Nýr föstudagur, ný helgi fram undan og nýr leikur á döfinni hjá Liverpool. Það eru níu leikir eftir í þessari Úrvalsdeild og Liverpool á ennþá ágætis séns á Evrópudeildarsætinu og langsóttari séns, en séns þó, á Meistaradeildarsæti. Að þessu sinni fer liðið eins langt suður og hægt er innan Úrvalsdeildarinnar og heimsækir Southampton.
Af mótherjunum er það helst að frétta að þeir eru nokkurn veginn þar sem menn bjuggust við fyrir tímabilið. Liðið er í 16. sæti, fjórum stigum frá fallsæti, en hefur ekki kannski alveg tekist á það flug sem menn þar á bæ vonuðust eftir þegar Nigel Adkins var skipt út í stöðu knattspyrnustjóra fyrir Mauricio Pochettino. Pochettino hefur haldið áfram sama baráttuanda og hefur einkennt Southampton í vetur en liðið hefur ekki alveg blómstrað ennþá. Liðið vann reyndar frækinn heimasigur á Manchester City í byrjun febrúar en hefur síðan þá tapað tveimur og gert eitt jafntefli í síðustu þremur deildarleikjum.
Þannig að hér er um hina klassísku nýliða að ræða – lið sem berst af hörku, selur sig dýrt á stemningsheimavelli, getur á góðum degi unnið hvaða lið sem er en þeir góðu dagar eru helst til of fáir og langt á milli.
Af Liverpool er það helst að frétta að liðið er á miklu flugi. Eftir tvö jafntefli í röð á útivöllum gegn Arsenal og Manchester City og svo óvænt tap heima gegn West Brom hefur liðið í fyrsta skipti á leiktíðinni unnið þrjá deildarleiki í röð og það með markatölunni 12-2. Það er vonandi að liðið breyti þeirri tölu í fjóra sigra á morgun.
Það er nokkuð auðvelt að spá byrjunarliði eftir síðustu helgi. Aðeins er spurning hvort Pepe Reina verði orðinn heill til að byrja í markinu en að öðru leyti má gera fastlega ráð fyrir óbreyttu liði:
Reina/Jones
Johnson – Carragher – Agger – Enrique
Downing – Gerrard – Lucas – Coutinho
Sturridge – Suarez
Mín spá: Liverpool hafa verið liða bestir gegn andstæðingum úr neðri hluta deildarinnar og því er lítil ástæða til annars en að ætla að það haldi áfram … eins lengi og liðið leikur á fullri getu á morgun. Ég spáði því þegar tíu deildarleikir voru eftir að liðið ætti eftir að klára tímabilið eins og það hefur leikið hingað til, það er að liðið spili flottan bolta og safni stigum en muni eflaust klúðra tveimur leikjum óvænt af síðustu tíu. Það gæti allt eins gerst á morgun eins og gegn einhverju öðru liði.
Ég ætla engu að síður að vera bjartsýnn og spá okkur 3-1 sigri. Southampton berjast af hörku og skora fyrsta mark leiksins en gæðamunurinn segir til sín á endanum og við siglum fram úr.
Vona að ég hafi rétt fyrir mér. Eigið góða helgi, sérstaklega á milli þrjú og fimm síðdegis á morugn. Áfram Liverpool!
Everton fær City í heimsókn, Arsenal á Swansea úti eftir erfiðan Evrópuleik og þeirra lang besti leikmaður var að meiðast, Chelsea og Tottenham eiga bæði lundúnaslag á heimavelli eftir erfiða Evrópuleiki. Það er nokkuð víst að þarna munu einhver stig tapast og við verðum að nýta okkur það.
Ég held að Sturridge Suarez comboið frammi verði heimavallartaktík í framtíðinni.
Kæmi mér ekkert á óvart ef Sturridge byrjaði á bekknum og Allen væri í byrjunrliðinu í 4-3-3.
Annars eru svona 90% líkur á að Suarez skori í þessum leik. Gerrard, Coutinho og Downing eru líkegir þarna fyrir aftan. Spái markaleik 4-3 fyrir okkur í thriller.
