leikur! Suarez er að spila á öðru leveli en restin af leikmönnunum (þá er ég að tala um leikmenn í báðum liðum). Ég er viss um að verði virkilega erfitt að halda honum í sumar, en ættum hæglega að geta fengið allt að 60 mills fyrir hann (þetta 40 mills sem var í umræðunni e-n tímann er glórulaust)

  50. Ekki vafi að Enrique var í góðu lagi í kvöld eins og Agger. Lucas á réttri leið. Aðrir hafa spilað betur. Verðum bestir á þessarri öld eins og þeirri síðustu. Langlundargeðið lifi!

  51. Með öðrum og beinskeittari orðum varðandi næstu leikmannaglugga. Næstu leikmannagluggar fara ekki í það að bæta liðið þ.e. sterkari maður inn fyrir lakari. Næstu gluggar fara í að finna arftaka í “hryggsúlunni” til að halda liðinnu í 10. – 7. sæti. Það er sorglegt til þess að hugsa, þótt hann hafi átt góðan leik í kvöld þar til honum var óskiljanlega skipt út af, að þá er Allen að spila best af þeim leikmönnum sem Mr. Rodgers hefur fengið til Liverpool! Það þarf risa budget í sumar til þess að halda leikmönnum á borð við Suarez hjá klúbbnum.

  52. ÞHS

    Næstu leikmannagluggar fara ekki í það að bæta liðið þ.e. sterkari maður inn fyrir lakari. Næstu gluggar fara í að finna arftaka í „hryggsúlunni“ til að halda liðinnu í 10. – 7. sæti.

    Kjaftæði, næsti gluggi og vonandi næstu gluggar eiga einmitt að fara í að styrkja ungt og efnilegt liðið og alveg jafn mikil ástæða (ef ekki meiri) til að vera bjartsýnn á að það verði raunin eins og svartsýnn.

  53. Jæja, við erum í sjöunda sæti í deildinni og duttum út úr evrópudeildinni fyrir þriðja besta liði Rússlands. Snilld. Jæja nú get ég farið að einbeita mér að því að halda með Real Madrid á móti rauðnef og félögum.

  54. Óskiljanlegt að taka Hendo út af sem var allt í öllu enda þynntist miðjan verulega þegar hann fór af velli. Stefnir í svart tímabil hjá okkar mönnum þar sem einstaklingsmistök varnarmanna hafa verið allt allt allt of mörg. Sömuleiðis hafa eigendur og stjórinn drullað feitt upp á bak að styrkja ekki hópinn meira en raun ber vitni. Við stefnum hratt í átt að miðlungsliði ef ekkert verður gert. Það er í raun ekkert sem verður bjargað annað en meistaradeildarsæti fyrir þetta tímabili og það nánast engin séns á því miðað við mannskap liðina fyrir ofan okkur vs Liverpool. Vonandi koma ungu leikmennirnir og ungi stjórinn reynslunni ríkari næsta tímabil með góða styrkingu í sumarglugganum frá eigendunum. En þetta segir maður á hverju ári og alltaf sömu vonbrigðin!

  55. Er í lagi að fotbolti.net sé að beinþýða fréttir án þess að geta heimilda ?

  56. Skil bara ekki þetta bras með Shelvey, maðurinn getur ekki spilað knattspyrnu svo almennilegt sé. Liðið var feikilega gott í kvöld en þetta spil með boltann í vörninni er enn og aftur að gera okkur grikk. Suarez klárlega bestur og svo finnst mér Gerrard vera slappast í hornspyrnunum, löngu búinn með aukaspyrnurnar. Hvað klikkar hjá honum næst?

  57. Hvaða frétt eru þeir að beinþýða? Þeir vitna í Rodgers (taka það fram) og varla fara þeir að breyta því sem hann sagði er það?
    Annars er maður eiginlega hættur að nenna að lesa viðtöl við hann eftir leiki, maður fær stundum kjánahroll og sérstaklega eftir tapleiki.

