Nokkuð athyglisverðir hlutir eru að gerast í tengslum við franska landsliðið. Samkvæmt Reuters [verður Djibril Cisse](http://in.today.reuters.com/news/newsArticle.aspx?type=sportsNews&storyID=2006-06-06T233635Z_01_NOOTR_RTRJONC_0_India-253094-1.xml&archived=False) í byrjunarliðinu í síðasta æfingaleik Frakka fyrir HM, á morgun.
Raymond Domenech hafði áður gefið það sterklega í skyn að liðið í síðasta æfingaleiknum myndi líka byrja fyrsta leikinn á HM. Og af uppstillingunni má ætla að þetta sé sterkasta liðið. Þess vegna er mjög athyglisvert að sjá nafn Djibril Cisse í liðinu en ekki David Trezeguet.
Allavegana, liðið verður því svona:
Sagnol – Thuram – Gallas – Abidal
Zidane – Makelele – Vieira – Malouda
Henry – Cisse
Það væri náttúrulega verulega gaman að sjá Cisse í byrjunarliði Frakka á HM. Vonandi að hann nái að standa sig, hvort sem hann verður áfram hjá Liverpool eða ekki.
Váááá hvað ég vona að þetta gangi eftir. Ef hann stendur sig vel græðum við vel á því hvort sem hann verður áfram eða seldur.
Ef hann verður áfram kemur hann tilbaka fullur sjálfstrausts og leikmaðurinn eins og hann þrífst á því að hafa sjálftraust.
Gaeti vel verid ad Cisse eigi eftir ad blomstra. Frakkarnir lagu i skotgrofunum og beittu skyndisoknum i leiknum sem eg sa a moti donum, kerfi sem hann funkerar fint i strakurinn. Ef heppnin er med okkur tha skorar hann slatta a HM og Liverpool skorar kassann
Já þetta er vissulega spennandi möguleiki. Fyrir Liverpool eru þetta góðar fréttir hvernig sem á það er litið – ef hann verður áfram hjá okkur er þetta gott fyrir sjálfstraust hans, ef hann verður seldur ætti þetta að geta aukið verðið á honum. Sérstaklega ef hann stendur sig vel.
Nú bíð ég spenntur eftir fyrsta leik Frakka. Henry og Cissé saman í framlínunni … újé!
Þessi Trezeguet er ekki merkilegur pappír að mínu áliti og skil ég að franski einvaldurinn setji Cissé í framlínuna í staðinn. Vonandi spilar Cissé gott mót og við fáum 10% upphæðarinnar sem við keyptum hann á………
Aldrei verið hrifinn af trezuge en menn sem nenna að horfa á ítalska boltann lofa hann í hásterkt.
Var að lesa það inni á Teamtalk að Cisse gæti verið fótbrotinn 😯 🙁
Hafið þið heyrt eitthvað um það?
Var akkúrat að lesa um það á Gras.is
http://www.gras.is/content.php?newsid=12368
Vonandi bara að þetta sé ekki svona slæmt.