Held að Sturridge og Suarez byrji frammi. Sturridge er að taka menn meira til sín þannig að það losnar um Suarez. Leikurinn fer 3-0. Suarez,Sturridge og Cautinho með mörkin.
Nr. 2
Við eigum 9 leiki eftir, ekkert leikjaálag og ekkert nema deildina til að keppa um. Sturridge hefur gjörbreytt leik liðsins, aðallega með því að gefa Suarez og öðrum meiri tíma og ég efa að hann verði á bekknum í neinum af þessum leikjum, ekki nema hann sé tæpur vegna meiðsla. Ég ætla a.m.k rétt að vona ekki.
Joe Allen er síðan meiddur út tímabilið eftir aðgerð.
Það er svo gríðarlega mikilvægt að taka 3 stig úr þessum leik og setja smá pressu á liðin fyrir ofan okkar.
Ef að liðið heldur áfram að hirða stig þá er ekkert vonlaust að ná Arsenal eða Chelsea sem eiga erfiðari leiki eftir en við.
Liverpool spilar einn leik í viku á meðan að hin liðin eru að keppa á fleiri vígstöðum og það verðum við að nýta.
En mikið væri það eftir bókinni að tapa stigum í þessum leik.
Þessi leikur verður bara að vinnast og Ars að gera jafntefli og eða tapa fyrir Swansea, þá læt ég verða af því í fyrsta sinn þetta ár að fá mér öl eftir vinnu annað kvöld….
YNWA!!!
6 Allen á að fara í aðgerð, en ekki er búið að ákveða hvenær hún verður. Hann mun líklega spila þangað til að hann getur það ekki lengur vegna þessara meiðsla og mun þá fara í aðgerðina. Eins og Rogers sagði “he’s been playing through..”
Það er einhvern veginn svo allt með okkur og Evrópusæti innan seilingar, liðið á blússandi siglingu undanfarið, Suarz markahæstur, allir okkar bestu menn heilir og liðin fyrir ofan okkur með erfiða leiki um helgina, að þessi leikur hlýtur að enda með jafntefli – því miður.
Ahhh það er rétt Babu…þá er ég sammála þér að go for it. Var með áhyggjur af miðjunni með 2 frammi eftir Tottenham leikinn. Kannski Suarez dragi sig út á kantinn og hafi Sturridge frammi og Coutinho í holunni.
Þetta verður strembið.
Klassísk ensk strategía; vörn með skyndisóknum og föstum atriðum s.s. aukaspyrnur og horn með stórum gaurum inni í teig. Leiðinleg íþrótt en virkar stundum vel sbr Man U gegn Real í fyrri leiknum í CL og þegar Tony Knapp var landliðsþjálfari Íslands fyrir margt löngu.
Sumsé enginn sambabolti.
Þetta er leikur þar sem Skrtel þarf að vera með frá byrjun. Meiri massa, minna spil. Því miður. Nánast eins og önnur íþrótt, eða annar þyngdarflokkur.
Held samt innst inni að við vinnum með herkjum.
Samt er og möguleiki að okkar menn rúlli yfir dínósárana. Ekki svo langt um liðið frá 8-0 í FA.
YNWA
10 Southampton er nú ekki svo slæmir, lætur eins og við séum að spila gegn Stoke. Þeir eru búnir að skora næst mest í neðri hluta deildarinnar og aðeins 2 lið hafa fengið fleiri mörk á sig (stoke hafa skorað næst minnst og í 5. sæti yfir fæst mörk á sig). Vil helst ekki hafa Skrtel í byrjunarliðinu. Væri hinsvegar til í að hafa Henderson á miðjunni með Gerrard og Lucas til að byrja með, tel nokkuð líklegt að þeir spili með 3 manna miðju og við verðum einfaldlega að vinna þá baráttu til að spila okkar leik.
Eftir að hafa fylgst með þessu liði í ca 30 ár, verð ég, því miður, að stilla væntingar fyrir þennan leik í samræmi við 5 og 8 hér að ofan.