  58. Elsku fólk! Þið hefðuð rakkað niður alla aðra en gamla fyrir svona mistök. Honum er fyrirgefið allt. En leikurinn tapaðist ytra eins og fram hefur komið, Suarez með öll sín færi, honum tókst þó nærri því að lagfæra það í dag en því miður.
    Það sást svo bersýnilega í þessum leik eins og fram hefur komið að breiddin er lítil og það er ein megin ástæðan fyrir því að menn gagnrýna þessar skiptingar. Við eigum tvo nýkeypta uppí stúku sem vonandi hjálpa okkur í þeim leikjum sem eftir eru í leiðinni að næstu Evrópu. Get samt engan veginn dæmt Cautinho (hvernig sem maður skrifar nafnið) fyrr en hann hefur spilað alvöru leik gegn alvöru liði (tel einfaldlega ekki Swansea leikinn með). En núna vona ég svo innilega að liðið þjappi sig saman, helli jafnvel aðeins í sig í kveld og rífi svo restina í sig enda frí um næstu helgi:)

    Keep on the good woork!
    YNWA!

  59. Allen, Lucas og Gerrard finnst mér ekki góð miðja. Það vantaði meiri sóknarþunga heldur en það og í raun einstaklingsframtak Suarez sem hélt okkur inn í leikum. Síðan kom fáránleg skipting Assaidi og ljóst að það átti að reyna eitthvað út í bláinn af æfingasvæðinu. En þetta var allavega hörkuleikur að horfa á og liðið á hrós skilið að hafa unnið 3-1.

  60. Eins og Carra er mikil “legend” þá sér maður alveg fyrir að eftir 20 ár verði hans helst minnst fyrir nokkur hrikaleg mistök á ferlinum. sjálfsmörk á móti scums og svona flop eins og í kvöld. Sem er synd því maðurinn er liverpool í gegn, sem kannski er soldið týpiskt 😉 miðað við alla okkar heppni..

  61. Flottur leikur hjá flottu liði.

    Án þess að fynnast Carrager einhver frábær fótbolta maður þá komst hann mjög vel frá þessum leik og gerir ein slæm mistök. “Ef þú gerir ekki mistök gerir þú ekki neytt.” En það er einmitt það sem Carra hefur, (hann hefur alltaf gert mikið og meir en flestir) aðrir mættu taka það sér til fyrirmyndar.
    Fannst Assaidi koma sterkur inn en kannski ekki allveg í takt við liðið en kæmi mér ekki á óvart að hann ætti eftir að verða góður á næsta ári.

    Það eru ótrúlega margir vælukjóar hér inni að skrifa, sem gerir lítið úr þessum góða sigri okkar manna.

    Vælukjóar sem gera lítið úr Liverpool FC eru ekki góðir stuðningsmenn.

    Væri ekki nær að segja eitthvað svona.

    Frábær sigur okkar manna en hefði vilja sjá Brendan gera þetta eða hitt en engin veit sýna æfi fyrr en öll er?

  62. Það er oft sagt að fótbolti sé liðsíþrótt þangað til markmaður gerir mistök, ætli það geti ekki alveg átt við varnarmenn í sumum tilvikum? Carragher hittir boltann mjög illa, og skítt með það, þetta voru mistök sem fáir myndu sjá eins mikið eftir og hann. Þetta hefur ekkert með fótboltahæfileika að gera, hversu oft hefur Suarez hitt boltann svona illa fyrir framan markið sem hefur kostað okkur stig? Carragher var frábær það sem eftir lifði leiks og á skilið hrós fyrir það.

  63. smoogmz (#65) segir:

    Eins og Carra er mikil „legend“ þá sér maður alveg fyrir að eftir 20 ár verði hans helst minnst fyrir nokkur hrikaleg mistök á ferlinum. sjálfsmörk á móti scums og svona flop eins og í kvöld.

    Neibb. Delle Alpi og Ataturk árið 2005 eru minningarnar sem fólk mun rifja upp aftur og aftur. Það var leiðinlegt að hann skyldi kveðja Evrópukeppnirnar með þessum hætti í gær en hans verður ekki minnst fyrir slíkt eftir 20 ár.

