Flo ekki að fara neitt?

Rafa var í viðtali við opinberu heimasíðuna í gær þar sem hann sagði að það væri ekki öruggt að Florent Sinama-Pongolle væri að fara neitt. Það er þó alls ekkert víst að hann verði áfram en hann hefur staðið sig mjög vel með U21 árs liði Frakka sem er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Hollandi. Hann var auðvitað lánaður til Blackburn í janúar og flestir bjuggust við því að hann yrði seldur í sumar.

>Við höfum ekki tekið neina ákvörðun með Sinama og við erum ekkert að drífa okkur að því. Ég mun tala við hann þegar undirbúningstímabilið hefst um framtíðina enda er hann mjög efnilegur leikmaður sem hefur alltaf staðið sig mjög vel. Hann hefur verið lykilmaður fyrir ungmennalandslið Frakka. Útsendarar okkar hafa verið á staðnum og sagt okkur mjög góða hluti um hann. Ég veit að önnur lið hafa verið að skoða hann en þau þurfa að bíða þar sem við erum ekki að reyna að selja Sinama,” segir Rafa.

Ég vonast til þess að Flo fari ekki strax, ég held að hann eigi enn eftir að sýna sitt rétta andlit… en eins og Rafa segir, þá er ekkert öruggt í þessu. Hann gæti alveg eins farið í sumar og það er ljóst að við gætum selt hann ef svo færi…

10 Comments

  1. Ég hef nú alltaf verið svolítið hrifinn af Pongolle og vildi alltaf sjá hann spila meira í fyrra þegar ekkert gekk hjá hinum framherjunum.
    Hins vegar er ég með kenningu, Benitez var búinn að ákveða að selja hann, en eftir að Morientes fór og Cisse byrjaði skyndilega með bögg, þá á hann ekki aðra kosti en að halda honum þar sem einungis einn striker mun koma til liðsins í sumar, sem verður líklegast Defoe.

    Ég er eiginlega pottþéttur á því að það mun einugis koma 1-2 leikmenn í sumar. Defoe og hugsanlega kannski einhver 5 milljóna punda kantari, ég legg áherslu á orðið hugsanlega, ekkert svo víst. Við munum aldrei sjá 2 nýja framherja í sumar, ég held það.

    Menn mega vera ósammála mér, en ég ætla að tippa á þetta, þ.e.a.s að sumarið verði ákveðin vonbrigði, því miður, en ég vona bara innilega að ég eigi eftir að hafa rangt fyrir mér. Mér finnst það bara ansi slappt að þegar það er sagt að það eigi að klára öll kaup fyrir HM, og núna 6 dögum fyrir HM sé nákvæmnlega ekkert að gerast og gúrkutíðin hafi aldrei verið meiri.

  2. Davíð, ég skal fullvissa þig um það að Rafa er ekki heima hjá sér að drekka sangríu sko… hann er á fullu að leita að þeim mönnum sem geta komið inn í liðið, styrkja það og eru falir fyrir rétt verð.

    Maður veit aldrei hvenær fréttirnar poppa upp og hver veit nema það komi frétt þess efnis að Kuyt sé á leiðinni í læknisskoðun fyrir HM og Alves komi líka? Maður veit aldrei og slúðrið þarf alls ekki að efa neina mynd af því sem er að gerast á bakvið tjöldin…. 🙂

    Þannig að, engin ástæða er til að örvænta, ekki enn amk

  3. Pongolle ætlar sér ekki að verða fimmti framherji liðsins aftur á næsta tímabili. Þannig að ef verða keyptir tveir nýir framherjar í stað Cissé og Morientes fer Pongolle. Ef það verður bara keyptir einn framherji í stað þeirra tveggja verður hann kannski áfram.

  4. Ég leyfi mér spá því að það komi eingöngu einn framherji (vonandi Dirk Kuyt) og Cissé verði seldur. Við erum þá með 4 framhherja í hópnum hjá aðalliðinu: Crouch, Fowler, Pongolle og ? (Kuyt).

    Síðan komi t.d. Pennant og Aurelio.

    Svo verði Rafa með smá pening tilbúinn ef eitthvað óvænt kemur uppá fyrir 1.sept. Leikmaður vilji fara frá sínu félagi (sem áður hafi kostað of mikið) og/eða einhver leikmaður okkar meiðist alvarlega í sumar (eins og á HM). Þá getur hann keypt annan leikmann ef back up leikmaður er t.d. ekki tilbúinn að klára heilt season einn.

  5. Svo er líka hreinlega spurning hvort Pongolle sé nógu góður fyrir Liverpool. Hann verður 22ja á árinu eins og t.d. Obafemi Martins og Fernando Torres, en þeir hafa einmitt báðir verið orðaðir við liðið að undanförnu.

    Crouch, Fowler, Kuyt og Martins/Torres lítur mun sterkar út en Crouch, Fowler, Kuyt og Pongolle, ekki satt?

  6. Mér finnst alltaf jafn skrítið þegar menn segja að Rafa hafi “ætlað” að klára öll kaup fyrir HM. Það sem hann sagði var að hann teldi það “best” að ná að klára öll mál fyrir HM. Hann einfaldlega ræður því ekki einn, þrátt fyrir að vilja gera það. Það eru 3 aðilar sem koma að kaupum á leikmönnum. Liðið sem er að kaupa, liðið sem er að selja og svo leikmaðurinn sjálfur. Þetta er ekkert eins og að fara út í búð og kaupa mjólk. Rafa fer ekkert út og kaupir valkosti númer 5 og 6 bara til að kaupa fyrir HM.

  7. Jú klárlega Hannes lítur það betur út en mér finnst það ólíklegt og leyfi mér ekki hugsa út í það… but who knows.

    Ef t.d. Torres og Kuyt kæmu báðir þá er ljóst að Pongolle verður seldur.

  8. Torres og Kuyt að koma báðir? Fyrirgefið þetta er ekki illa meint strákar, en í hvaða draumaheimi lifið þið? Haldið þið að það sé líklegt að við séum að fara að eyða 40milljónum+ í 2 leikmenn? (Geri ráð fyrir að Kuyt fáist á 15 og Torres á 25-28 mills) Það mun aldrei gerast, kominn tími að fara að vakna og hætta að láta sig dreyma.

  9. Ég var nú svosem ekkert að spá komu þeirra beggja. Ætlaði einungis að benda á að Pongolle sé kannski ekki í þeim klassa sem ætlast er til af leikmönnum Liverpool. Svo getur líka vel verið að það sé rangt hjá mér og hann myndi smellpassa með t.d. Crouch eða Kuyt. Það væri frábært!

Rafa skrifar undir samning! (uppfært)

CROUCHY!