Það er aldrei vinsælt að spá tapi og ég tel mig bjartsýnismann en þetta er e-ð svo skrifað í skýin miðað við mörg undanfarin á eins og 5 og 8 benda á. Ég verð því miður sáttur við jafntefli.
Tek undir með Nr. 11. Ertu að grínast eða svona svakalega að rugla saman Southamton og Stoke? Þessi lýsing passar svo illa við Southamton að ég var ekki viss hvort þú værir að tala um þá eða okkur.
Hér er annars ágæt greining á þessum liðum og leiknum
http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=304359.msg11477981#msg11477981
Vinnum 1-2 Gerrard og Coutinho skora okkar mörk eftir að hafa lent undir snemma leiks.
Verð nú eiginlega að vera sammála tólfunni. Þessi leikur gæti orðið býsna strembinn og miðað við yfirlýsingar leikmanna og bjartsýni okkar spjallverja er það týpískt að við drullum uppà bak. En mikið lifandi skelfing væri ég til í
að hafa rangt fyrir mér. En býst alveg við Aston Villa syndrominu einu sinni enn. Þeir hafa sýnt gæði undanfarið (þ.e. okkar menn) en ekki gleyma hvernig fór fyrir Chitty þarna um daginn, skita! Vona samt alltaf það besta:)
1-3 og við erum komnir í baráttuna á fullu,,,,,við endum í 4 sæti með 66 stig,,,,,eitthvað annað sem ykkur langar að vita um ?
Við skulum nú ekki vera að hafa svona miklar áhyggjur af þessum leik. BR mun spila með Gerrard og Lucas á miðjunni og svo Strurridge og Suarez frammi í þessum leik ásamt Couthino. Hann er búinn að átta sig á því að það er ekki hægt að treysta þessari vörn okkar og því er bara eitt í stöðunni, að skora 3-4 mörk í hverjum leik. Og það er einmitt það sem við munum gera.
Spái þessu 2-4 og við munum fá mjög ódýr mörk á okkur en Suarez setur minnst tvö í dag.
Orðrómur um liðið
——————-Reina——————-
Johnson—Carragher—Agger—Enrique
———–Gerrard——-Lucas————
Downing——–Suarez———-Coutinho
—————–Sturridge——————
Okkar sterkasta lið?
Ég spái því að leikurinn endi og annaðhvort liðið sigri, eða þá að þetta fari í jafntefli.
(Grunar nú samt að við tökum þetta nokkuð sannfærandi, t.d. 0-3)
Sælir félagar
Þetta verður drulluerfitt þar sem við erum að fara leika við lið sem berst um á hæl og hnakka að sogast ekki ofan í fallbaráttuna. Þeir munu leggja sig 110% fram og berjast út um allan völl með öllum þeim brögðum sem þeir kunna og ef til vill fleirum. Því vil ég vara við ótímabærri bjartsýni.
Að öllu samanlögðu er okkar lið töluvert betra á pappírnum. En þegar til kastanna kemur er það liðsheildin, baráttuþrekið og karakterinn sem mun vinna þannan leik. Ef liðið okkar kemur rétt stillt inn á völlinn mun það vinna enda ekkert annað í boði í raun og veru. Barátta, vilji og úthald mun ráða miklu og það verða bæði lið að hafa í huga. Ef þessi atriði verða til staðar hjá báðum aðilum munu knattspyrnuhæfileikar ríða baggamuninn. Þar er okkar lið miklu betur sett og því spái ég 1 – 4 og ekkert helv . . . væl.
Það er nú þannig
YNWA
Þetta heitir að kjafta sig upp í bjartsýni 😉
Verð að leiðrétta þennan status… Southampton er í dag… VÚHÚ!! 🙂
Smá upphitun:
http://www.youtube.com/watch?v=zZzfs_gP6qU
Það er eitthvað verið að tala um að Carragher sé ekki með í dag og Skrtel verði treyst fyrir vörninni með Agger.
Vonandi hefur Skrtel rifið sig upp og tekið Downing og Enrique til fyrirmyndar.
Liverpool team to face Southampton: Jones, Johnson, Enrique, Agger, Skrtel, Allen, Gerrard, Downing, Coutinho, Sturridge, Suarez