  64. Strax eftir markið skipti Rodgers tvisvar. Hendo og Allen fóru út og í stað þeirra komu Shelvey og Assaidi. Tvær skiptingar komu mér á óvart og enn meir að sjá Assaidi fá sénsinn svo snemma. Þeir tveir byrjuðu líflega og Shelvey dúndraði í hliðarnetið en svo kom lítið meir frá þeim. Því miður.
    Shelvey var æstur og duglegur en fjaraði út, Assaidi sýndi mér lítið og Sterling fékk sennilega of lítinn tíma.

    Gæti ekki verið meira ósammála þessu með Assaidi, þeir áttu í vandræðum með hann á kantinum þegar að hann var að fífla þá út í horni. Lék á varnarmenn og kom boltanum fyrir eða þá lagði hann út á Enrique sem sem var frír vegna þess að Assaidi var búinn að draga varnarmennina að sér. Mér fannst Enrique oft á tíðum vera alltof mikið að þvælast ofan í Assaidi og draga fleiri varnarmenn að honum í staðinn fyrir að leyfa Assaidi að leika sér að honum og skapa hættu.

    Assaidi á helling inni og með meira sjálfstrausti og spilatíma getur hann verið það sem menn vonuðust í Downing þegar að hann kom til félagsins á sínum tíma.

    En leikurinn flottur og þó svo að við fórum ekki áfram þá er ég gríðarlega sáttur með að liðið gafst ekki upp.

    Með svona spilamennsku þá ættum við geta safnað stigum og komið okkur upp töfluna fyrir lokaflautið í maí.

  65. Manni blöskrar hreinlega sumar athugasemdirnar hérna. Snakk étandi, bjórdrekkandi FM ….vitar. Það er ekki eins og BR hafi haft bekkinn fullan af einvherjum snillingum. Hann er gagnrýndur harðlega fyrir skiptingar, hann er líka gagnrýndur fyrir að gera ekki skiptingar samanber þar síðasta leik.

    Það er ósköp auðvelt að vera lítill kall í Grafavoginum, inn í herbergi hjá mömmu og pabba og hella sér yfir skiptingar BR. Ég held að það væri nærri lagi að klára heimalærdóminn og fara bara snemma að sofa.

  66. Sælir félagar

    Hef ekki skrifað hér lengi en get ekki lengur orða bundist yfir þeim miklu snillingum sem hér oft tjá sig og hafa einstakt lag á að gagnrýna stjórann og liðið eftir frábæra frammistöðu.

    Hér fárast menn úti skiptingar stjórans og eru svo rosalega með þetta allt á hreinu, hvernig við áttum að klára þennan leik og komast áfram. Málið er nú bara þannig að BR er stjóri þessa liðs, hann er með leikmönnum flesta daga, hann metur hvern og einn leikmann, form og annað ástand ásamt sínum aðstoðarmönnum. Kannski væri rétt að þeir sem voru með honum á hliðarlínunni í gær rétti upp hönd?, ok það var semsagt enginn, ja eða bara einhver sem var með í vikunni á æfingum?, nú enginn heldur?
    Það að stjórna liði í ALVÖRU er annað en í FM, við höfum bara ekki hugmynd um hvers vegna þessar skiptinar voru gerðar, kannski var ALLEN eh tæpur, ja eða Henderson. Getur verið að þessi mikla pressa og ákefð hafi tekið sinn toll og nauðsynlegt að skipta? Þurftum við eitt mark enn? Hvað ef BR hefði gert þetta en ekki hitt?

    Það er alveg kristaltært í mínum huga að BR að gera mjög góða hluti með liðið, það er bara allt annað að horfa á þetta lið en td í fyrra, það er plan í gangi og kerfi sem spila á eftir. Mér finnst í raun ótrúlegt hvað hann hefur gert mikið á stuttum tíma. Í fyrra vissi maður ef Liverpool lenti undir þá var leikurinn búinn, kannski sjéns á jafntefli, í dag hefur maður alltaf von þökk sé nýjum stjóra með nýjar áherslur.

    Í vetur höfum við spilað marga mjög góða leiki og spilað frábæran bolta, og tekið svo eitt og eitt skref afturábak (WBA, Aston Villa td), sem er ekkert annað en maður bjóst við og sættir sig við þetta tímabilið, nýr stjóri, nýjar hugmyndir, allt tekur þetta tíma.

    VIð púllarar eigum að gleðjast yfir því að nú loks glittir í betri tíma, en aðeins ef BR er gefinn sá tími sem hann þarf og í kvöld unnum við frábæran sigur og sýndum kraft og vilja, leikur sem gefur manni góða von um betri tíma.

    YNWA

  67. Mér finnst nú óþarfi að taka menn alveg af lífi þó þeir leyfi sér að gagnrýna skiptingar BR. Vissulega bauð bekkurinn ekki uppá mikla möguleika en það má alveg halda því fram að þegar liðið virðist vera að virka og hefur tekist að skora 3 mörk, og vantar 1 í viðbót, þá eigi bara alls ekki að skipta nema brýn nauðsyn sé vegna meiðsla. Allavega er ljóst að takturinn datt niður og lítið gerðist eftir skiptingarnar. Svo lengi sem menn sýna kurteisi eigum við að geta skiptst á skoðunum hérna.

  68. Mér fannst þessi leikur frábær skemmtun þó svo að þetta hafi ekki dugað til þess að komast í 16 liða úrslit Evrópudeildarinnar því miður.
    Menn sýndu mikinn baráttuvilja í því að komast úr vitavonlausri stöðu, 3 mörkum undir í að eiga verulegan séns.

    Alvöru Evrópukvöld á Anfield með öllu því drama sem fylgir.

    Maður á nátturulega ekki orð yfir Suarez frekar en oft áður, þeir örfáu sem hingað til hafa ekki getað tekið undir þegar sagt er að hann sé einn af bestu leikmönnum heims eru eflaust ennþá gapandi eftir þessar aukaspyrnur í gær.

    Assaidi fannst mér flottur, leikinn og olli nokkrum sinnum erfiðleikum hjá varnarlínu Zenit, skil ekki alveg þá sem sáu það ekki. Mig grunar að sá piltur eigi eftir að standa sig.

    Carra gerði ein mistök í gær, ein, og þau eru partur af ástæðunni af hverju Liverpool datt út í gær, en aðlaorsökin er samt sú að Liverpool gróf sig ofan í of djúpa holu í frostinu í Sankti Pétursborg í síðustu viku.

    Ég hreinlega get ekki séð að Rogers hafi gert einhver mistök í gær, tempóið var hátt og menn hlupu útum allt og gáfu sig í hvern einasta bolta, það var algerlega nauðsynlegt að fá ferska fætur inná völlin.

    Okkar menn geta borið höfuðið hátt eftir frammistöðu gærkvöldsins, sýndu allar sína bestu hliðar, börðust og unnu 3-1 sigur.
    Ég var allavega stoltur af leik okkar manna í gær.

  69. Rosalegur leikur en því miður ekki úrslitin sem maður vonaðist eftir. Liverpool menn létu þó Zenit berjast fyrir þessu og þeir eru vel að sigrinum komnir og okkar menn þurfa ekki að ganga hnýptir frá þessari keppni.

    Ég var hissa þegar Assaidi kom inn á en ef mig misminnir ekki þá fiskaði hann aukaspyrnuna sem Suarez skoraði þriðja markið úr eða var það kannski rétt á eftir???

    Allavegana þá held ég að við værum núna að kvarta yfir skiptingaleysi ef Rodgers hefði ekki gert skiptingar og þetta var einfaldlega bekkurinn sem hann hafði úr að moða…..hvort hann tók réttu mennina út af er svo annað mál en ég held að það sé full ósanngjarnt að ætla að kenna honum um tapið vegna þessara skiptinga. Við skoruðum tvö mörk úr aukaspyrnum og eitt eftir stórkostlegan samleik en þrátt fyrir það fannst mér við ekki vera að fá neitt mikið af efnilegum færum þess fyrir utan og því eðlilegt að huga að skiptingum.

    Mér finnst þessi keppni mjög skemmtileg sárabót þegar CL er ekki til staðar og vona ég innilega að liðið náði þó að komast aftur í Europa league næsta vetur því það þýðir einfaldlega fleiri Liv leiki að horfa á og það vil ég.

    Núna er hæfilegt leikjaálag framundan og allur hópurinn til staðar, mikið rosalega vona ég að menn stimpli sig út með sóma í lok tímabilsins. Það er til mikils að vinna.

    Persónuleg hefur mér fundist sóknin mjög góð í vetur, rangar ákvarðanir á lokametrunum hafa reyndar kostað okkur mjög mikið en það hefur engu að síður batnað mikið frá því sem var í fyrra. Vörnin er og hefur verið í vetur okkar akkilesarhæll. Ég held að við séum með marga menn sem eiga alveg að geta blómstrað vel í þessu kerfi varnarlega séð hjá okkur eins og Reyna, Agger, Johnson, Enrique en ég held að nýr miðvörður af dýrari týpunni sé mest aðkallandi fyrir sumarið, hvað finnst mönnum um að reyna við Shawcross?

    kv
    al

  70. Ekki úr vegi að lesa það sem stjórinn segir eftir leik held ég…

    http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/rodgers-the-world-s-best-family

    Sammála honum þarna, þetta lið sem við spiluðum við er gott lið og lítið hægt að biðja um meira, þó maður hafi látið sig dreyma um ógleymanlegt Anfieldkvöld…

    Sérstaklega glaður með tvennt sem hann talar um. Í fyrsta lagi að hann ætlar að keyra liðið áfram fram yfir síðasta leik og hefur sjálfstraust til að lofa okkur því að næsta haust verði liðið betur statt þar sem strúktúrinn á klúbbnum er nú kominn í skorður. Það er að mínu mati lykilatriði til að ná árangri til framtíðar, það tekur svo miklu meira en eitt tímabil að koma okkar klúbb í alvöru gang.

    Hitt er svo það hvað hann var upprifinn yfir stemmingunni í gær og hann sagði það sem ég var að vona, hann þráir fleiri svona kvöld og svona leiki – er sannfærður um að leikmennirnir gera það líka og menn verða enn meira “drifnir” áfram í að klára málin vel!

  71. Þessi leikur var frábær skemmtun. Liðið spilaði á flottu tempói allan leikinn og það var unun að sjá alvöru passion í leikmönnum. Góður sigur en leiðinlegt að komast ekki áfram í keppninni.

    Margir hafa talað um að nú sé sko kominn tími fyrir eigendur liðsins að setja almennilegan pening í leikmannakaup til að styrkja hópinn. Eftir að hafa litið lauslega yfir leikmannakaup Liverpool frá því FSG komu inn þá telst mér til að það hefur verið eytt u.þ.b. 170 milljónum punda í leikmannakaup. Eða um 34 milljónum per glugga. Það er nú bara nokkuð gott finnst mér. Það eru helst þeir sem hafa stýrt kaupunum sem ætti helst að gagnrýna. Féð hefur ekki verið nýtt nógu vel.
    Rodgers hefur keypt leikmenn fyrir um 54 milljónir síðan hann tók við. ( fyrir utan 4,4 milljónir í Sahin og 1,1 fyrir Yesil í raun þá 59 milljónir ). Þetta er bara nokkuð góð upphæð.

    Kannski snýst meira um að kaupa gæði frekar en að kaupa marga leikmenn.

  72. Er ekki hægt að setja aldurstakmark á kommentakerfið? Sýnist ekki veita af!!

    Annars frábær leikur!!!

    YNWA

  73. 74 Alexander: nei það var Suarez sjálfur sem fiskaði aukaspyrnuna. Áhorfendur sungu “Steve Gerrard Gerrard” (Que Sera Sera – http://www.youtube.com/watch?v=MXQTWCTc0aI) og vildu greinilega að hann tæki spyrnuna, en sem betur fer fékk Suarez að spreyta sig. Assaidi kom svo inn á strax eftir markið. Persónulega fannst mér hann vera góður.

  74. Ég spái að Carra gefi út fljótlega að hann spili eitt tímabil í viðbót, ég hreinlega trúi ekki að hann, m.a. með tvo Evróputitla á bakinu, ljúki Evrópuleikjaferli sínum með þessum hætti – hann hlýtur að vilja leiðrétta þetta!

  75. Góð leikskýrsla líka á Liverpool Echo, og svo líka smá raunveruleikatékk þar sem þeir segja þetta.

    “Liverpool should never settle for mediocrity. But reality bites. It certainly bit them hard in this tie.”

  76. Maður hefur staðið sig að því að vera oft mjög pirraður eftir frammistöður liðsins í vetur þrátt fyrir að maður vissi að það tæki tíma að byggja upp nýtt lið, en mér finnst liðið á réttri leið. Mér finnst liðið spila skemmtilegan bolta og gera það betur og betur og sýndu það einmitt meðal annars í gær að þeir hafa getu og þor til að spila boltanum frá aftasta manni og fram völlinn staðin fyrir að vera endalaust með langar kýlingar fram völlinn sem skila yfirleitt ekki miklu.

    Brendan Rodgers er á réttri leið með liðið að mínu mati og fyrir tímabilið gerði maður sér grein fyrir að þetta tímabil yrði erfitt þar sem hann er ekki með mjög breiðan hóp af leikmönnum, við verðum aðeins að slaka á og gefa honum tíma og standa við bakið á honum þó á móti blási í augnablikinu en það munu koma betri tímar. Á næsta tímabili myndi ég vilja sjá meiri stöðugleika og fleiri stig í hús og vera ofar í deildinni þar sem þessi mannskapur sem nú er að spila er orðinn vanur hans leikkerfi og veit til hvers er ætlast plús að einhverjir leikmenn verði keyftir í sumar sem munu styrkja hópinn frekar.

    Og ég er algjörlega sammála Sigurjóni nr 71 í öllu sem hann segir þar!!

  77. NEnni ekki að lesa öll þessi comment, Þessi leikur var góð skemmtun en mikið djöfull sem eg meika ekki Shelvey jesus … en nóg um það … Skrtle var skelfilegur a móti Oldham minnir mig og var tekinn út eftir það og Carra inn. I gær gerði Carra þessi frabæru mistök og svo í seinni hálfleik á síðustu mínútunum (þar á meðal þegar 30 sec voru eftir af uppbótartíma) ÞA GEFUR HANN TIL BAKA !! Er eg einn um það að finnast hann í 90% tilfella gefa til baka frekar en að bomba fram eða kooma honum á miðjumann ? Mér finnst oft þegar maður er að horfa á leiki með okkar mönnum og við þurfum þennan 90+ winner að varnamennirnir og einhverjir á miðjunni sé bara að spila sín á milli eeins og við séum að vinna (þegar við erum auðvitað að tapa).

    Annars finnur maður vel muninn á evrópudeildinni og CL … Ég gekk út af Spot í gær og mér var í rauninni alveg sama að við hefðum dottið út á meðan ég gat tuðað endalaust eftir tapleiki i CL á Players hér fyrir “nokkrum” árum 🙂

  78. Sorry en við þurfum menn í staðinn fyrir Carra og King Steven G!, þeir eru orðnir of gamlir miðan við hraðan á fótboltanum í dag! #Staðreyndsemviðþurfumaðsættaokkurvið!!!!

  79. Fyrir utan þessi mistök hjá Carra, þá spilaði hann ágætlega. Mér fannst Gerrard og Johnson verstir, en mér finnst Johnson einstaklega ofmetinn leikmaður. Ég held að liðið geti teki meira gott heldur en slæmt úr þessum leik þar sem þeir sýndu gríðarlegan karakter.

    Nr #25 og #70 eru alveg með þetta. Liðið er búið að spila 3 leiki á 10 dögum sem er mikið álag.

  80. Eftir að hafa lesið fyrstu 35 athugasemdirnar, hef ég ákveðið að þetta er í síðasta skipti sem ég asnast til þess að lesa kommentin á þessarri annars góðu síðu, laters

  81. 85

    Já Gerrard er orðinn alltof gamall.
    Most assists big 5 leagues: Iniesta (13), Hamsik (11), Muller, GERRARD, Podolski, Mata, Payet, Valero, Cesc, Messi (9).

  82. Sælir félagar

    Ég vil taka undir með þeim mönnum sem hér hafa komið inn og hrósað liðinu, leikmönnum og stjóra fyrir frábæra frammistöðu í leiknum í gær. Aðrir sem hafa hnýtt í stjórann og einstaka leikmenn ættu að stinga upp í sig snuðinu og totta það þangað til þeir hafa þroska til annars.

    Eins og margir viti bornir menn hér á síðunni hafa bent á var Carra frábær í þessum leik fyrir utan þetta eina “kinks” sem að vísu var dýrt. Í framhaldi af því má benda á að Agger, sá góði drengur, lagði upp marktækifæri fyrir andstæðingana sem Reina varði frábærlega. Því miður tókst honum ekki að verja frá Hulk enda framherji á heimsmælikvarða.

    En takk fyrir góða skýrslu og að mestu góðar umræður um þennan leik.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  83. Hjartalega sammála 87 mér þykir miður hvað menn er duglegir að drulla yfir okkar ástkæra lið, ég segji þroskist eða farið að halda með öðru liði.

  84. Sæl öll.

    Eftir að hafa lesið öll kommentin hér þá er ég eiginlega hálf orðlaus,vonlaus og hálf grátandi. Mínir menn spiluðu flottan bolta þeir börðust eins og ljón og þeim langaði SVO mikið til að vinna en reglur um mark á útivelli varð þeim að falli. Það var nefnilega jafnt bæði lið höfðu skorað 3 mörk. Svona er lífið en við eigum nú ekki að tapa okkur í merkingarlausri gagnrýni sem inniheldur orðin Fokking, og skita og drulla og fleira í þeim dúr. Getum við sófastuðningsmenn á Íslandi dæmt um það hvað voru réttar eða rangar skiptingar vissum við hvernig ástand leikmanna var?
    Nei við vissum ekki neitt um það enda fæst knattspyrnustjórar.
    Í vikunni var mikið talað um pabbann sem gagnrýndi dóttir sína fyrir lélega frammistöðu. Hún var þó komin á meistaramót í skíðaíþrótt og lenti í 66 .sæti af 104 eitthvað svoleiðis. Netheimar loguðu og öllum fannst hann ótrúlega vondur en ég held að miðað við kommentin hér þá þurfa íslensk börn og unglingar að fara að búa sig undir svona því sumir sem hér kommenta leggja meira upp úr að skammast og rífast og nota þessi leiðinda orð, heldur en að koma með uppbyggilega gagnrýni byggða á vitneskju eða það sem þeim finnst….nema þeim finnist bara allt fokkings skita og drulla upp á bak.

    Ég hef ekki haft mig í að skrifa hér inn eftir leikinn fyrr en núna því mér bara ofbauð leiðindin og mannvonskan. Erum við ekki bara að tala um fótbolta? Fallegustu og skemmtilegustu íþrótt í heimi og við erum stuðningsmenn fallegsta og besta liðs í heimi…Ég hélt það.

    Hugsum alltaf áður en við tjáum okkur hér því það sem komið er á netið á það til að dreifast um allt og verður alltaf hér……

    Þangað til næst …. YNWA

  85. Jæja þá er hægt að fara láta sig dreyma um árangur á næsta tímabili

    Sturridge Suarez
    Coutinho Gerrard Lucas Nýr
    Enrique Agger Nýr Johnson
    Nýr

    Á bekknum Borini, Henderson, Sterling, Allen, Skrtel, Kelly, Jones

    Þetta lið fer í meistaradeildina……!

  86. Stöndum saman.Ég elska að horfa á srákana og þið líka. Nú snúum við bökum saman og fögnum svo meistara Didi í vor.
    Þetta er á réttri leið.
    kv.Vési og það er síðasti föstudagurinn í mánuðnum og ég og fékk nuddað úr ´onum.

  87. Mér verður hálf óglatt að lesa kommentin hérna um Shelvey… Hann er rétt að verða 21. árs og var flottur í byrjun tímabils þótt hann hafi svoldi horfið núna. Sýniði ungum leikmönnum félagsins þolinmæði eða fariði að styðja annað lið takk fyrir. Nenni ekki svona rugli eins og átti sér stað í kringum Lucas 3 árum.

    Skil ekki alveg hvernig margir hérna geta verið spenntir fyrir hinum og þessum efnilegum leikmanni þegar það er síðan enginn þolinmæði fyrir að því að leikmaðurinn fái að þroskast úr því að vera bara efnilegur í það að verða góður.

Liðið gegn Zenit

Vilt þú auglýsa á Kop.is?